Fleiri fréttir

Owen boðinn betri samningur

Newcastle hefur boðið Michael Owen nýjan og betri samning sem myndi einnig framlengja veru hans hjá félaginu um þrjú ár.

Langflestir spá Kiel sigri

Sextán af átján þjálfurum liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta spá því að Kiel muni standa uppi sem sigurvegari í deildinni, fimmta árið í röð.

Spænski og ítalski boltinn af stað

Í gær hófst keppni í bæði spænsku og ítölsku úrvalsdeildunum í knattspyrnu og er Jose Mourinho þegar búinn að tapa sínum fyrstu stigum með Inter.

Efstu keppendur enn með

Íslandsmótið í holukeppni hófst á Korpúlfsstaðavelli í gær en fresta varð keppni á föstudaginn vegna veðurs.

Pavlyuchenko kominn til Tottenham

Rússneski framherjinn Roman Pavlyuchenko hefur gengið til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham frá Spartak Moskvu.

Ísland tapaði í Hollandi

Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði fyrir Hollandi í dag, 81-70, í B-deild Evrópukeppninnar.

Auðvelt hjá Arsenal

Arsenal vann í dag 3-0 sigur á Newcastle á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Robin van Persie skoraði tvö fyrstu mörk liðsins og Denilson það þriðja.

Leiknir enn í harðri fallbaráttu

Leikni tókst ekki að vinna þau þrjú stig sem liðinu stóð til boða í dag en liðið tapaði fyrir KA á heimavelli, 3-2.

ÍR meistari í 2. deildinni

ÍR tryggði sér í dag meistaratitilinn í 2. deild karla með því að gera jafntefli við Tindastól á Sauðárkróki.

ÍR og GRV í góðum málum

ÍR og GRV eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í Landsbankadeild kvenna að ári en liðin höfðu betur í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna í dag.

Hoffenheim tapaði fyrsta leiknum

1899 Hoffenheim tapaði í dag sínum fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni en nýliðarnir voru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga fyrir leiki dagsins.

Sandefjord í góðum málum

Sandefjord vann í dag sinn fimmta leik í röð í norsku B-deildinni í knattspyrnu og eru á góðri leið með að komast upp í norsku úrvalsdeildina.

Sigur og titill í fyrsta leik Alfreðs með Kiel

Alfreð Gíslason stýrði sínum mönnum í Kiel til sigurs í sínum fyrsta alvöru leik sem þjálfari liðsins. Liðið vann fimm marka sigur á Hamburg, 33-28, í leik um þýska Supercup-bikarinn.

Eggert spilaði í sigri Hearts

Eggert Gunnþór Jónsson lék í dag allan leikinn fyrir Hearts sem vann 2-1 útisigur á Hamilton í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Valur svo gott sem orðið Íslandsmeistari

Valur vann í dag 5-1 sigur á Fylki í Árbænum í næstsíðustu umferð Landsbankadeildar kvenna og er þar með svo gott sem búið að tryggja sér sigur í deildinni.

Reading skoraði fjögur

Íslendingaliðið Reading kom sér upp í sjötta sæti ensku B-deildarinnar í dag með 4-2 sigri á Crystal Palace.

Stjarnan enn í góðum séns

Stjörnunni tókst í dag að minnka forskot Selfyssinga sem er í öðru sæti 1. deildar karla niður í tvö stig þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni.

Hermann á bekknum

Hermann Hreiðarsson þarf aftur að víkja fyrir Armand Traore hjá Portsmouth en Grétar Rafn Steinsson er á sínum stað í byrjunarliði Bolton.

Chelsea mætir Portsmouth

Dregið var í 32-liða úrslit í ensku deildarbikarkeppninni í dag. Meistarar Tottenham mæta Newcastle og Chelsea mætir Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth.

Ríflegt boð í Frazier Campbell

Hull hefur gert Manchester United tilboð upp á sjö milljónir punda í tvítuga sóknarmanninn Frazier Campbell sem lék með Hull á síðustu leiktíð sem lánsmaður.

Smolarek lánaður til Bolton

Pólski framherjinn Ebi Smolarek hefur verið lánaður til Bolton út þessa leiktíð frá spænska liðinu Racing Santander.

Zenit vann Ofurbikarinn

Zenit frá Pétursborg vann Ofurbikar Evrópu í kvöld en liðið lagði Manchester United að velli 2-1 í Mónakó. Í þessum árlega leik mætast sigurvegararnir úr Meistaradeild Evrópu og UEFA-bikarnum.

Obinna til Everton

Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Obinna er kominn til Everton. Þessi 21. árs leikmaður kemur á eins árs lánssamningi til að byrja með en Everton fær síðan forkaupsrétt á honum.

Sonko til liðs við Stoke

Stoke hefur keypt Ibrahima Sonko frá Reading en kaupverðið er talið vera í kringum tvær milljónir punda. Sonko stóðst læknisskoðun í dag og skrifaði svo undir þriggja ára samning.

Riera í læknisskoðun á Anfield

Albert Riera er á leið í læknisskoðun hjá Liverpool. Þessi vinstri kantmaður mun vera keyptur frá Espanyol fyrir um níu milljónir punda.

Finnur verður Sverri innan handar

„Ég verð fyrst og fremst í þessu til að styðja við bakið á Sverri og ef það hjálpar mínu gamla félagi eitthvað þá er ég meira en til í að gera það,“ sagði Finnur Kolbeinsson sem verður Sverri Sverrissyni, nýráðnum þjálfara Fylkis, innan handar.

Sverrir tekur við Fylki

Sverrir Sverrisson mun stýra Fylki út leiktíðina en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi nú rétt í þessu.

Milner gengur til liðs við Aston Villa

Aston Villa hefur gengið frá kaupum á James Milner frá Newcastle fyrir um tíu milljónir punda að því er kemur fram í enskum fjölmiðlum.

Everton mætir Standard Liege

Í dag var dregið í fyrstu umferð UEFA-bikarkeppninnar en meðal annars drógst Everton gegn Standard Liege frá Belgíu sem gerði Liverpool erfitt fyrir í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Páll ætlar ekki að hætta hjá Hvöt

Páll Einarsson sagði í samtali við Vísi að hann ætlaði sér að klára tímabilið með Hvöt frá Blönduósi sem leikur í 2. deildinni.

Leifur rekinn: Tímasetningin óheppileg

Ámundi Halldórsson, meðstjórnandi í meistaraflokksráði karla hjá Fylki, harmar slæma tímasetningu á uppsögn Leifs Garðarssonar sem þjálfara liðsins.

Saha á leið til Everton

Það er mikið um að vera í herbúðum Everton þessa dagana en nú þykir ljóst að Louis Saha er á leið til félagsins frá Manchester United.

Everton fær miðjumann

Everton hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Segundo Castillo sem lék síðast með Rauðu stjörnunni í Belgrad. Hann er landsliðsmaður með Ekvador.

Hargreaves missir af landsleikjunum

Owen Hargreaves verður ekki með enska landsliðinu í þeim tveimur leikjum sem eru framundan hjá liðinu í undankeppni HM 2010.

Zabaleta á leið til Man City

Argentínumaðurinn Pablo Zabaleta er sagður á leið til Manchester City frá spænska liðinu Espanyol fyrir 6,45 milljónir punda.

Sápuóperan um Robinho heldur áfram

Enn á ný er Robinho í fréttum í ensku pressunni og er nú efast um að hann sé á leið til Chelsea þrátt fyrir allt sem er á undan gengið.

Sjá næstu 50 fréttir