Fleiri fréttir Reyes áfram hjá Real Madrid? Real Madrid hefur gefið það í skyn að félagið ætli sé að halda Jose Antonio Reyes hjá liðinu. Búist var við að félagið ætlaði ekki að kaupa leikmanninn þar sem að hann náði ekki að vinna sé inn sæti í byrjunarliðinu, en hann er í láni hjá Madrid frá Arsenal. 30.6.2007 21:24 Úrslit dagsins á Íslandi Þrír leikir voru spilaðir í 2. deild karla í dag. ÍH tapaði 0-2 fyrir Völsungi á heimavelli, Magni tapaði 1-3 fyrir Hetti á heimavelli og ÍR sigraði KS/Leiftur á ÍR vellinum. Í þriðju deild karla beið BÍ/Bolungarvík lægri hlut fyrir Kára á Akranesvelli, 3-0. 30.6.2007 20:54 Perry skaust í efsta sæti á Buick mótinu Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry lék annan hringinn á Buick Open í Michigan í gær á 63 höggum og deilir nú efsta sæti með Jim Furyk og Brett Ougley. Þeir eru allir á samtals 10 höggum undir pari, en þrír kylfingar eru einu höggi á eftir. 30.6.2007 20:22 Tveir leikir í Copa America í kvöld Tveir leikir fara fram í kvöld í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Bólivía mætir Úrúgvæ og Venesúela mætir Perú. Þessi lið eru í A-riðli. Perú eru efstir í riðlinum með 3 stig eftir einn leik. 30.6.2007 20:13 Valur úr leik Valur er úr leik í Intertoto keppninni þrátt fyrir að hafa sigrað Cork City á útivelli í dag, 0-1. Cork City sigraði Val á Laugardalsvellinum um síðustu helg og því enduðu leikar samanlagt 2-1. Helgi Sigurðsson skoraði markið á 20. mínútu. 30.6.2007 19:56 Real Madrid á eftir Robben Real Madrid hefur staðfest það að félagið hafi áhuga á að kaupa hollendinginn Arjen Robben frá Chelsea. Robben hefur sterklega verið orðaður við Spánarmeistarana síðustu viku. 30.6.2007 19:44 Valur yfir í hálfleik Helgi Sigurðsson er búinn að skora fyrir Val í síðari leik liðsins gegn Cork City í Intertoto keppninni. Valur tapaði 0-2 í fyrri leik liðanna sem átti sér stað í Laugardalsvellinum um síðustu helgi. Markið kom á 20 mínútu, en nú er komið hlé. 30.6.2007 18:55 Eygló bætir meyjamet í 200m baksundi Á heimasíðu Sundsambands Íslands kemur fram að Eygló Ósk Gústafsdóttir úr sundfélaginu Ægir hafi í dag stórbætt meyjamet í 200m baksundi. 30.6.2007 18:26 Rúrik að yfirgefa Charlton Rúrik Gíslason er hugsanlega á leiðinni til danska liðsins Viborg en hann hefur verið þar til æfinga í viku. Rúrik hefur verið samningsbundinn Charlton síðustu ár, en Charlton sagði í tilkynningu að félagið ætlaði að losa sig við átta leikmenn í sumar, þar á meðal Rúrik. 30.6.2007 17:17 Soutgate vill fá Grétar Rafn Gareth Southgate, framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough, hefur staðfest áhuga sinn á íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni. Southgate er að leita að hægri bakverði þar sem Abel Xavier og Stuart Parnaby eru farnir frá félaginu og Tony McMahon er meiddur. 30.6.2007 16:50 Hansen leiðir Opna franska Þegar þremur hringjum er lokið á Opna franska mótinu í golfi er Søren Hansen með bestan árangur. Hansen hefur farið hringina á sjö undir pari. Simon Khan kemur næstur með sex undir pari. 30.6.2007 16:31 Þjófnaður úr búningsherbergjum skekur tennisheiminn Þjófar sem stunda það að laumast inn í búningsherbergi tennisspilara herja nú á Wimbledon mótið. Sá fyrsti sem var rændur á Wimbledon mótinu var Albert Costa, sem eitt sinn sigraði Franska opna meistaramótið. Tösku sem innihélt óuppgefna upphæð af evrum og dollurum var rænt af Costa. 30.6.2007 16:19 Rigning hefur áhrif í Wimbledon Keppni var frestað í dag á Wimbledon mótinu í tennis vegna mikillar rigningar. Aðeins náðist að leika tennis í 75 mínútur áður en keppnin var flautuð af. 30.6.2007 15:44 Martin Jol á eftir leikmönnum Chelsea Þrátt fyrir að hafa nú þegar eytt um 27 milljónum punda í leikmenn er Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham, sagður vera að undirbúa tilboð í Shaun Wright-Phillips og Lassana Diarra. Þeir eru báðir leikmenn Chelsea, en hafa ekki fengið að spila mikið. 