Handbolti

Kiel enn ósigrað í Meistaradeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Getty Images

Kiel vann sinn fimmta sigur í jafn mörgum leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er liðið lagði Metalurg í Makedóníu, 30-25.

Kiel var með þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12, en Metalurg náði mest að minnka muninn í tvö mörk, 21-19. En þá spýttu leikmenn Kiel í lófana og komust í sex marka forystu, 28-22, og unnu svo öruggan sigur.

Kiel er með tíu stig á toppi C-riðils en Barcelona í öðru sæti með sex stig. Barcelona og Drammen mætast um helgina og dugir Börsungum jafntefli til að tryggja sig áfram í fjórðungsúrslit keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×