Fleiri fréttir Gareth Bale semur við Tottenham Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham gekk í gærkvöld frá kaupum á velska landsliðsmanninum Gareth Bale frá Southampton fyrir 5 milljónir punda, en upphæðin gæti farið upp í allt að 10 milljónir. Bale er aðeins 17 ára gamall vinstri bakvörður og hefur verið eftirsóttur af stóru liðunum á Englandi um nokkurt skeið. 26.5.2007 13:56 Bíður eftir kalli frá Man. City Sven-Göran Eriksson bíður eftir símtali frá Manchester City og segist hafa mikinn hug á því að taka við stjórastöðunni hjá félaginu. City er í leit að nýjum stjóra eftir að hafa rekið Stuart Pearce og ku Eriksson vera ofarlega á óskalistanum. 26.5.2007 12:30 Kaka vill koma til Real Madrid Robinho vonast eftir því að Kaka gangi til liðs við félag sitt, Real Madrid, í sumar. Eftir að AC Milan varð Evrópumeistari í vikunni ganga sögurnar fjöllunum hærra um að Kaka vilji færa sig um set frá Ítalíu en Real hefur lengi haft augastað á þessum magnaða leikmanni. 26.5.2007 12:00 Houllier hættur hjá Lyon Sagt var frá því í gær að Gerard Houllier væri hættur að þjálfa franska meistaraliðið Lyon. 26.5.2007 11:15 Pálína farin í Keflavík Besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna síðustu þrjú ár er farin frá Haukum og hefur því meistaraliðið misst báða fyrirliða sína fyrir næsta vetur. 26.5.2007 11:00 Benayoun framlengir Ísraelinn Yossi Benayoun hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið West Ham til ársins 2012. Félagið er í eigu Íslendinga sem kunnugt er. 26.5.2007 10:45 Samdi við tvo Króata í gær ÍA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir átökin í Landsbankadeildinni í sumar, en tveir Króatar skrifuðu undir samninga við félagið í gær sem gilda út tímabilið. Í kjölfarið mættu þeir á sína fyrstu æfingu en þeir eru þegar komnir með leikheimild og geta því spilað með ÍA gegn Fylki á mánudaginn. 26.5.2007 10:30 Yrði draumur að spila með Bristol Kjartan Henry Finnbogason vonast til þess að ganga til liðs við nýliða Bristol City í Championship-deildinni í Englandi. „Bristol City er búið að hafa samband og vill sjá meira af mér. Mér líst rosalega vel á það. Championship-deildin heillar auðvitað mjög mikið, 20.000 manns á hverjum leik og það væri draumur að spila þar. 26.5.2007 10:00 Ætlum að ná FH Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörk Vals í 2-1 sigri á KR í fyrrakvöld. Hann er leikmaður þriðju umferðar Landsbankadeildarinnar að mati Fréttablaðsins. 26.5.2007 09:00 Atli Guðmundsson og Hrammur standa efstir eftir forkeppni Atli Guðmundsson og Hrammur frá Holtsmúla standa efstir eftir forkeppni í A flokki á Gæðingmóti Fáks og Lýsis sem fram fór í dag. Í öðru og þriðja sæti stendur Sigurður V. Matthíhasson með Klett frá Hvammi í öðru sæti og Örnu frá Varmadal í þriðja sæti. Meðfylgjandi eru úrslit dagsins 26.5.2007 08:42 Verður Beckham valinn? Steve McClaren mun í dag kynna landsliðshópinn enska sem mætir brasilíska landsliðinu í æfingaleik á Wembley, sem og Eistlandi í undankeppni EM 2008. 26.5.2007 12:00 Valsstúlkur burstuðu ÍR Valur bar sigurorð af ÍR í Landsbankadeild kvenna með sex mörkum gegn engu í kvöld. KR marði sigur á Fjölni 1-0 og Stjarnan sigraði Keflavík 3-1 á Stjörnuvelli. 25.5.2007 21:46 Yfirlitssýningu l lokið í Hafnafirði Yfirlitssýningu var að ljúka fyrir stundu í Hafnafirði og var ekki mikið um flugeldasýningar. Þokki frá Kýrholti var með 8.73 fyrir yfirlit og átti hann ekki góðan dag í dag og hækkaði hann ekki eftir yfirlitssýningu. Hruni frá Breiðumörk 2 hækkaði fyrir brokk og Illingur frá Tóftum hækkaði fyrir vilja og geðslag og Tjörfi frá Sunnuhvoli hækkaði fyrir skeið. 