Fleiri fréttir

George Karl framlengir við Denver

Þjálfarinn George Karl hefur framlengt samning sinn við NBA lið Denver Nuggets til ársins 2010, en undir hans stjórn hefur liðið náð sínum besta árangri síðan það gekk inn í NBA deildina fyrir þremur áratugum.

Walcott tryggði Englendingum sæti á EM

Táningurinn Theo Walcott tryggði enska U-21 árs landsliðinu 2-0 sigur á Þjóðverjum í kvöld og um leið sæti á EM næsta sumar, þegar hann skoraði bæði mörk liðsins eftir að hafa komið inn sem varamaður þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Einum leikmanni var vikið af leikvelli í báðum liðum í kvöld, en Þjóðverjar klúðruðu vítaspyrnu og fjölda marktækifæra. Enska liðið vann því einvígið í umspilinu samanlagt 3-0.

Brasilía lagði Ekvador

Brasilíumenn lögðu granna sína Ekvadora 2-1 í vináttulandsleik í Stokkhólmi í kvöld eftir að hafa verið manni fleiri frá 29. mínútu. Ekvadorar komust í 1-0 og voru betra liðið framan af, en Fred jafnaði skömmu fyrir hálfleik og Kaka skoraði sigurmarkið á 74. mínútu.

Jónas Sævarsson í landsliðið

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið Jónas Guðna Sævarsson úr Keflavík og Ásgeir Gunnar Ágeirsson úr FH í landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Svíum á morgun í stað Helga Vals Daníelssonar sem er meiddur. Eins og fram kom í dag er Veigar Páll Gunnarsson veikur og verður ekki með gegn Svíum.

Fyrsta beina útsendingin á NBA TV í nótt

Í kvöld geta NBA áhugamenn tekið forskot á sæluna þegar NBA TV sjónvarpsstöðin á Digital Ísland verður með fyrstu beinu útsendinguna frá undirbúningstímabilinu og hér er enginn smá leikur á ferðinni - viðureign Miami Heat og Detroit Pistons.

Kallar á stolt og ástríðu

Steve McClaren vill að leikmenn enska landsliðsins sýni stolt sitt og ástríðu þegar þeir sækja Króata heim í undankeppni EM annað kvöld í leik sem sýndur verður beint á Sýn.

Veigar Páll og Helgi Valur ekki með gegn Svíum

Þær fréttir voru að berast af íslenska landsliðinu í knattspyrnu að þeir Veigar Páll Gunnarsson og Helgi Valur Daníelsson hafa þurft að draga sig út úr hópnum fyrir leikinn gegn Svíum á morgun.

Leik kvöldsins frestað

Leik Hauka og Stjörnunnar í DHL-deild kvenna sem fara átti fram í kvöld klukkan 20 hefur verið frestað og fer hann fram á sama tíma annað kvöld.

Brasilía - Ekvador í beinni á Sýn

Brasilíumenn og Ekvadorar spila í kvöld vináttuleik í knattspyrnu í Stokkhólmi í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 17:50. Landsliðsþjálfari Brasilíu hefur ákveðið að gera breytingar á undirbúningi liðsins frá því sem tíðkaðist á HM.

Króatar aðvaraðir

Evrópska knattspyrnusambandið hefur nú sent króatíska knattspyrnusambandinu aðvörun um að hafa hemil á stuðningsmönnum landsliðsins í leiknum gegn Englendingum annað kvöld, en stuðningsmenn króatíska liðsins hafa gerst sekir um kynþáttafordóma að undanförnu.

Sleppur með sekt

Joey Barton sleppur með skrekkinn eftir að hafa berað á sér bossann í leik gegn Everton á dögunum, en aganefnd enska knattspyrnusambandsins ákvað að sleppa honum með 2000 punda sekt og aðvörun fyrir háttalag sitt. Tekið var mið af því að Barton baðst afsökunar á uppátækinu og var leikmaðurinn ánægður með niðurstöðuna.

