Fleiri fréttir

Enska úrvalsdeildin hagnast

Sigurvegararnir í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eiga von á góðum bónusum eftir að tilkynnt var að deildin hefði náð erlendum sjónvarpssamningum fyrir 625 milljónir punda. Þetta þýðir að liðið sem hirðir efsta sætið á næsta ári mun fá aukalega um 50 milljónir punda í vasann. Samningurinn gildir út árið 2010.

Wolves hafnar tilboði Souness og félaga

Forráðamenn enska 1. deildarliðsins Wolves hafa hafnað yfirtökutilboði frá hópi fjárfesta undir forystu fyrrum knattspyrnustjórans Graeme Souness. Tilboð hópsins var að sögn talsmanna Wolves of lágt og því verður áfram leitað eftir kaupendum.

Ben Haim fer ekki til Chelsea

Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið muni ekki reyna frekar að fá til sín varnarmanninn Tal Ben Haim frá Bolton, en viðræður milli félaganna um kaupverðið sigldu í strand. Haim verður samningslaus í sumar.

Calum Davenport til West Ham

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham festi í dag kaup á miðverðinum Calum Davenport frá grönnum sínum í Tottenham fyrir óuppgefna upphæð. Davenport gekk í raðir Tottenham frá Coventry árið 2004 en þessi 24 ára gamli leikmaður hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Tottenham. Hann hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við West Ham.

Tap í fyrsta leik hjá Webber

Utah Jazz eyðilagði í nótt frumraun Chris Webber með Detroit Pistons, sem einnig endurheimti leikstjórnandann Chauncey Billups úr meiðslum. LA Lakers vann góðan útisigur á San Antonio og Cleveland steinlá fyrir Portland á útivelli.

Ísakstursæfingar á Hvaleyrarvatni

Íslenskir mótorhjólamenn hafa undanfarið verið að æfa ískross á Hvaleyrarvatni fyrir ofan Hafnafjörð. Þetta er góð viðbót í sportið þar sem ekki er hægt að keyra mikið enduro eða motocross á veturna. Svo virðist sem sportið og útivistarfólk fari vel saman, en Hvaleyrarvatn er mikið notað sem útivistarsvæði fyrir göngu- og hlaupafólk.

Ricky Carmichael yfirgefur supercrossið

Einn af betri supercrossmönnum allra tíma Ricky Carmichael hefur gefið það út að hann sé hættur að keppa í supercross. Í byrjun keppnistímabilsins tilkynnti Ricky að hann væri að fara út í Nascar kappaksturinn og ætlaði því að hætta að keppa í supercrossi.

Viðhaldsnámskeið fyrir stelpur

Mótorhjólaverslunin Nítró sem hefur lengi verið þekkt fyrir að vera frumkvöðull í stelpumálum tengdum sportinu hefur ákveðið að halda námskeið í viðhaldi torfæruhjóla fyrir stelpur á öllum aldri. Á námskeiðinu verður kennt allt það helsta um viðhald á torfæruhjólum, s.s. loftsíuskipti, olíuskipti, kertaskipti o.mfl.

ÍSÍ & FIM aðild

24. nóvember 2006 var Mótorhjóla & Snjósleðasamband Íslands formlega stofnað og tekið inn í ÍSÍ sem sérsamband fyrir þessar keppnisgreinar. Sama dag var Mótorsportsambandi Íslands formlega slitið en það var stofnað í janúar árið 2000 til þess að fara með keppnismál mótorhjóla og snjósleða ásamt því að vinna að stofnun sérsambands innan ÍSÍ og aðildar að FIM alþjóða keppnissamtökunum. Þessum áfanga hefur nú loksins verið náð og teljast þessar íþróttagreinar nú undir þessum samböndum.

Birmingham burstaði Newcastle

Þrír leikir fóru fram í enska bikarnum í kvöld, en hér var um að ræða aukaleiki um sæti í fjórðu umferð keppninar. Ekkert vantaði upp á dramatíkina frekar en venjulega í elstu bikarkeppni í heimi.

Dómarinn er fífl

Dómarinn sem dæmdi gilt markið sem Maradona skoraði með höndinni gegn Englendingum í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó árið 1986, er fífl. Þetta segir annar línuvörðurinn í leiknum.

Muhammad Ali 65 ára í dag

Hnefaleikagoðsögnin Muhammad Ali er 65 ára gamall í dag og af því tilefni verður sérstakur afmælisþáttur til heiðurs kappanum á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 21:50. Ali er almennt álitinn einn besti íþróttamaður sem uppi hefur verið, en hann var auk þess einstaklega litríkur í tilsvörum eins og eftirfarandi tilvitnanir bera með sér.

