Fleiri fréttir

Möguleiki á fjórum Evrópusætum í deildinni

Fjögur efstu liðin í Landsbankadeild karla fá þátttökurétt í Evrópukeppnunum á næsta ár ef KR verður bikarmeistari karla um aðra helgi og verður í einum af fjórum efstu sætum deildarinnar.

Þrír leikir í beinni í kvöld

Leikur FH og Breiðabliks í Landsbankadeild karla verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti í dag klukkan 16.30.

Sigursteinn Gíslason ráðinn þjálfari Leiknis

Sigursteinn Gíslason mun taka við liði Leiknis í 1. deild karla eftir leiktímabilið en þetta kemur fram á heimasíðu Breiðholtsliðsins. Sigursteinn hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari KR.

Brynjar lék í tapi Reading

Íslendingaliðið Reading er úr leik í ensku deildabikarkeppninni eftir að hafa tapað fyrir Stoke í vítaspyrnukeppni. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Ronaldo skoraði í sigri United

Manchester United er komið áfram í enska deildabikarnum eftir 3-1 sigur á Middlesbrough á Old Trafford í kvöld. Englands- og Evrópumeistararnir féllu í fyrra út gegn Coventry á þessu stigi deildabikarsins.

Ungt lið Arsenal með kennslustund

Ungt lið Arsenal sýndi hreint frábær tilþrif þegar liðið tók Sheffield United í kennslustund og vann 6-0 sigur. Með þessum sigri komst Arsenal í fjórðu umferð ensku deildabikarkeppninnar.

Nítján í banni í lokaumferðinni

Alls voru nítján leikmenn í Landsbankadeild karla úrskurðaðir í bann á fundi aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í dag. Þeir taka allir út leikbann í lokaumferð deildarinnar sem fram fer á laugardag.

Heimir Hallgrímsson: Þurfum að styrkja okkur

Heimir Hallgrímsson hefur áhuga á að halda áfram með ÍBV en þó með ákveðnum forsendum. Eyjamenn komust upp í Landsbankadeildina með því að sigra 1. deildina í sumar.

Atli Heimisson: Vantaði bara gullskóinn

Atli Heimisson hjá ÍBV var valinn leikmaður ársins í 1. deild en þetta var tilkynnt á hófi sem vefsíðan Fótbolti.net stóð fyrir. Atli er ungur sóknarmaður og hefur verið skæður upp við mark andstæðingana í sumar.

Drogba kátur með lífið hjá Chelsea

Didier Drogba segist vera þreyttur á þeim sögusögnum að hann sé ekki ánægður í herbúðum Chelsea. Sóknarmaðurinn sterki hefur reglulega verið orðaður við önnur lið síðan Jose Mourinho hætti með Chelsea.

Heimir og Atli valdir bestir

Í dag var opinberað val á úrvalsliðum 1. og 2. deildar karla í knattspyrnu. Það eru þjálfarar og fyrirliðar í deildunum sem kjósa en vefsíðan Fótbolti.net stendur fyrir kjörinu ár hvert.

Ronaldo gat beitt sér að fullu

Brasilíumaðurinn Ronaldo gat í dag æft af fullum krafti í fyrsta sinn síðan hann meiddist illa á hné fyrir sjö mánuðum síðan.

Georgía má spila í Tblisi

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið knattspyrnusambandi Georgíu grænt ljós á að spila heimaleiki sína í undankeppni HM 2010 á heimavelli sínum í Tblisi.

Verður Keflavík Íslandsmeistari á æfingu?

Sú einkennilega staða gæti komið upp á morgun að Keflavík verði Íslandsmeistari í knattspyrnu á morgun ef úrslit í leik FH og Breiðabliks verða liðinu hagstæð. Keflvíkingar ætla ekki í Kaplakrika - heldur á æfingu.

Savage má fara frá Derby

Robbie Savage hefur verið tilkynnt að honum sé heimilt að fara frá Derby á lánssamningi til annars félags.

Tíu ára áætlun Manchester City

Nýir eigendur Manchester City hafa gefið út tíu ára áætlun á félagið en á þeim tíma ætla þeir að byggja upp stórveldi í heimsknattspyrnunni.