Ledley King meiddur

Miðvörðurinn sterki Ledley King hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Króötum annað kvöld vegna meiðsla á hné, en miklar bólgur hafa tekið sig upp í hné hans eftir leiki í haust vegna aðgerðar sem hann gekkst undir í sumar. Þetta kemur ekki að sök fyrir enska liðið því Rio Ferdinand tekur stöðu hans eftir að snúa sjálfur til baka eftir meiðsli.

Haukar mæta Paris Handball

Í dag var dregið í í þriðju umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta og fá Haukar það verkefni að mæta franska liðinu Paris Handball og verður fyrri leikur liðanna spilaður í París 4. eða 5. næsta mánaðar. Í Áskorendakeppninni dróst Fylkir á móti liði St Gallen í Sviss, en fyrri leikurinn verður hér heima í byrjun næsta mánaðar.

Ballack ætlar að ljúka ferlinum á Stamford Bridge

Hinn þýski Michael Ballack segir að hann gæti lokið knattspyrnuferlinum með Chelsea. Hann hefur ekki enn náð sér á strik með sínu nýja félagi en biður fólk um að sýna þolinmæði á meðan hann aðlagast enska boltanum.

Schumacher hefur ekki gefist upp

Michael Schumacher mun fara í Brasilíukappaksturinn með það hugafar að hann geti stolið heimsmeistaratitlinum úr greipum Fernando Alonso, segir Damon Hill fyrrum keppinautur Schumacher.

Króatar ekki hræddir við Englendinga

Aðstoðarþjálfari Króata Aljosa Asanovic, fyrrum leikmaður Derby, segir að Steve McClaren þjálfari Englendinga muni ekki þora að eiga við leikkerfi sitt fyrir leikinn gegn Króötum.

Munurinn lá í sóknarnýtingunni

Slæm nýting dauðafæra urðu Íslandsmeisturum Fram að falli í leik þeirra gegn Celje Lasko frá Slóveníu í Meistaradeildinni í handbolta í gær. Framarar komu heimamönnum í opna skjöldu með góðum leik en lokatölurnar, 35-24, voru of stórar miðað við gang leiksins.

Stjarnan stöðvaði Gróttu

Eftir að hafa sigrað í þremur fyrstu þremur deildarleikjum sínum brotlenti kvennalið Gróttu í Ásgarði í gær. Leikurinn var jafn og spennandi lengi vel en í síðari hálfleik keyrðu Stjörnustúlkur yfir gesti sína, skoruðu níu mörk í röð og sigruðu á endanum 35-28.

Mjög mikilvægt fyrir félagið

Íþróttafélagið ÍBV hefur gert stóran samning við Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðina hf. sem kveður á um að fyrirtækin verði styrktaraðili félagsins næstu tvö árin. Skrifað var undir samninginn á lokahófi knattspyrnudeildar ÍBV sem fram fór á föstudag en fjármununum verður skipt á milli karla- og kvennaliða félagsins í fótbolta og handbolta.

Gummersbach á toppinn

Gummersbach, lið Alfreðs Gíslasonar, endurheimti toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær eftir að liðið vann Melsungen á heimavelli sínum í gær, 38-30. Liðið er nú komið með 14 stig eftir átta leiki, tveimur stigum meira en Hamburg og Nordhorn, en þau hafa leikið einum leik færra.

Íslendingar verða auðveld bráð

Sænskir fjölmiðlar eru í skýjunum með frammistöðu landsliðs síns í leiknum gegn Spáni á laugardag og segja liðið fara til Íslands eftir að hafa leikið einn allra besta leik sinn frá upphafi.

Stjarnan var tveimur sekúndum frá því að komast áfram

Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum.

Endaði í 60. sæti

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 60. sæti á áskorendamóti sem fram fór í Toulouse í Frakklandi um helgina. Birgir Leifur lék á fimm höggum yfir pari á lokahringnum í gær, á alls 77 höggum, eftir að hafa byrjað mjög illa og lauk keppni á alls sex höggum yfir pari.

