Fleiri fréttir

Oddaleikir hjá báðum kynjum annað árið í röð

Körfuboltamenn og konur hafa boðið upp á mikla spennu allt til enda í úrslitakeppnum Iceland Express deildanna síðustu tímabil og nú er svo komið að Íslandsmeistaratitilinn vinnst í oddaleikjum hjá báðum kynjum annað árið í röð.

David Beckham spilar ekki fyrr en í fyrsta lagi í nóvember

Það mun taka David Beckham lengur en áætlað var að ná sér eftir að hafa slitið hásin í deildarleik með AC Milan í mars. Beckham býst ekki við að spila fótbolta á ný fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Hann missir því ekki bara af HM heldur nánast öllu tímabilinu í bandarísku deildinni.

Brawn sá á eftir Button, en trúir á Schumacher

Ross Brawn hjá Mercedes segir Michael Schumacher staðaráðinn í að sigra í móti á þessu ári, en segist jafnframt sjá á eftir Jenson Button, sem leiðir nú meistaramótið í Formúlu 1. Button varð meistari með Brawn liðinu sem nú heitir Mercedes.

Allir til sölu hjá West Ham nema Scott Parker

Scott Parker er eini leikmaðurinn í liði West Ham sem nýi eigandinn, David Sullivan, er ekki tilbúinn að selja í sumar. Hann segir að allir aðrir leikmenn séu til sölu í allsherjar tiltekt á Upton Park eftir tímabilið.

NBA: Orlando sópaði út Charlotte og Milwaukee jafnaði á móti Atlanta

Þrír leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og þar var lið Orlando Magic fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í 2. umferð. Milwaukee Bucks náði hinsvegar að jafna sitt einvígi á móti Atlanta Hawks og Phoenix Suns komst í 3-2 á móti Portland Trail Blazers.

Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik um titilinn - myndasyrpa

Keflvíkingar spilltu sigurhátíð Hólmara með sigri í fjórða leiki liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þetta þýðir að liðin spila hreinan úrslitaleik um titilinn í Toyota-höllinni í Keflavík á fimmtudaginn.

Solskjaer: Manchester United getur ennþá náð Chelsea

Ole Gunnar Solskjaer, fyrrum leikmaður Manchester United, er sannfærður um að Manchester United liðið eigi enn möguleika á að vinna enska meistaratitilinn á þessu tímabili þrátt fyrir sannfærandi 7-0 sigur Chelsea á Stoke um helgina. United er einu stigi á eftir toppliði Chelsea og með miklu lakari markatölu þegar tveir leikir eru eftir.

Umfjöllun: Valsmenn á leið í úrslitaslaginn á móti Haukum

Valsmenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitarimmu N1-deild karla í handbolta eftir að hafa lagt Akureyringa af velli í kvöld, 30-26, í framlengum leik. Spennan var rafmögnuð í Vodafone-höllinni en Hlynur Morthens og Fannar Þór Friðgeirsson kláruðu dæmið fyrir Valsara undir lokin.

Raul skoraði illa meiddur á ökkla - verður ekki meira með á tímabilinu

Raul Gonzalez, fyrirliði Real Madrid, gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið, eftir að hann meiddist á ökkla í sigurleiknum á móti Real Zaragoza um helgina. Raul verður frá í fjórar vikur en hann hefur gefið það í skyn að 16 ára ferli hans á Santiago Bernabeu sé að ljúka.

Óskar Bjarni segir framtíð sína óljósa

„Nei það er ekki alveg á hreinu hvað ég geri,” sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur liðsins gegn Akureyri í kvöld er hann var spurður um framtíð sína en ljóst er að Óskar mun ekki stýra Valsliðinu næsta vetur.

Árni Þór: Hundfúll og hálf orðlaus

„Ég var ekki ánægður með framlenginguna hjá okkur og veit bara ekki hvað gerist hjá okkur. Við vorum alveg í séns undir lokin en náðum bara ekki að skora,” sagði Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Akureyri, eftir tap gegn Valsmönnum í framlengingu í kvöld, 30-26.

Ingi Þór: Nú er bara að snúa bökum saman

Snæfellingum mistókst að landa Íslandsmeistaratitlinum í kvöld en liðið beið lægri hlut fyrir Keflvíkingum í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

Valsmenn héldu hreinu í framlengingunni og eru komnir í úrslit

Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratiitlinn í N1 deild karla í handbolta með 30-26 sigri á Akureyri í framlengdum oddaleik í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Staðan var 26-26 eftir venjulegan leiktíma en Hlynur Morthens, markvörður Vals, fór á kostum í framlengingunni og hélt marki sínu hreinu.

Umfjöllun: Keflvíkingar frestuðu bæjarhátíð í Hólminum

Keflavík knúði fram oddaleik gegn Snæfelli í úrslitum Iceland Express-deildarinnar í kvöld með frábærum sigri í Stykkishólmi, 82-73. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku en þrír leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn vegna höfuðáverka og aðeins einn snéri aftur til leiks.