Schwenke ráðinn þjálfari Guðjóns Vals

Þýska úrvalsdeildarliðið Rhein-Neckar Löwen hefur ráðið gömlu kempuna Wolfgang Schwenke sem þjálfara liðsins eftir að Iouri Chevtsov var sagt upp störfum í síðustu viku.

Hamilton fékk ekki uppreisn æru hjá FIA

Áfrýjunardómstóll FIA í Paris staðfesti í dag úrskurð dómara í Spa mótinu í Belgíu á dögunum, þar sem Lewis Hamilton var dæmdur brotlegur. McLaren áfrýjaði málinu og það var tekið fyrir í gær og í dag á fundi áfrýjunardómstólsins með lögfræðingum McLaren.

Owen saknar Keegan

Michael Owen viðurkennir að bæði hann og liðsfélagar hans sakni Kevin Keegan sem sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Newcastle í upphafi mánaðarins.

Mamma Arons flutt til Coventry

Enskir fjölmiðlar segja frá því að móðir Arons Einars Gunnarssonar er flutt til Coventry til að hugsa um heimili sonar síns.

Gerðardómur dæmdi Sheffield United í hag

Gerðardómur hefur dæmt Sheffield United í hag vegna Tevez-málsins svokallaða. United vill fá rúma 5,2 milljarða, 30 milljónir punda, í skaðabætur frá West Ham.

Bröndby vann Esbjerg

Bröndby vann Esbjerg 2-1 í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Landsliðsmaðurinn Stefán Gíslason var í liði Bröndby en sigurmark leiksins kom eftir aukaspyrnu hans á 76. mínútu.

Eignast Nígeríumenn Newcastle?

Fjárfestar í Nígeríu hafa í hyggju að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle samkvæmt fréttum í Afríku. Mike Ashley, eigandi Newcastle, tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hann væri tilbúinn að selja félagið.

Hughes í skýjunum með Robinho

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, er í skýjunum með þau áhrif sem hinn brasilíski Robinho hefur haft á liðið. Robinho sýndi sparihliðarnar þegar City vann 6-0 sigur á Portsmouth í gær.

Moratti: Mourinho er sá besti

Massimo Moratti hrósar Jose Mourinho í hástert eftir góða byrjun Inter á tímabilinu. Eftir að hafa gert jafntefli við Sampdoria í fyrstu umferð hefur Inter unnið Catania, Torino og Panathinaikos.

Giannakopoulos til Hull

Hull City hefur samið við miðjumanninn Stelios Giannakopoulos út tímabilið. Þessi 34 ára gríski landsliðsmaður var leystur undan samningi við Bolton í sumar.

Enn eitt tap Sundsvall

Hannes Þ. Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason léku báðir allan leikinn fyrir Sundsvall sem tapaði 2-0 fyrir Trelleborg í sænska boltanum í kvöld.

Gylfi skoraði fyrir Brann

Íslendingaliðið Brann gerði 1-1 jafntefli við Lilleström í norska boltanum í kvöld. Gylfi Einarsson kom Brann yfir í leiknum en Lilleström jafnaði þegar um stundarfjórðungur var eftir.

Azinger ver Nick Faldo

Paul Azinger hefur komið til varnar Nick Faldo eftir að Bandaríkin unnu Evrópu í Ryder-bikarnum um helgina. Faldo var fyrirliði Evrópu en hann hefur verið gagnrýndur fyrir ákvarðanatöku sína á mótinu.

Draugaleikurinn ekki endurtekinn

Enska knattspyrnusambandið segir ljóst að leikur Watford og Reading verður ekki endurtekinn. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en fyrsta mark Reading í leiknum var í meira lagi undarlegt.

Carvalho frá næstu vikurnar

Ricardo Carvalho leikur ekki með Chelsea næsta mánuðinn eða svo. Ástæðan eru meiðsli í hné sem hann varð fyrir um helgina í leiknum gegn Manchester United.

Helgin á Englandi - Myndir

Það var nóg að gerast í enska boltanum um helgina en þar bar hæst stórleikur Chelsea og Manchester United sem skildu jöfn í gær.

Draugamark í Watford

Dómurum leiks Watford og Reading í ensku B-deildinni um helgina urðu á stór mistök er þeir dæmtu gilt mark þó svo að boltinn hafi aldrei verið nálægt því að fara yfir marklínuna.

Sjá næstu 50 fréttir