Flensburg vann

Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensburg unnu þægilegan útisigur á Skopje frá Makedóníu í X-riðli Meistaradeildarinnar í gær, 37-29. Yfirburðir Flensburg voru töluverðir í leiknum og hafði liðið meðal annars 21-10 forystu í hálfleik en það slakaði nokkuð á undir lokin þegar Viggó leyfði minni spámönnum sínum að spreyta sig.

Saknar Larsons

Carlos Puyol, fyrirliði Barcelona og samherji Eiðs Smára Guðjohnsen, kveðst sakna sænska framherjans Henrik Larsson, sem yfirgaf herbúðir félagsins í sumar og gekk til liðs við Helsingborg í heimalandi sínu.

Of mikil pressa

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, biður fólk um að róa sig í gagnrýni á sóknarmanninn Wayne Rooney sem spilar fyrir Manchester United. Rooney hefur ekki skorað í mótsleik fyrir landsliðið síðan í júní 2004 og hefur verið talsvert frá sínu besta í undanförnum leikjum fyrir United.

Fara í ísbað fyrir Íslandsferðina

Nokkrir leikmanna sænska landsliðsins voru gjörsamlega örmagna eftir leikinn gegn Spáni og fengu leikmennirnir Anders Svensson, Johan Elmander, Niclas Alexandersson og fleiri mikinn krampa í fæturna undir það síðasta. Eftir leikinn brá sjúkraþjálfari sænska liðsins, Paul Balsom, á það ráð að setja leikmennina í ísbað.

Bayern er ekki nógu stórt lið

Þýski sóknarmaðurinn Miroslav Klose kveðst eingöngu hafa áhuga á að yfirgefa herbúðir Werder Bremen ef honum býðst að fara til einhvers af stóru liðunum í Evrópu og nefnir hann Real Madrid og Barcelona í því samhengi.

Akureyringar kafsigldu dapra Breiðhyltinga

Það var rífandi stemmning KA-heimilinu á Akureyri í gær þegar samnefnt lið bæjarnafninu tók á móti ÍR í fyrsta heimaleiknum sem sameinað lið KA og Þórs. Greinilegt er með öllu að þessir sameinuðu kraftar hafa nú myndað sterkt handboltalið sem er með dyggann stuðning allra bæjarbúa með sér og er ljóst að það verður erfitt fyrir öll lið að mæta í gryfjuna sem KA-heimilið er.

Íslendinga skortir skipulag í vörninni

Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær að hann hygðist láta lið sitt sækja á það íslenska þar sem það er veikast fyrir, þegar kemur að því að snúa úr sókn í vörn. Svíar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag og hafði Lagerback verið nýbúinn að tala við útsendara sinn sem var á leik Letta og Íslendinga þegar hann ræddi við sænska fjölmiðla í gær.

Alonso á sigurinn vísan

Allar líkur eru á því að Spánverjinn Fernando Alonso muni verja heimsmeistaratitil ökumanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í Japans-kappakstrinum í fyrrinótt. Michael Schumacher féll úr keppni eftir vélin í Ferrari-bíl hans bræddi úr sér, en það er í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. Alonso er því með 10 stiga forystu á Scumacher í keppni ökumanna þegar aðeins eitt mót er eftir, í Brasilíu eftir tvær vikur.

Roger Federer sigraði í Tókýó

Svisslendingurinn Roger Federer bar sigur úr býtum á opna japanska meistaramótinu í Tennis. Úrslitaleikur mótsins fór fram í Tókýó í gærmorgun og þar vann Federar sigur á hinum enska Tim Henman 6-3 og 6-3. Þetta er níundi meistaratitill Federers á árinu og hans 42. á atvinnumannaferlinum.

Guðmundur gerir það gott

Sænska knattspyrnuliðið Skövde tryggði sér á laugardag sæti í þriðju efstu deild þar í landi, en þjálfari liðsins er Guðmundur Ingi Magnússon, fyrrum leikmaður Víkings hér á landi. Guðmundur hefur búið í Svíþjóð undanfarin ár en hann varð meðal annars Íslandsmeistari með Víkingum árið 1991.

