Fleiri fréttir Ísland 18.1.2007 21:57 Angóla 18.1.2007 15:29 KR og Njarðvík áfram á toppnum KR og Njarðvík sitja enn í toppsætum úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins. KR vann góðan sigur á Keflavík 93-82 í vesturbænum í kvöld og Njarðvík lagði Skallagrím á heimavelli 95-91. Snæfell lagði Fjölni í Grafarvogi 87-84 og ÍR lagði Hamar 99-76. 18.1.2007 21:09 Argentína 18.1.2007 15:43 Shevchenko hættur að ræða við fjölmiðla Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko gaf það út á heimasíðu sinni í kvöld að hann ætlaði framvegis að sniðganga alla fréttamenn á Englandi í kjölfar þess að bresku blöðin hafi birt eftir hann fjölda tilvitnana sem væru úr lausu lofti gripnar. 18.1.2007 21:46 Sainz sigraði á 12. dagleið Spænski ökuþórinn Carlos Sainz á Volkswagen sigraði örugglega á 12. dagleiðinni í Dakar-rallinu í dag þegar ekin var rúmlega 200 kílómetra leið um suðurhluta eyðimerkurinnar í Máritaníu. Sainz kom í mark rúmlega tæpum mínútum á undan Portúgalanum Carlos Sousa, en meistarinn frá í fyrra, Luc Alphand, varð þriðji. 18.1.2007 21:30 Öskubuskuævintýrið Paul Scholes Breska dagblaðið The Sun birti í dag áhugaverða grein um það hvernig lítil tilviljun kann að hafa ráðið miklu um það að miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United varð sú stórstjarna sem hann er í dag. 18.1.2007 20:34 Ég er sáttur hjá Chelsea Jose Mourinho segist vera ánægður með lífið hjá Chelsea og vill klára samning sinn við félagið sem gildir til ársins 2010. Mikið hefur verið rætt um að Mourinho sé að hætta hjá Chelsea í sumar, en Portúgalinn litríki segist vera búinn að koma sér fyrir í London og hefur engan hug á að yfirgefa félagið. 18.1.2007 20:30 Ný körfuboltahöll Nets fær nafnið Barclays Center Barclays-bankinn á Englandi, sem m.a. er stuðningsaðili ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, ætlar nú í aukna útrás í Bandaríkjunum. Bankinn hefur skrifað undir 20 ára styrktarsamning við NBA lið New Jersey Nets sem flytja mun til Brooklyn á næstu árum. Þar er áformað að byggja glæsilega höll á stórum reit í borginni og reiknað er með að kostnaður verði hátt í 300 milljarðar íslenskra króna. 18.1.2007 20:04 Emerson er til í að fara aftur til Juventus Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Real Madrid getur vel hugsað sér að snúa aftur í herbúðir ítalska liðsins Juventus ef marka má orð knattspyrnustjórans Didier Deschamps. Emerson var lykilmaður í sterku liði Juventus sem varð meistari tvö ár í röð, en gekk í raðir Real Madrid eftir að Juve var fellt niður um deild eftir Ítalíuskandalinn fræga. 18.1.2007 19:30 Portsmouth kaupir Lauren Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á varnarmanninum Lauren frá Arsenal og er hann samningsbundinn Portsmouth til ársins 2009. Lauren, sem er nýorðinn þrítugur, hefur verið í herbúðum Arsenal í rúmlega sex ár og gengur nú til liðs við fyrrum félaga sinn í vörn Arsenal - Sol Campbell. 18.1.2007 19:30 Fastasta skot allra tíma? Stuðningsmenn Newcastle eru enn að tala um þrumufleyg framherjans magnaða Obafemi Martins í sigurleik liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi. Samkvæmt grein í breska blaðinu Telegraph, er þetta fastasta skot sem mælst hefur í ensku knattspyrnunni frá upphafi. 