Fleiri fréttir Umfjöllun: Grindavík ætlaði ekki í frí Grindavík sýndi allt annan og betri leik í 19 stiga sigri á Snæfelli í undanúrslitaeinvígi liðanna í Iceland Express-deild karla í gær. 13.4.2008 12:04 Umfjöllun: Valsmenn skoruðu fimm mörk Íslandsmeistarar Vals unnu 5-2 sigur á Færeyjameisturum NSÍ í Atlantic-bikarnum í Kórnum í gær. 13.4.2008 12:04 Umfjöllun: Fram færðist nær titlinum Ótrúlegur seinni hálfleikur Gróttu dugði ekki til að slá á titilvonir Fram, sem vann tveggja marka sigur og hélt fjögurra stiga forustu. „Við hlökkum til að eiga við Val,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Safamýrarstúlkna. 13.4.2008 12:04 Immelman í forystu á Masters Trevor Immelman frá Suður-Afríku hefur 2 högga forystu eftir þriðju umferðina á Masters mótinu í golfi sem fram fer á Augusta-vellinum í Georgíu. 13.4.2008 11:56 Jón Arnór með 11 stig í sigri Roma Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma halda fast í annað sætið í ítölsku úrvalsdeildinni og í gær vann liðið góðan útisigur á Udine 77-74. Jón Arnór skoraði 11 stig fyrir Roma í leiknum. 13.4.2008 11:50 Pétur tekur við þjálfun Hauka Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið Pétur Ingvarsson til að taka við þjálfum karlaliðsins og hefur hann undirritað fimm ára samning. Pétur þjálfaði Hamar í Hveragerði um árabil en þekkir vel til í Hafnafirðinum eftir að hafa spilað þar sem leikmaður í mörg ár. Karfan.is greindi frá þessu. 13.4.2008 11:42 Ísland tapaði fyrir Frökkum Íslenska badmintonlandsliðið tapaði í dag 5-0 fyrir Frökkum á Evrópumótinu sem fram fer í Danmörku. Liðið tapaði 5-0 fyrir Englendingum í fyrsta leik sínum í gær og mætir Tékkum síðar í dag. 13.4.2008 11:37 Keflavík leiðir í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 48-39 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fjórðu viðureign liðsins gegn ÍR í undanúrslitum IE deildarinnar í körfubolta, en leikið er í Seljaskóla. ÍR byrjaði mun betur og náði um 10 stiga forystu snemma leiks, en síðan hafa gestirnir verið mun grimmari. 13.4.2008 17:44 Markalaust á Old Trafford í hálfleik Fyrri hálfleiknum í risaslag Manchester United og Arsenal er lokið og ekkert mark hefur litið dagsins ljós enn sem komið er. Þó hefur ekki vantað marktækifærin í leikinn, en Jens Lehmann hefur varið vel í marki Arsenal eftir að hafa endurheimt sæti sitt. 13.4.2008 15:53 Jafnt á Anfield í hálfleik Ekkert mark er komið þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign Liverpool og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn hafa verið sterkari aðilinn í leiknum sem þó hefur alls ekki verið mikið fyrir augað. 13.4.2008 13:22 Barcelona gerði jafntefli við Recreativo - Eiður spilaði Barcelona varð að gera sér að góðu 2-2 jafntefli við Recreativo á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Samuel Eto´o gerði bæði mörk Barcelona. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld en var skipt af velli eftir rúmlega klukkutíma. 12.4.2008 21:56 Tímabilið hjá Arsenal klárast á morgun Arsenal-goðsögnin Ian Wright spáir því að draumur Arsenal um titla í vetur muni fjara út á Old Trafford á morgun þegar það sækir Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni. 12.4.2008 21:15 Kanu í vandræðum með skattinn Framherjinn Kanu hjá Portsmouth er í fjármálavandræðum ef marka má frétt í The Sun í dag þar sem segir að þrír af bílum hans hafi verið settir á uppboð vegna skattaskulda. 12.4.2008 19:45 Wenger: Dómararnir hafa refsað okkur ítrekað Arsene Wenger segist aldrei hafa séð lið lenda í öðru eins mótlæti og hans menn á undanförnum vikum. Hann segir leikmenn sína fórnarlömb dómgæslu og segir allar lykilákvarðanir dómara hafa gengið gegn liði sínu. 12.4.2008 19:29 Valsmenn lögðu Aftureldingu Tveir leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í dag. Valsmenn lögðu Aftureldingu í Mosfellsbæ 23-18 og Stjarnan mátti gera sér að góðu jafntefli gegn ÍBV í Mýrinni 26-26. 