Fleiri fréttir

Wenger: Verðum að versla í sumar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkenndi eftir tapið gegn Barcelona í gær að félagið yrði að stykja sig til að taka næsta skref og vinna titla.

Barátta Sutil og Hamilton vakti athygli og Force India verðlaunað

Þjóðverjinn Adrian Sutil hjá Force India náði fimmta sæti í Malasíu um helgina og barðist um sætið við vin sinn Lewis Hamilton hjá McLaren. Force India hefur vaxið ásmeginn, en í gær fékk Force India liðið að auki verðlaun fyrir athyglisverðasta atvikið í Formúlu 1 árið 2009.

NBA: Ótrúlegur leikur hjá Utah og Oklahoma

Leikur Oklahoma og Utah í nótt snérist upp í einvígi Kevin Durant og Deron Williams. Báðir tóku síðan lokaskot sinna liða í ótrúlegum leik. Williams hitti en Durant ekki og því vann Utah.

Pep Guardiola: Var ekki bara Messi sem lék vel

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að fyrsta mark Lionel Messi gegn Arsenal hafi breytt leiknum. Messi skoraði öll fjögur mörk spænska liðsins í ótrúlegum 4-1 sigri.

Kristrún: Stolt í svona liði

„Það er ekki hægt að segja neitt annað en maður er stoltur að vera í svona liði. Þetta voru flottir leikir og flottar viðureignir á móti Keflavík en við vorum bara óheppnar að þetta datt ekki með okkur í dag," sagði Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hamars, eftir tap gegn KR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Unnur Tara: Betra liðið tók þetta að lokum

„Þetta er ólýsanlegt. Ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í þriðja leikhluta og æðislegt að klára þetta dæmi hér í kvöld," sagði Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna.

Wenger: Messi langbestur í heiminum

Menn keppast við að hrósa hinum argentínska Lionel Messi eftir að hann skoraði öll fjögur mörk Barcelona í 4-1 sigrinum gegn Arsenal í kvöld.

Arjen Robben: Ég er til í slaginn

„Ég er ekki kominn hingað til að vera í stúkunni. Ég tel mig vera tilbúinn til að spila," segir Arjen Robben sem segist vera tilbúinn í slaginn fyrir síðari leik FC Bayern gegn Manchester United.

Jose Mourinho: Við getum unnið þessa keppni

„Þetta lið getur unnið Meistaradeildina," sagði Jose Mourinho, þjálfari Inter, eftir að Ítalíumeistararnir unnu fyrirhafnarlítinn sigur á CSKA í Moskvu í kvöld.

Gourcuff til í að fylgja Blanc frá Bordeaux

Hinn magnaði leikmaður Bordeaux, Yoann Gourcuff, ætlar ekki að gera langtímasamning við félagið og segist vera til í að fylgja þjálfaranum Laurent Blanc fari svo að hann semji við eitthvað stórlið.

Matt Kuchar og KJ Choi spila með Tiger

Mastersmótið hefst á fimmtudag en í dag var dregið í ráshópa. Allra augu beinast að Tiger Woods sem verður í ráshópi með Matt Kuchar og KJ Choi á fyrstu tveimur keppnisdögunum.

Rio vill klára ferilinn hjá United

Landsliðsfyrirliði Englands, Rio Ferdinand, hefur lýst því yfir að hann vonist til þess að spila með Man. Utd þar til hann leggur skóna á hilluna.

Kuranyi sagður vera á leið til Juventus

Samkvæmt fregnum frá Ítalíu þá er þýski framherjinn Kevin Kuranyi á leið til Juventus frá Schalke en ítalska félagið hefur verið lengi á eftir leikmanninum.

Sneijder spilar gegn CSKA

Wesley Sneijder meiddist ekki alvarlega á æfingu Inter í gær og hann mun spila með liðinu gegn CSKA Moskva á gervigrasinu í dag.

Jackson sektaður fyrir að gagnrýna dómara

Hinn goðsagnakenndi þjálfari LA Lakers, Phil Jackson, var allt annað en sáttur við dómara leiks síns liðs og San Antonio um helgina og lét þá heyra það eftir leikinn.

Kubica og Renault í toppslagnum

Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu.

Julia Demirer og Unnur Tara efstar eftir fyrstu fjóra leikina

KR og Hamar leika í kvöld hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni þegar oddaleikur liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna fer fram. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í Frostaskjóli og hefst klukkan 19.15.

