Fleiri fréttir Benedikt Guðmunds: Ég er gjörsamlega búinn Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var að vonum uppgefinn eftir rafmagnaðan spennuleik KR og Snæfells í kvöld þar sem vesturbæingar tryggðu sér sæti í úrslitum eftir framlengdan oddaleik. Benedikt sagði að hjarta leikmanna og karakter hafi tryggt liðinu sigur öðru fremur. 5.4.2007 22:21 Sigurður Þorvaldsson: Ég er orðlaus "Þetta var alveg skelfilegt. Ég er bara orðlaus. Við áttum fullan séns í framlengingunni og skoruðum fyrstu körfuna, en við vorum að taka slæmar ákvarðanir í lokin. Menn voru bara ekkert að spila saman og við vorum ekki að gera það sem við áttum að vera að gera. Þetta eru gríðarleg vonbrigði og ég er bara orðlaus," sagði Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells í viðtali á Sýn eftir leikinn í kvöld 5.4.2007 22:11 Brynjar Björnsson: Losers go home Brynjar Björnsson var hetja KR-inga í kvöld þegar hann tryggði sínum mönnum framlengingu gegn Snæfelli í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Brynjar spilaði meiddur í kvöld og var því mjög ánægður með niðurstöðuna. 5.4.2007 22:01 Enskir stuðningsmenn enn til vandræða Enskir stuðningsmenn komust annan daginn í röð í fréttirnar fyrir ólæti sín á erlendri grundu í kvöld þegar fylgismenn Tottenham flugust á við óeirðalögreglu í Sevilla. Til harðra átaka kom á áhorfendabekkjunum á meðan leik stóð, en þeir höfðu reyndir verið með ólæti fyrir utan leikvöllinn nokkru áður en leikurinn hófst. 5.4.2007 20:51 Tottenham lá í Sevilla Tottenham tapaði 2-1 fyrir Sevilla í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Robbie Keane kom enska liðinu yfir eftir rúma mínútu, en fyrrum leikmaður Tottenham, Freddie Kanoute, jafnaði skömmu síðar. Alexander Kerzhakov skoraði sigurmark spænska liðsins eftir 36 mínútur. 5.4.2007 20:45 Grétar Rafn verður í banni í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson verður í leikbanni í síðari leik AZ Alkmaar og Werder Bremen í Evrópukeppni félagsliða. Grétar fékk að líta gula spjaldið á 75. mínútu leiks í kvöld og fer því í bann vegna gulra spjalda. Staðan í leiknum er enn jöfn 0-0 en leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur engu að síður. 5.4.2007 20:18 Sevilla yfir í hálfleik Sevilla hefur yfir 2-1 gegn Tottenham á heimavelli þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Robbie Keane kom gestunum yfir á 2. mínútu en fyrrum leikmaður Tottenham Freddie Kanoute jafnaði skömmu síðar. Það var svo Alexander Kerzhakov sem kom heimamönnum yfir á 36. mínútu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra og á VefTV hér á Vísi. 5.4.2007 19:31 Reyes fór úr axlarlið Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Real Madrid fór úr axlarlið á æfingu liðsins í dag og því verður ekkert af endurkomu hans í liðið í bráð. Reyes hafði verið meiddur á hné og átti að snúa aftur í hóp liðsins um næstu helgi. Hann er lánsmaður frá enska liðinu Arsenal. 5.4.2007 18:23 Hamilton sigurviss Ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1 segist fullviss um að hann muni næla í sinn fyrsta mótsigur á sínu fyrsta keppnistímabili. Hamilton hafnaði í þriðja sæti í sinni fyrstu keppni í Ástralíu á dögunum og hinn 22 ára gamli Breti ætlar sér stóra hluti í sumar. 5.4.2007 18:16 Stenson og Rose efstir - Els í vandræðum Svíinn Henrik Stenson og Englendingurinn Justin Rose eru efstir nú þegar Masters mótið á Augusta National vellinum í Georgíu er rétt skriðið af stað. Báðir eru þeir Stenson og Rose á tveimur höggum undir pari en Stenson hefur lokið við 9 holur en Rose 6. 5.4.2007 17:30 Arenas missir af úrslitakeppninni Nú hefur verið staðfest að Gilbert Arenas, leikmaður Washingto Wizards, muni missa af úrslitakeppninni vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í nótt. Arenas verður frá keppni í 2-3 mánuði, en aðeins nokkrir dagar eru síðan annar stjörnuleikmaður, Caron Butler, meiddist hjá liðinu og verður tæplega með í úrslitakeppninni. 