Handbolti

Schwenke ráðinn þjálfari Guðjóns Vals

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wolfgang Schwenke í leik með Kiel árið 2000.
Wolfgang Schwenke í leik með Kiel árið 2000. Nordic Photos / Bongarts

Þýska úrvalsdeildarliðið Rhein-Neckar Löwen hefur ráðið gömlu kempuna Wolfgang Schwenke sem þjálfara liðsins eftir að Iouri Chevtsov var sagt upp störfum í síðustu viku.

Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, leikur með félaginu.

Schwenke mun stýra liðinu í samstarfi við Christian Schwarzer sem tók tímabundið við liðinu þegar að Chevtsov tók við liðinu. Schwarzer mun þó áfram spila með liðinu en hann og Schwenke voru á sínum tíma félagar í þýska landsliðinu.

Schwenke er fertugur og skrifaði undir samning sem gildir til loka þessarar leiktíðar. Hann á að baki sem leikmaður 53 landsleiki og varð á sínum tíma fimmfaldur meistari með Kiel, þrefaldur bikarmeistari og vann EHF-bikarkeppnina með liðinu árið 1998.

Hann hefur undanfarin sjö ár þjálfað B-deildarliðið TSV Altenholz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×