30.6.2007 15:17 Heiðar Helguson til W.B.A? Fulham hefur náð samkomulagi við West Bromwich Albion um kaup á framherjanum Diomansy Kamara. Ef að allt gengur í gegn mun Heiðar Helguson ganga til liðs við West Bromwich sem hluti af samningnum, en liðið spilar í næstefstu deild á Englandi. 30.6.2007 15:05 Valur spilar seinni leikinn við Cork City í dag Valur spilar seinni leikinn við Cork City í Intertoto keppninni í dag. Leikurinn fer fram á Írlandi og hefst hann klukkan 18:00. Valur tapaði fyrri leiknum 0-2 á Laugardalsvellinum um síðustu helgi. 30.6.2007 14:42 Massa fyrstur á ráspól Felipe Massa, ökumaður Ferrari í formúlu 1, verður fyrstur á ráspól í Magny-Course á morgun. Massa náði besta tímanum um ráspól í dag, en þetta er í fjórða sinn sem Massa verður fremstur á þessu tímabili. Lewis Hamilton verður annar en naumt var þó á milli Hamilton og Massa þar sem aðeins munaði 0,070 sekúndum á þeim. 30.6.2007 14:29 Forlan til Atletico Madrid Atletico Madrid er búið að tryggja sér þjónustu framherjans Diego Forlan frá Villareal. Talið er að kaupverðið sé í kringum 14 milljónir punda. Samkvæmt heimasíðu Atletico Madrid er Diego Forlan búinn að skrifa undir fjögurra ára samning. 30.6.2007 14:10 Hestamennskan er lífsstíll og baktería sem maður losnar aldrei við Á fallegum sumardegi á Norðfirði er Steinar Gunnarsson lögregluvarðstjóri í Neskaupsstað og yfirhundaþjálfari Ríkislögreglustjóra að undirbúa hestana sína fyrir fjórðungsmótið á Egilsstöðum sem fer fram dagana 27 til 30 júní. Steinar er mikill hestamaður á á nokkra glæsilega gæðinga sem hann lætur Elísabeti Ýr, 13 ára gamalli dóttur sinni eftir að keppa á. 30.6.2007 09:32 Of góður til að sitja á bekknum Fótbolti Helsti sérfræðingur Sky-sjónvarpsstöðvarinnar í enska boltanum, Andy Gray, vill að Eiður Smári yfirgefi herbúðir Barcelona og komi aftur til Englands. Hann segir ekkert vit vera í því fyrir Eið að hanga áfram á Spáni. 30.6.2007 02:45 Semur líklega við Viborg Allar líkur eru á því að Rúrik Gíslason semji við danska úrvalsdeildarfélagið Viborg um helgina. Á heimasíðu félagsins segir stjórnarformaðurinn að líklega verði samið við Rúrik. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Rúriks, sagði við Fréttablaðið í gær að um „alvöru tilboð“ væri að ræða og leiða má líkur að því að Rúrik semji við félagið. 30.6.2007 02:30 Toppliðin unnu Valur og KR halda áfram að stinga af í Landsbankadeild kvenna. Katrín Ómarsdóttir, Hrefna Huld Jóhannesdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu fyrir KR sem vann Stjörnuna 3-2. Ann Marie Heatherson skoraði bæði mörk Stjörnunnar. Þá vann Valur 3-0 sigur á Fjölnisstúlkum þar sem Dóra María Lárusdóttir skoraði tvö mörk og Nína Ósk Kristinsdóttir eitt. 30.6.2007 02:00 Útilokar ekki að koma aftur Sá leikmaður sem þótti skara fram úr í áttundu umferð Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins er Casper Jacobsen, markvörður Breiðabliks. Hann var fenginn til liðsins eftir að Hjörvar Hafliðason meiddist fyrr í sumar og hefur Jacobsen staðið vaktina vel í hans fjarveru. 30.6.2007 01:45 Fjölnir lagði Grindavík Heil umferð var leikin í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Fjölnir lagði Grindavík í toppslag deildarinnar eftir glæsimark frá Tómasi Leifssyni. 