12.4.2008 19:07 Stefán skoraði í sigri Bröndby Stefán Gíslason skoraði annað marka Bröndby í dag þegar liðið vann nauman 2-1 sigur á Esjberg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar. 12.4.2008 18:59 Skjern komst ekki í úrslitakeppnina Vignir Svavarsson skoraði 7 mörk fyrir lið sitt Skjern í dag þegar liðið lagði Fredericia 30-27 í lokaumferðinni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigurinn nægði þó Skjern ekki því liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni og náði því ekki í úrslitakeppnina. 12.4.2008 18:50 Markalaust hjá Portsmouth og Newcastle Portsmouth og Newcastle skildu jöfn 0-0 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Michael Owen fékk besta færi Newcastle í leiknum en David James í marki Portsmouth sá við honum og var líklega maður leiksins í dag. Hermann Hreiðarsson var á sínum stað í byrjunarliði Portsmouth, sem er í sjötta sæti deildarinnar. 12.4.2008 18:46 Grindavík burstaði Snæfell Grindvíkingar fetuðu í dag í fótspor granna sinna í Keflavík þegar þeir héldu lífi í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar með öruggum sigri á Snæfelli í þriðja leik liðanna sem fram fór í Grindavík. 12.4.2008 17:32 Meistararnir á toppnum Meistarar Gautaborgar unnu í dag 4-0 sigur á Norrköping í upphafsleik 4. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar. Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Gautaborgar í leiknum. Gunnar Þór Gunnarsson kom inn sem varamaður hjá Norrköping þegar skammt var til leiksloka en Garðar Gunnlaugsson sat allan tímann á bekknum. 12.4.2008 17:14 Stjarnan lagði HK Einum leik af þremur í N1 deild kvenna í handbolta í dag er lokið. Stjarnan lagði HK nokkuð örugglega í Digranesi 33-28 eftir að hafa verið yfir 17-12 í hálfleik. 12.4.2008 16:59 Valur burstaði NSÍ Valsmenn unnu í dag sannfærandi 5-2 sigur á færeyska liðinu NSÍ í hinum árlega leik um Atlantic bikarinn í knattspyrnu. Valsmenn höfðu yfir 2-1 í hálfleik og komust í 5-1 í síðari hálfleik áður en gestirnir minnkuðu muninn. 12.4.2008 16:43 Enski í dag: Dýrmæt stig í hús hjá botnliðunum Bolton, Fulham og Birmingham kræktu öll í gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sex af sjö leikjum dagsins er lokið í deildinni. 12.4.2008 16:03 Wenger: Ronaldo er bestur í heimi Arsene Wenger segir að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United sé besti leikmaður heims í dag því hann sameini þá tvo lykilþætti sem einkenni leikmenn á heimsklassa. 12.4.2008 15:45 Tap fyrir Englendingum Íslenska landsliðið í badminton steinlá 5-0 fyrir Englendingum í fyrsta einvígi sínu á Evrópumótinu sem hófst í Danmörku í dag. 12.4.2008 14:56 Shaq gerir gæfumuninn hjá Phoenix Tracy McGrady, leikmaður Houston Rockets, segir að lið Phoenix Suns hafi hagnast verulega á því að næla í miðherjann Shaquille O´Neal í vetur og enginn hafi hagnast meira á því en framherjinn Amare Stoudemire. 12.4.2008 14:22 Wenger ætlar ekki í verslunarleiðangur í sumar Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar ekki að fara út að versla í sumar þó lið hans gæti staðið uppi tómhent í sumar eftir fína leiktíð. Tímabilið verður undir hjá mönnum Wenger á morgun þegar þeir sækja Manchester United heim í úrvalsdeildinni. 12.4.2008 14:11 Mexíkóar vilja Mourinho Mexíkóska knattspyrnusambandið hefur mikinn metnað fyrir því að ná sér í heimsklassa landsliðsþjálfara ef marka má frétt Sky í dag. Sagt er að sambandið ætli sér að ræða við menn eins og Marcello Lippi, Felipe Luiz Scolari og Jose Mourinho um að taka við liðinu. 12.4.2008 14:08 Ronaldinho á leið til AC Milan Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur samþykkt að ganga í raðir AC Milan á næstu leiktíð. Þetta segir bróðir hans og umboðsmaður Roberto de Assis. Ekki er búið að ganga formlega frá samningum, en munnlegt samkomulag mun liggja fyrir. 