Fleiri fréttir

Birmingham burstaði Newcastle

Þrír leikir fóru fram í enska bikarnum í kvöld, en hér var um að ræða aukaleiki um sæti í fjórðu umferð keppninar. Ekkert vantaði upp á dramatíkina frekar en venjulega í elstu bikarkeppni í heimi.

Dómarinn er fífl

Dómarinn sem dæmdi gilt markið sem Maradona skoraði með höndinni gegn Englendingum í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó árið 1986, er fífl. Þetta segir annar línuvörðurinn í leiknum.

Muhammad Ali 65 ára í dag

Hnefaleikagoðsögnin Muhammad Ali er 65 ára gamall í dag og af því tilefni verður sérstakur afmælisþáttur til heiðurs kappanum á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 21:50. Ali er almennt álitinn einn besti íþróttamaður sem uppi hefur verið, en hann var auk þess einstaklega litríkur í tilsvörum eins og eftirfarandi tilvitnanir bera með sér.

Þjálfaraskipti hjá Lemgo

Stjórn Íslendingaliðsins Lemgo rak í dag þjálfarann Volker Mudrow úr starfi og hefur falið nafna hans Zerbe að stýra liðinu út leiktíðina. Félagið hefur gengið frá samningi við Peter Meisinger um að taka við liðinu í sumar. Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson spila með liði Lemgo.

Ísland lagði Króata

Íslenska landsliðið í badminton vann í dag góðan 4-1 sigur á því króatíska í fyrsta leik sínum á Evrópumóti B-þjóða sem fram fer í TBR húsinu. Magnús Helgason tapaði leik sínum í einliðaleik karla, en Ragna Ingólfsdóttir sigraði andstæðing sinn í einliðaleik kvenna. Þá vann liðið sigra í tvíliðaleikjum karla- og kvenna og svo í tvenndarleik.

Newcastle - Birmingham í beinni á Sýn

Þrír leikir eru á dagskrá í enska bikarnum í kvöld en hér er um að ræða aukaleiki um sæti í fjórðu umferð keppninnar. Leikur Newcastle og Birmingham verður sýndur á Sýn klukkan 19:50 en auk þess tekur Fulham á móti Leicester og Tottenham mætir Cardiff. Leikur Valencia og Getafe í spænska bikarnum er svo í beinni á Sýna Extra klukkan 19:55.

Khan of upptekinn fyrir leiklistina

Breski hnefaleikarinn Amir Khan sagði í samtali við götublaðið The Sun að hann væri búinn að afþakka fjölda tilboða um að leika í kvikmyndum í Bollywood, sem er gælunafn kvikmyndaiðnaðarins á Indlandi. Khan hefur unnið alla tíu bardaga sína sem atvinnumaður og segist ætla að einbeita sér að boxinu í nánustu framtíð - þó hann útiloki ekki að reyna fyrir sér í kvikmyndunum einn daginn.

Schumacher fengi hjartaáfall í Nascar

Fyrrum Formúluökuþórinn Juan Pablo Montoya tók ekki vel í ummæli Michael Schumacher þegar sá þýski lýsti yfir furðu sinni á ákvörðun Kólumbíumannsins að hætta í Formúlu og fara í Nascar í Bandaríkjunum.

Sex úr Ryder-liði Evrópu á Abu Dhabi mótinu

Það verður mikill stjörnufans á Abu Dhabi golmótinu sem fram fer í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum um helgina, en sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu á laugardags- og sunnudagsmorgun.

Hestaíþróttakona og maður ársins 2006

Íþrótta og Ólympíusamband Íslands hélt sitt árlega hóf á Grand Hótel þar sem íþróttafólk sem skarað hefur fram úr á árinu var verðlaunað. Eins og fram hefur komið varð Guðjón Valur Sigurðsson handboltakappi hlutskarpastur í kjörin um íþróttamann ársins 2006.

Heinze orðaður við Tottenham

Argentínski landsliðsmaðurinn Gabriel Heinze hjá Manchester United hefur nú verið sterklega orðaður við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, en talið er að United sé tilbúið að selja hann fyrir um 5 milljónir punda ef félagið nær að krækja í ungstirnið Gareth Bale frá Southampton. Heinze hefur ekki náð sér á strik síðan hann kom úr erfiðum hnémeiðslum og hefur misst sæti sitt í hendur Patrice Evra.

Allardyce ósáttur að missa af Dunn

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, er afar óhress með ákvörðun varnarmannsins David Dunn að ganga í raðir Blackburn á elleftu stundu eftir að hann hafði gengist undir læknisskoðun og var við það að fara til Bolton.