29.6.2007 23:01 TBR sigraði í síðasta leik sínum á EM félagsliða TBR sigraði finnska liðið Tapion Sulka í lokaleik sínum í Evrópukeppni félagsliða í badminton sem stendur nú yfir í Hollandi. Fram kemur í tilkynningu að leikurinn hafi verið harður og jafn og endaði hann 4:3 fyrir TBR. Þessi úrslit þýða að TBR varð í þriðja sæti í sínum riðli og 6-9. sæti í keppninni en alls voru þátttökuþjóðirnar 14. 29.6.2007 17:00 United fær atvinnuleyfi fyrir Anderson Manchester United hefur fengið atvinnuleyfi fyrir brasilíska miðjumanninn Anderson sem greiðir leiðina fyrir félagaskiptum hans frá Porto. Fyrri umsókn félagsins um atvinnuleyfi fyrir leikstjórnandann knáa var hafnað á þeim grundvelli að Anderson hefði ekki leikið nógu marga leiki fyrir brasilíska landsliðið eins reglur kveða á um. 29.6.2007 16:48 Abidal fjórði Frakkinn hjá Barcelona Spænska liðið Barcelona, lið Eiðs Smára Guðjohnsen, gekk í dag frá kaupum á franska landsliðsmanninum Eric Abidal frá franska liðinu Lyon. 29.6.2007 14:42 Shell-mót sett í Eyjum í gærkvöld Hið árlega Shellmót ÍBV í knattspyrnu, fyrir 9 og 10 ára drengi, hófst í Vestmannaeyjum í gær. Hátt í eitt þúsund drengir hófu keppni í gærmorgun en vegleg setningarhátíð fór fram í gærkvöldi. 29.6.2007 13:00 Portland valdi Oden í nýliðavali NBA Nýliðavalið í NBA körfuboltanum fór fram í gærkvöldi sem er það sterkasta í mörg ár. Portland Trail Blazers, sem höfðu fyrsta valrétt, veðjuðu á miðherjann Greg Oden sem var valinn besti varnarleikmaðurinn í háskólakörfuboltanum í vetur. Hann er sagður besti stóri maðurinn til að koma inn í NBA deildina síðan Tim Duncan árið 1997. 29.6.2007 12:36 KR og Keflavík fengu norræna mótherja í UEFA-keppninni KR-inga og Keflvíkinga bíður erfitt verkefni í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu eftir að dregið var í fyrstu umferð keppninnar í dag. KR mætir sænska liðinu Häcken og bikarmeistarar Keflavíkur mæta danska liðinu Midtjylland. 29.6.2007 12:16 FH fær HB í undankeppni Meistaradeildar Evrópu FH-ingar fá að kljást við HB frá Færeyjum í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ef þeir vinna það einvígi munu þeir keppa við APOEL frá Kýpur eða BATE frá Hvíta-Rússlandi í annarri umferð undankeppninnar. Fyrri leikurinn fer fram annað hvort 17. eða 18. júlí og síðari leikurinn þann 24. eða 25. sama mánaðar. 29.6.2007 11:56 Newcastle sagt falast eftir Eiði Smára Enskir miðlar greina frá því að Sam Allardyce, nýr knattspyrnustjóri Newcastle, sé nú staddur í Barcelona þar sem hann reyni að tryggja sér starfskrafta Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrirliða íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 29.6.2007 11:51 Darren Bent til Tottenham Darren Bent er kominn til Tottenham fyrir 16,5 milljón punda. Þetta var staðfest í morgun. Bent er 23 ára og hefur spilað fyrir Charlton síðastliðin ár. Hann á tvo landsleiki að baki fyrir England. Bent hafnaði því nýverið að fara til Íslendingafélagsins West Ham. 29.6.2007 10:05 Loksins sigur hjá KR KR-ingar unnu langþráðan sigur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar þeir lögðu Framara 2-1 í Frostaskjóli. Hjálmar Þórarinsson kom Fram yfir í fyrri hálfleik með góðu skoti en Jóhann Þórhallsson jafnaði fyrir KR á 79. mínútu. Þar á undan hafði Stefán Logi Magnússon markvörður KR varið vítaspyrnu frá Hjálmari Þórarinssyni. 28.6.2007 20:56 Tottenham sagt ganga að kröfum Charlton Sky fréttastofan segir að Tottenham hafi nú gengið að kröfum Charlton um kaupverð á framherjanum Darren Bent. Hinn 23 ára gamli landsliðsmaður mun fara í læknisskoðun á morgun og skrifar væntanlega undir samning við Tottenham á morgun. 28.6.2007 18:44 Sharapova í þriðju umferð Rússneska tenniskonan Maria Sharapova vann sannfærandi sigur á frönsku stúlkunni Severine Bremond í annari umferð Wimbledon mótsins í dag 6-0 og 6-3. Sigur Sharapovu var aldrei í hættu í leiknum og fengu þær að sjá sjaldgæft sólskin á mótinu eftir að rigningar höfðu sett strik í reikninginn til þessa. Sharrapova mætir Ai Sugiyama í þriðju umferð, en þær mættust einnig árið 2004 þegar Sharapova vann sigur á mótinu. 