25.5.2007 21:37 Blikastúlkur sigruðu á Akureyri Breiðablik bar sigur úr býtum á Akureyri í kvöld í Landsbankadeild kvenna með því að leggja Þór/KA með þremur mörkum gegn tveimur. 25.5.2007 20:43 Breiðablik með forystu á Akureyri Fjórir leikir eru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Þór/Ka taka á móti Breiðabliki á Akureyrarvelli og hófust leikar klukkan 18:15. Staðan í leiknum er 1-2 fyrir Breiðablik. 25.5.2007 19:43 Bjarne Riis viðurkennir lyfjanotkun Danski hjólreiðakappinn Bjarne Riis viðurkenndi í dag að hann hefði notað stera þegar hann sigraði í þekktustu hjólreiðakeppni heims Tour de France, árið 1996. Hann er fyrstur hjólreiðakappa til þess að viðurkenna það. 25.5.2007 16:16 Erikssonn hefur áhuga á að stjórna Manchester City Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, hefur boðist til að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City sem rak Stuart Pearce úr stóli knattspyrnustjóra í lok nýliðins tímabils. 25.5.2007 15:47 Houllier að hætta með Lyon Gerard Houllier hyggst hætta sem knattspyrnustjóri franska liðsins Lyon. Frá þessu er greint í erlendum miðlum og sagt að hann hafi þegar greint leikmönnum liðsins frá þessu. Boðað hefur verið til blaðamannafunda í kvöld vegna málsins. 25.5.2007 15:34 Æfingaleikir hjá blaklandsliðunum um helgina Bæði karla- og kvennalandslið Íslands í blaki leika um helgina æfingaleiki við breskt félagslið en það er liður í undirbúningi þeirra fyrir smáþjóðaleikana í sumar. 25.5.2007 14:15 Stefán Már og Sigmundur í hópi efstu manna í Austurríki Stefán Már Stefánsson, kylfingur úr GR, lék frábærlega á Opna austurríska áhugamannamótinu í golfi í dag en hann lék hringinn á 68 höggum, fjórum höggum undir pari. Eftir því sem fram kemur á vefnum kylfingur.is er Stefán á einu höggi undir pari líkt og Sigmundur Einar Másson úr GKG sem á titil að verja á mótinu. 25.5.2007 13:21 Dennis: Alonso og Hamilton eru bestu félagar Ron Dennis, liðsstjóri McLaren-Mercedes, segir sögusagnir um að ósætti sé á milli Fernando Alsono, núverandi heimsmeistara, og nýliðans Lewis Hamilton, sem nú leiðir keppni ökuþóra, algjöra vitleysu. 25.5.2007 11:58 Slúðrið í enska boltanum í dag Á hverjum degi segja ensku blöðin fjöldan allan af leikmönnum vera við það að skipta um lið. Breska ríkisútvarpið, BBC, safnar helstu sögunum saman á morgni hverjum og má sjá orðrómana hér. Þeirra á meðal er einn um að Eiður Smári Guðjohnsen sé á óskalista nýliða Sunderland. 25.5.2007 11:06 Um stöðu hesthúsmála hjá Gusti - hugleiðingar félagsmanns Hvað er að frétta? Ég undirritaður er einn þeirra sem eiga (eða áttu) hlut í hesthúsi í Glaðheimum, félagssvæði Hestamanafélagsins Gusts í Kópavogi. Líkt og flestir aðrir eigendur hesthúsa í Glaðheimum hef ég selt Kópavogsbæ hesthúseign mína og þá í trausti þess að við afhendingu eignarinnar muni ég geta flutt í nýtt hesthús sem byggt yrði á nýju svæði Gusts á Kjóavöllum. 25.5.2007 10:42 Benitez fær fé til að freista Owen Enn er talað um að Michael Owen fari aftur til Liverpool. Nýjir eigendur félagsins, þeir George Gillett og Tom Hicks, hafa sagt að Benitez fái þann pening sem hann telur sig þurfa á að halda. Og spurðir um Owen sögðu þeir hann vissulega frábæran leikmann en Benitez réði ferðinni í leikmannakaupum. 