Fangzhuo framlengir við United

Kínverski framherjinn Dong Fangzhuo hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United og er því samningsbundinn til ársins 2010. Fangzhuo er 21 árs gamall og hefur verið í láni hjá belgíska liðinu Anderlecht síðan hann gekk í raðir United árið 2004. Hann er nýkominn með atvinnuleyfi á Englandi.

Milan gerir tilboð í Ronaldo

Svo gæti farið að Brasilíumaðurinn Ronaldo hjá Real Madrid færi til AC Milan á Ítalíu eftir allt saman, en félögin eru nú sögð sitja að samningaborði. Ítalska liðið er sagt vilja fá leikmanninn til sín á frjálsri sölu gegn því að greiða þau himinháu laun sem hann hefur skv samningi sínum við Real, en samningur hans er til ársins 2008.

Mauresmo byrjar titilvörnina vel

Franska tenniskonan Amelie Mauresmo hefur titilvörn sína vel á opna ástralska meistarmótinu, en hún lagði rússnesku stúlkuna Olgu Pautchkovu 6-2 og 6-2 í morgun. Serena Williams er sömuleiðis komin í þriðju umferð eftir sigur á Anne Kremer frá Lúxemburg 7-6 (7-4) og 6-2.

Federer í þriðju umferð

Hinn magnaði Roger Federer heldur áfram að fara á kostum á opna ástralaska meistaramótinu í tennis en í nótt vann hann öruggan sigur á sænska refnum Jonas Björkmann, 6-2, 6-3 og 6-2.

Ancelotti ekki á leið til Chelsea

Forráðamenn AC Milan hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þjálfari liðsins Carlo Ancelotti sé hvergi á förum í ljósi frétta á Englandi sem hermdu að Ancelotti yrði eftirmaður Jose Mourinho hjá Chelsea. Fréttir á borð við þessa eru farnar að skjóta upp kollinum eftir að fréttist að Mourinho væri hugsanlega á förum frá Chelsea.

Stórleikur Tracy McGrady dugði skammt

Texasliðin Dallas og Houston áttust við í NBA deildinni í nótt og var það sjóðheitt lið Dallas sem hafði betur 109-96 eftir að hafa staðið af sér stórskotahríð Tracy McGrady hjá Houston, en hann skoraði 21 af 45 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas.

Hefna bikarmeistarnir?

Stórleikur átta liða úrslita bikarkeppni kvenna í handbolta fer fram á Ásvöllum í kvöld þegar bikarmeistarar Hauka taka á móti Stjörnunni. Þetta verður annar leikur liðanna á fimm dögum en Stjarnan vann deildarleik liðanna í Ásgarði með sex marka mun á laugardaginn, 21-15.

Liðin úr riðli Njarðvíkur standa vel að vígi

Átta liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu klárast í vikunni en þar mætast liðin sem voru með Njarðvík og Keflavík í riðli fyrir áramót. Liðin sem fóru upp úr riðli Njarðvíkur (CSK-VVS Samara og Cherkaski Mavpy) unnu liðin sem voru með Keflavík í riðli (BC Dnipro og Mlekarna Kunin).

Ólafur leikur best á stóra sviðinu

Ólafur Stefánsson skoraði „aðeins“ þrjú mörk að meðaltali í fimm síðustu undirbúningsleikjum íslenska landsliðsins en síðustu árin hefur hann sparað sig í æfingaleikjunum en spilað frábærlega á stórmótunum.

Styður Jafet og vill í stjórn KSÍ

Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður greindi Fréttablaðinu frá því í gær að hann myndi ekki bjóða sig fram til formanns KSÍ en hann býður sig engu að síður fram til setu í stjórn KSÍ.

Ætlar sér að vinna titil

Chris Webber mun spila með Detroit Pistons í NBA-deildinni í vetur. Nú er að sjá hvort hann geti hjálpað Pistons á svipaðan hátt og Rasheed Wallace gerði á meistaraárinu 2004.

Spiluðum Rocky-lögin fyrir og eftir leik

Áhorfendur og leikmenn Everton og Reading fengu óvænta heimsókn um liðna helgi er bandaríski stórleikarinn Sylvester Stallone var meðal áhorfenda. Fyrir leikinn gekk hann út á miðjan völlinn með Everton-trefil á lofti og fékk gríðarlega góðar viðtökur frá stuðningsmönnum liðsins.

Sharapova vann í miklum hita

Tennis Annar keppnisdagur opna ástralska meistaramótsins í tennis einkenndist af gífurlega miklum hita. Sumar er í Ástralíu og fór hitinn allt undir 40 gráður. Maria Sharapova frá Rússlandi lenti í miklum vandræðum með andstæðing sinn, Camille Pin frá Frakklandi, vegna hitans og magaverkja.