28.6.2007 18:37 Frábær árangur hjá skylmingamönnum Íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu í skylmingum hafa nú lokið keppni á mótinu og er árangurinn frábær. Íslenska liðið sigraði í dag í liðakeppni í skylmingum með höggsverði og vann alls til níu gullverðlauna á mótinu. 35 íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu og sigruðu þeir í 8 af 11 flokkum í keppni einstaklinga. 28.6.2007 18:24 Kubica efast um kraftaverkamátt páfa Pólski ökuþórinn Robert Kubica í Formúlu 1 vill ekki meina að það hafi verið hreinræktað kraftaverk þegar hann slapp að mestu ómeiddur úr skelfilegum árekstri í Kanadakappakstrinum fyrr í þessu mánuði. Fréttastofa í Póllandi vill meina að um kraftaverk frá Jóhannesi Páli páfa hafi verið að ræða. 28.6.2007 18:07 Mayweather boðnar 630 milljónir fyrir að mæta Hatton Umboðsmaður breska hnefaleikarans Ricky Hatton hefur boðist til að greiða Floyd Mayweather 630 milljónir króna fyrir að taka hanskana fram á ný og berjast við Hatton. Mayweather hefur látið í það skína að hann sé tilbúinn að berjast við Hatton, en það verður þá ekki ókeypis frekar en annað þegar stærstu nöfnin í hnefaleikunum eru annars vegar. 28.6.2007 16:54 Sissoko framlengir við Liverpool Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko hjá Liverpool hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2011. Malímaðurinn er 22 ára gamall og gekk í raðir Liverpool frá Valencia fyrir rúmar 5 milljónir punda árið 2005. Hann á að baki 71 leik með liðinu en hefur enn ekki náð að skora mark fyrir þá rauðu. 28.6.2007 16:50 Kylfingur í krókódílskjafti Bandarískur kylfingur, Bruce Burger að nafni, var hætt kominn á Lake Venice-vellinum í Flórida á mánudaginn þegar krókódíll réðist á hann við 6. braut vallarins. Krókódíllinn var rúmlega þriggja metra langur og beit í handlegginn á Burger og reyndi að draga hann út í vatnið. 28.6.2007 16:42 Mónakó í viðræðum við Giuly Þjálfari franska liðsins Mónakó segist nú vera í viðræðum við vængmanninn Ludovic Giuly hjá Barcelona og á jafnvel von á að landa honum til síns gamla félags á morgun. Giuly hefur verið hjá Barca í þrú ár en hann lék með Mónakó árin 1997-2004. "Ludo er stórt nafn í Mónakó og ég veit að allir vilja fá hann heim aftur," sagði Ricardo þjálfari liðsins. 28.6.2007 16:17 Getafe: Schuster er ekki að taka við af Capello Forráðamenn Getafe á Spáni gáfu út yfirlýsingu í dag þar sem félagið neitar því að Bernd Schuster sé eftirmaður Fabio Capello hjá Real Madrid. Capello var rekinn frá Real í dag og því hefur verið haldið fram lengi að Schuster taki við af honum. Hann er hinsvegar samningsbundinn Getafe út næstu leiktíð. 28.6.2007 16:09 Valdimar Þórsson í Fram Framarar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í DHL-deild karla næsta vetur. Á blaðamannafundi nú klukkan 16 tilkynnti handknattleiksdeild félagsins að hún hefði gert tveggja ára samning við Valdimar Þórsson, fyrrum leikmann HK. Valdimar hefur verið einn af betri leikmönnum Íslandsmótsins undanfarin ár og skoraði 162 mörk í 21 leik fyrir HK í vetur. 28.6.2007 16:00 Forráðamenn Wimbledon sjá rautt Wimbledon mótið í tennis er frekar íhaldsöm keppni og það sannaðist í dag þegar franska stúlkan Tatiana Golovin þurfti miklar málalengingar við dómara til að fá að klæðast rauðum nærfötum á mótinu. Keppendur eru beðnir að klæðast aðeins hvítu á mótinu og fór það fyrir brjóstið á mótshöldurum að sjá Tatiönu flagga rauðum nærbuxum undir annars hvítum klæðnaði sínum. 28.6.2007 15:55 Sjá næstu 50 fréttir
