Fleiri fréttir

Benitez reynir að vera jákvæður

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er jákvæður og fullviss um að Liverpool geti enn bjargað tímabili sem hefur ekki farið nógu vel af stað.

Ferguson óttast ekki gervigrasið

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur engar áhyggjur af því að Man. Utd þurfi að leika á gervigrasi gegn CSKA Moskva í Meistaradeildinni á morgun.

Senna í viðræðum við þrjú keppnislið

Bruno Senna, frændi Ayrtons heitins Senna er í viðræðum við þrjú Formúlu 1l lið um sæti árið 2010. Renault vill að hann próf bíl liðsins, en hann er einnig í viðræðum við Manor Motorsport og Campos sem eru ný lið.

Wenger vill aldrei hætta að þjálfa

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur greint frá því að hann stefni á að vinna alla sína ævi. Wenger, sem hefur þjálfað Arsenal lengur en nokkur annar maður, verður 60 ára á fimmtudag.

Toyota vill Raikkönen árið 2010

Toyota liðið hefur mikinn áhuga á að fá Finnann Kimi Raikkönen til liðsins á næsta ári og hefur gert honum tilboð. Raikkönen hefur verið hjá Ferrari, en losnar ári fyrr undan samningi þar sem Ferrari vildi Fernando Alonso til sín í hans stað.

Sundboltar bannaðir á Anfield um helgina

Það verður leitað á stuðningsmönnum Man. Utd á Anfield á sunnudag og þá sérstaklega að sundboltum. Þeir sem mæta með sundbolta mega gera ráð fyrir að tapa boltunum.

Landsliðsþjálfari Suður-Afríku rekinn eftir afleitt gengi

Landsliðsþjálfarinn Joel Santana hjá Suður-Afríku var rekinn í dag úr starfi sínu eftir afleitt gengi undanfarið. Brasilíumaðurinn Santana hafði stýrt liðinu í um eitt og hálft ár en eftir átta töp í síðustu níu leikjum sagði knattspyrnusamband Suður-Afríku stopp og rak hann úr starfi.

Trapattoni: Þetta verða eins og tveir bikarúrslitaleikir

Landsliðsþjálfarinn Giovanni Trapattoni hjá Írlandi er hvergi banginn þrátt fyrir að Írar hafi ekki verið heppnir með andstæðinga í umspilsleikjum fyrir lokakeppni HM 2010 en þeir mæta Frökkum í tveimur leikjum í nóvember.

Vancouver Whitecaps tapaði úrslitaeinvíginu

Skagamaðurinn Teitur Þórðarson og lærisveinar hans í Vancouver Whitecaps urðu að sætta sig við 3-1 tap gegn Montreal Impact í seinni úrslitaleik liðanna í baráttunni um meistaratitilinn í Norður-amerísku USL-1 deildinni um helgina.

IE-deild karla: Ótrúlegur sigur hjá Grindvíkingum

Annarri umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan vann 82-73 sigur gegn Keflavík, Snæfell vann öruggan 62-81 sigur gegn Breiðabliki og Grindavík vann Fjölni naumlega 85-90 í leik sem Fjölnir leiddi lengi vel.

Evans lofar að bæta sig

Jonny Evans, varnarmaður Man. Utd, hefur lofað því að bæta leik sinn en hann hefur viðurkennt að hafa spilað eins öruggt og hann gat í fyrra og ekki tekið neina óþarfa áhættur.

Given ósáttur við FIFA

Írski landsliðsmarkvörðurinn Shay Given er afar ósáttur við það kerfi sem FIFA notaði þegar dregið var í umspilinu um laust sæti á HM í dag.

Upphitun fyrir bikarleikinn í Ásgarði

Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Í Ásgarði í Garðabæ taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Keflavík en þessi lið drógust einmitt saman í 32-liða úrslitum Subwaybikarsins í dag.

Sundboltarnir að seljast upp á Anfield

Það er um fátt annað talað þessa dagana en „sundboltamarkið" sem Liverpool fékk á sig um helgina gegn Sunderland. Stuðningsmenn annarra liða eru heldur betur til í að nudda salti í sár Liverpool og þeir flykkjast þessa dagana á Anfield til þess að kaupa sér eins bolta og réð úrslitum gegn Sunderland.

Cruyff ver Lionel Messi

Það hefur vakið athygli hversu dapur Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur verið með landsliði sínu en hann hefur verið langt frá því að spila eins vel með Argentínu og Barcelona.

Walcott frá í mánuð

Ungstirnið Theo Walcott spilar ekki með Arsenal næsta mánuðinn vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Arsenal um helgina.

Njarðvík mætir KR í Subwaybikarnum

Í dag var dregið í 32-liða úrslit í Subwaybikar karla. Allir gátu mætt öllum og úr varð að 32-liða úrslitin bjóða upp á stórleiki.

Brady setti glæsilegt met

Tom Brady var í fáranlega góðu formi með New England Patriots um helgina er liðið slátraði Tennessee Titans, 59-0.

Sörensen framlengir við Stoke

Danski landsliðsmarkvörðurinn Thomas Sörensen mun á næstu dögum framlengja samning sinn við Stoke City.

Eto´o til í að stefna Barcelona

Samuel Eto´o er ekki búinn að jafna sig á því að hafa verið seldur frá Barcelona síðasta sumar og ætlar að keyra áfram skaðabótakröfu upp á 2 milljónir evra að því er umboðsmaður hans segir.

Ronaldinho átti loksins góðan leik

Brasilíumaðurinn Ronaldinho hristi loksins af sér slenið um helgina og átti virkilega góðan leik er AC Milan lagði Roma, 2-1. Hann skoraði meira að segja annað marka Milan.

Frakkar mæta Írum

Í hádeginu var dregið í umspilinu fyrir HM 2010. Mikil spenna var í loftinu í Zurich er dregið var. Athyglisverðasta rimman er á milli Frakka og Íra.

Svíar ætla að ræða við Eriksson

Sá möguleiki að Sven-Göran Eriksson taki við sænska landsliðinu hefur ekki verið útilokaður og mun formaður sænska knattspyrnusambandsins ræða við Eriksson um starfið í vikunni.

Giggs tæpur en Rooney líklega með

Óvissa er um hvort Ryan Giggs geti leikið með Man. Utd gegn CSKA Moskva í Meistaradeildinni en hugsanlegt er að Wayne Rooney verði tilbúinn í slaginn.

Ferguson kærður - fer hugsanlega í bann

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, vegna ummæla sem hann lét falla um Alan Wiley dómara eftir leik United og Sunderland í byrjun október.

Button var að kikna undan pressunni

Bretinn Jenson Button segir að hann hafi verið að kikna undan pressunni sem fylgdi því að leiða meistaramótið og að fjölmiðlar hafi farið hamförum þegar honum gekk ekki vel á miðju tímabilinu. Hann stóð þó uppi sem Formúlu 1 meistari í gær.

Ashley lækkar verðið á Newcastle

Mike Ashley, eigandi Newcastle, hefur ekkert gengið að selja félagið og breskir fjölmiðlar greina fá því í dag að hann sé því búinn að lækka verðmiðann á félaginu um 20 milljónir punda.

Kompany framlengir við City

Miðjumaður Man. City, Vincent Kompany, hefur bundið enda á þær sögusagnir að hann sé á leið frá félaginu með því að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Hjörtur Már fer á kostum á EM fatlaðra

EM fatlaðra í sundi hófst í Laugardalsdalslauginni í gær og er óhætt að segja að Hjörtur Már Ingvarsson hafi átt daginn hvað íslenska keppendur snertir.

Stóru liðin eru ekki ósigrandi

Mark Hughes, stjóri Man. City, segir að sá tími sé liðinn að stóru fjögur liðin í ensku boltanum séu sama og ósigrandi. Síðustu ár hafa Man. Utd, Chelsea, Arsenal og Liverpool verið langsterkustu lið deildarinnar en Hughes segir að landslagið sé að breytast.

Forsætisráðherrann heiðrar Jenson Button

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta sendi Jenson Button kveðjur eftir að hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í gær. Bretar hafa átt 10 heimsmeistara og meir en 50.0000 manns starfa við akstursíþróttir í Bretlandi.

Loksins sigur hjá Milan

AC Milan vann í kvöld sinn fyrsta sigur í tæpan mánuð í ítölsku úrvalsdeildinni er liðið lagði Roma á heimavelli, 2-1.

Fannar: Ungu pungarnir eru að spila eins og englar

"Ég held að það hafi verið vörnin sem kláraði þetta hjá okkur í kvöld. Við þurfum að vinna aðeins í sóknarleiknum en höfum í sjálfu sér engar áhyggjur af því," sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir að hans menn lögðu ÍR 82-73 í Iceland Express deildinni í kvöld.

Jón Arnar: Töpuðum þessu á fráköstunum

"Þetta var stál í stál leikur með mikilli baráttu. Ég var ánægður með vörnina hjá okkur en við töpuðum þessu á fráköstunum. Þeir hirtu 16 sóknarfráköst og fengu fyrir vikið fleiri tækifæri í sókninni," sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR eftir að hans menn töpuðu fyrir KR í hörkuleik í Iceland Express deildinni í kvöld.

Hrafnhildur: Spiluðum yfir getu

Hrafnhildur Skúladóttir segir að íslenska liðið hafi sjaldan spilað eins vel og það gerði í fyrri hálfleik gegn Austurríki í dag.

Button: Mögnuð tilfinning að vera meistari

Bretinn Jenson Button var kampakátur eftir að hafa tryggt sér meistaratitilinn í Formúlu 1 í dag. Hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins og það lagði grunn að meistaratitilinum sem hann vann í dag. "Það er mögnuð tilfinning að verða meistari. Það er 21 ár síðan ég byrjaði að keppa í kart kappakstri og ég elska að sigra. Ég átti ekki von á því að verða meistari í Formúlu 1, en lét mig dreyma um að þegar ég var yngri. Mér gekk frábærlega í mótinu í dag og innsiglaði titilinn. Ég er heimsmeistari!", sagði Button glaðreifur. Eitt mót er eftir í Formúlu 1 og verður það á nýrri braut í Abu Dhabi eftir tvær vikur.

Sjá næstu 50 fréttir