Umfjöllun: Akureyri drap FH-grýluna Hjalti Þór Hreinsson skrifar 18. mars 2010 20:51 Árni Þór var markahæstur Akureyringa í kvöld með níu mörk. Fréttablaðið/Stefán Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum. Þetta var fjórða viðureign liðanna á tímabilinu og FH hafði fyrir þennan leik unnið þá alla. Akureyringar voru betri á öllum sviðum í fyrri hálfleik. Hörður Flóki varði vel, alls ellefu skot þar af eitt víti, en ævintýralega slök markvarsla Pálmars Péturssonar og Daníels Andréssonar vakti hvað mesta athygli. Daníel varði einu skot tvímenningana í fyrri hálfleik. Akureyri fékk aukakast eftir fyrra skotið sem hann varði og eftir það síðara kastaði hann boltanum fram völlinn, beint í hendurnar á Akureyringum. Akureyri fékk mikið af hröðum sóknum sem það nýtti vel. Þó má spyrja sig hvort liðið hefði ekki átt að skora fleiri mörk miðað við slaka markvörslu Hafnfirðinga. Akureyri náði mest sex marka forystu sem það hélt út hálfleikinn. Staðan þá var 18-12. Bjarni Fritzson skoraði fimm mörk af vítalínunni í sex tilraunum á meðan Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu. Hann var tekinn úr umferð en skoraði samt þrjú góð mörk. Það tók FH rúmar átta mínútur að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Pálmar varði mjög vel í seinni hálfleik sem var æsispennandi, í 22 mínútur. Akureyringar rönkuðu loks við sér og leyfðu FH ekki að komast yfir, þrátt fyrir að gestirnir hefðu fengið tækifæri til þess. Akureyringar voru tveimur mörkum yfir þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks. Lykilsókn hjá FH sem lauk með marki. 29-28 og fimm eftir. Akureyri komst aftur tveimur yfir eftir langa sókn og svo varði Hörður Flóki vel. Akureyri fékk víti sem Pálmar varði frá Oddi. Þrjár mínútur eftir og enn 30-28. Ólafur Gústafsson skoraði þá gott mark, eins og í sókninni þar á undan og dró vagninn. Árni skoraði þá gott mark fyrir Akureyri og enn tveggja marka munur þegar tvær mínútur voru eftir. Árni var drjúgur fyrir Akureyri á lokakaflanum og þegar ein mínúta var eftir kom hann liðinu í þriggja marka forystu, og leikurinn búinn. FH sýndi mikinn karakter í að koma til baka og jafna, en líklega hefði liðið þurft að komast yfir til að finna neistann sem vantaði. Bjarni Fritzson skaraði fram úr í liðinu og skoraði tólf mörk. Pálmar varði vel í síðari hálfleik, ellefu skot þar af tvö víti. Kollegi hans í marki Akureyrar varði 21 skot, oft á tíðum á mikilvægum augnablikum. Þá var Heimir frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik sem og Árni sem í staðinn var góður í seinni. Þá er vert að minnast á frábæra stemningu í Höllinni í kvöld en frítt var á leikinn í boði KEA.Akureyri-FH 33-30 (18-12)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 9 (15), Heimir Örn Árnason 8 (12), Oddur Gretarsson 5/1 (7/3), Guðmundur H. Helgason 5 (10), Jónatan Magnússon 3 (5), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/1 (40) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 11 (Heimir 4, Guðmundur 2, Árni 2, Andri, Oddur, Jónatan).Fiskuð víti: 3 (Hörður 3).Utan vallar: 2 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 12/6 (18/7), Ólafur Gústafsson 6 (12), Ólafur Guðmundsson 4 (9), Ásbjörn Friðriksson 2 (6), Örn Ingi Bjarkason 2 (7), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Björnsson 1 (2), Benedikt Kristinsson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 11/2 (36) 31%, Daníel Andrésson 2 (10) 20%.Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 3, Sigurgeir, Benedikt, Bjarni).Fiskuð víti: 7 (Örn 3, Bjarni 2, Ásbjörn, Benedikt).