Reyes áfram hjá Real Madrid? Real Madrid hefur gefið það í skyn að félagið ætli sé að halda Jose Antonio Reyes hjá liðinu. Búist var við að félagið ætlaði ekki að kaupa leikmanninn þar sem að hann náði ekki að vinna sé inn sæti í byrjunarliðinu, en hann er í láni hjá Madrid frá Arsenal. 30.6.2007 21:24
Úrslit dagsins á Íslandi Þrír leikir voru spilaðir í 2. deild karla í dag. ÍH tapaði 0-2 fyrir Völsungi á heimavelli, Magni tapaði 1-3 fyrir Hetti á heimavelli og ÍR sigraði KS/Leiftur á ÍR vellinum. Í þriðju deild karla beið BÍ/Bolungarvík lægri hlut fyrir Kára á Akranesvelli, 3-0. 30.6.2007 20:54
Perry skaust í efsta sæti á Buick mótinu Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry lék annan hringinn á Buick Open í Michigan í gær á 63 höggum og deilir nú efsta sæti með Jim Furyk og Brett Ougley. Þeir eru allir á samtals 10 höggum undir pari, en þrír kylfingar eru einu höggi á eftir. 30.6.2007 20:22
Tveir leikir í Copa America í kvöld Tveir leikir fara fram í kvöld í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Bólivía mætir Úrúgvæ og Venesúela mætir Perú. Þessi lið eru í A-riðli. Perú eru efstir í riðlinum með 3 stig eftir einn leik. 30.6.2007 20:13
Valur úr leik Valur er úr leik í Intertoto keppninni þrátt fyrir að hafa sigrað Cork City á útivelli í dag, 0-1. Cork City sigraði Val á Laugardalsvellinum um síðustu helg og því enduðu leikar samanlagt 2-1. Helgi Sigurðsson skoraði markið á 20. mínútu. 30.6.2007 19:56
Real Madrid á eftir Robben Real Madrid hefur staðfest það að félagið hafi áhuga á að kaupa hollendinginn Arjen Robben frá Chelsea. Robben hefur sterklega verið orðaður við Spánarmeistarana síðustu viku. 30.6.2007 19:44
Valur yfir í hálfleik Helgi Sigurðsson er búinn að skora fyrir Val í síðari leik liðsins gegn Cork City í Intertoto keppninni. Valur tapaði 0-2 í fyrri leik liðanna sem átti sér stað í Laugardalsvellinum um síðustu helgi. Markið kom á 20 mínútu, en nú er komið hlé. 30.6.2007 18:55
Eygló bætir meyjamet í 200m baksundi Á heimasíðu Sundsambands Íslands kemur fram að Eygló Ósk Gústafsdóttir úr sundfélaginu Ægir hafi í dag stórbætt meyjamet í 200m baksundi. 30.6.2007 18:26
Rúrik að yfirgefa Charlton Rúrik Gíslason er hugsanlega á leiðinni til danska liðsins Viborg en hann hefur verið þar til æfinga í viku. Rúrik hefur verið samningsbundinn Charlton síðustu ár, en Charlton sagði í tilkynningu að félagið ætlaði að losa sig við átta leikmenn í sumar, þar á meðal Rúrik. 30.6.2007 17:17
Soutgate vill fá Grétar Rafn Gareth Southgate, framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough, hefur staðfest áhuga sinn á íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni. Southgate er að leita að hægri bakverði þar sem Abel Xavier og Stuart Parnaby eru farnir frá félaginu og Tony McMahon er meiddur. 30.6.2007 16:50
Hansen leiðir Opna franska Þegar þremur hringjum er lokið á Opna franska mótinu í golfi er Søren Hansen með bestan árangur. Hansen hefur farið hringina á sjö undir pari. Simon Khan kemur næstur með sex undir pari. 30.6.2007 16:31
Þjófnaður úr búningsherbergjum skekur tennisheiminn Þjófar sem stunda það að laumast inn í búningsherbergi tennisspilara herja nú á Wimbledon mótið. Sá fyrsti sem var rændur á Wimbledon mótinu var Albert Costa, sem eitt sinn sigraði Franska opna meistaramótið. Tösku sem innihélt óuppgefna upphæð af evrum og dollurum var rænt af Costa. 30.6.2007 16:19
Rigning hefur áhrif í Wimbledon Keppni var frestað í dag á Wimbledon mótinu í tennis vegna mikillar rigningar. Aðeins náðist að leika tennis í 75 mínútur áður en keppnin var flautuð af. 30.6.2007 15:44
