Stjarnan stöðvaði Gróttu 9. október 2006 10:00 Stopp. Leikmenn Stjörnunnar spiluðu gríðarlega fasta vörn í leiknum í gær og komust leikmenn Gróttu hvorki lönd né strönd, eins og þessi mynd ber með sér. Eftir að hafa sigrað í þremur fyrstu þremur deildarleikjum sínum brotlenti kvennalið Gróttu í Ásgarði í gær. Leikurinn var jafn og spennandi lengi vel en í síðari hálfleik keyrðu Stjörnustúlkur yfir gesti sína, skoruðu níu mörk í röð og sigruðu á endanum 35-28. „Við náðum að loka vörninni í seinni hálfleik og sýndum það að við erum með meiri breidd. Það var bara frábær stemning í liðinu og við vorum með góða sóknarnýtingu. Einbeitingin var í lagi og það skilaði sér. Sóknarleikurinn var í fínu lagi í fyrri hálfleik og í leikhléinu fór ég yfir varnarleikinn. Þá fengum við upp sterka vörn og markvarslan fylgdi með,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, í byrjun leiks var Stjarnan skrefinu á undan en Grótta komst í fyrsta skipti yfir 9-8 um miðbik fyrri hálfleiks. Þegar skammt var til hálfleiks var staðan jöfn 17-17 en Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks. Jafnræðið hélt áfram í byrjun síðari hálfleiks en þegar staðan var 23-22 skoraði Stjarnan níu mörk í röð og breytti stöðunni í 32-22. Á þessum kafla réðust úrslit leiksins, Rakel Dögg Bragadóttir var sérlega atkvæðamikil í honum en hún skoraði alls tíu mörk í leiknum, þar af fimm úr vítaköstum. Alina Petrache, nýr leikmaður Stjörnunnar, átti einnig góðan leik og skoraði átta. Florentina Grecu varði á mikilvægum augnablikum ásamt því að skora eitt mark yfir endilangan völlinn. Sjö marka sigur Stjörnunnar staðreynd. Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira
Eftir að hafa sigrað í þremur fyrstu þremur deildarleikjum sínum brotlenti kvennalið Gróttu í Ásgarði í gær. Leikurinn var jafn og spennandi lengi vel en í síðari hálfleik keyrðu Stjörnustúlkur yfir gesti sína, skoruðu níu mörk í röð og sigruðu á endanum 35-28. „Við náðum að loka vörninni í seinni hálfleik og sýndum það að við erum með meiri breidd. Það var bara frábær stemning í liðinu og við vorum með góða sóknarnýtingu. Einbeitingin var í lagi og það skilaði sér. Sóknarleikurinn var í fínu lagi í fyrri hálfleik og í leikhléinu fór ég yfir varnarleikinn. Þá fengum við upp sterka vörn og markvarslan fylgdi með,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, í byrjun leiks var Stjarnan skrefinu á undan en Grótta komst í fyrsta skipti yfir 9-8 um miðbik fyrri hálfleiks. Þegar skammt var til hálfleiks var staðan jöfn 17-17 en Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks. Jafnræðið hélt áfram í byrjun síðari hálfleiks en þegar staðan var 23-22 skoraði Stjarnan níu mörk í röð og breytti stöðunni í 32-22. Á þessum kafla réðust úrslit leiksins, Rakel Dögg Bragadóttir var sérlega atkvæðamikil í honum en hún skoraði alls tíu mörk í leiknum, þar af fimm úr vítaköstum. Alina Petrache, nýr leikmaður Stjörnunnar, átti einnig góðan leik og skoraði átta. Florentina Grecu varði á mikilvægum augnablikum ásamt því að skora eitt mark yfir endilangan völlinn. Sjö marka sigur Stjörnunnar staðreynd.
Íþróttir Olís-deild kvenna Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sjá meira