25.5.2007 10:32 McClaren segir Beckham eiga möguleika Landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, Steve McClaren, hefur neitað að slá á vangaveltur fjölmiðla um hvort David Beckham, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, verði valin í liðið á ný. 25.5.2007 10:17 Groundhog Day í Detroit Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. 25.5.2007 09:56 FH burstaði HK - KR og ÍA á botninum FH-ingar eru enn með fullt hús stiga þegar þriðja umferðin í Landsbankadeildinni er langt komin. FH burstaði nýliða HK 4-0 í Hafnarfirði í kvöld, Breiðablik og Keflavík skildu jöfn 2-2 í Kópavogi, líkt og ÍA og Fram á Skaganum og þá unnu Fylkismenn 1-0 sigur á Víkingi í Fossvogi. KR hefur aðeins eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar eftir 2-1 tap fyrir Val á Laugardalsvelli. 24.5.2007 19:32 Annar leikur Detroit og Cleveland í beinni í kvöld Annar leikur Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Detroit vann mjög nauman sigur í fyrsta leiknum og Cleveland mun í kvöld freista þess að stela heimavallarréttinum með sigri. Næstu tveir leikir fara fram í Cleveland og verða einnig sýndir beint á Sýn. Á laugardagskvöldið verður svo sýnt beint frá þriðja leik Utah og San Antonio. 24.5.2007 19:07 Heil umferð í Landsbankadeildinni í kvöld Það verður mikið fjör í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Þá fer fram þriðja umferð deildarinnar með fimm leikjum og aðalleikur kvöldsins verður slagur Reykjavíkurliðanna Vals og KR á Laugardalsvellinum. Fylgst verður með gangi mála í leikjunum hér á Vísi í kvöld. 24.5.2007 18:55 Alfreð velur hópinn fyrir Serbaleikina Alfreð Gíslason, þjálfari A-landsliðs karla í handbolta, valdi í dag 17 manna landsliðshóp sinn fyrir umspilsleikina gegn Serbum sem fram fara dagana 9. og 17. júní í sumar, en þessi hópur spilar einnig tvo æfingaleiki við Tékka í upphafi næsta mánaðar. Hópurinn er hér fyrir neðan. 24.5.2007 16:31 Ásthildur í hópnum gegn Grikkjum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2009 sem mætir Grikkjum ytra þann 31. maí. Þar ber hæst að Ásthildur Helgadóttir kemur inn í landsliðshópinn á ný, en systir hennar Þóra gaf ekki kost á sér í þetta sinn vegna anna í vinnu. 24.5.2007 16:21 Klúður í Aþenu Knattspyrnusamband Evrópu er ekki ánægt með viðbrögð stuðningsmanna Liverpool í Aþenu í gær þegar til átaka kom fyrir utan Ólympíuleikvanginn þar sem úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fór fram. Nokkrir stuðningsmenn Liverpool sem voru með miða á leikinn þurftu frá að hverfa. 24.5.2007 14:32 Owen í byrjunarliði B-liðs Englendinga Michael Owen mun á morgun spila sinn fyrsta landsleik fyrir Englendinga síðan á HM í fyrrasumar þegar hann verður í byrjunarliði B-liðsins sem mætir Albönum. Owen verður í framlínunni ásamt Alan Smith frá Manchester United en auk þeirra eru í liðinu nokkrir leikmenn sem ekki hafa átt fast sæti í A-landsliðinu. 24.5.2007 14:16 Baptista fer aftur til Real Arsenal ákvað í dag að nýta sér ekki kauprétt sinn á Julio Baptista og senda hann aftur til Real Madrid. Brasilíumaðurinn, sem er 25 ára, skoraði 10 mörk í 35 leikjum en þar af voru aðeins þrjú mörk í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Baptista kom til Arsenal á lánssamning og Jose Antonio Reyes fór frá Arsenal til Real Madrid í staðinn.Spænsku leiktíðinni er ekki enn lokið og engin ákvörðun hefur því verið tekin varðandi Reyes. 