12.4.2008 14:03 Mikilvægur leikur fyrir Bolton Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton eiga fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni og hefst leikurinn nú klukkan 14. Alls eru sex leikir að hefjast í deildinni og hægt er að fylgjast með þeim á rásum Stöðvar 2 Sport. 12.4.2008 13:56 Lakers vann Kyrrahafsriðilinn Nokkrir stórleikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers tryggði sér sigur í Kyrrahafsriðlinum með sigri á New Orleans 107-104 og vann riðil sinn í fyrsta skipti í fjögur ár. Liðið tryggði sér þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 12.4.2008 13:36 Ronaldo fær 20 milljónir á viku Portúgalinn Cristiano Ronaldo mun á næstu vikum skrifa undir nýjan fimm ára samning við Manchester United sem færir honum tæplega 20 milljónir í vikulaun. Hann verður launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. 12.4.2008 08:15 Grindavík hefur yfir í hálfleik Grindvíkingar hafa yfir 40-31 gegn Snæfelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar, en leikið er í Grindavík. 12.4.2008 16:50 Snæfell getur komist í úrslitin Þriðji leikur Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar fer fram í Grindavík klukkan 16 í dag. Þar geta Snæfellingar tryggt sér sæti í úrslitum með sigri, en þeir hafa yfir 2-0 í einvíginu. 12.4.2008 15:31 Lítið skorað í fyrri hálfleik Aðeins fimm mörk eru komin í leikjunum sex sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni. Þar af hefur Aston Villa skorað þrjú þeirra gegn Derby á Pride Park. 12.4.2008 14:50 Aron: Byggjum þetta skref fyrir skref „Það er mikil vinna á bakvið þennan titil, menn hafa lagt mikið á sig í vetur og við erum bara að uppskera eftir því núna," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir að hans lið innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 11.4.2008 20:53 Keflavík minnkar muninn Keflavík vann ÍR með 33 stiga mun í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. Staðan í einvíginu er því orðin 2-1 ÍR-ingum í vil og Breiðhyltingar gátu tryggt sér í úrslitin með sigri í kvöld. 11.4.2008 20:06 Haukar Íslandsmeistarar Haukar eru Íslandsmeistarar í handbolta 2008. Þeir unnu öruggan sigur á Fram á Ásvöllum í kvöld. 11.4.2008 18:59 Immelman að leika vel Trevor Immelman frá Suður-Afríku er efstur þeirra sem komnir eru í hús á Masters-mótinu. Hann hefur lokið öðrum hring á Augusta vellinum og er á 8 höggum undir pari. 11.4.2008 18:21 Opið fyrir Shevchenko Í ítölskum fjölmiðlum síðustu daga hefur mikið verið fjallað um hugsanlega endurkomu úkraínska sóknarmannsins Andriy Shevchenko til AC Milan. 11.4.2008 17:58 Sir Alex og Ronaldo bestir í mars Sir Alex Ferguson er knattspyrnustjóri mars mánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Cristiano Ronaldo leikmaður mánaðarsins. 11.4.2008 17:18 Guti framlengir við Real Madrid Miðjumaðurinn Guti hefur skrifað undir nýjan samning við Spánarmeistara Real Madrid og hér er um svokallaðan "lífstíðarsamning" að ræða. Guti verður formlega samningsbundinn Real til 2011, en fær framlengingu á hverju ári eftir það ef hann nær að spila 30 leiki á tímabili. 11.4.2008 16:30 Þetta er undir okkur sjálfum komiið Sveinbjörn Claessen átti skínandi leik á miðvikudagskvöldið þegar ÍR komst í 2-0 í einvíginu við Keflavík. Hann á von á erfiðu verkefni gegn Keflvíkingum suður með sjó í kvöld þar sem ÍR getur tryggt sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar. 11.4.2008 16:12 Tímabilið verður undir á sunnudaginn Arsene Wenger viðurkennir að allt verði undir á sunnudaginn þegar hans menn í Arsenal sækja Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni. Tapi Arsenal leiknum er það tæknilega úr leik í baráttunni um meistaratitilinn. 11.4.2008 15:48 Willum: Þeir hringdu bara og sögðust vera á leiðinni Íslandsmeistarar Vals mæta færeysku meisturunum í NSÍ í Scandic Cup í Kórnum á morgun og leggst leikurinn vel í Willum Þór Þórsson þjálfara þó lítill tími hafi gefist til undirbúnings. 11.4.2008 15:17 Sjá næstu 50 fréttir