18.1.2007 18:36 Risaleikir í körfunni í kvöld Fjórir leikir fara fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og eru þeir hver öðrum áhugaverðari. Bárður Eyþórsson og lærisveinar hans í Fjölni taka á móti gömlu félögum hans í Snæfelli, heit lið ÍR og Hamars mætast í Breiðholti og þá eru tveir tröllaleikir þar sem Njarðvík tekur á móti Skallagrími og Keflvíkingar sækja KR-inga heim. 18.1.2007 17:20 Real Madrid - Betis í beinni í kvöld Síðari viðureign Real Madrid og Real Betis í spænska Konungsbikarnum verður sýnd beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:50. Fyrri viðureign liðanna lauk með markalausu jafntefli. Arnar Björnsson lýsir leiknum. 18.1.2007 16:38 Engin örvænting í herbúðum Chelsea Peter Kenyon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að allt sé í fínasta lagi í herbúðum félagsins og að Jose Mourinho muni gegna starfi knattspyrnustjóra út samningstímann. Þetta sagði Kenyon í drottningarviðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag, eins og til að slá á þrálátan orðróm um ólgu í herbúðum félagsins. 18.1.2007 16:29 Thatcher skammast sín fyrir árásina Fanturinn Ben Thatcher sem nú leikur með Charlton, segist enn skammast sín fyrir líkamsárás sína á Pedro Mendes hjá Portsmouth í ágúst síðastliðnum. Thatcher var þá leikmaður Manchester City, en er nú í bullandi fallbaráttu með Charlton. 18.1.2007 15:25 Brown verður ekki sóttur til saka fyrir tertukast Lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar í máli manns sem segir framherjann Kwame Brown hjá LA Lakers hafa leikið sig ansi grátt um síðustu helgi, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brown er sakaður um vafasama iðju utan vallar. 18.1.2007 15:13 Ástralía 18.1.2007 15:11 Nadal í þriðju umferð eftir hörkurimmu Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í viðureign sinni við þjóðverjann Philipp Kohlscheiber á opna ástralska í dag, en hann hafði að lokum betur 7-5, 6-3, 4-6 og 6-2. Þá lenti breski tenniskappinn Andy Murray einnig í vandræðum gegn Spánverjanum Fernando Verdasco, en fór áfram 7-6 (7-4) 7-5 og 6-4 og mætir Juan Ignacio Chela í þriðju umferð - manninum sem sló hann úr keppni á mótinu í fyrra. 18.1.2007 15:02 Archer leiðir á Abu Dhabi Enski kylfingurinn Phillip Archer hefur þriggja högga forystu á Abu Dhabi mótinu í golfi þegar leikinn hefur verið einn hringur á mótinu sem fram fer í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Archer fékk 10 fugla á fyrsta hring og lauk keppni í dag á 9 undir - 63 höggum. 18.1.2007 14:55 Alonso mjög sáttur við nýja bílinn Heimsmeistarinn Fernando Alonso lét ekki smá olíuleka skemma fyrir sér frumraun sína á nýja McLaren bílnum í Valencia í gær. Þetta var í fyrsta skipti sem Alonso ók MP4-22 bílnum og sagði Spánverjann bílinn virka mjög vel. Þá hafa fyrrum félagar Alonso í Renault einnig tekið nýjan bíl í notkun og hefur sá verið kallaður R27. 18.1.2007 13:42 Birmingham neitaði West Ham Birmingham neitaði í dag 4 milljóna kauptilboði West Ham í miðvörðinn Matthew Upson, en hann hefur verið eftirsóttur af úrvalsdeildarliðum í vetur. Upson er 27 ára gamall og var frábær í stórsigri Birmingham á Newcastle í gærkvöld. 18.1.2007 13:29 Heinze vill ekki fara frá United Argentínumaðurinn Gabriel Heinze hefur neitað orðrómi sem verið hefur á kreiki um að hann sé að fara frá Manchester United og segist ánægður í herbúðum liðsins þó hann hafi fengið mun minna að spila í ár en áður. "Ég veit að AC Milan hefur sýnt mér áhuga, en ég er ánægður hjá United og vil ekki fara neitt annað," sagði Heinze. 