Fleiri fréttir

Hvaða lið komast í úrslitakeppni NBA?

Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State í baráttu liðanna um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni í NBA.

Capello er hrifinn af Walcott

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, var mjög hrifinn af framlagi Theo Walcott í síðari leik Arsenal og Liverpool í Meistaradeildinni á dögunum. Hinn ungi Walcott lagði þar upp síðara mark Arsenal með eftirminnilegum hætti.

Houston - Phoenix í beinni á Stöð 2 Sport í nótt

Síðasta beina útsendingin frá deildarkeppninni í NBA verður á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt í nótt þar sem Houston tekur á móti Phoenix. Hér er á ferðinni harður slagur tveggja liða sem eru að berjast um að ná sem bestri stöðu inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar.

Sex tilnefndir sem leikmaður ársins

Leikmannasamtökin í ensku úrvalsdeildinni hafa tilnefnt sex leikmenn í kjörinu á leikmanni ársins. Þrír af þeim sem tilnefndir hafa verið eru líka tilnefndir í flokknum besti ungliðinn.

"Reddari" bjargaði Gerrard frá glæpamanni

Faðir Steven Gerrard hefur gefið það upp að forhertur glæpamaður hafi ofsótt son sinn árið 2001. Gerrard leitaði til lögreglu og fékk aukna öryggisgæslu frá Liverpool í kjölfarið, en það var ekki fyrr en hann leitaði til "reddara" sem hann fékk frið frá glæpamanninum.

Þetta er móðgun við stuðningsmenn Liverpool

Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur látið eiganda félagsins Tom Hicks heyra það eftir það lak í fjölmiðla í gær að eigandinn hefði ritað Parry bréf og krafist afsagnar hans.

Valur mætir NSÍ á morgun

Á morgun mæta Íslandsmeistarar Vals færeysku meisturunum í NSÍ í árlegum leik um Atlantic bikarinn í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi og hefst klukkan 14:30. Aðgangur verður ókeypis.

Rose og Immelman í forystu á Masters

Englendingurinn Justin Rose og Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman hafa forystu eftir fyrsta hringinn á Masters-mótinu í golfi á Augusta vellinum í Georgíu.

Nýr bolti í Landsbankadeildinni

Öll lið í Landsbankadeild karla og kvenna fá þessa dagana afhentan vandaðan bolta sérmerktan Landsbankadeildinni.

Útlitið dökkt hjá Golden State

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Staða Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni versnaði til muna þegar liðið tapaði 114-105 fyrir Denver á heimavelli.

Eiður Smári Guðjohnsen

Á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands (með yngri landsliðum), yngsti leikmaður efstu deildar á Íslandi og yngsti atvinnumaður Íslands er hann samdi við PSV Eindhoven sextán ára gamall og lék síðar með Ronaldo í framlínu liðsins.

Snæfell komið í 2-0 gegn Grindavík

Snæfell er komið í 2-0 í einvíginu við Grindavík í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Snæfell vann í Stykkishólmi í kvöld 79-71.

Þorleifur: Létum þá valta yfir okkur

Snæfellingar eru í vænlegri stöðu eftir sigur kvöldsins gegn Grindavík. Þorleifur Ólafsson hjá Grindavík fann ekki körfuna eins og í fyrsta leiknum og munar um minna.

Bayern München áfram eftir ótrúlegan leik

Getafe og Bayern München gerðu 3-3 jafntefli í framlengdum leik í átta liða úrslitum í UEFA bikarsins. Bayern kemst því áfram í undanúrslit á fleiri mörkum á útivallarmörkum eftir ótrúlega spennandi og dramatískan leik.

Amauri á leið til Juventus

Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að Juventus hafi komist að heiðursmannasamkomulagi um kaup á Amauri, leikmanni Palermo, í sumar.

Chelsea ekki nægilega skemmtilegt

Peter Kenyon segir að leikstíll Chelsea sé ekki nægilega áhorfendavænn. Kenyon hrósar Avram Grant fyrir að hafa náð að koma Chelsea í undanúrslit Meistaradeildarinnar en segir að enn sé mikið verk óunnið.

GIF Sundsvall tapaði aftur

Leikið var í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og nokkrir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni.

Fannar í Stjörnuna

Liðin í N1-deild karla vinna greinilega hörðum höndum þessa dagana að mynda leikmannahópa sína fyrir næsta tímabil. Fannar Þorbjörnsson hefur samið við Stjörnuna og gengur til liðs við félagið í sumar.

Magnús tekur við kvennaliði Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert samning við Magnús Kára Jónsson um að hann þjálfi meistaraflokk kvenna í Gróttu næstu þrjú árin. Magnús hefur mikla reynslu sem þjálfari og þjálfaði hann árið 2006-2007 meistaraflokk kvenna í Fram.

Voronin vill vera áfram

Úkraínski landsliðsmaðurinn Andriy Voronin segist ekki vera ósáttur hjá Liverpool. Hann kom til félagsins frá þýska liðinu Bayer Leverkusen síðasta sumar á frjálsri sölu en hefur ekki unnið sér fast sæti hjá liðinu.

Tryggvi og Hafsteinn í Hauka

Tryggvi Haraldsson og Hafsteinn Ingason munu leika með Haukum í handboltanum næsta tímabil samkvæmt heimildum vefsíðunnar handbolti.is. Þeir hafa síðustu ár leikið með Ribe í Danmörku.

Ballotta er ekki hættur

Markvörðurinn Marco Ballotta hjá Lazio er ekkert á þeim buxunum að hætta knattspyrnuiðkun þó hann sé orðinn 44 ára gamall.

Mascherano tekur út þriggja leikja bann

Argentínumaðurinn Javier Mascherano spilar ekki með Liverpool gegn Blackburn um helgina eftir að aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði áfrýjun félagsins frá.

Flamini verður frá í þrjár vikur

Arsenal varð fyrir áfalli í dag þegar ljóst varð að miðjumaðurinn Matthieu Flamini yrði frá keppni vegna ökklameiðsla næstu þrjár vikurnar. Það þýðir að hann missir af stórleiknum gegn Manchester United á sunnudaginn.

Hicks krefst afsagnar Parry hjá Liverpool

Sky fréttastofan greinir frá því í dag að Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, hafi ritað Rick Parry framkvæmdastjóra félagsins bréf og krafist afsagnar hans.

Ísland í efsta styrkleikaflokki

Handknattleikssamband Evrópu hefur gefið út nýjan styrkleikalista þar sem íslenska liðið er á meðal átta efstu og sleppur því við að leika með sterkustu þjóðunum í riðli þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2010 í þessum mánuði.

Ég eyddi milljónum í fjárhættuspil

Enski landsliðsmaðurinn David Bentley hefur viðurkennt að hafa eytt milljónum þegar hann var þungt haldinn af spilafíkn á sínum tíma. Hann segist oft hafa lagt fé undir meira en hundrað veðmál á dag.

Nýr samningur á borðinu fyrir McCarthy

Framherjinn Benni McCarthy mun væntanlega framlengja veru sína hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Blackburn á næstu dögum. Nýr þriggja ára samningur er klár á borðinu og bíður undirritunar.

Held að Grindvíkingar séu hræddir við Snæfellinga

Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson telur Grindvíkinga eiga mjög erfitt verkefni fyrir höndum í Stykkishólmi í kvöld þegar þeir mæta Snæfelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

Ferguson sektaður fyrir að ráðast á fyrrverandi

Darren Ferguson, sonur Sir Alex Ferguson stjóra Manchester United, hefur verið sektaður fyrir að ráðast á fyrrverandi konu sína. Ferguson er knattspyrnustjóri Peterborough og var gert að greiða tæpar 250,000 krónur í sekt og málskostnað.

Lehmann er reiður

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. Hann er orðinn hundleiður á að sitja á bekknum hjá Arsenal og vandar stjóra sínum ekki kveðjurnar.

Eiður Smári: Engar afsakanir

Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum í sjónvarpsþættinum Revista á Sky sjónvarpsstöðinni í gær. Þar talaði hann m.a. um vandræðin á liði Barcelona í vetur og möguleika þess á að vinna titla í vor.

United er ekki endilega sigurstranglegra

Thierry Henry hjá Barcelona segir að þó Manchester United sé vissulega að leika vel þessa dagana, geti liðið ekki endilega talist sigurstranglegra þegar það mætir Barcelona í undanúrslitum keppninnar í lok mánaðarins.

Sigur í fyrsta leik hjá Savehof

Savehof, lið Hreiðars Guðmundssonar, vann í gærkvöld fyrsta leik sinn í undanúrslitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn í handbolta þegar það vann öruggan sigur á Ystad 36-27. Í hinum undanúrslitaleiknum unnu meistarar Hammarby sigur á H 43 32-28.

Arnór skoraði tvö í lokaleik FCK

Danska úrvalsdeildarliðið FCK vann í gær stórsigur á Skanderborg 34-21 í síðasta leik sínum í deildarkeppninni, en var þegar búið að tryggja sér efsta sætið í deildinni fyrir úrslitakeppnina. Arnór Atlason skoraði tvö mörk í leiknum. Deildarkeppnin klárast um næstu helgi þar sem ræðst hvaða þrjú lið fylgja liðinu í úrslitakeppnina.

Sigur hjá Gummersbach

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld. Íslendingalið Gummersbach lagði Fuchse Berlín 35-32 þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir liðið. Rhein Neckar Löwen burstaði Melsungen 40-29.

Bröndby í góðum málum

Stefán Gíslason og félagar í danska liðinu Bröndby standa vel að vígi í undanúrslitaeinvíginu í bikarkeppninni eftir 3-0 sigur á Midtjylland í fyrri leik liðanna í gærkvöld. Stefán lék allan leikinn með Bröndby. Í hinum undanúrslitaleiknum tapaði FCK óvænt fyrir Esbjerg á heimavelli 1-0 í fyrri leik liðanna.

Phoenix vann í San Antonio

Níu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Phoenix vann góðan sigur á San Antonio á útivelli 96-79 í baráttunni í Vesturdeildinni.

Albert Guðmundsson

Brautryðjandi í íslenskri knattspyrnu. Fyrsti atvinnumaður Íslands og lék í Skotlandi, Englandi, Frakklandi og Ítalíu í tíu keppnistímabil, frá 1946 til 1955. Var í fyrsta landsliði Íslands og var fyrirliði þess í öðrum landsleik Íslands, 4-2 tapleik gegn Norðmönnum.

ÍR komið í 2-0 gegn Keflavík

ÍR-ingar hafa komið sér þægilega fyrir í bílstjórasætinu í rimmunni við Keflavík. Breiðhyltingar unnu 94-77 í Seljaskóla í kvöld og eru komnir í 2-0 forystu í þessu einvígi.

United og Barcelona í undanúrslit

Manchester United vann ellefta sigur sinn í röð á heimavelli í Meistaradeildinni í kvöld en það er met. Liðið vann Roma 1-0 og kemst því í undanúrslitin á 3-0 sigri samtals.

Sissoko ætlar að verða betri en Vieira

Momo Sissoko hefur unnið sig í náðina hjá stuðningsmönnum Juventus og sparkspekingum á Ítalíu. Hann stefnir enn hærra og segist ætla að verða betri en Patrick Vieira.

Framtíð Pienaar í óvissu

Steven Pienaar segist þurfa að leita sér að öðru liði ef ekki verður gengið frá framtíð hans hjá Everton á næstunni. Þessi 26 ára leikmaður er á lánssamningi frá þýska liðinu Borussia Dortmund.

Sjá næstu 50 fréttir