5.4.2007 17:23 Rafmögnuð spenna í kvöld Í kvöld ræðst hvaða lið leika til úrslita í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þá fara fram oddaleikir í undanúrslitum keppninnar þar sem KR tekur á móti Snæfelli í vesturbænum klukkan 19:15 og Njarðvík fær Grindavík í heimsókn klukkan 20. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá fyrri leiknum og skiptir svo yfir til Njarðvíkur og fylgir síðari leiknum til loka. 5.4.2007 15:03 Tottenham getur jafnað met í kvöld Fyrri leikirnir í fjórðungsúrslitum Evrópukeppni félagsliða fara fram í kvöld. Leikur Sevilla og Tottenham verður sýndur beint á Sýn Extra og þar getur enska liðið jafnað met Parma og Gladbach með níunda sigri sínum í röð í keppninni. Útsending frá leiknum hefst klukkan 18:30. 5.4.2007 14:31 United fordæmir ofbeldi rómversku lögreglunnar Forráðamenn knattspyrnufélagsins Manchester United hafa fordæmt vinnubrögð lögreglu á leik Roma og Manchester United í gærkvöldi og saka lögleglumenn á leikvanginum um að bregðast og hart við ólátum stuðningsmanna og beita þá ofbelti. Ellefu stuðningsmenn enska liðsins slösuðust í átökunum og þar af þurftu tveir að liggja á sjúkrahúsi í nótt. 5.4.2007 13:43 Scholes fær eins leiks bann Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United þarf að taka út eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í leiknum gegn Roma í gær. Hann var þegar kominn í eins leiks bann vegna gulra spjalda þegar hann fékk fyrri áminninguna í gær, en hann verður enn einu gulu spjaldi frá banni þegar hann snýr til baka úr banninu eftir síðari leikinn við Roma. 5.4.2007 13:27 Gilbert Arenas meiddur Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Washington tapaði annan daginn í röð fyrir Charlotte og varð fyrir enn einu áfallinu þegar Gilbert Arenas tognaði á hné og verður hann líklega frá keppni í nokkrar vikur vegna þessa. Þá vann Chicago þýðingarmikinn sigur á Detroit á útivelli. 5.4.2007 13:21 Tíu ár frá fyrsta sigri Tigers Fyrir tíu árum náði ungur maður að nafni Tiger Woods einhverjum merkilegasta árangri íþróttasögunnar. Hann vann sitt fyrsta stórmót þegar hann rúllaði upp Masters-mótinu. Þar með varð hann fyrsti þeldökki kylfingurinn til að vinna stórmót en einnig sá yngsti. 5.4.2007 00:01 Brynjar skaut KR í framlengingu Leikur KR og Snæfells hefur verið framlengdur eftir að staðan var jöfn 68-68. Snæfell var yfir meira og minna allan leikinn, en Brynjar Björnsson jafnaði leikinn fyrir KR í blálokin með þriggja stiga körfu. 5.4.2007 21:01 Snæfell fimm stigum yfir Fjórði leikhluti er nú hafinn í leik KR og Snæfells og hafa gestirnir úr Stykkishólmi fimm stiga forystu 56-51 þegar aðeins 10 mínútur eru eftir. Sigurvegari leiksins mætir Njarðvík eða Grindavík í úrslitum. 5.4.2007 20:35 Snæfell yfir í hálfleik Snæfell hefur yfir 43-34 í hálfleik gegn KR í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Gestirnir komu gríðarlega ákveðnir til leiks og hafa lagað leik sinn verulega frá í síðasta leik í Stykkishólmi. Oddaleikur Njarðvíkur og Grindavíkur hefst klukkan 20. 5.4.2007 19:56 Rooney: Einn erfiðasti leikur sem ég hef spilað Wayne Rooney var mjög sáttur við úrslitin á Ítalíu í kvöld þó hans menn í Manchester United hafi tapað 2-1. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í 18 Evrópuleikjum og hrósaði félögum sínum fyrir undirbúninginn. Ekki þarf að taka það fram að hann er fullur sjálfstrausts fyrir síðari leikinn á Old Trafford. 4.4.2007 22:45 Ferguson: Við vorum tíu gegn tólf Sir Alex Ferguson sagðist í kvöld ánægður með leik sinna manna í Manchester United í Róm þrátt fyrir 2-1 tap. Hann sagði lið sitt á köflum hafa verið tveimur leikmönnum færri og vildi þar meina að dómarinn hafi verið í liði með Rómverjum. 4.4.2007 22:32 Mourinho: Einvígið er galopið Jose Mourinho lét ekki hugfallast þó hans menn í Chelsea hefðu aðeins náð jafntefli við Valencia í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum á Stamford Bridge í kvöld. Hann segir einvígið opið í báða enda og hefur fulla trú á að hans menn geti farið til Spánar og klárað dæmið. John Terry treystir á að Didier Drogba muni reynast enska liðinu drjúgur í síðari leiknum. 