Martin Jol á eftir leikmönnum Chelsea Þrátt fyrir að hafa nú þegar eytt um 27 milljónum punda í leikmenn er Martin Jol, framkvæmdastjóri Tottenham, sagður vera að undirbúa tilboð í Shaun Wright-Phillips og Lassana Diarra. Þeir eru báðir leikmenn Chelsea, en hafa ekki fengið að spila mikið. 30.6.2007 15:17
Heiðar Helguson til W.B.A? Fulham hefur náð samkomulagi við West Bromwich Albion um kaup á framherjanum Diomansy Kamara. Ef að allt gengur í gegn mun Heiðar Helguson ganga til liðs við West Bromwich sem hluti af samningnum, en liðið spilar í næstefstu deild á Englandi. 30.6.2007 15:05
Valur spilar seinni leikinn við Cork City í dag Valur spilar seinni leikinn við Cork City í Intertoto keppninni í dag. Leikurinn fer fram á Írlandi og hefst hann klukkan 18:00. Valur tapaði fyrri leiknum 0-2 á Laugardalsvellinum um síðustu helgi. 30.6.2007 14:42
Massa fyrstur á ráspól Felipe Massa, ökumaður Ferrari í formúlu 1, verður fyrstur á ráspól í Magny-Course á morgun. Massa náði besta tímanum um ráspól í dag, en þetta er í fjórða sinn sem Massa verður fremstur á þessu tímabili. Lewis Hamilton verður annar en naumt var þó á milli Hamilton og Massa þar sem aðeins munaði 0,070 sekúndum á þeim. 30.6.2007 14:29
Forlan til Atletico Madrid Atletico Madrid er búið að tryggja sér þjónustu framherjans Diego Forlan frá Villareal. Talið er að kaupverðið sé í kringum 14 milljónir punda. Samkvæmt heimasíðu Atletico Madrid er Diego Forlan búinn að skrifa undir fjögurra ára samning. 30.6.2007 14:10
Hestamennskan er lífsstíll og baktería sem maður losnar aldrei við Á fallegum sumardegi á Norðfirði er Steinar Gunnarsson lögregluvarðstjóri í Neskaupsstað og yfirhundaþjálfari Ríkislögreglustjóra að undirbúa hestana sína fyrir fjórðungsmótið á Egilsstöðum sem fer fram dagana 27 til 30 júní. Steinar er mikill hestamaður á á nokkra glæsilega gæðinga sem hann lætur Elísabeti Ýr, 13 ára gamalli dóttur sinni eftir að keppa á. 30.6.2007 09:32
Of góður til að sitja á bekknum Fótbolti Helsti sérfræðingur Sky-sjónvarpsstöðvarinnar í enska boltanum, Andy Gray, vill að Eiður Smári yfirgefi herbúðir Barcelona og komi aftur til Englands. Hann segir ekkert vit vera í því fyrir Eið að hanga áfram á Spáni. 30.6.2007 02:45
Semur líklega við Viborg Allar líkur eru á því að Rúrik Gíslason semji við danska úrvalsdeildarfélagið Viborg um helgina. Á heimasíðu félagsins segir stjórnarformaðurinn að líklega verði samið við Rúrik. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Rúriks, sagði við Fréttablaðið í gær að um „alvöru tilboð“ væri að ræða og leiða má líkur að því að Rúrik semji við félagið. 30.6.2007 02:30
Toppliðin unnu Valur og KR halda áfram að stinga af í Landsbankadeild kvenna. Katrín Ómarsdóttir, Hrefna Huld Jóhannesdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu fyrir KR sem vann Stjörnuna 3-2. Ann Marie Heatherson skoraði bæði mörk Stjörnunnar. Þá vann Valur 3-0 sigur á Fjölnisstúlkum þar sem Dóra María Lárusdóttir skoraði tvö mörk og Nína Ósk Kristinsdóttir eitt. 30.6.2007 02:00
Útilokar ekki að koma aftur Sá leikmaður sem þótti skara fram úr í áttundu umferð Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins er Casper Jacobsen, markvörður Breiðabliks. Hann var fenginn til liðsins eftir að Hjörvar Hafliðason meiddist fyrr í sumar og hefur Jacobsen staðið vaktina vel í hans fjarveru. 30.6.2007 01:45
Fjölnir lagði Grindavík Heil umferð var leikin í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Fjölnir lagði Grindavík í toppslag deildarinnar eftir glæsimark frá Tómasi Leifssyni. 29.6.2007 23:01