Vildi ekki fara til West Ham

Ekki eru allir tilbúnir að ganga til liðs við Eggert Magnússon og félaga hjá West Ham. Ashley Young, framherji enska liðsins Watford, neitaði að fara til West Ham eftir að Eggert Magnússon var búinn að ná samkomulagi við Watford um að kaupa þennan 21 árs strák fyrir 9,65 milljónir enskra punda eða 1,3 milljarða íslenskra króna.

Sú serbneska send aftur heim

Unndór Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í Iceland Express-deildinni, hefur tekið þá ákvörðun ásamt stjórn körfuknattleiksdeildarinnar að láta nýjan serbneskan miðherja liðsins fara aftur til sín heima.

GAIS hefur áhuga á Eyjólfi

Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, staðfesti við Fréttablaðið í gær að forráðamenn sænska úrvalsdeildarliðsins GAIS hefðu sett sig í samband við félagið vegna Eyjólfs Héðinssonar. Eyjólfur æfði með GAIS í síðustu viku og hreif forráðamenn liðsins. Hann er samningsbundinn Fylki næstu tvö árin en Hörður segir málið vera á byrjunarstigi.

Saviola fór á kostum

Argentínumaðurinn smái, Javier Saviola, minnti rækilega á sig í kvöld þegar hann skoraði öll þrjú mörk Barcelona í 3-2 sigri liðsins á Alaves í síðari leik liðanna í spænska bikarnum. Barcelona er því komið áfram í keppninni, en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Börsunga í kvöld.

City í fjórðu umferð

Manchester City tryggði sér í kvöld sæti í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar með 2-1 sigri á Sheffield Wednesday í aukaleik liðanna í þriðju umferð. Darius Vassell skoraði sigurmark City sem þurfti að hafa mikið fyrir sigri sínum. Middlesbrough þurfti einnig að hafa mikið fyrir hlutunum þegar liðið tók á móti Hull City.

Urango tilbúinn að mæta Ricky Hatton

Kólumbíumaðurinn Juan Urango segist vera meira en tilbúinn í slaginn fyrir bardaga sinn gegn hinum magnaða og ósigraða Ricky Hatton í Las Vegas á laugardagskvöld, en bardaginn verður sýndur beint á Sýn.

Carew eftirsóttur

Norski framherjinn John Carew hjá Lyon hefur nóg að gera þessa dagana ef marka má frétt norska dagblaðsins VG, en í samtali við blaðið í dag segist framherjinn þegar hafa neitað tilboðum frá tíu knattspyrnufélögum.

Calderon ekki hættur að hrauna yfir Beckham

Forseti Real Madrid gerði í dag endanlega út um vonir David Beckham um að losna fyrr undan samningi sínum við félagið í dag þegar hann lýsti því yfir að ekkert lið í heiminum hefði viljað bjóða honum samning í janúarglugganum og að hans biði ekkert í Bandaríkjunum annað en að gerast miðlungsleikari í Hollywood.

Loeb bjartsýnn þrátt fyrir meiðsli

Þrefaldur heimsmeistari í rallakstri, Frakkinn Sebastien Loeb, segist óttast að handleggsbrotið sem hann varð fyrir á síðasta ári gæti gert honum lífið leitt í fyrstu keppni ársins í Monte Carlo um næstu helgi. Loeb ekur fyrir lið Citroen, sem tekur nú þátt í heimsmeistaramótinu á ný eftir árs fjarveru.

Anthony körfuboltamaður ársins í Bandaríkjunum

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets var í dag kjörinn körfuboltamaður ársins í Bandaríkjunum fyrir frammistöðu sína með landsliðinu á HM í körfubolta sem fram fór í Japan í fyrra. Þetta þykja mörgum nokkuð kaldhæðnislegar fréttir í ljósi þess að hann situr nú af sér 15 leikja bann í NBA fyrir slagsmál.

Solano útilokar ekki að spila í Bandaríkjunum

Miðjumaðurinn skemmtilegi Nolberto Solano hjá Newcastle gagnrýndi harðlega ákvörðun David Beckham að fara til Bandaríkjanna frá Real Madrid, en segist sjálfur vel geta hugsað sér að spila í Ameríku þegar hann hættir í ensku úrvalsdeildinni.

Man City - Sheffield Wednesday í beinni í kvöld

Leikur Manchester City og Sheffield Wednesday í þriðju umferð enska bikarsins verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending 19:50. Liðin gerðu jafntefli í fyrri leik sínum og mætir sigurvegari kvöldsins liði Southampton á heimavelli í fjórðu umferðinni. Leikur Barcleona og Alaves í spænska bikarnum verður í beinni á Sýn Extra klukkan 19:55 en þar verður Eiður Smári Guðjohnsen hvíldur að þessu sinni.

Sjá næstu 50 fréttir