18.1.2007 13:25 Saviola á leið til Juventus? Barcelona hefur samþykkt að selja argentínska framherjann Javier Saviola til Juventus. Þetta hefur spænsk útvarpsstöð eftir fyrrum félaga hans hjá River Plate, Andres d´Alessandro hjá Real Zaragoza. Saviola hefur verið úti í kuldanum hjá Barcelona undanfarin ár en hefur minnt rækilega á sig á síðustu vikum þegar hann hefur fengið tækifæri. 18.1.2007 12:59 Indiana og Golden State stokka upp Lið Indiana Pacers og Golden State Warriors gerðu með sér mikil og stór leikmannaskipti í NBA deildinni í gærkvöldi, en þessi viðskipti liðanna komu sérfræðingum í deildinni mjög á óvart. Svo virðist sem hvorugt liðið komi áberandi betur út úr skiptunum, en átta leikmenn skiptu um heimilisfang í viðskiptunum. 18.1.2007 12:49 Sharapova í stuði Maria Sharapova var í miklu stuði í nótt þegar hún tryggði sér sæti í þriðju umferðinni á opna ástralska meistaramótinu með 6-0 og 6-3 sigri á Anastassiu Rodinovu. Kim Clijsters vann öruggan sigur á Akiko Morigami 6-3 og 6-0 og þá er Martina Hingis einnig komin í þriðju umferðina. 18.1.2007 12:46 Benitez að missa áhugann á Neill Breska blaðið Daily Mirror heldur því fram í dag að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, sé að gefast upp á því að reyna að fá til sín varnarmanninn Lucas Neill hjá Blackburn. Sagan segir að Neill hafi meiri áhuga á að ganga í raðir West Ham þar sem honum hafi verið boðinn betri samningur, en óvíst er að hann fari þangað eftir að félagið keypti Calum Davenport frá Tottenham í dag. 18.1.2007 12:43 Rossi lánaður til Parma Framherjinn ungi Giuseppe Rossi hjá Manchester United hefur verið lánaður til síns gamla félags Parma á Ítalíu til loka keppnistímabilsins. Rossi hefur verið í láni hjá Newcastle síðan í sumar, en fékk þar aðeins þrisvar að leika í byrjunarliði þrátt fyrir meiðsli lykilmanna þar á bæ. Rossi er aðeins 19 ára gamall. 18.1.2007 12:39 Enska úrvalsdeildin hagnast Sigurvegararnir í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eiga von á góðum bónusum eftir að tilkynnt var að deildin hefði náð erlendum sjónvarpssamningum fyrir 625 milljónir punda. Þetta þýðir að liðið sem hirðir efsta sætið á næsta ári mun fá aukalega um 50 milljónir punda í vasann. Samningurinn gildir út árið 2010. 18.1.2007 12:35 Wolves hafnar tilboði Souness og félaga Forráðamenn enska 1. deildarliðsins Wolves hafa hafnað yfirtökutilboði frá hópi fjárfesta undir forystu fyrrum knattspyrnustjórans Graeme Souness. Tilboð hópsins var að sögn talsmanna Wolves of lágt og því verður áfram leitað eftir kaupendum. 18.1.2007 12:33 Ben Haim fer ekki til Chelsea Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið muni ekki reyna frekar að fá til sín varnarmanninn Tal Ben Haim frá Bolton, en viðræður milli félaganna um kaupverðið sigldu í strand. Haim verður samningslaus í sumar. 18.1.2007 12:29 Calum Davenport til West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham festi í dag kaup á miðverðinum Calum Davenport frá grönnum sínum í Tottenham fyrir óuppgefna upphæð. Davenport gekk í raðir Tottenham frá Coventry árið 2004 en þessi 24 ára gamli leikmaður hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Tottenham. Hann hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við West Ham. 18.1.2007 12:26 Tap í fyrsta leik hjá Webber Utah Jazz eyðilagði í nótt frumraun Chris Webber með Detroit Pistons, sem einnig endurheimti leikstjórnandann Chauncey Billups úr meiðslum. LA Lakers vann góðan útisigur á San Antonio og Cleveland steinlá fyrir Portland á útivelli. 