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Leifsson. Góðir. Olís-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum. Þetta var fjórða viðureign liðanna á tímabilinu og FH hafði fyrir þennan leik unnið þá alla. Akureyringar voru betri á öllum sviðum í fyrri hálfleik. Hörður Flóki varði vel, alls ellefu skot þar af eitt víti, en ævintýralega slök markvarsla Pálmars Péturssonar og Daníels Andréssonar vakti hvað mesta athygli. Daníel varði einu skot tvímenningana í fyrri hálfleik. Akureyri fékk aukakast eftir fyrra skotið sem hann varði og eftir það síðara kastaði hann boltanum fram völlinn, beint í hendurnar á Akureyringum. Akureyri fékk mikið af hröðum sóknum sem það nýtti vel. Þó má spyrja sig hvort liðið hefði ekki átt að skora fleiri mörk miðað við slaka markvörslu Hafnfirðinga. Akureyri náði mest sex marka forystu sem það hélt út hálfleikinn. Staðan þá var 18-12. Bjarni Fritzson skoraði fimm mörk af vítalínunni í sex tilraunum á meðan Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu. Hann var tekinn úr umferð en skoraði samt þrjú góð mörk. Það tók FH rúmar átta mínútur að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Pálmar varði mjög vel í seinni hálfleik sem var æsispennandi, í 22 mínútur. Akureyringar rönkuðu loks við sér og leyfðu FH ekki að komast yfir, þrátt fyrir að gestirnir hefðu fengið tækifæri til þess. Akureyringar voru tveimur mörkum yfir þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks. Lykilsókn hjá FH sem lauk með marki. 29-28 og fimm eftir. Akureyri komst aftur tveimur yfir eftir langa sókn og svo varði Hörður Flóki vel. Akureyri fékk víti sem Pálmar varði frá Oddi. Þrjár mínútur eftir og enn 30-28. Ólafur Gústafsson skoraði þá gott mark, eins og í sókninni þar á undan og dró vagninn. Árni skoraði þá gott mark fyrir Akureyri og enn tveggja marka munur þegar tvær mínútur voru eftir. Árni var drjúgur fyrir Akureyri á lokakaflanum og þegar ein mínúta var eftir kom hann liðinu í þriggja marka forystu, og leikurinn búinn. FH sýndi mikinn karakter í að koma til baka og jafna, en líklega hefði liðið þurft að komast yfir til að finna neistann sem vantaði. Bjarni Fritzson skaraði fram úr í liðinu og skoraði tólf mörk. Pálmar varði vel í síðari hálfleik, ellefu skot þar af tvö víti. Kollegi hans í marki Akureyrar varði 21 skot, oft á tíðum á mikilvægum augnablikum. Þá var Heimir frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik sem og Árni sem í staðinn var góður í seinni. Þá er vert að minnast á frábæra stemningu í Höllinni í kvöld en frítt var á leikinn í boði KEA.Akureyri-FH 33-30 (18-12)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 9 (15), Heimir Örn Árnason 8 (12), Oddur Gretarsson 5/1 (7/3), Guðmundur H. Helgason 5 (10), Jónatan Magnússon 3 (5), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/1 (40) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 11 (Heimir 4, Guðmundur 2, Árni 2, Andri, Oddur, Jónatan).Fiskuð víti: 3 (Hörður 3).Utan vallar: 2 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 12/6 (18/7), Ólafur Gústafsson 6 (12), Ólafur Guðmundsson 4 (9), Ásbjörn Friðriksson 2 (6), Örn Ingi Bjarkason 2 (7), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Björnsson 1 (2), Benedikt Kristinsson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 11/2 (36) 31%, Daníel Andrésson 2 (10) 20%.Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 3, Sigurgeir, Benedikt, Bjarni).Fiskuð víti: 7 (Örn 3, Bjarni 2, Ásbjörn, Benedikt).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Leifsson. Góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira