Fleiri fréttir

City áfram eftir vítaspyrnukeppni

Það þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara í viðureign Midtjylland og Manchester City í Evrópukeppni félagsliða. Danska liðið vann óvæntan eins marks sigur í fyrri leiknum sem fram fór í Englandi.

Ronaldo valinn bestur

Cristiano Ronaldo var í dag valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á síðasta keppnistímabili.

Wright-Phillips aftur til Man City

Manchester City hefur gengið frá kaupum á Shaun Wright-Phillips frá Chelsea en hann skrifaði undir fjögurra ára samning í dag.

Hermann verður landsliðfyrirliði

Hermann Hreiðarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2010. Þetta tilkynnti Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í dag.

Gerrard missir af landsleikjunum

Steven Gerrard mun missa af tveimur leikjum með enska landsliðinu og tveimur með Liverpool þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð vegna nárameiðsla.

Árni Gautur til Odd Grenland

Árni Gautur Arason er á leið til norska B-deildarliðsins Odd Grenland eftir því sem kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag.

Ólafur velur landsliðið í dag

Ólafur Jóhannesson mun í hádeginu í dag tilkynna val sitt á landsliðshópnum sem mætir Noregi og Skotlandi í fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM 2010.

Eggert skoraði úr víti er Hearts féll úr leik

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Hearts sem féll í gær úr leik í skosku deildarbikarkeppninni. Liðið varð að játa sig sigrað fyrir B-deildarliðinu Airdrie í vítaspyrnukeppni, 4-3, eftir markalausan framlengdan leik.

Dirk Kuyt bjargaði Liverpool

Dirk Kuyt var hetja Liverpool er hann skaut liðið áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu undir lok framlengingar leiks Liverpool og Standard Liege frá Belgíu í kvöld.

Góður sigur Fram á Fjölni

Fram vann í kvöld 3-1 sigur á Fjölni í Landsbankadeild karla í kvöld. Ívar Björnsson skoraði tvö marka Fram.

Kýpverjar höfðu betur gegn stóra bróður

Anarthosis Famagusta varð í kvöld fyrsta knattspyrnuliðið frá Kýpur til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hafði betur gegn Olympiakos frá Grikklandi í þriðju umferð forkeppninnar.

BATE komst áfram í riðlakeppnina

BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi sem vann Val í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu komst í kvöld í sjálfa riðlakeppni deildarinnar.

KR hafði betur gegn Fylki

KR-ingar unnu 2-0 sigur á Fylki í fyrsta leik átjándu umferðar í Landsbankadeild karla í kvöld.

Kenyon segir Robinho á leiðinni

Peter Kenyon, framkvæmdarstjóri Chelsea, segist þess fullviss að félagið muni klófesta Brasilíumanninn Robinho frá Real Madrid á næstu dögum.

Frétt á heimasíðu Stabæk röng

Á heimasíðu Stabæk var því haldið fram í gærkvöldi að Veigar Páll Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmason hefðu verið valdir í íslenska landsliðið. Það reyndist ekki rétt.

Barry verður áfram hjá Villa

Gareth Barry verður um kyrrt hjá Aston Villa þó svo að hann hafi þrálátlega verið orðaður við Liverpool nú í sumar og síðar Arsenal.

Lee seldur til Dortmund

Tottenham hefur selt suður-kóreska varnarmanninn Young-Pyo Lee til þýska úrvalsdeildarfélagsins Dortmund.

Signý jafnar fyrirliðametið

Signý Hermannsdóttir verður í kvöld fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta í sautjánda sinn á ferlinum sem er metjöfnun.

Ferdinand kominn til Sunderland

Anton Ferdinand hefur formlega gengið frá félagaskiptum sínum til Sunderland. Kaupverðið nemur átta milljónum punda.

Kranjcar frá í þrjá mánuði

Króatinn Niko Kranjcar, leikmaður Portsmouth, verður frá keppni næstu þrjá mánuðina eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla.

Abramovich setur Real Madrid afarkosti

Eftir því sem spænska dagblaðið Marca heldur fram í dag er þolinmæði Roman Abramovich, eiganda Chelsea, senn á þrotum hvað varðar áhuga félagsins á Robinho, leikmanni Real Madrid.

Ljungberg orðaður við Portsmouth

Enska götublaðið The Mirror heldur því fram í dag að Harry Redknapp hafi áhuga á því að fá Freddie Ljungberg til liðs við félagið.

Milner vill fara frá Newcastle

James Milner hefur formlega farið fram á að verða seldur frá Newcastle en hann hefur helst verið orðaður við Aston Villa.

Boruc í tveggja leikja landsliðsbann

Artur Boruc og tveir aðrir leikmenn pólska landsliðsins hafa verið settir í tveggja leikja bann með landsliðinu af pólska knattspyrnusambandinu.

Veigar Páll í landsliðið

Samkvæmt heimasíðu norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk voru Veigar Páll Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmason valdir í íslenska landsliðið sem mætir Norðmönnum ytra 6. september næstkomandi.

Mourinho: Sheva var ofdekraður hjá Milan

Jose Mourinho telur að ástæðan fyrir því að Andriy Shevchenko náði sér aldrei á strik hjá Chelsea er sú að hann hafi verið ofdekraður hjá AC Milan.

Létt hjá Federer

Roger Federer komst auðveldlega í gegnum fyrstu umferðina á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hann vann Maximo Gonzalez frá Argentínu í þremur settum, 6-3, 6-0 og 6-2.

Pavlyuchenko á leið í Tottenham

Roman Pavlyuchenko segir við fjölmiðla í Rússlandi að hann sé á leið til Tottenham Hotspur frá Spartak í Moskvu.

Vince Grella til Blackburn

Blackburn Rovers hefur gengið frá kaupum á ástralska landsliðsmanninum Vince Grella. Þessi 28 ára miðjumaður hefur skrifað undir fjögurra ára samning.

Owen aftur með sigurmark

Michael Owen skoraði sigurmark Newcastle sem vann 3-2 sigur á Coventry í 2. umferð enska deildabikarsins. Markið kom í framlengingu en staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2.

Eiður kom inn sem varamaður

Barcelona, Panathinaikos og Juventus komust í kvöld í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Börsungar töpuðu í Póllandi 1-0 fyrir Wisla Krakow en 4-0 sigur í fyrri leiknum kemur þeim áfram.

Sjá næstu 50 fréttir