Umfjöllun: Grindavík ætlaði ekki í frí Grindavík sýndi allt annan og betri leik í 19 stiga sigri á Snæfelli í undanúrslitaeinvígi liðanna í Iceland Express-deild karla í gær. 13.4.2008 12:04
Umfjöllun: Valsmenn skoruðu fimm mörk Íslandsmeistarar Vals unnu 5-2 sigur á Færeyjameisturum NSÍ í Atlantic-bikarnum í Kórnum í gær. 13.4.2008 12:04
Umfjöllun: Fram færðist nær titlinum Ótrúlegur seinni hálfleikur Gróttu dugði ekki til að slá á titilvonir Fram, sem vann tveggja marka sigur og hélt fjögurra stiga forustu. „Við hlökkum til að eiga við Val,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Safamýrarstúlkna. 13.4.2008 12:04
Immelman í forystu á Masters Trevor Immelman frá Suður-Afríku hefur 2 högga forystu eftir þriðju umferðina á Masters mótinu í golfi sem fram fer á Augusta-vellinum í Georgíu. 13.4.2008 11:56
Jón Arnór með 11 stig í sigri Roma Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma halda fast í annað sætið í ítölsku úrvalsdeildinni og í gær vann liðið góðan útisigur á Udine 77-74. Jón Arnór skoraði 11 stig fyrir Roma í leiknum. 13.4.2008 11:50
Pétur tekur við þjálfun Hauka Körfuknattleiksdeild Hauka hefur ráðið Pétur Ingvarsson til að taka við þjálfum karlaliðsins og hefur hann undirritað fimm ára samning. Pétur þjálfaði Hamar í Hveragerði um árabil en þekkir vel til í Hafnafirðinum eftir að hafa spilað þar sem leikmaður í mörg ár. Karfan.is greindi frá þessu. 13.4.2008 11:42
Ísland tapaði fyrir Frökkum Íslenska badmintonlandsliðið tapaði í dag 5-0 fyrir Frökkum á Evrópumótinu sem fram fer í Danmörku. Liðið tapaði 5-0 fyrir Englendingum í fyrsta leik sínum í gær og mætir Tékkum síðar í dag. 13.4.2008 11:37
Keflavík leiðir í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 48-39 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fjórðu viðureign liðsins gegn ÍR í undanúrslitum IE deildarinnar í körfubolta, en leikið er í Seljaskóla. ÍR byrjaði mun betur og náði um 10 stiga forystu snemma leiks, en síðan hafa gestirnir verið mun grimmari. 13.4.2008 17:44
Markalaust á Old Trafford í hálfleik Fyrri hálfleiknum í risaslag Manchester United og Arsenal er lokið og ekkert mark hefur litið dagsins ljós enn sem komið er. Þó hefur ekki vantað marktækifærin í leikinn, en Jens Lehmann hefur varið vel í marki Arsenal eftir að hafa endurheimt sæti sitt. 13.4.2008 15:53
Jafnt á Anfield í hálfleik Ekkert mark er komið þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign Liverpool og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn hafa verið sterkari aðilinn í leiknum sem þó hefur alls ekki verið mikið fyrir augað. 13.4.2008 13:22
Barcelona gerði jafntefli við Recreativo - Eiður spilaði Barcelona varð að gera sér að góðu 2-2 jafntefli við Recreativo á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Samuel Eto´o gerði bæði mörk Barcelona. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld en var skipt af velli eftir rúmlega klukkutíma. 12.4.2008 21:56
Tímabilið hjá Arsenal klárast á morgun Arsenal-goðsögnin Ian Wright spáir því að draumur Arsenal um titla í vetur muni fjara út á Old Trafford á morgun þegar það sækir Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni. 12.4.2008 21:15
Kanu í vandræðum með skattinn Framherjinn Kanu hjá Portsmouth er í fjármálavandræðum ef marka má frétt í The Sun í dag þar sem segir að þrír af bílum hans hafi verið settir á uppboð vegna skattaskulda. 12.4.2008 19:45
Wenger: Dómararnir hafa refsað okkur ítrekað Arsene Wenger segist aldrei hafa séð lið lenda í öðru eins mótlæti og hans menn á undanförnum vikum. Hann segir leikmenn sína fórnarlömb dómgæslu og segir allar lykilákvarðanir dómara hafa gengið gegn liði sínu. 12.4.2008 19:29
Valsmenn lögðu Aftureldingu Tveir leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í dag. Valsmenn lögðu Aftureldingu í Mosfellsbæ 23-18 og Stjarnan mátti gera sér að góðu jafntefli gegn ÍBV í Mýrinni 26-26. 12.4.2008 19:07
