Fleiri fréttir

Komast KR-konur í úrslit í kvöld?

Tveir leikir fara fram í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna í kvöld. KR tekur á móti Haukum og getur með sigri komist í úrslitaeinvígi deildarinnar.

Webber: Ekkert lið er skothelt

Mark Webber segir að ekki sé spurning að áreiðanleiki Red Bull bílanna verði eins og best verður á kosið, þó lið hans hafi lent í ýmsum vandræðum í fyrsta móti ársins. Sebastian Vettel, félagi Webber missti af mögulegum sigri, þegar vélin bilaði í Red Bull bíl hans. Hann hafði leitt mótið i Barein frá byrjun.

Vignir fer til Hannover í sumar

Vignir Svavarsson er búinn að semja við þýska félagið Hannover-Burgdord eins og búist var við og gengur hann til liðs við félagið í sumar. Hjá Hannover hittir hann Aron Kristjánsson sem tekur við stjórnartaumunum þar bráðlega.

Rummenigge: Man Utd sigurstranglegra

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður þýska liðsins Bayern München, segir að hans menn eigi erfitt en skemmtilegt verkefni fyrir höndum að mæta Manchester United.

FIA heimtar breytingu á toppbílum

FIA hefur sent tilmæli til allra keppnisliða varðandi búnað keppnisbíla, sem kallast loftdreifir og er aftan á bílunum.

Stoke rannsakar slagsmál Beattie og Pulis

Sóknarmaðurinn James Beattie hjá Stoke er allt annað en sáttur við hvernig félagið höndlaði slagsmálin milli hans og knattspyrnustjórans Tony Pulis í desember. Hann hefur nú lagt fram opinbera kvörtun til félagsins.

Ferill Olazabal í hættu

Óvissa ríkir um framtíð Jose Maria Olazabal í golfinu vegna þrálátra meiðsla Spánverjans. Hann hefur dregið þátttöku sína á Masters-mótinu til baka.

Riera kominn í skammarkrókinn

Albert Riera hjá Liverpool hefur verið settur í bann hjá félaginu eftir að hafa farið ófögrum orðum um knattspyrnustjórann Rafa Benítez í viðtali.

NBA: Denver og Orlando unnu

Orlando vann útisigur gegn Miami í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Vince Carter var stigahæstur hjá Orlando sem vann 108-102. Carter skorað 27 stig.

ÍR í úrslitakeppnina - Myndasyrpa

ÍR gerði sér lítið fyrir í gær og nældi í sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla með því að leggja Grindavík í Seljaskóla.

Í beinni: Evrópudeildardrátturinn

Dregið verður í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu. Einnig verður dregið í undanúrslit keppninnar. Sýnt verður beint frá drættinum hér Vísi en útsending hefst klukkan 11:55.

Í beinni: Meistaradeildardrátturinn

Dregið verður í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. Einnig verður dregið í undanúrslit keppninnar. Sýnt verður beint frá drættinum hér Vísi en útsending hefst klukkan 10:55.

Gerrard og Benitez kátir

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sagði eftir sigurinn á Lille í kvöld að gagnrýni frá stjóranum, Rafa Benitez, sé að skila sér í betri leik liðsins þessa dagana.

Umfjöllun: Jarvis skaut ÍR í úrslitakeppnina

Í kvöld varð ljóst að ÍR-ingar munu taka þátt í úrslitakeppninni en þeir sigruðu Grindavík 91-89 í frábærum leik sem fram fór í kvöld í Iceland-Express deild karla í körfubolta.

Hreggviður: Þetta var verðskuldaður sigur

„Þetta var öflugur og verskuldaður sigur hér í kvöld. Við vorum grimmari og börðumst eins og ljón. Dómararnir leyfðu okkur að spila og voru ekki að dæma mikið af villum, það fór frekar í hausinn á þeim en okkur í kvöld," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður ÍR, eftir 91-89 sigur á Grindvíkingum í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta.

Brynjar: Gott að klára þetta á okkar forsendum

Brynjar Þór Björnsson lék vel með KR í Stykkishólmi í kvöld og átti mikinn þátt í 90-86 sigri liðsins sem tryggði KR deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út úrslitakeppnina.

Ingi Þór: Þeir fengu að taka alltof mikið að fráköstum

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, þurfti að sætta sig við 90-86 tap fyrir KR í lokaumferð Iceland Express deildar karla en tapið þýðir að liðið endaði í sjötta sæti og byrjar úrslitakeppnina á útivelli á móti Grindavík.

Jónatan: Greddan var okkar megin

Jónatan Magnússon segir að Akureyringa hafi einfaldlega hungrað meira í sigur en FH-inga. Akureyri vann leik liðanna í kvöld 33-30.

Liverpool áfram í Evrópudeildinni

Stuðningsmenn Liverpool önduðu léttar í kvöld er liðið komst áfram í Evrópudeildinni með 3-0 sigri á Lille sem vann fyrri leikinn, 1-0.

Einar Andri: Akureyringar voru beittari

Einar Andri Einarsson kennir slakri vörn um lélegan leik FH í fyrri hálfleik gegn Akureyri í kvöld. Markmenn liðanna vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik en Akureyri vann leikinn 33-30.

Rúnar: Liðið er að þróast mikið

Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var brosmildur eftir góðan sigur á FH í kvöld. Lokatölur 33-30 fyrir liðinu hans, sem hefur farið vaxandi og sýnt miklu betri leik en til að mynda fyrir áramót.

KR deildarmeistari í körfubolta

KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express-deild karla með sigri á Snæfelli í æsilegum leik í Stykkishólmi. KR og Grindavík börðust um sigurinn í deildinni en Grindavík tapaði í Seljaskóla og KR hefði því mátt tapa en hefði samt unnið deildina.

Umfjöllun: Akureyri drap FH-grýluna

Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum.

Fulham með ótrúlegan sigur á Juventus

Raunir Juventus í vetur héldu áfram á Craven Cottage í kvöld er liðið sótti Fulham heim í Evrópudeild UEFA. Juve mætti til leiks með 3-1 forskot úr fyrri leiknum en tapaði 4-1 í kvöld og er því úr leik.

McLeish í viðræður um nýjan samning

Alex McLeish hefur hafið viðræður við eigendur Birmingham um nýjan samning. Skoski knattspyrnustjórinn kom til félagsins fyrir einu og hálfu ári og hefur gert góða hluti.

Mancini: Toure á framtíð hjá Man City

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að varnarmaðurinn Kolo Toure hafi enn hlutverki að gegna í liðinu. City er í baráttu um fjórða sætið.

Glazer-fjölskyldan vill enn einu sinni hækka miðaverðið á Old Trafford

Manchester United glímir við miklar skuldir þessa dagana og það lítur út fyrir að ein af lausnunum verði að hækka miðaverð á heimaleiki liðsins. Óvinsældir Glazer-fjölskyldunnar aukast örugglega enn meira við þessar fréttir en miðaverð hefur verið hækkað á hverju ári síðan að hún eignaðist meirihluta í félaginu.

Motland í FH

Íslandsmeistarar FH hafa ákveðið að semja við norska framherjann Torger Motland sem hefur æft með félaginu undanfarna daga.

Lille ætlar ekki að pakka í vörn gegn Liverpool

„Leikmenn vita að þetta er síðasta tækifærið á að vinna bikar á tímabilinu," segir Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool. Liðið tekur á móti Lille frá Frakklandi í Evrópudeildinni í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir