Fleiri fréttir

O´Neill hefur fylgst vel með FH

Martin O´Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, segist hafa kortlagt lið FH mjög vel fyrir leik liðanna í Evrópukeppninni annað kvöld. Enska liðið ætlar sér greinilega ekki að vanmeta Hafnfirðinga.

Phelps: Ég er orðlaus

Bandaríski sundkappinn Michael Phelps segist ekki gera sér almennilega grein fyrir því að hann sé orðinn sigursælasti maður í sögu Ólympíuleika eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun númer 10 og 11 í morgun.

Vassell úr leik hjá City

Framherjinn Darius Vassell hjá Manchester City verður frá keppni næstu tíu vikurnar eða svo eftir að hafa meiðst á hné í æfingaleik um helgina.

Strákarnir í undanúrslit á EM

Íslenska U-18 ára landsliðið í handbolta tryggði sér í dag sæti í undanúrslitunum á EM sem fram fer í Tékklandi þegar það burstaði Frakka 35-25. Íslenska liðið fer því með Dönum upp úr milliriðlinum en síðar í kvöld kemur í ljós hverjir mótherjar liðsins verða í undanúrslitunum.

Lampard framlengir við Chelsea

Enski landsliðsmaðurinn Frank Lampard hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Lampard var m.a. orðaður við Inter Milan í sumar, en hefur nú ákveðið að leika áfram með Lundúnaliðinu.

Adebayor gaf 15 milljónir í hjálparstarf

Framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Arsenal hefur gefið rúmar 15 milljónir króna til hjálparstarfsins í heimalandi sínu Tógó í Afríku eftir að mikil flóð gengu yfir landið í síðustu viku.

Heimamenn úr leik á ÓL

Heimamenn Kínverjar féllu í dag úr leik í knattspyrnukeppninni á Ólympíuleikunum þegar þeir töpuðu 3-0 fyrir Brasilíumönnum. Thiago Neves (2) og Diego skoruðu mörk Brasilíumanna.

Bale framlengir við Tottenham

Walesverjinn ungi Gareth Bale hjá Tottenham hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem bindur hann til ársins 2012. Samningurinn er eins árs framlenging á fyrri samningi.

Iguodala mun líklega framlengja við Sixers

Hinn fjölhæfi Andre Iguodala hjá Philadelphia 76ers í NBA deildinni mun hafa samþykkt að framlengja samning sinn við félagið um sex ár. Sagt er að Iguodala, sem spilar sem bakvörður og framherji, muni fá um 80 milljónir dollara fyrir samninginn.

Federer og Nadal í fjórðungsúrslit

Svisslendingurinn Roger Federer tryggði sér í morgun sæti í fjórðungsúrslitunum á ÓL í tennis þegar hann lagði Tékkann Tomas Berdych 6-3 og 7-6 (7-4) í dag. Spánverjinn Rafael Nadal er sömuleiðis kominn áfram eftir 6-4 og 6-2 sigur á Rússanum Igor Andreev.

Ragnheiður komst ekki áfram

Ragnheiður Ragnarsdóttir keppti í morgun í 100 metra skriðsundi á ÓL í Peking. Ragnheiður kom í mark á 56,35 sekúndum og náði ekki í úrslit eftir að hafa náð þriðja sæti í riðli sínum. Íslandsmet Ragnheiðar í greininni er 56,06 sekúndur, en hún keppir í 50 metra skriðsundi á föstudaginn.

Arsenal í vanda fyrir Evrópuleik

Arsene Wenger er strax farinn að sjá eftir því að hafa ekki styrkt lið sitt meira í sumar. Hann stendur nú frammi fyrir því að vera án níu leikmanna fyrir evrópuleikinn gegn FC Twente í kvöld.

Bandarískir yfirburðir

Bandaríska sveitin vann yfirburðarsigur í úrslitasundinu í 4x200 metra skriðsundi karla. Michael Phelps, Ryan Lochte, Ricky Berens og Peter Vanderkaay skipuðu bandarísku sveitina sem kom í mark á 6:58,56 mínútum sem er nýtt heimsmet.

Alain Bernard hafði betur

Eins og við var að búast var gríðarleg spenna í úrslitum 100 metra skriðsunds karla. Frakkinn Alain Bernard brosti þó sínu breiðasta eftir sundið en hann hafði betur gegn Eamon Sullivan frá Ástralíu.

Pellegrini með heimsmet í 200 metra skriðsundi

Federica Pellegrini frá Ítalíu setti nýtt heimsmet í 200 metra skriðsundi kvenna þegar hún kom fyrst í mark í úrslitasundinu. Pellegrini synti á 1:54.82 mínútu og tók gullið.

Einvígi Bernard og Sullivan

Það stefnir allt í magnað úrslitasund í 100 metra skriðsundi karla en undanúrslitasundin fóru fram nú í nótt.

Hefur unnið fleiri Ólympíugull en nokkur annar

Michael Phelps heldur áfram að skrá sig á spjöld sögunnar. Hann kom fyrstur í mark í úrslitasundinu í 200 metra flugsundi á nýju heimsmeti, 1:52,03 mínútu. Þar með vann hann sitt tíunda Ólympíugull.