Þjálfaraskipti hjá Lemgo

Stjórn Íslendingaliðsins Lemgo rak í dag þjálfarann Volker Mudrow úr starfi og hefur falið nafna hans Zerbe að stýra liðinu út leiktíðina. Félagið hefur gengið frá samningi við Peter Meisinger um að taka við liðinu í sumar. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson spila með liði Lemgo.

Ísland lagði Króata

Íslenska landsliðið í badminton vann í dag góðan 4-1 sigur á því króatíska í fyrsta leik sínum á Evrópumóti B-þjóða sem fram fer í TBR húsinu. Magnús Helgason tapaði leik sínum í einliðaleik karla, en Ragna Ingólfsdóttir sigraði andstæðing sinn í einliðaleik kvenna. Þá vann liðið sigra í tvíliðaleikjum karla- og kvenna og svo í tvenndarleik.

Newcastle - Birmingham í beinni á Sýn

Þrír leikir eru á dagskrá í enska bikarnum í kvöld en hér er um að ræða aukaleiki um sæti í fjórðu umferð keppninnar. Leikur Newcastle og Birmingham verður sýndur á Sýn klukkan 19:50 en auk þess tekur Fulham á móti Leicester og Tottenham mætir Cardiff. Leikur Valencia og Getafe í spænska bikarnum er svo í beinni á Sýna Extra klukkan 19:55.

Khan of upptekinn fyrir leiklistina

Breski hnefaleikarinn Amir Khan sagði í samtali við götublaðið The Sun að hann væri búinn að afþakka fjölda tilboða um að leika í kvikmyndum í Bollywood, sem er gælunafn kvikmyndaiðnaðarins á Indlandi. Khan hefur unnið alla tíu bardaga sína sem atvinnumaður og segist ætla að einbeita sér að boxinu í nánustu framtíð - þó hann útiloki ekki að reyna fyrir sér í kvikmyndunum einn daginn.

Schumacher fengi hjartaáfall í Nascar

Fyrrum Formúluökuþórinn Juan Pablo Montoya tók ekki vel í ummæli Michael Schumacher þegar sá þýski lýsti yfir furðu sinni á ákvörðun Kólumbíumannsins að hætta í Formúlu og fara í Nascar í Bandaríkjunum.

Sex úr Ryder-liði Evrópu á Abu Dhabi mótinu

Það verður mikill stjörnufans á Abu Dhabi golmótinu sem fram fer í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum um helgina, en sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu á laugardags- og sunnudagsmorgun.

Hestaíþróttakona og maður ársins 2006

Íþrótta og Ólympíusamband Íslands hélt sitt árlega hóf á Grand Hótel þar sem íþróttafólk sem skarað hefur fram úr á árinu var verðlaunað. Eins og fram hefur komið varð Guðjón Valur Sigurðsson handboltakappi hlutskarpastur í kjörin um íþróttamann ársins 2006.

Heinze orðaður við Tottenham

Argentínski landsliðsmaðurinn Gabriel Heinze hjá Manchester United hefur nú verið sterklega orðaður við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, en talið er að United sé tilbúið að selja hann fyrir um 5 milljónir punda ef félagið nær að krækja í ungstirnið Gareth Bale frá Southampton. Heinze hefur ekki náð sér á strik síðan hann kom úr erfiðum hnémeiðslum og hefur misst sæti sitt í hendur Patrice Evra.

Allardyce ósáttur að missa af Dunn

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, er afar óhress með ákvörðun varnarmannsins David Dunn að ganga í raðir Blackburn á elleftu stundu eftir að hann hafði gengist undir læknisskoðun og var við það að fara til Bolton.

Fangzhuo framlengir við United

Kínverski framherjinn Dong Fangzhuo hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United og er því samningsbundinn til ársins 2010. Fangzhuo er 21 árs gamall og hefur verið í láni hjá belgíska liðinu Anderlecht síðan hann gekk í raðir United árið 2004. Hann er nýkominn með atvinnuleyfi á Englandi.

Milan gerir tilboð í Ronaldo

Svo gæti farið að Brasilíumaðurinn Ronaldo hjá Real Madrid færi til AC Milan á Ítalíu eftir allt saman, en félögin eru nú sögð sitja að samningaborði. Ítalska liðið er sagt vilja fá leikmanninn til sín á frjálsri sölu gegn því að greiða þau himinháu laun sem hann hefur skv samningi sínum við Real, en samningur hans er til ársins 2008.

Mauresmo byrjar titilvörnina vel

Franska tenniskonan Amelie Mauresmo hefur titilvörn sína vel á opna ástralska meistarmótinu, en hún lagði rússnesku stúlkuna Olgu Pautchkovu 6-2 og 6-2 í morgun. Serena Williams er sömuleiðis komin í þriðju umferð eftir sigur á Anne Kremer frá Lúxemburg 7-6 (7-4) og 6-2.

Sjá næstu 50 fréttir