4.4.2007 22:22 Roma lagði Manchester United Roma hafði betur 2-1 gegn Manchester United á heimavelli sínum í Róm í kvöld þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes lét reka sig af velli í fyrri hálfleik og Rodrigo Taddei kom Roma í 1-0 skömmu fyrir hlé. Wayne Rooney jafnaði fyrir United á 60. mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tryggði Mirko Vucinic Rómverjum sigurinn. Heimamenn hefðu ef til vill átt að gera betur í leiknum en fara með eins marks forystu til Englands í síðari leikinn. 4.4.2007 20:39 Jafnt hjá Chelsea og Valencia Chelsea og Valencia skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Stamford Bridge í kvöld. Gestirnir náðu forystu í leiknum með glæsilegu marki Silva í fyrri hálfleik, en Didier Drogba jafnaði í upphafi þess síðari. Það er því ljóst að enska liðsins bíður erfitt verkefni í síðari leiknum á Spáni. 4.4.2007 20:37 Ólæti á pöllunum í Róm Óeirðir brutust út á áhorfendapöllunum á Ólympíuleikvanginum í Róm eftir að Paul Scholes var rekinn af velli í leik Roma og Manchester United. Stuðningsmenn liðanna skutu flugeldum á milli sín og að lokum réðust Rómverjarnir að ensku stuðningsmönnunum. Lögregla blandaði sér í átökin og mátti sjá nokkur blóðug andlit eftir að gæslumenn náðu að róa stuðningsmennina niður. 4.4.2007 19:53 Haukastúlkur unnu fyrsta leikinn Haukar höfðu sigur á Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitum Iceland Express deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld 87-78. Heimamenn höfðu yfir allan leikinn og unnu verðskuldaðan sigur. Haukar leiða því 1-0 í einvíginu og næsti leikur er í Keflavík á laugardaginn klukkan 16:00. 4.4.2007 21:54 Stjörnumenn fylgja Þór í úrvalsdeildina Stjarnan í Garðabæ tryggði sér í kvöld sæti í Iceland Express deild karla í körfubolta á næstu leiktíð með sigri á Val í oddaleik liðanna í kvöld 100-88. Sigurjón Lárusson skoraði 30 stig og hirti 11 fráköst fyrir Stjörnuna í kvöld en Zack Ingles skoraði 27 stig fyrir Val. Stjarnan hefur ekki leikið í efstu deild í nokkur ár, en þangað fer liðið nú ásamt Þórsurum sem sigruðu í 1. deildinni. 4.4.2007 21:50 Wenger styður tillögur Benitez Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist styðja hugmyndir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um að leyfa varaliðum stóru félaganna að spila í neðri deildunum á Englandi. Jose Mourinho hefur einnig vakið máls á þessu, en varalið stóru félaganna í Evrópu spila mörg hver í neðri deildunum á meginlandinu. 4.4.2007 17:39 Van Buyten: Milan er betra á útivöllum Belgíski landsliðsmaðurinn Daniel van Buyten var hetja Bayern Munchen í gær þegar liðið náði fræknu 2-2 jafntefli við AC Milan á útivelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Van Buyten skoraði bæði mörk þýska liðsins og kom því í vænlega stöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli. 4.4.2007 16:30 Kromkamp: Þetta er búið Jan Kromkamp, leikmaður PSV Eindhoven, viðurkennir að einvígið við Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sé þegar búið þó liðin eigi eftir að mætast öðru sinni á Anfield í Liverpool. Enska liðið vann öruggan sigur í fyrri leiknum í Hollandi í gærkvöld, 3-0. 4.4.2007 16:00 Giggs: Vonbrigði ef við vinnum ekki Meistaradeildina Vængmaðurinn Ryan Giggs hjá Manchester United segir að allt annað en að vinna Meistaradeildina í ár yrðu vonbrigði fyrir félagið. Giggs er einn sigursælasti knattspyrnumaður í sögu Manchester United og vill ólmur bæta enn einum titlinum í safnið í vor. 4.4.2007 15:09 Forlan hafnaði tilboði frá Sunderland Framherjinn Diego Forlan hjá Villarreal segist hafa hafnað tilboði frá fyrrum félaga sínum Roy Keane um að ganga í raðir Sunderland í sumar. Forlan er samningsbundinn spænska liðinu til ársins 2010 og var markakóngur á Spáni leiktíðina 2004-05. 