Golf

16 ára gutti komst í gegnum niðurskurð

Svona lítur hann út, hinn 16 ára gamli Tadd Fujikawa - nýjasta stjarnan í golfheiminum.
Svona lítur hann út, hinn 16 ára gamli Tadd Fujikawa - nýjasta stjarnan í golfheiminum. MYND/AFP

Tadd Fujikawa, 16 ára strákur frá Hawaai, varð í gær næst yngsti kylfingurinn frá upphafi til að komast í gegnum niðurskurð á PGA-mótaröðinni í golfi. Fujikawa lék þá á þremur höggum undir lágmarkinu á Sony-meistaramótinu í Honolulu og skyggði algjörlega á Michelle Wie, stöllu sína frá Hawaii, sem var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

"Þetta er æðislegt,"sagði Fujikawa við fréttamenn eftir mótið. "Þetta er sennilega besta tilfinning sem ég fundið á ævinni," bætti hann við en Fujikawa varð 16 ára sl. miðvikudag.

Talið er að Fujikawa muni koma til með að skyggja nokkuð á Wie í ár, kvenkyns kylfinginn frá Hawaai sem talið er eitt mesta undrabarn sem komið hefur fram í golfheiminn frá upphafi. Wie hefur ekki náð þeim árangri á vellinum sem búist var við og segja spekingar að Fujikawa muni koma til með að stela athyglinni af Wie á komandi tímabili.

Bob Panasik var 15 ára, 8 mánaða og 20 daga gamall þegar hann komst í gegnum niðurskurð á PGA-mótaröðinni í golfi árið 1957 og er, enn sem komið er, yngsti kylfingurinn frá upphafi til að ná þeim árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×