Ferguson: Útilokað að Rooney spili

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, staðfesti endanlega nú áðan að það væri ekki nokkur möguleiki á því að Wayne Rooney spili gegn FC Bayern annað kvöld.

Vidic: Verðum að þjappa okkur saman

Serbinn Nemanja Vidic, varnarmaður Man. Utd, segir að leikmenn liðsins verði að þjappa sér saman ef tímabilið eigi ekki að enda í einum stórum vonbrigðum.

Lionel Messi skaut Barcelona áfram með fernu

Barcelona vann 4-1 sigur á Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Camp Nou-leikvanginum. Argentínumaðurinn magnaði Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Börsunga.

Inter fyrst í undanúrslit - Sneijder skoraði

Jose Mourinho og hans menn í Inter eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið vann CSKA frá Moskvu fyrirhafnarlítið 1-0 í leik sem var að ljúka í Rússlandi.

Corinthians til í að taka á móti Trezeguet

Brasilíska liðið Corinthians er afar spennt fyrir því að fá Frakkann David Trezeguet í sínar raðir og hefur boðið honum að koma til félagsins ef hann raunverulega vill það.

Laus ró hefti framför Schumachers

Michael Schumacher reið ekki feitum hesti frá Formúlu 1 mótinu í Malasíu á sunnudaginn. Hann féll úr leik eftir að ró á afturdekki losnaði og er aðeins með 9 stig í stigamótinu, á meðan Felipe Massa sem er fremstur er með 39 og þéttur hópur manna með yfir 30 stig.

Rooney æfði ekki í morgun

Þær litlu líkur sem voru á því að Wayne Rooney myndi spila gegn FC Bayern á morgun eru væntanlega foknar út um gluggann því hann gat ekki æft með liðinu í morgun.

Roma á eftir Eboue

Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er þegar farinn að huga að næsta tímabili og ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að hann sé á eftir Emmanuel Eboue, leikmanni Arsenal.

Valur skoðar danskan framherja í kvöld

Valsmenn eru enn að leita að liðsauka fyrir sumarið og í kvöld ætlar félagið að skoða danska framherjann Danni König. Sá er 23 ára gamall og kemur frá danska félaginu Randers.

Löwen og Kiel mætast í Meistaradeildinni

Ekkert verður af því að Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Kiel mætist í úrslitum Meistaradeildarinnar í ár því liðin drógust gegn hvort öðru í átta liða úrslitum keppninnar í morgun.

1-0 fyrir Snæfell - myndir

Bekkurinn var þétt setinn og mikil stemning í DHL-höllinni í gær þegar KR og Snæfell mættust í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

Fram lagði Gróttu - myndir

Fram fór á Nesið í gær og vann gríðarlega mikilvægan sigur á Gróttu í N1-deild karla. Spennan í botnbaráttunni er samt ekki á enda.

Hreinn: Erfitt að gera verr en þetta

Akureyri tapaði fyrir HK í N1-deild karla í gærkvöldi, 22-24. Hreinn Þór Hauksson stóð í ströndu hjá Akureyri en hann nefbrotnaði í leiknum gegn Stjörnunni í síðustu umferð og fékk svo annað slæmt högg á nefið gær. Ekki alveg dagurinn hans.

Atli Ævar: Unnum fyrir sigrinum

Atli Ævar Ingólfsson var frábær á sínum gamla heimavelli í gærkvöldi þegar HK vann Akureyri 22-24 í N1-deild karla. Hann leiddi sókn HK sem komst þar með í úrslitakeppnina. „Það er frábært,“ sagði Atli brosmildur.

Brynjar: Við vinnum í Hólminum

„Þeir hitta svakalega vel hér í kvöld á meðan við klúðrum meðal annars tveimur troðslum. Það er kannski lýsandi fyrir leikinn í kvöld," sagði KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson eftir tapið gegn Snæfelli í kvöld.

Geir: Þetta er enn í okkar höndum

Gróttu tókst ekki að tryggja sæti sitt í í deildinni í næst síðustu umferð þar sem liðið tapaði á heimavelli fyrir Fram. Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, viðurkenndi að Safamýrarliðið hefði einfaldlega verið betra.

Sjá næstu 50 fréttir