18.1.2007 12:09 Ísakstursæfingar á Hvaleyrarvatni Íslenskir mótorhjólamenn hafa undanfarið verið að æfa ískross á Hvaleyrarvatni fyrir ofan Hafnafjörð. Þetta er góð viðbót í sportið þar sem ekki er hægt að keyra mikið enduro eða motocross á veturna. Svo virðist sem sportið og útivistarfólk fari vel saman, en Hvaleyrarvatn er mikið notað sem útivistarsvæði fyrir göngu- og hlaupafólk. 18.1.2007 10:54 Ricky Carmichael yfirgefur supercrossið Einn af betri supercrossmönnum allra tíma Ricky Carmichael hefur gefið það út að hann sé hættur að keppa í supercross. Í byrjun keppnistímabilsins tilkynnti Ricky að hann væri að fara út í Nascar kappaksturinn og ætlaði því að hætta að keppa í supercrossi. 18.1.2007 10:30 Viðhaldsnámskeið fyrir stelpur Mótorhjólaverslunin Nítró sem hefur lengi verið þekkt fyrir að vera frumkvöðull í stelpumálum tengdum sportinu hefur ákveðið að halda námskeið í viðhaldi torfæruhjóla fyrir stelpur á öllum aldri. Á námskeiðinu verður kennt allt það helsta um viðhald á torfæruhjólum, s.s. loftsíuskipti, olíuskipti, kertaskipti o.mfl. 18.1.2007 10:18 ÍSÍ & FIM aðild 24. nóvember 2006 var Mótorhjóla & Snjósleðasamband Íslands formlega stofnað og tekið inn í ÍSÍ sem sérsamband fyrir þessar keppnisgreinar. Sama dag var Mótorsportsambandi Íslands formlega slitið en það var stofnað í janúar árið 2000 til þess að fara með keppnismál mótorhjóla og snjósleða ásamt því að vinna að stofnun sérsambands innan ÍSÍ og aðildar að FIM alþjóða keppnissamtökunum. Þessum áfanga hefur nú loksins verið náð og teljast þessar íþróttagreinar nú undir þessum samböndum. 18.1.2007 10:14 Brasilía 18.1.2007 16:09 Danmörk 18.1.2007 16:24 Egyptaland 18.1.2007 20:31 Frakkland 18.1.2007 16:41 Grænland 18.1.2007 16:57 Katar 18.1.2007 18:30 Króatía 18.1.2007 18:59 Kúveit 18.1.2007 19:12 Sjá næstu 50 fréttir
KR og Njarðvík áfram á toppnum KR og Njarðvík sitja enn í toppsætum úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins. KR vann góðan sigur á Keflavík 93-82 í vesturbænum í kvöld og Njarðvík lagði Skallagrím á heimavelli 95-91. Snæfell lagði Fjölni í Grafarvogi 87-84 og ÍR lagði Hamar 99-76. 18.1.2007 21:09
Shevchenko hættur að ræða við fjölmiðla Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko gaf það út á heimasíðu sinni í kvöld að hann ætlaði framvegis að sniðganga alla fréttamenn á Englandi í kjölfar þess að bresku blöðin hafi birt eftir hann fjölda tilvitnana sem væru úr lausu lofti gripnar. 18.1.2007 21:46
Sainz sigraði á 12. dagleið Spænski ökuþórinn Carlos Sainz á Volkswagen sigraði örugglega á 12. dagleiðinni í Dakar-rallinu í dag þegar ekin var rúmlega 200 kílómetra leið um suðurhluta eyðimerkurinnar í Máritaníu. Sainz kom í mark rúmlega tæpum mínútum á undan Portúgalanum Carlos Sousa, en meistarinn frá í fyrra, Luc Alphand, varð þriðji. 18.1.2007 21:30
Öskubuskuævintýrið Paul Scholes Breska dagblaðið The Sun birti í dag áhugaverða grein um það hvernig lítil tilviljun kann að hafa ráðið miklu um það að miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United varð sú stórstjarna sem hann er í dag. 18.1.2007 20:34
Ég er sáttur hjá Chelsea Jose Mourinho segist vera ánægður með lífið hjá Chelsea og vill klára samning sinn við félagið sem gildir til ársins 2010. Mikið hefur verið rætt um að Mourinho sé að hætta hjá Chelsea í sumar, en Portúgalinn litríki segist vera búinn að koma sér fyrir í London og hefur engan hug á að yfirgefa félagið. 18.1.2007 20:30
