Fleiri fréttir

Tveggja marka sigur á Tékkum

Íslendingar höfðu betur gegn Tékkum í æfingaleik þjóðanna í handbolta sem fram fór í Laugardalshöllinni í dag. Lokatölur urðu 34-32 og náðu íslensku strákarnir þar með að hefna fyrir tapið fyrir Tékkum í gær.

Federer segir Nadal að breyta um stíl

Svissneski tennisspilarinn Roger Federer telur að sinn helsti keppinautur, Spánverjinn Rafael Nadal, þurfi að breyta leikstíl sínum til að bæta sig sem tennisspilari í nánustu framtíð. Federer lætur ummælin falla aðeins degi áður en Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst, þar sem flestir spá því að Nadal geti helst veitt þeim svissneska einhverja keppni.

Benitez hafnaði Real Madrid í sumar

Rafael Benitez hafnaði boði um að gerast þjálfari Real Madrid síðasta sumar en frá þessu greindi stjórnarformaður Liverpool, Rick Parry, í morgun. Parry segir að Benitez hafi hugsað málið vandlega en að lokum ákveðið að halda áfram því starfi sem hann hafði byrjað á Anfield.

Ísland með forystu í hálfleik

Ísland hefur fjögurra marka forystu, 18-14, gegn Tékkum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið er að spila mun betur en það gerði í viðureign liðanna í gær.

Stallone stal senunni

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Silvester Stallone stal senunni á Goodison Park í dag þar sem leikur Everton og Reading fór fram. Stallone var sérstakur heiðursgestur Bill Kenwright, stjórnarformanns Everton á leiknum, og var leikarinn hylltur af áhorfendum á vellinum fyrir leikinn. Stallone fagnaði ógurlega þegar Andy Johnson skoraði jöfnunarmark Everton þegar skammt var eftir.

Jafnt hjá Everton og Reading

Evrton og Reading skildu jöfn, 1-1, í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem var að ljúka rétt í þessu. Það var Andy Johnson sem jafnaði leikinn fyrir heimamenn í Everton á 81. mínútu eftir mistök Marcus Hahnemann í marki gestanna.

Eggert býður í Ashley Young

Allar líkur eru taldar á því að Watford samþykki tilboð upp á átta milljónir punda frá Eggert Magnússyni í framherjann Ashley Young. Watford hafði áður hafnað boði West Ham upp á sjö milljónir punda en staðfesti hefur verið að Eggert og félagar lögðu fram nýtt og endurbætt tilboð í gær.

Ekki spurning hvort heldur hvenær

Að sögn Rick Parry, stjórnarformanns Liverpool, er það ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær auðkýfingarnir frá Dubai gangi frá kaupum á meirihluta í félaginu. Parry segir að verið að sé að ganga frá smáatriðum í kaupsamningum og að eigendaskiptin gætu gengið í gegn innan fárra daga.

Bullard á góðum batavegi

Jimmy Bullard, miðvallarleikmaður Fulham, er á góðum batavegi eftir að hafa lent í hrottalegum hnémeiðslum strax í upphafi leiktíðar og útilokar knattspyrnustjórinn Chris Coleman ekki að Bullard spili með liðinu síðar á tímabilinu.

Reading komið yfir gegn Everton

Reading er komið með forystu í viðureign sinni gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni en það var varnarmaðurinn Joleon Lescott sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 28. mínútu. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson er frá vegna meiðsla.

Robson lætur Beckham heyra það

Gamli refurinn Bobby Robson gagnrýnir David Beckham harðlega í pistli sem hann skrifar í enska dagblaðið Daily Mail og birtist í morgun. Robson segir að ákvörðun Beckham um að fara til Bandaríkjanna sanni að hann hafi ekki lengur metnaðinn né lystina til að keppa á meðal þeirra bestu.

Beckham útilokar ekki landsliðið

David Beckham hefur ekki gefið landsliðsferilinn með Englandi upp á bátinn þrátt fyrir að hann sé á leið í heldur lágt skrifuðu bandarísku atvinnumannadeildina. Beckham kveðst alltaf ætla að gefa kost á sér í landsliðið.