Berbatov að færast nær United?

Fréttasíður á Englandi eru uppfullar af fréttum af búlgarska sóknarmanninum Dimitar Berbatov. Talað er um að Manchester United sé að færast nær því að klófesta leikmanninn.

Strandblak kvenna - Myndir

Strandblak nýtur mikill vinsælda á Ólympíuleikunum. Þessi íþrótt varð opinber Ólympíuíþrótt 1996 eftir að hafa verið notuð sem sýningar-íþrótt á leikunum 1992.

Anthony Annan eftirsóttur

Arsenal og Manchester United hafa áhuga á miðjumanninum Anthony Annan samkvæmt heimildum íþróttadeildar Sky. Þessi 22 ára landsliðsmaður frá Gana hefur æft með Blackburn undanfarna viku.

Eto'o áfram hjá Barcelona

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sagði á blaðamannafundi í kvöld að sóknarmaðurinn Samuel Eto'o væri ekki á förum. Guardiola leggur mikla áherslu á að halda Eto'o sem hefur verið orðaður við önnur lið.

Reading komst áfram

Í kvöld hófst keppni í ensku deildabikarkeppninni en fjöldi leikja í 1. umferð voru á dagskrá. Íslendingaliðið Reading komst í aðra umferð með 2-1 sigur á Dagenham & Redbridge 2-1.

Bjarki í tveggja leikja bann

Bjarki Gunnlaugsson var á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag dæmdur í tveggja leikja bann. Bjarki hrinti öðrum aðstoðardómaranum í leik ÍA og Keflavíkur í gær en hann stýrði Skagamönnum af hliðarlínunni.

Valsstúlkur skoruðu níu gegn Keflavík

Einn leikur var í Landsbankadeild kvenna í kvöld en hann bauð ekki upp á mikla spennu. Topplið Vals tók Keflavík í kennslustund að Hlíðarenda og vann 9-0 sigur.

Naumt tap hjá U18 landsliðinu

U18 ára landslið Íslands í karlaflokki í handbolta lék í dag sinn fyrsta leik í milliriðli á Evrópumótinu. Keppnin stendur yfir í Tékklandi.

Selfyssingar færast nær Landsbankadeildinni

Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld. Selfoss vann 2-0 sigur á Haukum og færðist nær úrvalsdeildinni þar sem Stjarnan gerði aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Þór Akureyri.

Man Utd bauð í David Silva

Spænska félagið Valencia hafnaði í dag tilboði frá Manchester United í sóknarmanninn David Silva. Félagaskiptaglugganum verður lokað um næstu mánaðamót en Sir Alex Ferguson vill bæta sóknarmanni við hóp sinn.

Argentínumenn vaknaðir

Eftir tap gegn Litháen í fyrstu umferð náði argentínska körfuboltalandsliðið sigri í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í dag. Liðið vann Ástralíu 85-68.

Heimasigur í liðakeppni í fimleikum

Það var þétt setið á áhorfendapöllunum þegar Kína tryggði sér gullverðlaun í liðakeppni fimleikum á Ólympíuleikunum. Huang Yubin, þjálfari Kína, dagði að frammistaða kínverska hópsins hefði verið fullkomin.

Jakob: Komst bara ekki hraðar - Myndir

“Ég komst bara ekki hraðar en ég var að reyna að fara hraðar. Sama hvað ég tók á eftir 100 metra þá komst ég ekki eins hratt og ég vildi,” sagði Jakob Jóhann Sveinsson svekktur eftir 200 metra bringusundið í dag.

Róbert: Allir lögðu sig hundrað prósent fram

„Það er góður stígandi í liðinu og einfaldasta skýringin á þessum sigrum er sú að við æfðum mjög vel fyrir mótið og ekki síst markvisst. Það voru ekki mikil hlaup heldur alltaf bolti. Svo vorum við að æfa kerfin og stúdera andstæðingana.“

Arnór: Kóreumenn frábærir

„Þetta var ótrúlega ljúft enda ekki á hverjum degi sem við vinnum heimsmeistarana. Við getum aðeins slakað á eftir svona sigur en svo er að undirbúa okkur fyrir Kóreubúana sem eru rosalega góðir.“

Logi: Ólympíuandinn í okkur

„Þetta var ógeðslega ljúft. Það var líka ljúft að komast í gang og ná aðeins að setja hann,“ sagði Logi Geirsson kampakátur eftir sigurinn á heimsmeisturum Þjóðverja í dag.

Ísland eitt á toppi B-riðils

Íslenska landsliðið í handbolta er nú eitt á toppi B-riðils í keppni í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking eftir glæsilegan sigur á Þjóðverjum í dag.

Jóhann Berg í landsliðið

Ólafur Jóhannesson tilkynnti í dag landliðshópinn í knattspyrnu sem mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli þann 20. ágúst.

Ísland lagði heimsmeistarana - Myndir

Ísland vann hreint stórkostlegan fjögurra marka sigur á heimsmeisturum Þjóðverja á Ólympíuleikunum í Peking, 33-29. Allt liðið átti stórkostlegan leik.

Enn standa gömlu Íslandsmetin

Jakob Jóhann Sveinsson náði ekki að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Peking í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir