Fleiri fréttir

Juventus ekki á eftir Lampard

Claudio Ranieri segir Juventus ekki vera á höttunum eftir miðjumanninum Frank Lampard hjá Chelsea eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Hann segir að þó Lampard sé frábær leikmaður, vanti Juventus aðeins miðvörð í leikmannahóp sinn fyrir átökin á næstu leiktíð.

Sheffield United fær ekki sæti í úrvalsdeild

Sheffield United mun ekki fá sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að beiðni þeirra um að stig yrðu dregin af West Ham var vísað frá í dag. Forráðamenn Sheffield United leituðu réttar síns því þeim þótti West Ham hafa teflt Argentínumanninum Carlos Tevez fram ólöglega á síðustu leiktíð.

Rashard Lewis samþykkir að fara til Orlando Magic

Framherjinn Rashard Lewis hjá Seattle Supersonics hefur tjáð forráðamönnum Orlando Magic að hann vilji skrifa undir samning við félagið. Lewis er með lausa samninga hjá Seattle í sumar eftir að hafa skorað yfir 22 stig að meðaltali fyrir Seattle síðasta vetur.

Argentína í 8-liða úrslitin

Argentínumenn tryggðu sér í nótt sæti í 8-liða úrslitunum í Suður-Ameríkubikarnum í knattspyrnu þegar liðið vann 4-2 sigur á Kólumbíu eftir að hafa lent undir í leiknum. Juan Roman Riquelme skoraði tvö mörk fyrir Argentínu í leiknum eftir að Hernan Crespo jafnaði úr vítaspyrnu og Diego Milito tryggði sigurinn með marki í lokin.

Ísland burstaði Ungverja

Íslenska handboltalandsliðið skipað piltum yngri en 19 ára vann í morgun sinn fyrsta leik á opna Evrópumótinu í Gautaborg í Svíþjóð þegar það burstaði Ungverja 23-14. Íslenska liðið hafði yfir 11-9 í hálfleik en tók öll völd á vellinum í þeim síðari. Anton Rúnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörk. Liðið mætir Austurríkismönnum síðar í dag.

Stjóri Derby framlengir

Billy Davies, stjóri Derby County, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár og er nú samningsbundinn Derby til ársins 2010. Hann stýrði liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í vor en orðrómur hafði verið uppi um að nýr maður yrði fenginn til að taka við liðinu. Skotinn Davies hefur verið í brúnni hjá Derby síðan 2006 þegar hann kom frá Preston.

Garcia skrifar undir hjá Atletico

Spænski landsliðsmaðurinn Luis Garcia hefur skrifað undir þriggja ára samning við spænska félagið Atletico Madrid, en hann fer þangað í skiptum fyrir Fernando Torres. Kaupverðið er sagt vera um 4 milljónir punda. Garcia gekk í raðir Liverpool frá Barcelona árið 2004 og skoraði 30 mörk í 121 leik fyrir félagið.

Geremi á leið til Newcastle

Miðjumaðurinn Geremi hefur samþykkt að ganga í raðir Newcastle frá Chelsea á frjálsri sölu og á nú aðeins eftir að fá atvinnuleyfi svo að af félagskiptunum geti orðið. Geremi er 28 ára gamall landsliðsmaður Kamerún og hefur verið í röðum Chelsea frá árinu 2003.

SuperMoto æfing í Hafnarfirði

SuperMoto æfing verður í Rallýcross brautinni í Hafnarfirði á fimmtudaginn kl 19.00. Nú verður tímatökubúnaður og því hvetjum við alla að koma með sendana, eða redda sér sendum.

Torres í læknisskoðun í dag

Fernando Torres, leikmaður Atletico Madrid, mun fara til Liverpool í dag til þess að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning sinn við félagið. Líklegt er að hann verði kynntur fjölmiðlum strax á morgun.

Gæti verið í hóp í kvöld

Svo gæti farið að varnarmaðurinn sterki, Milos Glogovac, verði í leikmannahópi Víkings í kvöld í fyrsta sinn á leiktíðinni. Hann meiddist skömmu fyrir upphaf móts en Víkingur mætir FH í kvöld.

Stefán til Bröndby í vikunni

Allar líkur eru á því að Stefán Gíslason, leikmaður Lyn í Noregi, gangi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby á allra næstu dögum, jafnvel í þessari viku. Lyn hefur þegar staðfest kauptilboð Bröndby eftir því sem Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Stefáns, sagði við Fréttablaðið í gær.

FH getur komið sér á réttan kjöl

Í kvöld fara fram tveir leikir í Landsbankadeild karla. Íslandsmeistarar FH taka á móti Víkingum og Fram mætir Breiðabliki á Laugardalsvelli. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15.

Úrslit úr leikjum dagsins hér heima

Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Toppliðin Valur og KR unnu sína leiki ásamt því að Fjölnir vann Keflavík. Einnig var heil umferð spiluð í 1. deild karla.

Tevez-málið útkljáð á morgun?

Síðdegis á morgun mun úrskurðarnefnd tilkynna úrskurð sinn í máli Sheffield United gegn West Ham. Eins og kunnugt er voru forráðamenn Sheffield United ósáttir við að ekki hafi verið dregin stig af West Ham fyrir að hafa staðið ólöglega að kaupunum á Argentínumanninum Carlos Tevez.

Blackburn kaupir ungan hollending

Forráðamenn Blackburn Rovers hafa staðfest að félagið sé búið að landa hollenska framherjanum Maceo Rigters frá NAC Breda. Ekki kemur fram hvert kaupverðið er en það er talið vera undir einni milljón punda vegna klásúlu sem Rigters var með í samningi sínum við félagið.

Stefán skoraði eitt og lagði upp annað

Stefán Þórðarson skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-2 sigri Norrköping gegn Jönköpings Södra IF í dag. Stefán skoraði á 54. mínútu og kom liði sínu í 1-0. Hann lagði svo upp mark fyrir félaga sinn Bruno Santos á 64. mínútu og staðan var orðin 2-0.

Djurgarden sigraði Gefle

Lið Djurgarden, sem að Sigurður Jónsson stjórnar, sigraði í dag lið Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn endaði 2-1 og var það Cardoso Nazaré Enrico sem skoraði bæði mörk Djurgarden. Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði Djurgarden og krækti sér í gult spjald áður en honum var skipt út af á 69. mínútu.

Rigningin bjargar Serenu - í bili

Allt leit út fyrir að tenniskonan Serena Williams væri að detta úr keppni á Wimbledon mótinu í dag, þegar hún meiddi sig illa á kálfa þegar hún var að keppa við hina úkraínsku Danielu Hantuchovu

Hamilton spenntur fyrir næstu helgi

Lewis Hamilton segir það vera frábæra tilfinningu að vita það að hann sé stigahæsti ökuþórinn á tímabilinu þegar hann tekur þátt í breska kappakstrinum í Silverstone um næstu helgi.

Luis Garcia nálgast Atletico Madrid

Luis Garcia, miðjumaður Liverpool, er alveg að því kominn að skrifa undir samning við Atletico Madrid í heimalandi sínu. Umboðsmaður hans staðfestir þetta. „Við erum að vinna í því að Garcia fari frá Liverpool til Atletico," sagði hinn 29 ára umboðsmaður, Manuel Garcia Quillon við PA sport.

Leikir dagsins hér heima

Þrír leikir verða í kvöld í landsbankadeild kvenna. KR mætir ÍR, Fylkir tekur á móti Val og Keflavík mætir Fjölnisstúlkum á Fjölnisvelli. Heil umferð verður leikin í 1. deild karla.

Birgir Leifur kemst ekki inn á Opna breska

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, komst ekki inn í forkeppnina fyrir Opna breska Meistaramótið. Hann skráði sig í forkeppnina en var fimmti á biðlista inn í mótið, en þar leika margir af sterkustu kylfingum Evrópu.

Arnór: Eiður vill sanna sig hjá Barca

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að sonur sinn ætli sér að berjast fyrir sæti sínu í liði fyrrverandi Evrópu- og Spánarmeistaranna í Barcelona. Mikið hefur verið talað um framtíð Eiðs Smára og virðast flestir telja að framtíð hans hjá Barcelona sé ráðin, sérstaklega eftir komu Thierry Henry frá Arsenal.

KSÍ veitir viðurkenningar í Landsbankadeild kvenna

KSÍ tilkynnti í dag um viðurkenningar fyrir 1.-6. umferð í Landsbankadeild kvenna. Valið hefur verið lið umferðanna, besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn, auk þess sem Landsbankinn verðlaunaði besta stuðningsliðið.

Fowler á milli starfa

Robbie Fowler hefur viðurkennt að hann hafi ekki fengið nein tilboð eftir að hafa yfirgefið Liverpool í vor. Rafa Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, sá ekki ástæðu til að bjóða Fowler nýjan samning þrátt fyrir að hann hafi skorað 7 mörk á síðasta tímabili.

Robinho með þrennu fyrir Brasilíu

Brasilía náði í sín fyrstu stig í Suður-Ameríkukeppninni í kvöld þegar liðið sigraði Chile 3-0. Framherjinn Robinho, sem leikur með Real Madrid á Spáni, skoraði öll mörkin.

O´Neill vill kaupa Wright-Phillips

Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, hefur endurnýjað áhuga sinn á enska landsliðsmanninum Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea. O´Neill reyndi að fá Wright-Phillips á lánssamningi í janúar en það samþykktu forráðamenn Chelsea ekki. Chelsea hefur gefið út að leikmaðurinn sé falur fyrir tíu milljónir punda.

Kaká að biðja um að vera seldur til Real Madrid?

Samkvæmt spænska dagblaðinu AN hefur brasilíski snillingurinn Kaká biðlað til AC Milan um að vera seldur til Real Madrid. Samkvæmt blaðinu hafði Kaká samband við Silvio Berlusconi rétt áður en hann fór í sumarfrí til New York.

Veigar Páll skoraði í sigri Stabæk á Stromsgodset

Íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði eitt marka Stabæk í dag og lagði upp annað í 3-2 sigri á Stromsgodset. Veigar skoraði annað mark liðsins á 38. mínútu og kom Stabæk þá í 2-0.

West Ham kaupir Faubert

West Ham hefur tilkynnt að félagið hafi fest kaup á franska landsliðsmanninum Julien Faubert fyrir 6,1 milljón punda frá Bordeaux. Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur skrifað undir 5 ára samning við félagið og er þar af leiðandi annar leikmaðurinn sem að Alan Curbishley, framkvæmdastjóri West Ham, fær til liðsins í sumar.

Kamara samþykkir að fara til Fulham - Heiðar til W.B.A?

Samkvæmt Skysports.com hefur Diomansy Kamara samþykkt að ganga til liðs við Fulham frá West Bromwich Albion. Fulham hefur verið á eftir leikmanninum síðasta mánuðinn og eftir að fyrsta tilboði þeirra var hafnað buðu þeir 4 milljónir punda auk þess að Heiðar Helguson myndi ganga til liðs við West Brom.

Storm vann Opna franska

Enski kylfingurinn Graeme Storm sigraði á Opna franska meistaramótinu sem lauk í París í dag og var þetta jafnframt fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni. Hann lék lokahringinn á 66 höggum og lauk 72 holum á samtals sjö höggum undir pari.

Úrslit úr Suður-Ameríkukeppninni í gær

Gestgjafarnir frá Úrúgvæ og Venesúela sigruðu í gær sinn fyrsta leik í Suður-Ameríkukeppninni. Í báðum leikjunum var þó mikið um dómaramistök og gróf brot. Úrúgvæ sigraði Bólivíu 1-0 á meðan Venesúela sigraði Perú 2-0, en þessi lið eru öll í A-riðli.

Klinsmann hafnaði Chelsea í sumar

Þýska goðsögnin Jürgen Klinsmann hefur sagt frá því að hann hafi hafnað tækifæri til að taka við Chelsea í sumar. Klinsmann hefur búið í Kaliforníu síðan hann kom þýska landsliðinu í undanúrslit á HM í Þýskalandi árið 2006.

Carter leysir sig undan samningi við Nets

Rod Thorn, forseti New Jersey Nets, tilkynnti í gær að körfuboltakappinn Vince Carter hafi nýtt sér ákvæði í samning sínum og sé búinn að leysa sig undan samningi við liðið.

Lampard hafnar ofursamning frá Chelsea

Samkvæmt heimildum News of the World hefur enski leikmaðurinn, Frank Lampard, hafnað risasamningstilboði frá Chelsea. Samkvæmt þessum heimildum hefði Lampard fengið hærri laun en Michael Ballack og Andriy Shevchenko, en þeir eru launahæstir hjá félaginu með 121 þúsund pund á viku.

Hargreaves skrifar undir hjá United

Owen Hargreaves hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Manchester United. Englandsmeistararnir staðfestu það í lok maí að félagið hefði náð samningum við Bayern Munchen um kaup á leikmanninum. Talið er að kaupverðið sé í kringum 17 milljónir punda.

Raikkonen sigraði í Frakklandi

Finninn Kimi Raikkonen sigraði í Frakklandi í dag á Magny-Course brautinni. Raikkonen sem ekur fyrir Ferrari kom í mark á undan félaga sínum hjá Ferrari, Felipe Massa, en sá hafði byrjað fremst á ráslínu í dag. Breski nýliðinn, Lewis Hamilton, endaði í þriðja sæti.

Sjá næstu 50 fréttir