Ný körfuboltahöll Nets fær nafnið Barclays Center Barclays-bankinn á Englandi, sem m.a. er stuðningsaðili ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, ætlar nú í aukna útrás í Bandaríkjunum. Bankinn hefur skrifað undir 20 ára styrktarsamning við NBA lið New Jersey Nets sem flytja mun til Brooklyn á næstu árum. Þar er áformað að byggja glæsilega höll á stórum reit í borginni og reiknað er með að kostnaður verði hátt í 300 milljarðar íslenskra króna. 18.1.2007 20:04
Emerson er til í að fara aftur til Juventus Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Real Madrid getur vel hugsað sér að snúa aftur í herbúðir ítalska liðsins Juventus ef marka má orð knattspyrnustjórans Didier Deschamps. Emerson var lykilmaður í sterku liði Juventus sem varð meistari tvö ár í röð, en gekk í raðir Real Madrid eftir að Juve var fellt niður um deild eftir Ítalíuskandalinn fræga. 18.1.2007 19:30
Portsmouth kaupir Lauren Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á varnarmanninum Lauren frá Arsenal og er hann samningsbundinn Portsmouth til ársins 2009. Lauren, sem er nýorðinn þrítugur, hefur verið í herbúðum Arsenal í rúmlega sex ár og gengur nú til liðs við fyrrum félaga sinn í vörn Arsenal - Sol Campbell. 18.1.2007 19:30
Fastasta skot allra tíma? Stuðningsmenn Newcastle eru enn að tala um þrumufleyg framherjans magnaða Obafemi Martins í sigurleik liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi. Samkvæmt grein í breska blaðinu Telegraph, er þetta fastasta skot sem mælst hefur í ensku knattspyrnunni frá upphafi. 18.1.2007 18:36
Risaleikir í körfunni í kvöld Fjórir leikir fara fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og eru þeir hver öðrum áhugaverðari. Bárður Eyþórsson og lærisveinar hans í Fjölni taka á móti gömlu félögum hans í Snæfelli, heit lið ÍR og Hamars mætast í Breiðholti og þá eru tveir tröllaleikir þar sem Njarðvík tekur á móti Skallagrími og Keflvíkingar sækja KR-inga heim. 18.1.2007 17:20
Real Madrid - Betis í beinni í kvöld Síðari viðureign Real Madrid og Real Betis í spænska Konungsbikarnum verður sýnd beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:50. Fyrri viðureign liðanna lauk með markalausu jafntefli. Arnar Björnsson lýsir leiknum. 18.1.2007 16:38
Engin örvænting í herbúðum Chelsea Peter Kenyon, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að allt sé í fínasta lagi í herbúðum félagsins og að Jose Mourinho muni gegna starfi knattspyrnustjóra út samningstímann. Þetta sagði Kenyon í drottningarviðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag, eins og til að slá á þrálátan orðróm um ólgu í herbúðum félagsins. 18.1.2007 16:29
Thatcher skammast sín fyrir árásina Fanturinn Ben Thatcher sem nú leikur með Charlton, segist enn skammast sín fyrir líkamsárás sína á Pedro Mendes hjá Portsmouth í ágúst síðastliðnum. Thatcher var þá leikmaður Manchester City, en er nú í bullandi fallbaráttu með Charlton. 18.1.2007 15:25
Brown verður ekki sóttur til saka fyrir tertukast Lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar í máli manns sem segir framherjann Kwame Brown hjá LA Lakers hafa leikið sig ansi grátt um síðustu helgi, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brown er sakaður um vafasama iðju utan vallar. 18.1.2007 15:13
