Fleiri fréttir

Malaví skellti HM-liði Alsíringa með stæl

Afríkukeppnin í fótbolta er komin í gang og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leik dagsins þegar Malaví vann 3-0 sigur á Alsír. Alsírngar eru á leiðinni á HM í Suður-Afríku í sumar þar sem þeir eru í riðli með Englandi, Bandaríkjunum og Slóveníu.

Nick Bradford kominn með leikheimild - verður með í kvöld

Nick Bradford hefur fengið leikheimild hjá KKÍ og verður því með Njarðvíkingum í kvöld þegar þeir taka á móti ÍR-ingum í Iceland Express deild karla. Nick Bradford verður þá fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að spila með Suðurnesjaliðunum Keflavík, Grindavík og Njarðvík.

Sonur annars eiganda Liverpool er hættur hjá félaginu

Svar Tom Hicks yngri við tölvupósti frá stuðningsmanni Liverpool ætlar að hafa miklar afleiðingar fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Hicks yngri er nú hættur í stjórn félagsins og sem og er hann hættur í stjórn hjá móðurfyrirtækinu Kop Holdings.

Brand: Íslendingar refsuðu okkur fyrir mistökin

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segist ekki hafa miklar áhyggjur af sínum mönnum þrátt fyrir að að þeir hafi tapað tvisvar fyrir Íslandi í æfingaleikjum um helgina.

ÍR-ingar bæta við sig bandarískum leikstjórnanda

ÍR-ingar gafa ákveðið að styrkja liðið sitt með bandarískum leikstjórnenda. Mike Jefferson hefur gert samnig við liðið og mun klára með þeim tímabilið í Iceland Express deildinni.

Salan á Ronaldo bjargaði United frá 31,8 milljóna tapi

Manchester United getur þakkað risasölunni á Portúgalanum Cristiano Ronaldo fyrir að félagið skilaði 48,2 milljóna punda hagnaði á fyrri hluta síðasta árs. Hagnaður United var því upp á 9,7 milljarða íslenskra króna.

Dossena sannfærður um að það sé líf eftir Liverpool

Andrea Dossena hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem leikmaður Napoli í morgun en hann er búinn að gera fjögurra ára samning við ítalska liðið eftir að hafa losað sig frá Liverpool þar sem hann náði aðeins að leika 30 leiki.

Leikur Manchester City og Blackburn fer fram í kvöld

Manchester City hefur nú gefið það út að leikur Manchester City og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni fer fram í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður aðeins þriðji leikurinn í þessari umferð sem lifir af vetrarveðrið í Englandi.

Willum Þór búinn að vinna fyrsta titilinn með Keflavík

Keflavík og ÍBV urðu í gær Íslandsmeistarar í innanhúsknattspyrnu en úrslitaleikirnir fóru fram í Laugardalshöllinni. Keflavík vann 6-5 sigur á Víði í úrslitaleiknum í karlaflokki en ÍBV vann 5-1 sigur á Þrótti í úrslitaleik kvenna.

Arizona og Baltimore komin áfram í ameríska fótboltanum

Arizona Cardinals og Baltimore Ravens tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni ameríska fótboltans og þar með er ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi. New York Jets og Dallas Cowboys höfðu komist áfram á laugardaginn.

Langbesti leikur Loga í franska boltanum

Logi Gunnarsson lék mjög vel með St. Etienne í frönsku C-deildinni í körfubolta um helgina en Logi var með 22 stig á 28 mínútum af bekknum í 93-75 heimasigri á Denain.

Öruggt hjá AC Milan

AC Milan vann í kvöld öruggan 3-0 sigur á Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Páll Axel með 54 stig í Grindavík

Páll Axel Vilbergsson gerði sér lítið fyrir og skoraði 54 stig þegar að Grindavík vann stórsigur á Tindastóli á heimavelli, 124-85.