Jon Terry boðar uppreisn

Fyrirliði Chelsea, John Terry, kveðst ætla að beita sér að fullum krafti í að halda Jose Mourinho hjá félaginu en hann hefur sterklega verið orðaður við að brottför frá Chelsea í lok leiktíðar. Terry boðar uppreisn á meðal leikmanna gegn stjórn félagsins.

10 þúsund fráköst hjá Garnett

Kevin Garnett, leikmaður Minnesota, skorað 32 stig og reif niður 14 fráköst í 109-98 sigri liðs síns á New Jersey í NBA-deildinni í nótt. Garnett hefur nú tekið 10.007 fráköst á ferlinum og er hann 32. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem rýfur 10 þúsund frákasta múrinn. Pheonix vann sinn áttunda leik í röð í nótt.

Inter setti met á Ítalíu

Inter Milan setti í gærkvöld met í ítölsku A-deildinni þegar liðið vann sinn 12. leik í röð. Í gær var það Torino sem lá í valnum, 3-1, en Adriano, Zlatan Ibrahimovich og Marco Materazzi skoruðu mörk Inter. Þjálfarinn Roberto Mancini vill ekki gera of mikið úr metinu.

Vont tap hjá Barcelona

“Við þurfum að vakna,” sagði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, eftir 3-1 tap liðsins gegn Espanyol í gærkvöldi. Barcelona hefur ekki náð að sigra í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni en er áfram í 2. sæti deildarinnar – a.m.k. um stundarsakir. Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrstu 63 mínútur leiksins.

Nýir Motocrossskór frá Scott

Scott hefur verið til frá árinu 1958 og eru þeir best þekktir í mótorhjólaheiminum fyrir að vera fyrstir til að búa til sérstök motocross gleraugu. Þeir komu einnig með motocrossskóna upp úr '70, en síðan þá hafa Scott ekki verið nógu duglegir með að framleiða og hanna skó, en nú er að koma smá von í menn eftir að Scott tilkynnti nýja línu af motocrossskóm núna um daginn.

Mourinho verðleggur Cech á 50 milljónir punda

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði eftir sigur sinna manna á Wigan í dag að markvörðurinn Peter Cech væri búinn að fá grænt ljós á að hefja æfingar að fullum krafti. Mourinho sagði Cech vera besta markvörð í heimi og smellti í leiðinni 50 milljón punda verðmiða á Tékkann stóra og stæðilega.

Fyrsta tap Juve á tímabilinu

Juventus tapaði sínum fyrsta leik í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag gegn Mantova á útivelli, 1-0. Sjálfsmark frá Robert Kovac réði úrslitunum í leiknum en við tapið fellur Juventus niður í 6. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Napoli og einu stigi á eftir Mantova.

Stjarnan upp að hlið Valsstúlkna

Stjörnustúlkur komust í dag upp að hlið Valsstúlkna á toppi DHL-deildar kvenna í handbolta með því að leggja Hauka af velli á heimavelli sínum, 21-15. Um sannkallaðan toppslag var að ræða því fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig. Valur, Stjarnan og Grótta hafa öll fengið 18 stig en Grótta hefur spilað tveimur leikjum meira en tvö fyrstnefndu liðin.

Mögnuð tilþrif í stjörnuleikjunum í dag

Fullt var út úr dyrum í DHL-Höllinni í Frostaskjóli í dag þar sem fram fóru hinir árlegu stjörnuleikir úrvalsdeildar karla og kvenna í körfubolta. Hjá körlunum höfðu erlendir leikmenn betur gegn þeim íslensku en hjá konunum laut Esso-liðið í lægra haldi fyrir Shell-liðinu.

Walter Smith ver ákvörðun sína

Walter Smith, frávarandi þjálfari skoska landsliðsins og nýráðinn þjálfari Glasgow Rangers í Skotlandi, hefur varið ákvörðun sína um að yfirgefa herbúðir landsliðsins til að snúa aftur á Ibrox. Smith segir að nánast allir knattspyrnustjórar í heiminum hefðu tekið sömu ákvörðun og hann.