Nadal í þriðju umferð eftir hörkurimmu Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í viðureign sinni við þjóðverjann Philipp Kohlscheiber á opna ástralska í dag, en hann hafði að lokum betur 7-5, 6-3, 4-6 og 6-2. Þá lenti breski tenniskappinn Andy Murray einnig í vandræðum gegn Spánverjanum Fernando Verdasco, en fór áfram 7-6 (7-4) 7-5 og 6-4 og mætir Juan Ignacio Chela í þriðju umferð - manninum sem sló hann úr keppni á mótinu í fyrra. 18.1.2007 15:02
Archer leiðir á Abu Dhabi Enski kylfingurinn Phillip Archer hefur þriggja högga forystu á Abu Dhabi mótinu í golfi þegar leikinn hefur verið einn hringur á mótinu sem fram fer í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Archer fékk 10 fugla á fyrsta hring og lauk keppni í dag á 9 undir - 63 höggum. 18.1.2007 14:55
Alonso mjög sáttur við nýja bílinn Heimsmeistarinn Fernando Alonso lét ekki smá olíuleka skemma fyrir sér frumraun sína á nýja McLaren bílnum í Valencia í gær. Þetta var í fyrsta skipti sem Alonso ók MP4-22 bílnum og sagði Spánverjann bílinn virka mjög vel. Þá hafa fyrrum félagar Alonso í Renault einnig tekið nýjan bíl í notkun og hefur sá verið kallaður R27. 18.1.2007 13:42
Birmingham neitaði West Ham Birmingham neitaði í dag 4 milljóna kauptilboði West Ham í miðvörðinn Matthew Upson, en hann hefur verið eftirsóttur af úrvalsdeildarliðum í vetur. Upson er 27 ára gamall og var frábær í stórsigri Birmingham á Newcastle í gærkvöld. 18.1.2007 13:29
Heinze vill ekki fara frá United Argentínumaðurinn Gabriel Heinze hefur neitað orðrómi sem verið hefur á kreiki um að hann sé að fara frá Manchester United og segist ánægður í herbúðum liðsins þó hann hafi fengið mun minna að spila í ár en áður. "Ég veit að AC Milan hefur sýnt mér áhuga, en ég er ánægður hjá United og vil ekki fara neitt annað," sagði Heinze. 18.1.2007 13:25
Saviola á leið til Juventus? Barcelona hefur samþykkt að selja argentínska framherjann Javier Saviola til Juventus. Þetta hefur spænsk útvarpsstöð eftir fyrrum félaga hans hjá River Plate, Andres d´Alessandro hjá Real Zaragoza. Saviola hefur verið úti í kuldanum hjá Barcelona undanfarin ár en hefur minnt rækilega á sig á síðustu vikum þegar hann hefur fengið tækifæri. 18.1.2007 12:59
Indiana og Golden State stokka upp Lið Indiana Pacers og Golden State Warriors gerðu með sér mikil og stór leikmannaskipti í NBA deildinni í gærkvöldi, en þessi viðskipti liðanna komu sérfræðingum í deildinni mjög á óvart. Svo virðist sem hvorugt liðið komi áberandi betur út úr skiptunum, en átta leikmenn skiptu um heimilisfang í viðskiptunum. 18.1.2007 12:49
Sharapova í stuði Maria Sharapova var í miklu stuði í nótt þegar hún tryggði sér sæti í þriðju umferðinni á opna ástralska meistaramótinu með 6-0 og 6-3 sigri á Anastassiu Rodinovu. Kim Clijsters vann öruggan sigur á Akiko Morigami 6-3 og 6-0 og þá er Martina Hingis einnig komin í þriðju umferðina. 18.1.2007 12:46
Benitez að missa áhugann á Neill Breska blaðið Daily Mirror heldur því fram í dag að Rafa Benitez, stjóri Liverpool, sé að gefast upp á því að reyna að fá til sín varnarmanninn Lucas Neill hjá Blackburn. Sagan segir að Neill hafi meiri áhuga á að ganga í raðir West Ham þar sem honum hafi verið boðinn betri samningur, en óvíst er að hann fari þangað eftir að félagið keypti Calum Davenport frá Tottenham í dag. 18.1.2007 12:43
Rossi lánaður til Parma Framherjinn ungi Giuseppe Rossi hjá Manchester United hefur verið lánaður til síns gamla félags Parma á Ítalíu til loka keppnistímabilsins. Rossi hefur verið í láni hjá Newcastle síðan í sumar, en fékk þar aðeins þrisvar að leika í byrjunarliði þrátt fyrir meiðsli lykilmanna þar á bæ. Rossi er aðeins 19 ára gamall. 18.1.2007 12:39