Misstu fjögurra marka forystu í janftefli

Átta mörk voru skoruð í opnunarleik Afríkukeppninnar í knattspyrnu í kvöld er gestgjafarnir í Angóla máttu sætta sig við 4-4 jafntefli eftir að hafa verið 4-0 yfir þegar ellefu mínútur voru til leiksloka.

Caicedo lánaður til Malaga

Manchester City hefur lánað sóknarmaninn Felipe Caicedo til Malaga á Spáni til loka núverandi tímabils.

Guðmundur: Er mjög ánægður

Guðmundur Guðmundsson var vitaskuld afar ánægður með sigrana tvo á Þýskalandi um helgina en sagði þó að enn þyrfti margt að laga í leik íslenska liðsins.

Voronin farinn frá Liverpool

Andriy Voronin hefur gengið til liðs við Dinamo Moskvu en hann gerði um helgina þriggja ára samning við félagið.

Annar sigur á Þjóðverjum

Ísland vann annan sigur á Þýskalandi en liðin mættust í æfingaleik í Regensburg í dag. Lokatölur voru 33-29, Íslandi í vil.

Dallas og Jets áfram

Úrslitakeppnin í NFL-deildinni hófst í nótt og komust Dallas Cowboys og New York Jets áfram í næstu umferð.

Ísland einu marki yfir í hálfleik

Ísland leikur nú æfingaleik gegn Þýskalandi öðru sinni á tveimur dögum og er staðan 18-17, Íslandi í vil, í hálfleik.

Adebayor segir að lið Tógó sé á leið heim

Emmanuel Adebayor, landsliðsfyrirliði Tógó, segir að leikmenn liðsins muni þrátt fyrir allt snúa heim á leið frá Angóla þar sem Afríkukeppni landsliða hefst í dag.

Fimm leikmenn á leið frá United?

Eins og venjulega eru ensku dagblöðin stútfull af orðrómum og sögusögnum um liðin í ensku úrvalsdeildinni. Einna athyglisverðust er frétt The Mirror um að fimm leikmenn Manchester United eru á leið frá félaginu.

Gylfi leikmaður desembermánaðar

Gylfi Sigurðsson var valinn besti leikmaður Reading í desembermánuði en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið í mánuðinum.

TCU vann og Helena valin best

TCU vann í nótt sigur á Utah, 62-41, í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta. Þetta var annar sigur liðsins í jafn mörgum leikjum í Mountain West-riðlinum og alls sjöundi sigur TCU í röð í öllum keppnum.

Bradford búinn að skrifa undir hjá Njarðvík

Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford skrifaði undir samning um að leika með Njarðvíkingum út leiktíðina í gær eftir að hann var látinn fara frá liði í Finnlandi. Bradford er íslendingum að góðu kunnur og er fyrsti útlendingurinn til þess að leika með öllum stóru suðurnesjaliðunum þ.e. Keflavík, Grindavík og Njarðvík.

NBA í nótt: Enn tapar Detroit

Detroit tapaði í nótt sínum tólfta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið tapaði fyrir Philadelphia, 104-94.

Hólmar Örn lánaður til Belgíu

Hólmar Örn Eyjólfsson hefur verið lánaður til belgíska úrvalsdeildarfélagsins KSV Roeselare frá West Ham í Englandi.

Glæsilegur sigur á Þýskalandi

Íslenska handboltalandsliðið hóf undirbúninginn fyrir EM í Austurríki með glæsibrag er liðið vann sigur á Þýskalandi fyrir fullu húsi í Nürnberg, 32-28.

Tevez og McLeish bestir í desember

Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, og Alex McLeish, stjóri Birmingham, voru valdir bestir í desembermánuði í ensku úrvalsdeildinni.

Sigur hjá Inter í sjö marka leik

Inter vann í kvöld nauman 4-3 sigur á Siena í ítölsku úrvalsdieldinni í knattspyrnu þó svo að liðið hafi verið 3-2 undir þegar skammt var til leiksloka.

Sjá næstu 50 fréttir