10 leikmenn Arsenal lögðu Blackburn

Leikmenn Arsenal sýndu mikinn karakter með því að leggja Blackburn af velli á útivelli í kvöldleik ensku úrvalsdeildarinnar, 2-0. Gilberto Silva var vikið af leikvelli strax á 12. mínútu leiksins en þrátt fyrir að vera manni fleiri átti Blackburn ekki roð í fríska leikmenn Arsenal. Kolo Toure og Thierry Henry skoruðu mörk Arsenal.

Íslendingar töpuðu fyrir Tékkum

Íslenska landsliðið í handbolta beið lægri hlut, 29-27, í æfingaleik gegn Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag. Íslenska liðið lék langt undir getu í leiknum en megin munurinn á liðunum lá í markvörslunni. Liðin mætast öðru sinni á morgun.

Beckham getur haft gríðarleg áhrif

Koma David Beckham til LA Galaxy getur komið liðinu í hóp fremstu félagsliða veraldar, að því er Alexei Lalas, fyrrum landsliðsfyrirliði Bandaríkjanna og núverandi framkvæmdastjóri LA Galaxy, heldur fram.

Ísland einu marki yfir í hálfleik

Íslenska landsliðið í handbolta hefur forystu, 16-15, í æfingaleik liðsins við Tékkland sem fram fer í Laugardalshöllinni. Íslenska liðið hefur verið nokkuð frá sínu besta í leiknum en jafnt hefur verið á nánast öllum tölum.

Man. Utd. gefur ekkert eftir

Manchester United og Chelsea unnu bæði góða sigra í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Man. Utd. átti ekki í erfiðleikum með Aston Villa á heimavelli sínum og vann 3-1 og þá spilaði Chelsea sinn besta leik í langan tíma þegar það lagði Wigan af velli, 4-0. Íslendingaliðið West Ham missti unnin leik niður í jafntefli á síðustu stundu.

Mourinho: Ekki lesa blöðin

Jose Mourinho hefur hvatt stuðningsmenn Chelsea til að leiða hjá sér allar vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu, en portúgalski stjórinn hefur ítrekað verið orðaður við brotthvarf úr stjórastólnum í vor. Mourinho vill enn ekki tjá sig efnislega um meint ósætti hans og stjórnar félagsins og segja spænsk dagblöð í morgun að umboðsmaður hans sé í viðræðum við Real Madrid.

Man. Utd. að valta yfir Aston Villa

Topplið Manchester United er að sýna allar sínar bestu hliðar í leik sínum við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Þegar flautað hefur verið til hálfleiks er staðan 3-0, en Ji-Sung Park, Michael Carrick og Cristiano Ronaldo hafa skorað mörkin. Chelsea er einnig yfir gegn Wigan, 1-0, en það var Frank Lampard sem skoraði mark meistaranna.

Heiðar byrjar hjá Fulham

Heiðar Helguson er í fremstu víglínu hjá Fulham þegar liðið sækir Eggert Magnússon og félaga hjá West Ham heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Nýju mennirnir hjá West Ham. Luis Boa Morte og Nigel Quashie, eru báðir í byrjunarliðinu ásamt Carlos Tevez.

Öruggt hjá Liverpool

Liverpool vann sannfærandi 3-0 útisigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem framherjarnir Dirk Kuyr og Peter Crouch sáu um að skora mörkin. Sá síðarnefndi skoraði tvívegis. Með sigrinum styrkir Liverpool stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Arsenal en fimm stigum á eftir Chelsea.

16 ára gutti komst í gegnum niðurskurð

Tadd Fujikawa, 16 ára strákur frá Hawaai, varð í gær næst yngsti kylfingurinn frá upphafi til að komast í gegnum niðurskurð á PGA-mótaröðinni í golfi. Fujikawa lék þá á þremur höggum undir lágmarkinu á Sony-meistaramótinu í Honolulu og skyggði algjörlega á Michelle Wie, stöllu sína frá Hawaii, sem var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Beckham spilar ekki meira fyrir Real

David Beckham hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Real Madrid, að því er Fabio Capello, knattspyrnustjóri liðsins, staðfesti nú í morgun. Beckham á hálft ár eftir af samningi sínum við Real og fær að æfa með liðinu - en ekki spila.