Haukar komnir áfram í EHF-keppninni

Haukar unnu ítalska liðið Conversano 28-26 á Ásvöllum í kvöld. Þeir eru komnir áfram í EHF-Evrópukeppninni í handbolta en þeir töpuðu með einu marki í Ítalíu og vinna því samanlagt með einu marki.

Akureyri vann góðan heimasigur

Akureyri vann góðan heimasigur, 33-24, á ÍR á Akureyri í dag. Sigur Akureyringa var aldrei í hættu en staðan í hálfleik var 17-9. Akureyringar léku mjög vel í dag og varnarleikur þeirra var góður að sama skapi náðu ÍR-ingar sér aldrei á flug.

Stjarnan vann Medvescak Zagreb

Stjarnan lagði Medvescak Zagreb, 29-23, í Evrópukeppni bikarhafa í Ásgarði í dag. Það dugði ekki til að komast áfram í keppninni því Króatarnir unnu fyrri leikinn með sjö marka mun. Klukkan átta í kvöld mætast Haukar og ítölsku meistararnir í Conversano í 2. umferð EHF-keppninnar.

Celje lagði Fram í Slóveníu

Celje Lasko frá Slóveníu vann öruggan sigur á Fram, 35-24, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Framarar léku mjög vel mest allan leikinn og sköpðu sér mörg góð færi. Jafnræði var með liðunum framan af þó Celje væri alltaf nokkrum mörkum yfir . Í stöðunni 23-19 í seinni hálfleik bættu Slóvenarnir í og gerðu út um leikinn.

Alonso vann, vél Ferrari gaf sig

Fernando Alonso sigraði Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni í dag. Michael Schumacher hafði forystu lengst af en vél Ferrari bíl hans gaf sig þegar lítið var eftir. Það hefur ekki gerst í fimm ár. Eina leið Schumacher til að ná heimsmeistaratitlinum af Alonso er að vinna næsta kappakstur og Alonso má ekki klára.

Schumacher í mun betri stöðu

Michael Schumacher verður annar á ráslínu, á eftir félaga sínum Felipe Massa hjá Ferrari, þegar ræst verður til leiks í kappakstrinum í Japan í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso náði aðeins fimmta sæti í tímatökunni og því ljóst að Schumacher er skrefinu á undan í baráttunni um titilinn í ár.

Krefjandi verkefni hjá Fram í Slóveníu

Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær.

Fyrsti bikar vetrarins til Keflavíkur

Úrslitaleikir fyrirtækjabikars KKÍ, Powerade-bikarkeppninnar, fóru fram í Laugardalshöllinni í gær en mótið markar nú upphaf keppnistímabilsins. Keflavík vann Njarðvík í æsispennandi leik í karlaflokki.

Sannfærandi hjá Haukum

Haukastúlkur unnu í gær Powerade-bikarinn í körfuknattleik annað árið í röð þegar þær lögðu lið Grindavíkur að velli 91-73 í Laugardalshöll. Þetta var öruggur sigur hjá Haukum en liðið hafði forystuna frá upphafi til enda leiks.

Vorum ömurlegir í þessum leik

Valsmenn sóttu Fylkismenn heim í Árbænum í gær. Fylkismenn náðu fjögurra marka forskoti í upphafi leiks og héldu því til leiksloka og unnu sanngjarnan sigur, 28-26. Þjálfari Vals, sem var spáð sigri í úrvalsdeild karla fyrir mótið, var mjög ósáttur en lítill meistarabragur var yfir Valsmönnum í gær.

Riftir samningi sínum við Val

Knattspyrnumaðurinn Matthías Guðmundsson hefur nýtt sér ákvæði í samningi sínum við Val og sagt upp samningnum í von um að eiga auðveldara með að komast út í atvinnumennsku. Matthías heldur í dag til Árósa í Danmörku þar sem hann mun æfa í tæplega vikutíma með liði AGF.

Menn misstu einbeitinguna

Þau voru þung skrefin hjá Eyjólfi Sverrissyni landsliðsþjálfara eftir leikinn enda var tapið gegn Lettum sárt og sigurinn allt of stór.

Sjá næstu 50 fréttir