Enska úrvalsdeildin hagnast Sigurvegararnir í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili eiga von á góðum bónusum eftir að tilkynnt var að deildin hefði náð erlendum sjónvarpssamningum fyrir 625 milljónir punda. Þetta þýðir að liðið sem hirðir efsta sætið á næsta ári mun fá aukalega um 50 milljónir punda í vasann. Samningurinn gildir út árið 2010. 18.1.2007 12:35
Wolves hafnar tilboði Souness og félaga Forráðamenn enska 1. deildarliðsins Wolves hafa hafnað yfirtökutilboði frá hópi fjárfesta undir forystu fyrrum knattspyrnustjórans Graeme Souness. Tilboð hópsins var að sögn talsmanna Wolves of lágt og því verður áfram leitað eftir kaupendum. 18.1.2007 12:33
Ben Haim fer ekki til Chelsea Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að félagið muni ekki reyna frekar að fá til sín varnarmanninn Tal Ben Haim frá Bolton, en viðræður milli félaganna um kaupverðið sigldu í strand. Haim verður samningslaus í sumar. 18.1.2007 12:29
Calum Davenport til West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham festi í dag kaup á miðverðinum Calum Davenport frá grönnum sínum í Tottenham fyrir óuppgefna upphæð. Davenport gekk í raðir Tottenham frá Coventry árið 2004 en þessi 24 ára gamli leikmaður hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Tottenham. Hann hefur skrifað undir þriggja og hálfs árs samning við West Ham. 18.1.2007 12:26
Tap í fyrsta leik hjá Webber Utah Jazz eyðilagði í nótt frumraun Chris Webber með Detroit Pistons, sem einnig endurheimti leikstjórnandann Chauncey Billups úr meiðslum. LA Lakers vann góðan útisigur á San Antonio og Cleveland steinlá fyrir Portland á útivelli. 18.1.2007 12:09
Ísakstursæfingar á Hvaleyrarvatni Íslenskir mótorhjólamenn hafa undanfarið verið að æfa ískross á Hvaleyrarvatni fyrir ofan Hafnafjörð. Þetta er góð viðbót í sportið þar sem ekki er hægt að keyra mikið enduro eða motocross á veturna. Svo virðist sem sportið og útivistarfólk fari vel saman, en Hvaleyrarvatn er mikið notað sem útivistarsvæði fyrir göngu- og hlaupafólk. 18.1.2007 10:54
Ricky Carmichael yfirgefur supercrossið Einn af betri supercrossmönnum allra tíma Ricky Carmichael hefur gefið það út að hann sé hættur að keppa í supercross. Í byrjun keppnistímabilsins tilkynnti Ricky að hann væri að fara út í Nascar kappaksturinn og ætlaði því að hætta að keppa í supercrossi. 18.1.2007 10:30
Viðhaldsnámskeið fyrir stelpur Mótorhjólaverslunin Nítró sem hefur lengi verið þekkt fyrir að vera frumkvöðull í stelpumálum tengdum sportinu hefur ákveðið að halda námskeið í viðhaldi torfæruhjóla fyrir stelpur á öllum aldri. Á námskeiðinu verður kennt allt það helsta um viðhald á torfæruhjólum, s.s. loftsíuskipti, olíuskipti, kertaskipti o.mfl. 18.1.2007 10:18
ÍSÍ & FIM aðild 24. nóvember 2006 var Mótorhjóla & Snjósleðasamband Íslands formlega stofnað og tekið inn í ÍSÍ sem sérsamband fyrir þessar keppnisgreinar. Sama dag var Mótorsportsambandi Íslands formlega slitið en það var stofnað í janúar árið 2000 til þess að fara með keppnismál mótorhjóla og snjósleða ásamt því að vinna að stofnun sérsambands innan ÍSÍ og aðildar að FIM alþjóða keppnissamtökunum. Þessum áfanga hefur nú loksins verið náð og teljast þessar íþróttagreinar nú undir þessum samböndum. 18.1.2007 10:14