Fleiri fréttir

Naumur sigur Grindavíkur á Keflavík

Grindavík vann í kvöld eins stigs sigur á Keflavík eftir að hafa verið með mikla forystu í byrjun leiksins. Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld.

Akureyri vann FH í toppslagnum

Akureyri er nú eitt á toppi N1-deildar karla eftir sigur á FH í Hafnarfirði í kvöld, 34-32. Heimamenn voru þó með yfirhöndina í hálfleik, 17-14.

Eduardo æfði með Arsenal í dag

Eduardo er sagður í króatískum fjölmiðlum hafa mætt á sína fyrstu æfingu hjá Arsenal eftir meiðsli sín sem hann varð fyrir í febrúar síðastliðnum.

UEFA sektar Celtic

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað skoska knattspyrnuliði Glasgow Celtic eftir að stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn í leik liðsins gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu.

Litli Ronaldo til Real Madrid

Real Madrid mun hafa gengið frá samningum við hinn sextán ára Brasilíumann Alipio Duarte Brandano sem leikur með neðrideildarliði í Portúgal.

Leikmaður rekinn frá Walsall

Enska C-deildarliðið Walsall hefur rekið einn leikmann úr sínum röðum, hinn tvítuga Ishmel Demontagnac, eftir að hann var handtekinn um helgina.

Troðkóngurinn vill verja titilinn

Miðherjinn Dwight Howard hjá Orlando Magic segist ólmur vilja verja titil sinn sem troðkóngur NBA deildarinnar um stjörnuhelgina í febrúar.

Toppslagur í Grindavík í kvöld

Sjöunda umferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum, sem allir hefjast klukkan 19:15.

Meistaramót ökumanna á Stöð 2 Sport

Fjöldi Formúlu 1 ökumanna verður í meistarakeppni kappakstursökumanna á Wembley þann 14. desember. Samningar hafa náðst um að sýna mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Guðjón horfir til Englands

Guðjón Þórðarson segist hafa fullan hug á að taka við liði á Englandi á ný. Hann er nú að ljúka við að ná sér í þjálfunarréttindi Uefa.

Harmar að líkja dómara við Mikka mús

Joe Kinnear, stjóri Newcastle, hefur beðið dómarann Mark Atkinson afsökunar á því að hafa líkt honum við Mikka mús eftir 2-1 tap liðsins gegn Newcastle um daginn.

Óvíst að Beckham komist í liðið

Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hjá AC MIlan segir alls óvíst að David Beckham eigi eftir að spila leik fyrir liðið þegar hann kemur þangað sem lánsmaður í jánúar.

Nistelrooy úr leik hjá Real Madrid

Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy hjá Real Madrid getur ekki spilað meira með liði sínu Real Madrid á leiktíðinni. Hann hefur gengist undir aðgerð vegna hnémeiðsla í Bandaríkjunum og verður frá í sex til níu mánuði.

Ólafur Páll í Val

Ólafur Páll Snorrason, leikmaður Fjölnis, hefur ákveðið að feta í fótspor félaga síns Péturs Markan og ganga í raðir Vals í Landsbankadeildinni.

Holyfield mætir Ófreskjunni

Hinn 46 ára gamli fyrrum heimsmeistari Evander Holyfield fær í næsta mánuði tækifæri til að verða elsti heimsmeistari í þungavigt í sögu hnefaleika.

Júlíus velur 20 manna EM-hóp

Júlíus Jónasson kvennalandsliðsþjálfari í handbolta hefur valið 20 manna hóp sem keppir í undankeppni HM í Póllandi dagana 25.-30. nóvember.

Fannar í banni gegn KR í kvöld

Fannar Helgason þarf að taka út leikbann í kvöld þegar Stjarnan fær KR í heimsókn í Iceland Express deild karla í körfubolta.

Eggert í landsliðshópinn í stað Grétars

Eggert Jónsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir æfingaleikinn gegn Möltu þann 19. nóvember. Eggert kemur inn í hópinn í stað Grétars Rafns Steinssonar sem fær hvíld frá leiknum líkt og nokkrir aðrir lykilmenn.

