Fleiri fréttir

Haukar bikarmeistarar árið 2010 eftir sigur gegn Val

Haukar unnu Val 23-15 í úrslitaleik Eimskipsbikars karla í handbolta í Laugardalshöll. Jafnræði var með liðunum lengi vel en Haukar stungu af á síðustu tíu mínútunum og unnu átta marka sigur.

Karen: Vorum staðráðnar í að enda sigurgöngu Vals

„Við byrjuðum leikinn náttúrulega frábærlega og lögðum grunninn að sigrinum þar. Undirbúningurinn fyrir leikinn í vikunni er reyndar búinn að vera alveg frábær og við mættum því tilbúnar til leiks," sagði Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, eftir bikarúrslitaleikinn í dag.

Berlind Íris: Erum sárar og svekktar yfir þessu

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði og við erum mjög sárar og svekktar yfir þessu,“ sagði Berglind Íris Hansdóttir markvörður Vals eftir 20-19 tap liðs síns í úrslitaleik Eimskipsbikarsins í Laugardalshöll í dag.

Bellamy: Það vita allir hvernig Terry er utan vallar

Craig Bellamy, leikmaður Man. City, var ekkert að vanda John Terry, fyrirliða Chelsea, kveðjurnar eftir leik liðanna í dag. Hann sagði alla í boltanum vita hvernig Terry hagaði sér utan vallar.

Chelsea steinlá fyrir City - tveir leikmenn Chelsea sáu rautt

Man. City gerði grönnum sínum í Man. Utd mikinn greiða í dag er liðið lagði Chelsea, 2-4, á Stamford Bridge í dag. Chelsea er aðeins með eins stigs forskot á toppi deildarinnar eftir leikinn og bæði lið hafa leikið jafn marga leiki. Man. City komst aftur á móti upp í fjórða sætið með sigrinum.

Lagerback ráðinn landsliðsþjálfari Nígeríu

Knattspyrnusamband Nígeríu hefur staðfest að Lars Lagerback sé tekinn við þjálfun landsliðs Nígeríu og mun hann því stýra liðinu á HM næsta sumar en samningur hans er aðeins til fimm mánaða.

Birkir Ívar: Farinn að þekkja þá nokkuð vel

„Okkur í Haukum langar rosalega mikið að vinna þennan titil," sagir markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson hjá Haukum. Það er bikarúrslitaleikur gegn Val sem hefst klukkan 16 í dag.

Handabandið sem aldrei varð - Myndir & myndband

Knattspyrnuáhugamenn fylgdust spenntir með þegar kviðmágarnir John Terry og Wayne Bridge hittust í fyrsta skipti síðan upp komst að Terry hefði sængað hjá barnsmóður hans.

Ingvar: Við viljum alltaf meira

„Þetta er stærsti leikur ársins," segir Ingvar Árnason fyrirliði Vals. Hlíðarendapiltar leika í dag bikarúrslitaleik við Hauka sem hefst klukkan 16 í Laugardalshöll.

Daily Star: Brunaútsala framundan hjá United í sumar

Slúðurblaðið Daily Star telur sig hafa heimildir fyrir því að knattspyrnustjóranum Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United hafi verið skipað af eigendum félagsins að selja hátt í fimmtán leikmenn næsta sumar til þess að lækka launakostnað félagsins og grynnka þar með á skuldum.

Berglind: Skemmtilegt fyrir okkur og áhorfendur

Berglind Hansdóttir er markvörður og fyrirliði kvennaliðs Vals sem leikur í dag við Fram í úrslitaleik Eimskips-bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 13:30 í Laugardalshöllinni.

Ásta: Erum vanar mikilvægum leikjum

„Stemningin er mjög góð og við erum spenntar yfir því að vera loks komnar í úrslitaleikinn. Við erum búnar að vera að bíða eftir þessu," segir Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Fram.

Nike ætlar að standa með Tiger

Íþróttavörurisinn Nike hefur ákveðið að standa við bakið á Tiger Woods þrátt fyrir alla framhjáhaldsskandalana.

Úrslit kvöldsins í Lengjubikarnum

KR vann stórsigur á ÍBV, 4-1, í lokaleik kvöldsins í Lengjubikarnum en alls fóru þrír leikir fram í keppninni í kvöld.

Cupic til Rhein-Neckar Löwen

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen hefur fest kaup á króatíska landsliðsmanninum Ivan Cupic frá Gorenje Velenje. Hinn 23 ára gamli Cupic skrifaði undir þriggja ára samning við þýska úrvalsdeildarliðið.

Áfrýjun Mourinho hafnað

Jose Mourinho, þjálfari Inter, mun þurfa að taka út þriggja leikja bannið sem hann var dæmdur í. Áfrýjun hans í málinu var hafnað í dag.

IE-deild karla: KR enn á toppnum

Þeir Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson fóru hamförum í liði KR þegar KR-ingar völtuðu yfir Hamar í Hveragerði.

Jesús undir smásjá Barcelona og Real Madrid

Marca greinir frá því í dag að spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid séu huganlega búin að gefast upp á að reyna að fá vængmanninn Franck Ribery frá Bayern München vegna þess hversu hátt verð þýska félagið vill fá fyrir leikmanninn.

Van der Sar framlengir samning sinn við United

Manchester United hefur staðfest að markvörðurinn gamalreyndi Edwin van der Sar sé formlega búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið sem haldi honum á Old Trafford-leikvanginum fram á sumar árið 2011.

Bridge og Terry mætast á vellinum á morgun

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur staðfest að Wayne Bridge spili gegn Chelsea á morgun. Ljóst er að athygli fjölmiðla í leiknum mun helst beinast að honum og John Terry hjá Chelsea.

IE-deild karla: Þrír leikir á dagskrá í kvöld

Toppbaráttuliðin KR, Keflavík og Njarðvík verða öll í eldlínunni í kvöld í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Íslandsmeistarar KR heimsækja Hamar í Hveragerði en með í för er Morgan Lewis, nýi Kani Vesturbæinga og því spennandi að sjá hvernig hann mætir til leiks.

Adebayor dæmdur í fjögurra leikja bann

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur úrskurðað að framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Manchester City skuli vera dæmdur í fjögurra leikja bann.

Capello: Hurðin stendur áfram opin fyrir Bridge

Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello hjá Englandi er ekki búinn að gefa upp alla von um að vinstri bakvörðurinn Wayne Bridge hjá Manchester City muni fara með enska landsliðinu á lokakeppni HM næsta sumar eftir allt saman.

Mountain Dew-fíkli meinað að tyggja rör

Caron Butler, leikmaður Dallas Mavericks, hefur þann sérstaka ávana að tyggja rör á meðan hann spilar körfubolta. Það má ekkert í NBA lengur því deildin hefur nú tekið fyrir þennan sérstaka sið leikmannsins. Honum hefur verið skipað að skilja rörin eftir heima.

Sjá næstu 50 fréttir