Stefán skoraði í sigri Bröndby Stefán Gíslason skoraði annað marka Bröndby í dag þegar liðið vann nauman 2-1 sigur á Esjberg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar. 12.4.2008 18:59
Skjern komst ekki í úrslitakeppnina Vignir Svavarsson skoraði 7 mörk fyrir lið sitt Skjern í dag þegar liðið lagði Fredericia 30-27 í lokaumferðinni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigurinn nægði þó Skjern ekki því liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni og náði því ekki í úrslitakeppnina. 12.4.2008 18:50
Markalaust hjá Portsmouth og Newcastle Portsmouth og Newcastle skildu jöfn 0-0 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Michael Owen fékk besta færi Newcastle í leiknum en David James í marki Portsmouth sá við honum og var líklega maður leiksins í dag. Hermann Hreiðarsson var á sínum stað í byrjunarliði Portsmouth, sem er í sjötta sæti deildarinnar. 12.4.2008 18:46
Grindavík burstaði Snæfell Grindvíkingar fetuðu í dag í fótspor granna sinna í Keflavík þegar þeir héldu lífi í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar með öruggum sigri á Snæfelli í þriðja leik liðanna sem fram fór í Grindavík. 12.4.2008 17:32
Meistararnir á toppnum Meistarar Gautaborgar unnu í dag 4-0 sigur á Norrköping í upphafsleik 4. umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar. Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Gautaborgar í leiknum. Gunnar Þór Gunnarsson kom inn sem varamaður hjá Norrköping þegar skammt var til leiksloka en Garðar Gunnlaugsson sat allan tímann á bekknum. 12.4.2008 17:14
Stjarnan lagði HK Einum leik af þremur í N1 deild kvenna í handbolta í dag er lokið. Stjarnan lagði HK nokkuð örugglega í Digranesi 33-28 eftir að hafa verið yfir 17-12 í hálfleik. 12.4.2008 16:59
Valur burstaði NSÍ Valsmenn unnu í dag sannfærandi 5-2 sigur á færeyska liðinu NSÍ í hinum árlega leik um Atlantic bikarinn í knattspyrnu. Valsmenn höfðu yfir 2-1 í hálfleik og komust í 5-1 í síðari hálfleik áður en gestirnir minnkuðu muninn. 12.4.2008 16:43
Enski í dag: Dýrmæt stig í hús hjá botnliðunum Bolton, Fulham og Birmingham kræktu öll í gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sex af sjö leikjum dagsins er lokið í deildinni. 12.4.2008 16:03
Wenger: Ronaldo er bestur í heimi Arsene Wenger segir að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United sé besti leikmaður heims í dag því hann sameini þá tvo lykilþætti sem einkenni leikmenn á heimsklassa. 12.4.2008 15:45
Tap fyrir Englendingum Íslenska landsliðið í badminton steinlá 5-0 fyrir Englendingum í fyrsta einvígi sínu á Evrópumótinu sem hófst í Danmörku í dag. 12.4.2008 14:56
Shaq gerir gæfumuninn hjá Phoenix Tracy McGrady, leikmaður Houston Rockets, segir að lið Phoenix Suns hafi hagnast verulega á því að næla í miðherjann Shaquille O´Neal í vetur og enginn hafi hagnast meira á því en framherjinn Amare Stoudemire. 12.4.2008 14:22
Wenger ætlar ekki í verslunarleiðangur í sumar Arsene Wenger, stjóri Arsenal, ætlar ekki að fara út að versla í sumar þó lið hans gæti staðið uppi tómhent í sumar eftir fína leiktíð. Tímabilið verður undir hjá mönnum Wenger á morgun þegar þeir sækja Manchester United heim í úrvalsdeildinni. 12.4.2008 14:11
Mexíkóar vilja Mourinho Mexíkóska knattspyrnusambandið hefur mikinn metnað fyrir því að ná sér í heimsklassa landsliðsþjálfara ef marka má frétt Sky í dag. Sagt er að sambandið ætli sér að ræða við menn eins og Marcello Lippi, Felipe Luiz Scolari og Jose Mourinho um að taka við liðinu. 12.4.2008 14:08
Ronaldinho á leið til AC Milan Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur samþykkt að ganga í raðir AC Milan á næstu leiktíð. Þetta segir bróðir hans og umboðsmaður Roberto de Assis. Ekki er búið að ganga formlega frá samningum, en munnlegt samkomulag mun liggja fyrir. 12.4.2008 14:03
