Körfubolti

Haukastúlkur unnu fyrsta leikinn

mynd/anton brink

Haukar höfðu sigur á Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitum Iceland Express deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld 87-78. Heimamenn höfðu yfir allan leikinn og unnu verðskuldaðan sigur. Haukar leiða því 1-0 í einvíginu og næsti leikur er í Keflavík á laugardaginn klukkan 16:00.

Keflavíkurstúlkur tóku 16 þriggja stiga skot í leiknum og nýttu ekki eitt einasta þeirra, en segja má að Haukar hafi unnið leikinn á fráköstunum þar sem þær höfðu betur 62-43.

Ifeoma Okonkwo skoraði 18 stig og hirti 18 fráköst fyrir Hauka, Unnur Tara Jónsdóttir skoraði 18 stig, þar af 14 í fjórða leikhluta og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði sömuleiðis 18 stig. Helena Sverrisdóttir skoraði 15 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 9 fráköst.

Takesha Watson var stigahæst í liði Keflavíkur með 33 stig og 10 fráköst en hitti mjög illa úr skotum sínum. Hún skoraði megnið af stigum sínum á vítalínunni. Birna Valgarðsdóttir skoraði 13 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×