Golf

Archer leiðir á Abu Dhabi

NordicPhotos/GettyImages

Enski kylfingurinn Phillip Archer hefur þriggja högga forystu á Abu Dhabi mótinu í golfi þegar leikinn hefur verið einn hringur á mótinu sem fram fer í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Archer fékk 10 fugla á fyrsta hring og lauk keppni í dag á 9 undir - 63 höggum.

Landi hans Nick Dougherty, Svíinn Henrik Stenson og Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen eru jafnir í öðru sæti á sex höggum undir pari. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu á morgnana á laugardag og sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×