Handbolti

Fyrsti leikur Alfreðs með Kiel á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / AFP

Kiel mun á morgun spila sinn fyrsta opinbera leik undir stjórn Alfreðs Gíslasonar er liðið mætir Hamburg í hinum svokallaða Supercup-leik.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 13.15.

Þessi lið hafa skipst á að vinna umræddan leik undanfarin fjögur ár. Kiel vann í fyrra sem og árið 2005 en Hamburg árin 2004 og 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×