Fleiri fréttir

Barcelona í góðri stöðu

Barcelona vann 2-0 sigur á Real Mallorca í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld.

McFadden missir líklega af leiknum gegn Íslandi

James McFadden, leikmaður Birmingham og skoska landsliðsins, verður frá næstu tvo mánuðina og er talið hæpið að hann verði orðinn klár fyrir leiki Skotlands gegn Hollandi og Íslandi í undankeppni HM 2010.

Haukar hefndu ófaranna

Haukar styrktu stöðu sína á toppi N1-deildar karla með tólf marka sigri á grönnum sínum í FH, 34-22.

KR ekki í vandræðum með FSu

KR vann í kvöld 22 stiga sigur á FSu í Iceland Express deild karla en staðan í hálfleik var 42-21, KR í vil.

Calzaghe hættur

Joe Calzaghe hefur formlega tilkynnt að hann sé hættur atvinnumennsku í hnefaleikum en hann var ósigraður á sínum ferli.

Grindavík vann á Akureyri

Einum leik er lokið í Iceland Express deild karla í dag en í honum vann Grindavík sigur á Þór á Akureyri, 97-79.

Tevez boðinn nýr samningur

Manchester United hefur boðið Carlos Tevez nýjan samning við félagið ef marka má frétt sem birtist í Daily Mirror í dag.

Prince Rajcomar í KR

Hollenski framherjinn Prince Rajcomar, sem verið hefur á mála hjá Breiðablik frá árinu 2007, skrifar á morgun undir tveggja ára samning við KR.

Bossamyndir hefta ekki Mosley

Max Mosley forseti FIA telur líklegt að hann gefi kost á sér til forseta FIA, en hann hefur setið á toppi pýramída alþjóðabílasambandsins síðustu þrjú kjörtímabil. Mosley hefur unnið öttullega að því að minnka kostnað keppnisliða í Formúlu 1 síðustu vikurnar.

Guðjón leggur línurnar í agamálum

Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe, hefur sent leikmönnum sínum skýr skilaboð með því að setja einn sinn besta mann út úr liðinu fyrir agaleysi.

Brynjar verður ekki með KR í kvöld

Brynjar Þór Björnsson verður ekki í leikmannahópi KR í kvöld þegar liðið mætir FSu og freistar þess að vinna 16. leikinn í röð í Iceland Express deildinni.

Gerrard frá í þrjár vikur

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool verður frá keppni í um þrjár vikur vegna meiðsla á læri sem hann varð fyrir í leiknum gegn Everton í gærkvöld.

ITV missti af sigurmarki Everton í gær (myndband)

Mikill fjöldi knattspyrnuáhugamanna hugsa nú sjónvarpsstöðinni ITV þegjandi þörfina eftir að stöðin klúðraði útsendingu frá leik Everton og Liverpool í enska bikarnum í gær.

Helena setti persónulegt met í tapleik

Helena Sverrisdóttir setti persónulegt met í nótt þegar hún skoraði 27 stig fyrir lið sitt TCU í bandaríska háskólaboltanum, en það nægði liðinu ekki þegar það tapaði 73-63 fyrir Utah á útivelli.

Önnur sýning í Madison Square Garden

LeBron James gat ekki verið minni maður en Kobe Bryant þegar lið hans Cleveland mætti í Madison Square Garden í New York í nótt og bar sigurorð af heimamönnum 107-102 í NBA deildinni.

Táningurinn tryggði Everton sigur

Hinn nítján ára Dan Gosling var hetja Everton er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Liverpool í síðara leik liðanna í ensku bikarkeppninni.

Sevilla vann Athletic Bilbao

Einn leikur fór fram í spænsku bikarkeppninni í kvöld. Sevilla vann 2-1 sigur á Athletic Bilbao á heimavelli en þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar.

Wright-Phillips kærður fyrir brot

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Shaun Wright-Phillips, leikmann Manchester City, til aganefndar sambandsins vegna brots sem dómari leiks liðsins við Stoke um síðustu helgi sá ekki.

Hildur tryggði KR sigur á Keflavík

Haukar unnu í kvöld sigur á Hamar í Hveragerði, 72-63, en á sama tíma vann KR góðan sigur á Keflavík í æsispennandi leik, 78-74.

Moyes rak Anichebe heim

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur fengið sig fullsaddann af framherjanum Victor Anichebe eftir því sem fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag.

Kelly lánaður til Stoke

Stoke hefur gengið frá félagaskiptum Stephen Kelly sem kemur frá Birmingham á lánssamningi sem gildir út tímabilið.

Ágætur árangur Íslendinganna

Þeir Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson kepptu báðir í risasvigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi.

Prince æfir með KR

Prince Rajcomar er kominn aftur til landsins og æfir þessa stundina með KR. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson í samtali við fréttastofu.

Gunnleifur og Stefán til Vaduz

Þeir Gunnleifur Gunnleifsson og Stefán Þór Þórðarson hafa samþykkt að ganga til liðs við FC Vaduz í Liechtenstein en félagið leikur í svissnesku úrvalsdeildinni.

Capello vill HM heim árið 2018

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segir vel við hæfi að halda HM í knattspyrnu árið 2018 á Englandi.

Dalla Bona í viðræðum við West Ham

Miðjumaðurinn Sam Dalla Bona hefur sett sig í samband við fyrrum félaga sinn Gianfranco Zola um að fá að æfa með West Ham á næstunni.

Gerrard: Þeir verða ekki mikið stærri en þessi

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool segist vonast til að hans menn nái að byggja á góðum sigri á Chelsea um helgina þegar þeir mæta Everton á útivelli í fjórðu umferð enska bikarsins.

Reikna með 450 þúsund gestum

Mótshaldarar á HM 2010 í knattspyrnu í Suður-Afríku reikna með að um 450 þúsund manns muni heimsækja landið þegar keppnin stendur yfir.

Everton og Liverpool mætast á ný í kvöld

Grannarnir og erkifjendurnir Everton og Liverpool mætast enn og aftur í kvöld þegar þau spila aukaleik í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar á Goodison Park. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 20.

Bryant fór upp fyrir Jordan

Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn í NBA deildinni skáka sjálfum Michael Jordan, en það gerði Kobe Bryant þegar hann skoraði 61 stig á móti New York Knicks í fyrrakvöld.

Lögmenn Beckham í viðræðum við Galaxy

Lögmenn knattspyrnumannsins David Beckham eru nú í viðræðum við forráðamenn LA Galaxy með það fyrir augum að framlengja lánssamning hans við AC Milan á Ítalíu.

Sjá næstu 50 fréttir