4.4.2007 14:26 Duff er ekki á förum frá Newcastle Glenn Roeder knattspyrnustjóri segir ekkert til í þeim orðrómi að írski landsliðsmaðurinn Damien Duff sé á förum frá Newcastle í sumar. Bresku blöðin héldu því fram að hann færi jafnvel til Sunderland ef liðið næði að vinna sér sæti í úrvalsdeild. 4.4.2007 14:16 Öryggisreglur hertar til muna á Ítalíu Ítalska þingið skjalfesti í gær nýjar öryggisreglur sem taka munu gildi í knattspyrnunni þar í landi. Málið hlaut skjóta meðferð á þinginu eftir að lögreglumaður lét lífið í átökum við knattspyrnubullur í febrúar. Öryggisreglur verða hertar til muna á leikjum á Ítalíu og þá verður öllum undir 14 ára aldri veittur ókeypis aðgangur í von um að gera fótboltann fjölskylduvænni en verið hefur. 4.4.2007 13:42 Eto´o hættur að fara með börn sín á völlinn Kamerúninn Samuel Eto´o hjá Barcelona segist ekki lengur treysta sér til að koma með börnin sín á leiki í spænsku deildinni vegna kynþáttafordóma. Hann kallar á forráðamenn deildarinnar og félaga á Spáni að bregðast við ástandinu. 4.4.2007 13:32 Fyrsti leikur gegn Englendingum Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM hjá U-17 ára landsliða. Íslenska liðið er í riðli með Englendingum, Belgum og Hollendingum. Leikið verður í Belgíu dagana 2.-13. maí. Átta lið taka þátt í keppninni og fimm efstu liðin tryggja sér þáttökurétt á HM í Suður-Kóreu. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Englendingum og verður sjónvarpsstöðin Eurosport með eitthvað af leikjum mótsins í beinni útsendingu. 4.4.2007 13:16 Maradona reyndi ekki að fremja sjálfsmorð Læknir argentínska knattspyrnugoðsins Diego Maradona hefur þrætt fyrir fréttaflutning sem sagði að ástæða sjúkrahúsvistar hans væri misheppnað sjálfsmorð. Læknirinn segir ástæðu heilsubrestsins vera ofát, ofdrykkju og reykingar. Maradona er sagður á batavegi. 4.4.2007 13:08 Rásröðin klár fyrir Masters-mótið í golfi Búið er að raða niður í ráshópa á fyrstu tvo hringina á Mastersmótinu, sem hefst á morgun. Meistarinn frá í fyrra, Phil Mickelson, er í ráshópi með Ástralanum Adam Scott og áhugamanninum Richie Ramsay frá Skotlandi, sem sigraði á Opna bandaríska áhugamannameistaramótinu í fyrra. Tiger Woods er í ráshópi með Englendingnum Paul Casey og Aaron Baddeley frá Ástralíu. 4.4.2007 12:30 Edu: Við erum ekki hræddir við Chelsea Brasilíski miðjumaðurinn Edu hjá Valencia, sem áður lék í fjögur ár með Arsenal, segir spænska liðið alls ekki hrætt við Chelsea fyrir leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. Edu er meiddur og getur ekki tekið þátt í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn Extra klukkan 18:30. 4.4.2007 12:02 Ferguson: Við verðum að skora á útivelli Sir Alex Ferguson segir að hans menn í Manchester United verði nauðsynlega að ná að skora á útivelli í kvöld þegar þeir mæta Roma í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Róm. 4.4.2007 11:55 Eggert vill halda Tevez Eggert Magnússon segist ólmur vilja halda framherjanum Carlos Tevez í herbúðum West Ham ef liðið sleppur við fall úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Hann segir Argentínumanninn loksins vera kominn í nógu gott form fyrir úrvalsdeildina, enda hafi það sést á spilamennsku hans í undanförnum leikjum. 4.4.2007 11:48 Dallas lagði Sacramento án Dirk Nowitzki Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt, en nú er farið að styttast í að úrslitakeppnin hefjist og línur farnar að skýrast með uppröðun liða í Austur- og Vesturdeildinni. 4.4.2007 11:34 Borgarstjórinn í Róm ósáttur við hræðsluáróður Man. Utd Borgarstjórinn í Róm, Walter Veltroni, er langt frá því að vera sáttur við forráðamenn Manchester United. Ástæðan er að enska félagið varaði stuðningsmenn sína við því að vera á helstu ferðamannastöðunum í Róm þar sem þeir ættu á hættu að vera lamdir af öfgafullum stuðningsmönnum Rómarliðsins. 4.4.2007 00:01 Rómverjar leiða á ný Roma er komið yfir á ný gegn Manchester United. Edwin van der Sar gerði vel að verja þrumuskot frá Mancini og sló boltann út í teiginn, en þar var það Mirko Vucinic sem hirti frákastið og þrumaði boltanum í netið. 2-1 fyrir Roma og um 20 mínútur til leiksloka. 4.4.2007 20:11 Sjá næstu 50 fréttir