TBR sigraði í síðasta leik sínum á EM félagsliða TBR sigraði finnska liðið Tapion Sulka í lokaleik sínum í Evrópukeppni félagsliða í badminton sem stendur nú yfir í Hollandi. Fram kemur í tilkynningu að leikurinn hafi verið harður og jafn og endaði hann 4:3 fyrir TBR. Þessi úrslit þýða að TBR varð í þriðja sæti í sínum riðli og 6-9. sæti í keppninni en alls voru þátttökuþjóðirnar 14. 29.6.2007 17:00
United fær atvinnuleyfi fyrir Anderson Manchester United hefur fengið atvinnuleyfi fyrir brasilíska miðjumanninn Anderson sem greiðir leiðina fyrir félagaskiptum hans frá Porto. Fyrri umsókn félagsins um atvinnuleyfi fyrir leikstjórnandann knáa var hafnað á þeim grundvelli að Anderson hefði ekki leikið nógu marga leiki fyrir brasilíska landsliðið eins reglur kveða á um. 29.6.2007 16:48
Abidal fjórði Frakkinn hjá Barcelona Spænska liðið Barcelona, lið Eiðs Smára Guðjohnsen, gekk í dag frá kaupum á franska landsliðsmanninum Eric Abidal frá franska liðinu Lyon. 29.6.2007 14:42
Shell-mót sett í Eyjum í gærkvöld Hið árlega Shellmót ÍBV í knattspyrnu, fyrir 9 og 10 ára drengi, hófst í Vestmannaeyjum í gær. Hátt í eitt þúsund drengir hófu keppni í gærmorgun en vegleg setningarhátíð fór fram í gærkvöldi. 29.6.2007 13:00
Portland valdi Oden í nýliðavali NBA Nýliðavalið í NBA körfuboltanum fór fram í gærkvöldi sem er það sterkasta í mörg ár. Portland Trail Blazers, sem höfðu fyrsta valrétt, veðjuðu á miðherjann Greg Oden sem var valinn besti varnarleikmaðurinn í háskólakörfuboltanum í vetur. Hann er sagður besti stóri maðurinn til að koma inn í NBA deildina síðan Tim Duncan árið 1997. 29.6.2007 12:36
KR og Keflavík fengu norræna mótherja í UEFA-keppninni KR-inga og Keflvíkinga bíður erfitt verkefni í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu eftir að dregið var í fyrstu umferð keppninnar í dag. KR mætir sænska liðinu Häcken og bikarmeistarar Keflavíkur mæta danska liðinu Midtjylland. 29.6.2007 12:16
FH fær HB í undankeppni Meistaradeildar Evrópu FH-ingar fá að kljást við HB frá Færeyjum í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ef þeir vinna það einvígi munu þeir keppa við APOEL frá Kýpur eða BATE frá Hvíta-Rússlandi í annarri umferð undankeppninnar. Fyrri leikurinn fer fram annað hvort 17. eða 18. júlí og síðari leikurinn þann 24. eða 25. sama mánaðar. 29.6.2007 11:56
Newcastle sagt falast eftir Eiði Smára Enskir miðlar greina frá því að Sam Allardyce, nýr knattspyrnustjóri Newcastle, sé nú staddur í Barcelona þar sem hann reyni að tryggja sér starfskrafta Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrirliða íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 29.6.2007 11:51
Darren Bent til Tottenham Darren Bent er kominn til Tottenham fyrir 16,5 milljón punda. Þetta var staðfest í morgun. Bent er 23 ára og hefur spilað fyrir Charlton síðastliðin ár. Hann á tvo landsleiki að baki fyrir England. Bent hafnaði því nýverið að fara til Íslendingafélagsins West Ham. 29.6.2007 10:05
Loksins sigur hjá KR KR-ingar unnu langþráðan sigur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar þeir lögðu Framara 2-1 í Frostaskjóli. Hjálmar Þórarinsson kom Fram yfir í fyrri hálfleik með góðu skoti en Jóhann Þórhallsson jafnaði fyrir KR á 79. mínútu. Þar á undan hafði Stefán Logi Magnússon markvörður KR varið vítaspyrnu frá Hjálmari Þórarinssyni. 28.6.2007 20:56
Tottenham sagt ganga að kröfum Charlton Sky fréttastofan segir að Tottenham hafi nú gengið að kröfum Charlton um kaupverð á framherjanum Darren Bent. Hinn 23 ára gamli landsliðsmaður mun fara í læknisskoðun á morgun og skrifar væntanlega undir samning við Tottenham á morgun. 28.6.2007 18:44