24.5.2007 12:01 Muntari á leið til Portsmouth Ítalska félagið Udinese hefur staðfest að miðjumaðurinn Sulley Muntari er farinn til Englands til þess að binda endahnútinn á félagaskipti til Portsmouth. 24.5.2007 11:40 Slúðrið í enska í dag Margt á sér stað í enska boltanum þó svo hann rúlli ekki um þessar mundir. Hérna má sjá það helsta sem er að gerast í dag og breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman. 24.5.2007 10:46 Einnar milljónar sekt vegna lyfjamála Alþjóðaólympíunefndin sektaði í dag austurrísku ólympíunefndina um eina milljón dollara vegna lyfjahneykslis austurrískra íþróttamanna á vetrarólympíuleikunum í Túrín í fyrra. Nefndin bannaði einnig sex íþróttamönnum sambandsins að taka þátt í ólympíuleikum framvegis. 24.5.2007 08:15 Brautskráning á Hólum Laugardaginn 26. maí verður fyrsta brautskráningin úr Hólaskóla – Háskólanum á Hólum eftir að ný lög um háskólann voru samþykkt. kl. 13 Reiðsýning reiðkennaranema á skeiðvellinum kl. 14 Brautskráning - athöfnin verður í Þráarhöll Brautskráðir verða nemar úr hrossaræktardeild: 24.5.2007 14:26 Opin gæðingakeppni Mána og Sparisjóðsins. Gæðingakeppni Mána verður haldin dagana 2. og 3. júní á Mánagrund. Keppt verður í : Teymingaflokki Polla, Pollaflokki, Barnaflokki, Unglingaflokki, Ungmennaflokki, A-flokki og B-flokki áhugamanna, A-flokki og B-flokki (opinn). 24.5.2007 14:24 AC Milan er Evrópumeistari 2007 AC Milan frá Ítalíu fagnaði í kvöld sigri í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Aþenu í Grikklandi. Markahrókurinn Pippo Inzaghi kom Milan á bragðið á lokaandartökum fyrri hálfleiks þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið. 23.5.2007 20:34 Gerrard: Ég er í rusli Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sagði að tilfinningar sínar eftir tapið gegn Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld væru algjör andstæða þeirra sem hann upplifði þegar Liverpool lyfti bikarnum árið 2005. 23.5.2007 21:27 Benitez: Við töpuðum fyrir frábæru liði Rafa Benitez var að vonum súr í bragði eftir að hans menn í Liverpool töpuðu fyrir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. "Við töpuðum gegn hágæða knattspyrnuliði með frábæra leikmenn innanborðs. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik en fengum á okkur klaufalegt mark. Eftir það urðum við að pressa hærra á vellinum og þeir höfðu getu til að refsa okkur. Maður verður að nýta öll færi sem maður fær í svona leik," sagði Benitez. 23.5.2007 21:21 Kuyt: Þeir voru heppnir Dirk Kuyt skoraði mark Liverpool í kvöld þegar liðið lá 2-1 fyrir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. "Þeir voru heppnir en við höfðum á sama hátt ekki heppnina með okkur. Við vorum betri í fyrri hálfleik en þeir voru stálheppnir að skora markið í fyrri hálfleiknum. Við fengum nokkur sæmileg færi en höfðum ekki heppnina með okkur í kvöld - lukkan var á bandi Milan að þessu sinni," sagði Kuyt í samtali við Sky. 23.5.2007 21:03 Seedorf: Stoltur af liðinu Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hjá AC Milan vann í kvöld sinn fjórða sigur á ferlinum í Meistaradeildinni. Hann sagðist stoltur af því að vera partur af frábæru liði eins og Milan. 23.5.2007 21:46 Rúnar Kristinsson mætti á æfingu hjá KR í kvöld Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kristinsson er kominn aftur heim eftir langa veru í atvinnumennskunni erlendis og í kvöld mætti hann á sína fyrstu æfingu með KR. Guðjón Guðmundsson hitti Rúnar að máli í kvöld, en hann verður líklega í leikmannahópi KR gegn Val annað kvöld. 23.5.2007 21:45 Sjá næstu 50 fréttir