Liverpool með forystu í hálfleik

Liverpool hefur 2-0 forystu gegn Watford á útivelli í hádegisleik enska boltans nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Peter Crouch og Dirk Kuyt hafa skorað mörk Liverpoool, en knattspyrnustjórinn Rafa Benitez stillir upp einkar sókndjörfu liði í leiknum.

Doyle er ekki á förum frá Reading

Kevin Doyle, framherji Reading og einn helsti spútnikleikmaður enska boltans í ár, kveðst ekki reiðubúinn að yfirgefa herbúðir nýliðinna í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að stærri lið hafi sýnt honum áhuga á síðustu vikum. Doyle hefur slegið í gegn á leiktíðinni og skorað 10 mörk.

Federer tapaði í Ástralíu

Bandaríkjamaðurinn Andy Roddick gerði sér lítið fyrir og lagði Svisslendinginn Roger Federer af velli í úrslitaviðureign Kooyong-mótsins í Melbourne í Ástralíu sem fram fór í morgun. Roddick vann sannfærandi sigur; 6-2, 3-6 og 6-3, gegn langstigahæsta tennisspilara heims.

Allen og Nowitzki stálu senunni

Dirk Nowitzki hjá Dallas og Ray Allen hjá Seattle voru menn næturinnar í NBA-boltanum. Nowitzki skoraði 43 stig, það mesta sem hann hefur skorað á leiktíðinni, þegar Dallas lagði Indiana af velli en Allen gerði enn betur og setti niður 54 stig í sigri Seattle á Utah. Allen hefur aldrei skorað meira á sínum ferli.

Flottar tamningaraðferðir

Það gerist ekki flottara samspilið á milli manns og hests eins og sést á meðfylgjandi myndbandi. Þetta myndband sýnir ótrúlegar aðferðir sem notaðar eru til að temja og þjálfa hross. Þetta myndband er kynning kennsluaðferðum hjá skóla sem heitir Nevzorov.

Inter getur sett met með sigri á morgun

Ítalíumeistarar Inter Milan geta sett nýtt met í ítölsku A-deildinni á morgun þegar keppni eftir hefst á ný þar í landi eftir vetrarfrí, en liðið vann sinn ellefta leik í röð í deildinni þegar það skellti Atalanta á síðasta keppnisdegi fyrir jólafrí. Liðið mætir Torino á morgun.

Vörn og markvarsla mikilvægir þættir

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari segir að í ljósi þeirra miklu meiðsla sem hrjá lykilmenn íslenska landsliðsins í handknattleik, muni þættir eins og vörn og markvarsla að vera í topplagi á HM í Þýskalandi ef liðið á að ná langt.

McClaren sendi Beckham til Ameríku

Arsene Wenger hefur ákveðnar skoðanir á fyrirhuguðum vistaskiptum knattspyrnustjörnunnar David Beckham, en hann telur að ef leikmaðurinn hefði ekki misst sæti sitt í enska landsliðinu, hefði hann klárlega samið við lið í Evrópu.

Ferguson vill að Mourinho verði áfram

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist vonast til að keppinautur hans Jose Mourinho verði áfram við stjórnvölinn hjá Chelsea í ljósi þeirra frétta sem gengið hafa á Englandi í dag. Því er haldið fram að Mourinho hætti hjá Chelsea í vor.

Snjókross á Skjá Einum í vetur

Mótorsport verslunin Mótormax, sem er afurð sameiningar Gísla Jónssonar (Ski-doo umboðið) og Yamaha umboðs P.Samúelssonar, stendur í viðræðum við Skjá Einn um kostun og sýningu á öllum mótum Snjókross í vetur. Um er að ræða allt að 10 þátta seríu af fjórum Íslandsmótum og einu bikarmóti.

Blatter vill ekki lýsa yfir fullum stuðningi við Platini

Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, segir knattspyrnugoðið Michel Platini eiga erfitt verkefni fyrir höndum í lok mánaðarins þegar forsetakosningar fara fram hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Platini býður sig þar fram gegn sitjandi forseta, Svíanum Lennart Johansson, en sá hefur verið í valdastól síðan árið 1990.

Sjá næstu 50 fréttir