Mikilvægur leikur fyrir Bolton Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton eiga fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni og hefst leikurinn nú klukkan 14. Alls eru sex leikir að hefjast í deildinni og hægt er að fylgjast með þeim á rásum Stöðvar 2 Sport. 12.4.2008 13:56
Lakers vann Kyrrahafsriðilinn Nokkrir stórleikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers tryggði sér sigur í Kyrrahafsriðlinum með sigri á New Orleans 107-104 og vann riðil sinn í fyrsta skipti í fjögur ár. Liðið tryggði sér þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 12.4.2008 13:36
Ronaldo fær 20 milljónir á viku Portúgalinn Cristiano Ronaldo mun á næstu vikum skrifa undir nýjan fimm ára samning við Manchester United sem færir honum tæplega 20 milljónir í vikulaun. Hann verður launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. 12.4.2008 08:15
Grindavík hefur yfir í hálfleik Grindvíkingar hafa yfir 40-31 gegn Snæfelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar, en leikið er í Grindavík. 12.4.2008 16:50
Snæfell getur komist í úrslitin Þriðji leikur Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar fer fram í Grindavík klukkan 16 í dag. Þar geta Snæfellingar tryggt sér sæti í úrslitum með sigri, en þeir hafa yfir 2-0 í einvíginu. 12.4.2008 15:31
Lítið skorað í fyrri hálfleik Aðeins fimm mörk eru komin í leikjunum sex sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni. Þar af hefur Aston Villa skorað þrjú þeirra gegn Derby á Pride Park. 12.4.2008 14:50
Aron: Byggjum þetta skref fyrir skref „Það er mikil vinna á bakvið þennan titil, menn hafa lagt mikið á sig í vetur og við erum bara að uppskera eftir því núna," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir að hans lið innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 11.4.2008 20:53
Keflavík minnkar muninn Keflavík vann ÍR með 33 stiga mun í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. Staðan í einvíginu er því orðin 2-1 ÍR-ingum í vil og Breiðhyltingar gátu tryggt sér í úrslitin með sigri í kvöld. 11.4.2008 20:06
Haukar Íslandsmeistarar Haukar eru Íslandsmeistarar í handbolta 2008. Þeir unnu öruggan sigur á Fram á Ásvöllum í kvöld. 11.4.2008 18:59
Immelman að leika vel Trevor Immelman frá Suður-Afríku er efstur þeirra sem komnir eru í hús á Masters-mótinu. Hann hefur lokið öðrum hring á Augusta vellinum og er á 8 höggum undir pari. 11.4.2008 18:21
Opið fyrir Shevchenko Í ítölskum fjölmiðlum síðustu daga hefur mikið verið fjallað um hugsanlega endurkomu úkraínska sóknarmannsins Andriy Shevchenko til AC Milan. 11.4.2008 17:58
Sir Alex og Ronaldo bestir í mars Sir Alex Ferguson er knattspyrnustjóri mars mánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Cristiano Ronaldo leikmaður mánaðarsins. 11.4.2008 17:18
Guti framlengir við Real Madrid Miðjumaðurinn Guti hefur skrifað undir nýjan samning við Spánarmeistara Real Madrid og hér er um svokallaðan "lífstíðarsamning" að ræða. Guti verður formlega samningsbundinn Real til 2011, en fær framlengingu á hverju ári eftir það ef hann nær að spila 30 leiki á tímabili. 11.4.2008 16:30
Þetta er undir okkur sjálfum komiið Sveinbjörn Claessen átti skínandi leik á miðvikudagskvöldið þegar ÍR komst í 2-0 í einvíginu við Keflavík. Hann á von á erfiðu verkefni gegn Keflvíkingum suður með sjó í kvöld þar sem ÍR getur tryggt sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar. 11.4.2008 16:12
Tímabilið verður undir á sunnudaginn Arsene Wenger viðurkennir að allt verði undir á sunnudaginn þegar hans menn í Arsenal sækja Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni. Tapi Arsenal leiknum er það tæknilega úr leik í baráttunni um meistaratitilinn. 11.4.2008 15:48
Willum: Þeir hringdu bara og sögðust vera á leiðinni Íslandsmeistarar Vals mæta færeysku meisturunum í NSÍ í Scandic Cup í Kórnum á morgun og leggst leikurinn vel í Willum Þór Þórsson þjálfara þó lítill tími hafi gefist til undirbúnings. 11.4.2008 15:17