Benedikt Guðmunds: Ég er gjörsamlega búinn Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var að vonum uppgefinn eftir rafmagnaðan spennuleik KR og Snæfells í kvöld þar sem vesturbæingar tryggðu sér sæti í úrslitum eftir framlengdan oddaleik. Benedikt sagði að hjarta leikmanna og karakter hafi tryggt liðinu sigur öðru fremur. 5.4.2007 22:21
Sigurður Þorvaldsson: Ég er orðlaus "Þetta var alveg skelfilegt. Ég er bara orðlaus. Við áttum fullan séns í framlengingunni og skoruðum fyrstu körfuna, en við vorum að taka slæmar ákvarðanir í lokin. Menn voru bara ekkert að spila saman og við vorum ekki að gera það sem við áttum að vera að gera. Þetta eru gríðarleg vonbrigði og ég er bara orðlaus," sagði Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells í viðtali á Sýn eftir leikinn í kvöld 5.4.2007 22:11
Brynjar Björnsson: Losers go home Brynjar Björnsson var hetja KR-inga í kvöld þegar hann tryggði sínum mönnum framlengingu gegn Snæfelli í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Brynjar spilaði meiddur í kvöld og var því mjög ánægður með niðurstöðuna. 5.4.2007 22:01
Enskir stuðningsmenn enn til vandræða Enskir stuðningsmenn komust annan daginn í röð í fréttirnar fyrir ólæti sín á erlendri grundu í kvöld þegar fylgismenn Tottenham flugust á við óeirðalögreglu í Sevilla. Til harðra átaka kom á áhorfendabekkjunum á meðan leik stóð, en þeir höfðu reyndir verið með ólæti fyrir utan leikvöllinn nokkru áður en leikurinn hófst. 5.4.2007 20:51
Tottenham lá í Sevilla Tottenham tapaði 2-1 fyrir Sevilla í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Robbie Keane kom enska liðinu yfir eftir rúma mínútu, en fyrrum leikmaður Tottenham, Freddie Kanoute, jafnaði skömmu síðar. Alexander Kerzhakov skoraði sigurmark spænska liðsins eftir 36 mínútur. 5.4.2007 20:45
Grétar Rafn verður í banni í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson verður í leikbanni í síðari leik AZ Alkmaar og Werder Bremen í Evrópukeppni félagsliða. Grétar fékk að líta gula spjaldið á 75. mínútu leiks í kvöld og fer því í bann vegna gulra spjalda. Staðan í leiknum er enn jöfn 0-0 en leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur engu að síður. 5.4.2007 20:18
Sevilla yfir í hálfleik Sevilla hefur yfir 2-1 gegn Tottenham á heimavelli þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Robbie Keane kom gestunum yfir á 2. mínútu en fyrrum leikmaður Tottenham Freddie Kanoute jafnaði skömmu síðar. Það var svo Alexander Kerzhakov sem kom heimamönnum yfir á 36. mínútu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra og á VefTV hér á Vísi. 5.4.2007 19:31
Reyes fór úr axlarlið Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Real Madrid fór úr axlarlið á æfingu liðsins í dag og því verður ekkert af endurkomu hans í liðið í bráð. Reyes hafði verið meiddur á hné og átti að snúa aftur í hóp liðsins um næstu helgi. Hann er lánsmaður frá enska liðinu Arsenal. 5.4.2007 18:23
Hamilton sigurviss Ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1 segist fullviss um að hann muni næla í sinn fyrsta mótsigur á sínu fyrsta keppnistímabili. Hamilton hafnaði í þriðja sæti í sinni fyrstu keppni í Ástralíu á dögunum og hinn 22 ára gamli Breti ætlar sér stóra hluti í sumar. 5.4.2007 18:16
Stenson og Rose efstir - Els í vandræðum Svíinn Henrik Stenson og Englendingurinn Justin Rose eru efstir nú þegar Masters mótið á Augusta National vellinum í Georgíu er rétt skriðið af stað. Báðir eru þeir Stenson og Rose á tveimur höggum undir pari en Stenson hefur lokið við 9 holur en Rose 6. 5.4.2007 17:30
Arenas missir af úrslitakeppninni Nú hefur verið staðfest að Gilbert Arenas, leikmaður Washingto Wizards, muni missa af úrslitakeppninni vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í nótt. Arenas verður frá keppni í 2-3 mánuði, en aðeins nokkrir dagar eru síðan annar stjörnuleikmaður, Caron Butler, meiddist hjá liðinu og verður tæplega með í úrslitakeppninni. 5.4.2007 17:23
Rafmögnuð spenna í kvöld Í kvöld ræðst hvaða lið leika til úrslita í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þá fara fram oddaleikir í undanúrslitum keppninnar þar sem KR tekur á móti Snæfelli í vesturbænum klukkan 19:15 og Njarðvík fær Grindavík í heimsókn klukkan 20. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá fyrri leiknum og skiptir svo yfir til Njarðvíkur og fylgir síðari leiknum til loka. 5.4.2007 15:03
Tottenham getur jafnað met í kvöld Fyrri leikirnir í fjórðungsúrslitum Evrópukeppni félagsliða fara fram í kvöld. Leikur Sevilla og Tottenham verður sýndur beint á Sýn Extra og þar getur enska liðið jafnað met Parma og Gladbach með níunda sigri sínum í röð í keppninni. Útsending frá leiknum hefst klukkan 18:30. 5.4.2007 14:31
United fordæmir ofbeldi rómversku lögreglunnar Forráðamenn knattspyrnufélagsins Manchester United hafa fordæmt vinnubrögð lögreglu á leik Roma og Manchester United í gærkvöldi og saka lögleglumenn á leikvanginum um að bregðast og hart við ólátum stuðningsmanna og beita þá ofbelti. Ellefu stuðningsmenn enska liðsins slösuðust í átökunum og þar af þurftu tveir að liggja á sjúkrahúsi í nótt. 5.4.2007 13:43
Scholes fær eins leiks bann Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United þarf að taka út eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í leiknum gegn Roma í gær. Hann var þegar kominn í eins leiks bann vegna gulra spjalda þegar hann fékk fyrri áminninguna í gær, en hann verður enn einu gulu spjaldi frá banni þegar hann snýr til baka úr banninu eftir síðari leikinn við Roma. 5.4.2007 13:27
Gilbert Arenas meiddur Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Washington tapaði annan daginn í röð fyrir Charlotte og varð fyrir enn einu áfallinu þegar Gilbert Arenas tognaði á hné og verður hann líklega frá keppni í nokkrar vikur vegna þessa. Þá vann Chicago þýðingarmikinn sigur á Detroit á útivelli. 5.4.2007 13:21
Tíu ár frá fyrsta sigri Tigers Fyrir tíu árum náði ungur maður að nafni Tiger Woods einhverjum merkilegasta árangri íþróttasögunnar. Hann vann sitt fyrsta stórmót þegar hann rúllaði upp Masters-mótinu. Þar með varð hann fyrsti þeldökki kylfingurinn til að vinna stórmót en einnig sá yngsti. 5.4.2007 00:01
Brynjar skaut KR í framlengingu Leikur KR og Snæfells hefur verið framlengdur eftir að staðan var jöfn 68-68. Snæfell var yfir meira og minna allan leikinn, en Brynjar Björnsson jafnaði leikinn fyrir KR í blálokin með þriggja stiga körfu. 5.4.2007 21:01
Snæfell fimm stigum yfir Fjórði leikhluti er nú hafinn í leik KR og Snæfells og hafa gestirnir úr Stykkishólmi fimm stiga forystu 56-51 þegar aðeins 10 mínútur eru eftir. Sigurvegari leiksins mætir Njarðvík eða Grindavík í úrslitum. 5.4.2007 20:35
Snæfell yfir í hálfleik Snæfell hefur yfir 43-34 í hálfleik gegn KR í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Gestirnir komu gríðarlega ákveðnir til leiks og hafa lagað leik sinn verulega frá í síðasta leik í Stykkishólmi. Oddaleikur Njarðvíkur og Grindavíkur hefst klukkan 20. 5.4.2007 19:56
Rooney: Einn erfiðasti leikur sem ég hef spilað Wayne Rooney var mjög sáttur við úrslitin á Ítalíu í kvöld þó hans menn í Manchester United hafi tapað 2-1. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í 18 Evrópuleikjum og hrósaði félögum sínum fyrir undirbúninginn. Ekki þarf að taka það fram að hann er fullur sjálfstrausts fyrir síðari leikinn á Old Trafford. 4.4.2007 22:45
Ferguson: Við vorum tíu gegn tólf Sir Alex Ferguson sagðist í kvöld ánægður með leik sinna manna í Manchester United í Róm þrátt fyrir 2-1 tap. Hann sagði lið sitt á köflum hafa verið tveimur leikmönnum færri og vildi þar meina að dómarinn hafi verið í liði með Rómverjum. 4.4.2007 22:32
Mourinho: Einvígið er galopið Jose Mourinho lét ekki hugfallast þó hans menn í Chelsea hefðu aðeins náð jafntefli við Valencia í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum á Stamford Bridge í kvöld. Hann segir einvígið opið í báða enda og hefur fulla trú á að hans menn geti farið til Spánar og klárað dæmið. John Terry treystir á að Didier Drogba muni reynast enska liðinu drjúgur í síðari leiknum. 4.4.2007 22:22
Roma lagði Manchester United Roma hafði betur 2-1 gegn Manchester United á heimavelli sínum í Róm í kvöld þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes lét reka sig af velli í fyrri hálfleik og Rodrigo Taddei kom Roma í 1-0 skömmu fyrir hlé. Wayne Rooney jafnaði fyrir United á 60. mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tryggði Mirko Vucinic Rómverjum sigurinn. Heimamenn hefðu ef til vill átt að gera betur í leiknum en fara með eins marks forystu til Englands í síðari leikinn. 4.4.2007 20:39
Jafnt hjá Chelsea og Valencia Chelsea og Valencia skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Stamford Bridge í kvöld. Gestirnir náðu forystu í leiknum með glæsilegu marki Silva í fyrri hálfleik, en Didier Drogba jafnaði í upphafi þess síðari. Það er því ljóst að enska liðsins bíður erfitt verkefni í síðari leiknum á Spáni. 4.4.2007 20:37
Ólæti á pöllunum í Róm Óeirðir brutust út á áhorfendapöllunum á Ólympíuleikvanginum í Róm eftir að Paul Scholes var rekinn af velli í leik Roma og Manchester United. Stuðningsmenn liðanna skutu flugeldum á milli sín og að lokum réðust Rómverjarnir að ensku stuðningsmönnunum. Lögregla blandaði sér í átökin og mátti sjá nokkur blóðug andlit eftir að gæslumenn náðu að róa stuðningsmennina niður. 4.4.2007 19:53
Haukastúlkur unnu fyrsta leikinn Haukar höfðu sigur á Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitum Iceland Express deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld 87-78. Heimamenn höfðu yfir allan leikinn og unnu verðskuldaðan sigur. Haukar leiða því 1-0 í einvíginu og næsti leikur er í Keflavík á laugardaginn klukkan 16:00. 4.4.2007 21:54
Stjörnumenn fylgja Þór í úrvalsdeildina Stjarnan í Garðabæ tryggði sér í kvöld sæti í Iceland Express deild karla í körfubolta á næstu leiktíð með sigri á Val í oddaleik liðanna í kvöld 100-88. Sigurjón Lárusson skoraði 30 stig og hirti 11 fráköst fyrir Stjörnuna í kvöld en Zack Ingles skoraði 27 stig fyrir Val. Stjarnan hefur ekki leikið í efstu deild í nokkur ár, en þangað fer liðið nú ásamt Þórsurum sem sigruðu í 1. deildinni. 4.4.2007 21:50
Wenger styður tillögur Benitez Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist styðja hugmyndir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um að leyfa varaliðum stóru félaganna að spila í neðri deildunum á Englandi. Jose Mourinho hefur einnig vakið máls á þessu, en varalið stóru félaganna í Evrópu spila mörg hver í neðri deildunum á meginlandinu. 4.4.2007 17:39
Van Buyten: Milan er betra á útivöllum Belgíski landsliðsmaðurinn Daniel van Buyten var hetja Bayern Munchen í gær þegar liðið náði fræknu 2-2 jafntefli við AC Milan á útivelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Van Buyten skoraði bæði mörk þýska liðsins og kom því í vænlega stöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli. 4.4.2007 16:30
Kromkamp: Þetta er búið Jan Kromkamp, leikmaður PSV Eindhoven, viðurkennir að einvígið við Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar sé þegar búið þó liðin eigi eftir að mætast öðru sinni á Anfield í Liverpool. Enska liðið vann öruggan sigur í fyrri leiknum í Hollandi í gærkvöld, 3-0. 4.4.2007 16:00
Giggs: Vonbrigði ef við vinnum ekki Meistaradeildina Vængmaðurinn Ryan Giggs hjá Manchester United segir að allt annað en að vinna Meistaradeildina í ár yrðu vonbrigði fyrir félagið. Giggs er einn sigursælasti knattspyrnumaður í sögu Manchester United og vill ólmur bæta enn einum titlinum í safnið í vor. 4.4.2007 15:09
Forlan hafnaði tilboði frá Sunderland Framherjinn Diego Forlan hjá Villarreal segist hafa hafnað tilboði frá fyrrum félaga sínum Roy Keane um að ganga í raðir Sunderland í sumar. Forlan er samningsbundinn spænska liðinu til ársins 2010 og var markakóngur á Spáni leiktíðina 2004-05. 4.4.2007 14:26
Duff er ekki á förum frá Newcastle Glenn Roeder knattspyrnustjóri segir ekkert til í þeim orðrómi að írski landsliðsmaðurinn Damien Duff sé á förum frá Newcastle í sumar. Bresku blöðin héldu því fram að hann færi jafnvel til Sunderland ef liðið næði að vinna sér sæti í úrvalsdeild. 4.4.2007 14:16
Öryggisreglur hertar til muna á Ítalíu Ítalska þingið skjalfesti í gær nýjar öryggisreglur sem taka munu gildi í knattspyrnunni þar í landi. Málið hlaut skjóta meðferð á þinginu eftir að lögreglumaður lét lífið í átökum við knattspyrnubullur í febrúar. Öryggisreglur verða hertar til muna á leikjum á Ítalíu og þá verður öllum undir 14 ára aldri veittur ókeypis aðgangur í von um að gera fótboltann fjölskylduvænni en verið hefur. 4.4.2007 13:42
Eto´o hættur að fara með börn sín á völlinn Kamerúninn Samuel Eto´o hjá Barcelona segist ekki lengur treysta sér til að koma með börnin sín á leiki í spænsku deildinni vegna kynþáttafordóma. Hann kallar á forráðamenn deildarinnar og félaga á Spáni að bregðast við ástandinu. 4.4.2007 13:32
Fyrsti leikur gegn Englendingum Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM hjá U-17 ára landsliða. Íslenska liðið er í riðli með Englendingum, Belgum og Hollendingum. Leikið verður í Belgíu dagana 2.-13. maí. Átta lið taka þátt í keppninni og fimm efstu liðin tryggja sér þáttökurétt á HM í Suður-Kóreu. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Englendingum og verður sjónvarpsstöðin Eurosport með eitthvað af leikjum mótsins í beinni útsendingu. 4.4.2007 13:16
Maradona reyndi ekki að fremja sjálfsmorð Læknir argentínska knattspyrnugoðsins Diego Maradona hefur þrætt fyrir fréttaflutning sem sagði að ástæða sjúkrahúsvistar hans væri misheppnað sjálfsmorð. Læknirinn segir ástæðu heilsubrestsins vera ofát, ofdrykkju og reykingar. Maradona er sagður á batavegi. 4.4.2007 13:08
Rásröðin klár fyrir Masters-mótið í golfi Búið er að raða niður í ráshópa á fyrstu tvo hringina á Mastersmótinu, sem hefst á morgun. Meistarinn frá í fyrra, Phil Mickelson, er í ráshópi með Ástralanum Adam Scott og áhugamanninum Richie Ramsay frá Skotlandi, sem sigraði á Opna bandaríska áhugamannameistaramótinu í fyrra. Tiger Woods er í ráshópi með Englendingnum Paul Casey og Aaron Baddeley frá Ástralíu. 4.4.2007 12:30
Edu: Við erum ekki hræddir við Chelsea Brasilíski miðjumaðurinn Edu hjá Valencia, sem áður lék í fjögur ár með Arsenal, segir spænska liðið alls ekki hrætt við Chelsea fyrir leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. Edu er meiddur og getur ekki tekið þátt í leiknum, sem sýndur verður beint á Sýn Extra klukkan 18:30. 4.4.2007 12:02
Ferguson: Við verðum að skora á útivelli Sir Alex Ferguson segir að hans menn í Manchester United verði nauðsynlega að ná að skora á útivelli í kvöld þegar þeir mæta Roma í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í Róm. 4.4.2007 11:55
Eggert vill halda Tevez Eggert Magnússon segist ólmur vilja halda framherjanum Carlos Tevez í herbúðum West Ham ef liðið sleppur við fall úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Hann segir Argentínumanninn loksins vera kominn í nógu gott form fyrir úrvalsdeildina, enda hafi það sést á spilamennsku hans í undanförnum leikjum. 4.4.2007 11:48
Dallas lagði Sacramento án Dirk Nowitzki Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt, en nú er farið að styttast í að úrslitakeppnin hefjist og línur farnar að skýrast með uppröðun liða í Austur- og Vesturdeildinni. 4.4.2007 11:34
Borgarstjórinn í Róm ósáttur við hræðsluáróður Man. Utd Borgarstjórinn í Róm, Walter Veltroni, er langt frá því að vera sáttur við forráðamenn Manchester United. Ástæðan er að enska félagið varaði stuðningsmenn sína við því að vera á helstu ferðamannastöðunum í Róm þar sem þeir ættu á hættu að vera lamdir af öfgafullum stuðningsmönnum Rómarliðsins. 4.4.2007 00:01
Rómverjar leiða á ný Roma er komið yfir á ný gegn Manchester United. Edwin van der Sar gerði vel að verja þrumuskot frá Mancini og sló boltann út í teiginn, en þar var það Mirko Vucinic sem hirti frákastið og þrumaði boltanum í netið. 2-1 fyrir Roma og um 20 mínútur til leiksloka. 4.4.2007 20:11