Gareth Bale semur við Tottenham Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham gekk í gærkvöld frá kaupum á velska landsliðsmanninum Gareth Bale frá Southampton fyrir 5 milljónir punda, en upphæðin gæti farið upp í allt að 10 milljónir. Bale er aðeins 17 ára gamall vinstri bakvörður og hefur verið eftirsóttur af stóru liðunum á Englandi um nokkurt skeið. 26.5.2007 13:56
Bíður eftir kalli frá Man. City Sven-Göran Eriksson bíður eftir símtali frá Manchester City og segist hafa mikinn hug á því að taka við stjórastöðunni hjá félaginu. City er í leit að nýjum stjóra eftir að hafa rekið Stuart Pearce og ku Eriksson vera ofarlega á óskalistanum. 26.5.2007 12:30
Kaka vill koma til Real Madrid Robinho vonast eftir því að Kaka gangi til liðs við félag sitt, Real Madrid, í sumar. Eftir að AC Milan varð Evrópumeistari í vikunni ganga sögurnar fjöllunum hærra um að Kaka vilji færa sig um set frá Ítalíu en Real hefur lengi haft augastað á þessum magnaða leikmanni. 26.5.2007 12:00
Houllier hættur hjá Lyon Sagt var frá því í gær að Gerard Houllier væri hættur að þjálfa franska meistaraliðið Lyon. 26.5.2007 11:15
Pálína farin í Keflavík Besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna síðustu þrjú ár er farin frá Haukum og hefur því meistaraliðið misst báða fyrirliða sína fyrir næsta vetur. 26.5.2007 11:00
Benayoun framlengir Ísraelinn Yossi Benayoun hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið West Ham til ársins 2012. Félagið er í eigu Íslendinga sem kunnugt er. 26.5.2007 10:45
Samdi við tvo Króata í gær ÍA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir átökin í Landsbankadeildinni í sumar, en tveir Króatar skrifuðu undir samninga við félagið í gær sem gilda út tímabilið. Í kjölfarið mættu þeir á sína fyrstu æfingu en þeir eru þegar komnir með leikheimild og geta því spilað með ÍA gegn Fylki á mánudaginn. 26.5.2007 10:30
Yrði draumur að spila með Bristol Kjartan Henry Finnbogason vonast til þess að ganga til liðs við nýliða Bristol City í Championship-deildinni í Englandi. „Bristol City er búið að hafa samband og vill sjá meira af mér. Mér líst rosalega vel á það. Championship-deildin heillar auðvitað mjög mikið, 20.000 manns á hverjum leik og það væri draumur að spila þar. 26.5.2007 10:00
Ætlum að ná FH Helgi Sigurðsson skoraði bæði mörk Vals í 2-1 sigri á KR í fyrrakvöld. Hann er leikmaður þriðju umferðar Landsbankadeildarinnar að mati Fréttablaðsins. 26.5.2007 09:00
Atli Guðmundsson og Hrammur standa efstir eftir forkeppni Atli Guðmundsson og Hrammur frá Holtsmúla standa efstir eftir forkeppni í A flokki á Gæðingmóti Fáks og Lýsis sem fram fór í dag. Í öðru og þriðja sæti stendur Sigurður V. Matthíhasson með Klett frá Hvammi í öðru sæti og Örnu frá Varmadal í þriðja sæti. Meðfylgjandi eru úrslit dagsins 26.5.2007 08:42
Verður Beckham valinn? Steve McClaren mun í dag kynna landsliðshópinn enska sem mætir brasilíska landsliðinu í æfingaleik á Wembley, sem og Eistlandi í undankeppni EM 2008. 26.5.2007 12:00
Valsstúlkur burstuðu ÍR Valur bar sigurorð af ÍR í Landsbankadeild kvenna með sex mörkum gegn engu í kvöld. KR marði sigur á Fjölni 1-0 og Stjarnan sigraði Keflavík 3-1 á Stjörnuvelli. 25.5.2007 21:46
Yfirlitssýningu l lokið í Hafnafirði Yfirlitssýningu var að ljúka fyrir stundu í Hafnafirði og var ekki mikið um flugeldasýningar. Þokki frá Kýrholti var með 8.73 fyrir yfirlit og átti hann ekki góðan dag í dag og hækkaði hann ekki eftir yfirlitssýningu. Hruni frá Breiðumörk 2 hækkaði fyrir brokk og Illingur frá Tóftum hækkaði fyrir vilja og geðslag og Tjörfi frá Sunnuhvoli hækkaði fyrir skeið. 25.5.2007 21:37
