Handbolti

Brasilía

Helio Justino fyrirliði með Ameríkubikarinn.
Helio Justino fyrirliði með Ameríkubikarinn.
Brasilíumenn eru núverandi Ameríkumeistarar í handbolta en titilinn hlutu þeir á heimavelli í fyrra. Þeir hafa verið með á HM í hvert skipti síðan þeir komu hingað til lands árið 1995. Þeim hefur aldrei gengið sérstaklega vel en náðu sínum skásta árangri í Egyptalandi 1999 þegar þeir komust í 16 liða úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Spánverjum. Brassar leika í riðli með gestgjöfunum frá Þýskalandi, Pólverjum og grönnum sínum frá Argentínu sem þeir munu líklega slást um þriðja sæti riðilsins við. Einn leikmaður Brasilíu leikur í Evrópu en það er Renato Tupan sem leikur með Wilhelmshavener í Þýskalandi.

Um landið

Stærð 8 547 404 km²

Fjöldi íbúa 176 596 000

Höfuðborg Brasilia

Tungumál Portúgalska

Gjaldmiðill Real

Handknattleikssamband

Meðlimir í IHF síðan: 1954

Heimasíða: www.brasilhandebol.com.br

Forseti: Manoel Luiz Oliveira

Þjálfari: Jordi Ribera

Mikilvægustu leikmenn: Helio Justino, Renato Tupan

Fyrri árangur á HM

1995 Ísland 21. - 24. sæti

1997 Japan 24. sæti

1999 Egyptaland 16. sæti

2001 Frakkland 19. sæti

2003 Portúgal 22. sæti

2005 Túnis 19. sæti

Árangur á öðrum stórmótum

2006 Brasilía 1. sæti Ameríkumót landsliða



Fleiri fréttir

Sjá meira


×