Þóra aðeins búin að fá á sig eitt mark í fyrstu fjórum leikjunum

Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir hefur byrjað ferillinn vel með LdB FC Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þóra hélt marki sínu hreinu í þriðja sinn í fjórum leikjum um helgina og LdB FC Malmö er nú eitt í efsta sæti deildarinnar með full hús stiga.

Pepsi-deild karla hefst með leik Vals og FH á Vodafonevellinum

Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur staðfest niðurröðun leikja í Pepsi-deild karla sem hefst með leik Vals og FH á Vodafonevellinum 10. maí næstkomandi. Hinir fimm leikir fyrstu umferðarinnar fara síðan fram daginn eftir.

Fjárhúsið nánast fullt klukkutíma fyrir leik

Nú styttist í fjórða leik Snæfells og Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15 hér í Stykkishólmi og með heimamenn tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri.

Neyðarkall frá City - sækja um undanþágu til að fá markmann að láni

Manchester City hefur lagt inn beiðni til stjórnar ensku úrvalsdeildarinnar um að félagið fái undanþágu til að fá markmann að láni fyrir lokasprettinn í deildinni. Shay Given fór úr axlarlið á móti Arsenal um helgina og eini heili markvörður liðsins er færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen.

Hamburg rak þjálfarann nokkrum dögum fyrir undanúrslitaleikinn

Bruno Labbadia var í dag rekinn sem þjálfari þýska liðsins Hamburg aðeins þremur dögum áður en liðið spilar seinni leikinn sinn á móti Fulham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Það fyllti mælinn hjá yfirmönnum Labbadia að liðið steinlá 1-5 á móti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Mikill plús fyrir Snæfell að hafa fengið Jeb Ivey

Jeb Ivey hefur heldur betur komið sterkur inn í úrslitaeinvígið á móti Keflavík en Snæfellsliðið hefur unnið báða leikina síðan Ivey datt inn í hús rétt fyrir leik tvö. Snæfellingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík í Stykkishólmi í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Aðeins þrjú af sex liðum hafa klárað í sömu stöðu og Snæfell

Snæfellingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík í Stykkishólmi í kvöld. Snæfellingar eru sjöunda liðið í sögunni sem kemst í 2-1 í úrslitaeinvíginu og getur tryggt sér titilinn á heimavelli. Þrjú af þessum sex liðum hafa tapað í sömu stöðu og þar á meðal er Grindavíkurliðið í fyrra. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Heiðar Helguson vill fara frá QPR til Watford

“Ég vil vera hér áfram,” segir Heiðar Helguson um Watford. Norðlendingurinn er þar í láni frá QPR en hann skoraði meðal annars gott mark um helgina í 3-0 sigri á Reading.

Þumalputtar Alonso tryggðir á 170 miljónir

Fernando Alonso er með verðmæta þumalputta að mati Santander, sem er spænskur bankarisi. Fyrirtækið tilkynnti í dag að þumalputtar hans hefðu verið tryggir á 10 miljón evrur, eða rúmar 170 miljónir.

Júlíus Jónasson í viðræðum við Val

Júlíus Jónasson hefur verið í viðræðum við að taka við liði Vals undanfarna daga. Júlís sagði við Vísi í dag að viðræður ættu að klárast á allra næstu dögum.

Baráttan hefst fyrir alvöru á Spáni

Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli í næsta Formúlu 1 móti sem verður á Barcelona brautinni á Spáni um aðra helgi. Hann segir titilslaginn hefjast fyrir alvöru í fyrsta mótinu í Evrópu.

Zola býðst að vera áfram hjá West Ham

Gianfranco Zola verður boðið að stýra West Ham áfram á næsta tímabili. Meðal framkvæmdastjóranna í ensku úrvalsdeildinni hefur framtíð hans verið í einni mestri óvissu.

Nýjar reglur verðlauna klóka ökumenn

Pólverjinn Robert Kubica telur að nýjar reglur sem banna bensínáfyllingar launi klókum ökumönnum, sem þurfa að passa betur upp á endingu dekkja en áður.

Wayne Rooney: Mikill heiður fyrir mig

Það kom fáum á óvart að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar kusu Wayne Rooney sem besta leikmann deildarinnar. Um þetta var tilkynnt í gær en valið er árlegt.

Óskar Bjarni hættir með Val

Óskar Bjarni Óskarsson mun hætta þjálfun Vals eftir tímabilið. Óskar stýrir liðinu gegn Akureyri í kvöld í undanúrslitum Íslandsmótsins í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitarimmunni.

Umfjöllun: Valsstúlkur Íslandsmeistarar árið 2010

Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur í framlengingu gegn Fram. Leikurinn var æsispennandi en Valsstúlkur sýndu stáltaugar og kláruðu leikinn í framlengingu. Lokatölur 23-26 log auk einvíginu 3-1 Val í vil.

Torres hefur áhyggjur af framtíðinni

Undanfarið hefur mikið verið fjallað um risatilboð Manchester City í Fernando Torres, framherja Liverpool. Þessi spænski landsliðsmaður hefur þó látið hafa eftir sér að hann muni yfirgefa enska boltann ef að hann ákveður að fara frá Liverpool.

Sjá næstu 50 fréttir