Sharapova í þriðju umferð Rússneska tenniskonan Maria Sharapova vann sannfærandi sigur á frönsku stúlkunni Severine Bremond í annari umferð Wimbledon mótsins í dag 6-0 og 6-3. Sigur Sharapovu var aldrei í hættu í leiknum og fengu þær að sjá sjaldgæft sólskin á mótinu eftir að rigningar höfðu sett strik í reikninginn til þessa. Sharrapova mætir Ai Sugiyama í þriðju umferð, en þær mættust einnig árið 2004 þegar Sharapova vann sigur á mótinu. 28.6.2007 18:37
Frábær árangur hjá skylmingamönnum Íslensku keppendurnir á Norðurlandamótinu í skylmingum hafa nú lokið keppni á mótinu og er árangurinn frábær. Íslenska liðið sigraði í dag í liðakeppni í skylmingum með höggsverði og vann alls til níu gullverðlauna á mótinu. 35 íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu og sigruðu þeir í 8 af 11 flokkum í keppni einstaklinga. 28.6.2007 18:24
Kubica efast um kraftaverkamátt páfa Pólski ökuþórinn Robert Kubica í Formúlu 1 vill ekki meina að það hafi verið hreinræktað kraftaverk þegar hann slapp að mestu ómeiddur úr skelfilegum árekstri í Kanadakappakstrinum fyrr í þessu mánuði. Fréttastofa í Póllandi vill meina að um kraftaverk frá Jóhannesi Páli páfa hafi verið að ræða. 28.6.2007 18:07
Mayweather boðnar 630 milljónir fyrir að mæta Hatton Umboðsmaður breska hnefaleikarans Ricky Hatton hefur boðist til að greiða Floyd Mayweather 630 milljónir króna fyrir að taka hanskana fram á ný og berjast við Hatton. Mayweather hefur látið í það skína að hann sé tilbúinn að berjast við Hatton, en það verður þá ekki ókeypis frekar en annað þegar stærstu nöfnin í hnefaleikunum eru annars vegar. 28.6.2007 16:54
Sissoko framlengir við Liverpool Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko hjá Liverpool hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2011. Malímaðurinn er 22 ára gamall og gekk í raðir Liverpool frá Valencia fyrir rúmar 5 milljónir punda árið 2005. Hann á að baki 71 leik með liðinu en hefur enn ekki náð að skora mark fyrir þá rauðu. 28.6.2007 16:50
Kylfingur í krókódílskjafti Bandarískur kylfingur, Bruce Burger að nafni, var hætt kominn á Lake Venice-vellinum í Flórida á mánudaginn þegar krókódíll réðist á hann við 6. braut vallarins. Krókódíllinn var rúmlega þriggja metra langur og beit í handlegginn á Burger og reyndi að draga hann út í vatnið. 28.6.2007 16:42
Mónakó í viðræðum við Giuly Þjálfari franska liðsins Mónakó segist nú vera í viðræðum við vængmanninn Ludovic Giuly hjá Barcelona og á jafnvel von á að landa honum til síns gamla félags á morgun. Giuly hefur verið hjá Barca í þrú ár en hann lék með Mónakó árin 1997-2004. "Ludo er stórt nafn í Mónakó og ég veit að allir vilja fá hann heim aftur," sagði Ricardo þjálfari liðsins. 28.6.2007 16:17
Getafe: Schuster er ekki að taka við af Capello Forráðamenn Getafe á Spáni gáfu út yfirlýsingu í dag þar sem félagið neitar því að Bernd Schuster sé eftirmaður Fabio Capello hjá Real Madrid. Capello var rekinn frá Real í dag og því hefur verið haldið fram lengi að Schuster taki við af honum. Hann er hinsvegar samningsbundinn Getafe út næstu leiktíð. 28.6.2007 16:09
Valdimar Þórsson í Fram Framarar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í DHL-deild karla næsta vetur. Á blaðamannafundi nú klukkan 16 tilkynnti handknattleiksdeild félagsins að hún hefði gert tveggja ára samning við Valdimar Þórsson, fyrrum leikmann HK. Valdimar hefur verið einn af betri leikmönnum Íslandsmótsins undanfarin ár og skoraði 162 mörk í 21 leik fyrir HK í vetur. 28.6.2007 16:00
Forráðamenn Wimbledon sjá rautt Wimbledon mótið í tennis er frekar íhaldsöm keppni og það sannaðist í dag þegar franska stúlkan Tatiana Golovin þurfti miklar málalengingar við dómara til að fá að klæðast rauðum nærfötum á mótinu. Keppendur eru beðnir að klæðast aðeins hvítu á mótinu og fór það fyrir brjóstið á mótshöldurum að sjá Tatiönu flagga rauðum nærbuxum undir annars hvítum klæðnaði sínum. 28.6.2007 15:55