Blikastúlkur sigruðu á Akureyri Breiðablik bar sigur úr býtum á Akureyri í kvöld í Landsbankadeild kvenna með því að leggja Þór/KA með þremur mörkum gegn tveimur. 25.5.2007 20:43
Breiðablik með forystu á Akureyri Fjórir leikir eru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Þór/Ka taka á móti Breiðabliki á Akureyrarvelli og hófust leikar klukkan 18:15. Staðan í leiknum er 1-2 fyrir Breiðablik. 25.5.2007 19:43
Bjarne Riis viðurkennir lyfjanotkun Danski hjólreiðakappinn Bjarne Riis viðurkenndi í dag að hann hefði notað stera þegar hann sigraði í þekktustu hjólreiðakeppni heims Tour de France, árið 1996. Hann er fyrstur hjólreiðakappa til þess að viðurkenna það. 25.5.2007 16:16
Erikssonn hefur áhuga á að stjórna Manchester City Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, hefur boðist til að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City sem rak Stuart Pearce úr stóli knattspyrnustjóra í lok nýliðins tímabils. 25.5.2007 15:47
Houllier að hætta með Lyon Gerard Houllier hyggst hætta sem knattspyrnustjóri franska liðsins Lyon. Frá þessu er greint í erlendum miðlum og sagt að hann hafi þegar greint leikmönnum liðsins frá þessu. Boðað hefur verið til blaðamannafunda í kvöld vegna málsins. 25.5.2007 15:34
Æfingaleikir hjá blaklandsliðunum um helgina Bæði karla- og kvennalandslið Íslands í blaki leika um helgina æfingaleiki við breskt félagslið en það er liður í undirbúningi þeirra fyrir smáþjóðaleikana í sumar. 25.5.2007 14:15
Stefán Már og Sigmundur í hópi efstu manna í Austurríki Stefán Már Stefánsson, kylfingur úr GR, lék frábærlega á Opna austurríska áhugamannamótinu í golfi í dag en hann lék hringinn á 68 höggum, fjórum höggum undir pari. Eftir því sem fram kemur á vefnum kylfingur.is er Stefán á einu höggi undir pari líkt og Sigmundur Einar Másson úr GKG sem á titil að verja á mótinu. 25.5.2007 13:21
Dennis: Alonso og Hamilton eru bestu félagar Ron Dennis, liðsstjóri McLaren-Mercedes, segir sögusagnir um að ósætti sé á milli Fernando Alsono, núverandi heimsmeistara, og nýliðans Lewis Hamilton, sem nú leiðir keppni ökuþóra, algjöra vitleysu. 25.5.2007 11:58
Slúðrið í enska boltanum í dag Á hverjum degi segja ensku blöðin fjöldan allan af leikmönnum vera við það að skipta um lið. Breska ríkisútvarpið, BBC, safnar helstu sögunum saman á morgni hverjum og má sjá orðrómana hér. Þeirra á meðal er einn um að Eiður Smári Guðjohnsen sé á óskalista nýliða Sunderland. 25.5.2007 11:06
Um stöðu hesthúsmála hjá Gusti - hugleiðingar félagsmanns Hvað er að frétta? Ég undirritaður er einn þeirra sem eiga (eða áttu) hlut í hesthúsi í Glaðheimum, félagssvæði Hestamanafélagsins Gusts í Kópavogi. Líkt og flestir aðrir eigendur hesthúsa í Glaðheimum hef ég selt Kópavogsbæ hesthúseign mína og þá í trausti þess að við afhendingu eignarinnar muni ég geta flutt í nýtt hesthús sem byggt yrði á nýju svæði Gusts á Kjóavöllum. 25.5.2007 10:42
Benitez fær fé til að freista Owen Enn er talað um að Michael Owen fari aftur til Liverpool. Nýjir eigendur félagsins, þeir George Gillett og Tom Hicks, hafa sagt að Benitez fái þann pening sem hann telur sig þurfa á að halda. Og spurðir um Owen sögðu þeir hann vissulega frábæran leikmann en Benitez réði ferðinni í leikmannakaupum. 25.5.2007 10:32
McClaren segir Beckham eiga möguleika Landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, Steve McClaren, hefur neitað að slá á vangaveltur fjölmiðla um hvort David Beckham, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, verði valin í liðið á ný. 25.5.2007 10:17
Groundhog Day í Detroit Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. 25.5.2007 09:56
FH burstaði HK - KR og ÍA á botninum FH-ingar eru enn með fullt hús stiga þegar þriðja umferðin í Landsbankadeildinni er langt komin. FH burstaði nýliða HK 4-0 í Hafnarfirði í kvöld, Breiðablik og Keflavík skildu jöfn 2-2 í Kópavogi, líkt og ÍA og Fram á Skaganum og þá unnu Fylkismenn 1-0 sigur á Víkingi í Fossvogi. KR hefur aðeins eitt stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar eftir 2-1 tap fyrir Val á Laugardalsvelli. 24.5.2007 19:32
Annar leikur Detroit og Cleveland í beinni í kvöld Annar leikur Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Detroit vann mjög nauman sigur í fyrsta leiknum og Cleveland mun í kvöld freista þess að stela heimavallarréttinum með sigri. Næstu tveir leikir fara fram í Cleveland og verða einnig sýndir beint á Sýn. Á laugardagskvöldið verður svo sýnt beint frá þriðja leik Utah og San Antonio. 24.5.2007 19:07
Heil umferð í Landsbankadeildinni í kvöld Það verður mikið fjör í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Þá fer fram þriðja umferð deildarinnar með fimm leikjum og aðalleikur kvöldsins verður slagur Reykjavíkurliðanna Vals og KR á Laugardalsvellinum. Fylgst verður með gangi mála í leikjunum hér á Vísi í kvöld. 24.5.2007 18:55
Alfreð velur hópinn fyrir Serbaleikina Alfreð Gíslason, þjálfari A-landsliðs karla í handbolta, valdi í dag 17 manna landsliðshóp sinn fyrir umspilsleikina gegn Serbum sem fram fara dagana 9. og 17. júní í sumar, en þessi hópur spilar einnig tvo æfingaleiki við Tékka í upphafi næsta mánaðar. Hópurinn er hér fyrir neðan. 24.5.2007 16:31
Ásthildur í hópnum gegn Grikkjum Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2009 sem mætir Grikkjum ytra þann 31. maí. Þar ber hæst að Ásthildur Helgadóttir kemur inn í landsliðshópinn á ný, en systir hennar Þóra gaf ekki kost á sér í þetta sinn vegna anna í vinnu. 24.5.2007 16:21
Klúður í Aþenu Knattspyrnusamband Evrópu er ekki ánægt með viðbrögð stuðningsmanna Liverpool í Aþenu í gær þegar til átaka kom fyrir utan Ólympíuleikvanginn þar sem úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fór fram. Nokkrir stuðningsmenn Liverpool sem voru með miða á leikinn þurftu frá að hverfa. 24.5.2007 14:32
Owen í byrjunarliði B-liðs Englendinga Michael Owen mun á morgun spila sinn fyrsta landsleik fyrir Englendinga síðan á HM í fyrrasumar þegar hann verður í byrjunarliði B-liðsins sem mætir Albönum. Owen verður í framlínunni ásamt Alan Smith frá Manchester United en auk þeirra eru í liðinu nokkrir leikmenn sem ekki hafa átt fast sæti í A-landsliðinu. 24.5.2007 14:16
Baptista fer aftur til Real Arsenal ákvað í dag að nýta sér ekki kauprétt sinn á Julio Baptista og senda hann aftur til Real Madrid. Brasilíumaðurinn, sem er 25 ára, skoraði 10 mörk í 35 leikjum en þar af voru aðeins þrjú mörk í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Baptista kom til Arsenal á lánssamning og Jose Antonio Reyes fór frá Arsenal til Real Madrid í staðinn.Spænsku leiktíðinni er ekki enn lokið og engin ákvörðun hefur því verið tekin varðandi Reyes. 24.5.2007 12:01
Muntari á leið til Portsmouth Ítalska félagið Udinese hefur staðfest að miðjumaðurinn Sulley Muntari er farinn til Englands til þess að binda endahnútinn á félagaskipti til Portsmouth. 24.5.2007 11:40
Slúðrið í enska í dag Margt á sér stað í enska boltanum þó svo hann rúlli ekki um þessar mundir. Hérna má sjá það helsta sem er að gerast í dag og breska ríkisútvarpið, BBC, hefur tekið saman. 24.5.2007 10:46
Einnar milljónar sekt vegna lyfjamála Alþjóðaólympíunefndin sektaði í dag austurrísku ólympíunefndina um eina milljón dollara vegna lyfjahneykslis austurrískra íþróttamanna á vetrarólympíuleikunum í Túrín í fyrra. Nefndin bannaði einnig sex íþróttamönnum sambandsins að taka þátt í ólympíuleikum framvegis. 24.5.2007 08:15
Brautskráning á Hólum Laugardaginn 26. maí verður fyrsta brautskráningin úr Hólaskóla – Háskólanum á Hólum eftir að ný lög um háskólann voru samþykkt. kl. 13 Reiðsýning reiðkennaranema á skeiðvellinum kl. 14 Brautskráning - athöfnin verður í Þráarhöll Brautskráðir verða nemar úr hrossaræktardeild: 24.5.2007 14:26
Opin gæðingakeppni Mána og Sparisjóðsins. Gæðingakeppni Mána verður haldin dagana 2. og 3. júní á Mánagrund. Keppt verður í : Teymingaflokki Polla, Pollaflokki, Barnaflokki, Unglingaflokki, Ungmennaflokki, A-flokki og B-flokki áhugamanna, A-flokki og B-flokki (opinn). 24.5.2007 14:24
AC Milan er Evrópumeistari 2007 AC Milan frá Ítalíu fagnaði í kvöld sigri í Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Aþenu í Grikklandi. Markahrókurinn Pippo Inzaghi kom Milan á bragðið á lokaandartökum fyrri hálfleiks þegar aukaspyrna Andrea Pirlo hrökk af höndinni á honum og í netið. 23.5.2007 20:34
Gerrard: Ég er í rusli Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sagði að tilfinningar sínar eftir tapið gegn Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld væru algjör andstæða þeirra sem hann upplifði þegar Liverpool lyfti bikarnum árið 2005. 23.5.2007 21:27
Benitez: Við töpuðum fyrir frábæru liði Rafa Benitez var að vonum súr í bragði eftir að hans menn í Liverpool töpuðu fyrir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. "Við töpuðum gegn hágæða knattspyrnuliði með frábæra leikmenn innanborðs. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik en fengum á okkur klaufalegt mark. Eftir það urðum við að pressa hærra á vellinum og þeir höfðu getu til að refsa okkur. Maður verður að nýta öll færi sem maður fær í svona leik," sagði Benitez. 23.5.2007 21:21
Kuyt: Þeir voru heppnir Dirk Kuyt skoraði mark Liverpool í kvöld þegar liðið lá 2-1 fyrir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. "Þeir voru heppnir en við höfðum á sama hátt ekki heppnina með okkur. Við vorum betri í fyrri hálfleik en þeir voru stálheppnir að skora markið í fyrri hálfleiknum. Við fengum nokkur sæmileg færi en höfðum ekki heppnina með okkur í kvöld - lukkan var á bandi Milan að þessu sinni," sagði Kuyt í samtali við Sky. 23.5.2007 21:03
Seedorf: Stoltur af liðinu Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hjá AC Milan vann í kvöld sinn fjórða sigur á ferlinum í Meistaradeildinni. Hann sagðist stoltur af því að vera partur af frábæru liði eins og Milan. 23.5.2007 21:46
Rúnar Kristinsson mætti á æfingu hjá KR í kvöld Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Kristinsson er kominn aftur heim eftir langa veru í atvinnumennskunni erlendis og í kvöld mætti hann á sína fyrstu æfingu með KR. Guðjón Guðmundsson hitti Rúnar að máli í kvöld, en hann verður líklega í leikmannahópi KR gegn Val annað kvöld. 23.5.2007 21:45