Scholes á góðum batavegi

Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United gæti snúið mun fyrr til baka úr meiðslum sínum en áætlað var ef marka má frátt breska blaðsins Sun í dag.

Ég ætti að hætta núna

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, gat leyft sér að slá á létta strengi í gær eftir að liðið vann fimmta sigur sinn í sex leikjum síðan hann tók við.

Zaki verður seldur hæstbjóðanda

Framherjinn Amr Zaki sem spilar sem lánsmaður hjá Wigan í ensku úrvalsdeildinni, verður seldur til hæstbjóðanda þegar samningur hans við Wigan rennur út.

Drogba til rannsóknar vegna peningakasts

Didier Drogba, leikmaður Chelsea, gæti átt yfir höfuð sér kæru frá enska knattspyrnusambandinu eftir atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Burnley í deildarbikarnum í gær.

Massa heiðraður í heimalandinu

Brasilíumaðurinn Felipe Massa var heiðraður í heimalandi sínu fyrir árangur í Formúlu 1. Massa hlaut Gullna hjálminn sem er veittur fyrir besta árangur kappakstursökumanns í Brasilíu.

Maradona hótar að hætta

Diego Maradona hefur hótað að segja af sér sem landsliðsþjálfari Argentínu ef knattspyrnusambandið í landinu hætti ekki að skipta sér af störfum hans.

Pétur Markan til Vals

Pétur Georg Markan gengur í dag til liðs við Val en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi.

Boston vann á flautukörfu - Lakers vinnur enn

Það var mikið fjör í NBA deildinni í nótt eins og endranær. Boston lagði Atlanta í hörkuleik og Lakers vann sjöunda leikinn í röð með sterkum sigri á New Orleans á útivelli.

GOG tapaði stórt

GOG tapaði í kvöld með níu marka mun fyrir Århus GF á heimavelli, 35-26, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Meiðsli Gomes ekki alvarleg

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að meiðslin sem Heurelho Gomes markvörður varð fyrir í kvöld séu ekki alvarleg.

Burnley sló út Chelsea

Burnley gerði sér lítið fyrir í kvöld og sló út Chelsea á Stamford Bridge er liðin mættust í ensku deildarbikarkeppninni í kvöld.

Hearts með annan sigur

Hearts vann í kvöld sinn annan sigur í röð í skosku úrvalsdeildinni er liðið vann 1-0 sigur á Hamilton.

Ólafur með níu í sigurleik

Ólafur Stefánsson var markahæstur leikmanna Ciudad Real sem vann fimm marka sigur á Antequera í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-26.

Messi tryggði Barcelona sigur

Barcelona vann í kvöld 1-0 sigur á Benidorm í síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar. Fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-0 sigri Börsunga sem eru komnir áfram í 16-liða úrslitin.

Tottenham fór illa með Liverpool

Tottenham vann í kvöld 4-2 sigur á Liverpool í ensku deildarbikarkeppninni í knattspyrnu. Alls fóru þrír leikir fram í keppninni í kvöld.

Fyrsta tap Hamars

Hamar tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í Iceland Express deild kvenna er liðið tapaði fyrir Keflavík á heimavelli, 90-76.

Sigur hjá Lemgo

Lemgo vann í kvöld góðan sigur á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Logi Geirsson komst ekki á blað hjá Lemgo en hann hefur fá tækifæri fengið á tímabilinu.

Capello vill taka þátt í Ólympíuleikum

Fabio Capello segir að það sé draumur sinn að taka þátt í Ólympíuleikum en samningur hans við enska knattspyrnusambandið rennur út skömmu áður en leikarnir hefjast í Lundúnum árið 2012.

Álasund hélt úrvalsdeildarsætinu

Haraldur Freyr Guðmundsson og félagar í Álasundi héldu í dag sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið Sogndal í umspili um laust sæti í deildinni.

Eiður í byrjunarliði Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem mætir Benidorm í 32-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar á heimavelli í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir