Fleiri fréttir

Rökkvi efstur inn í milliriðil

Forkeppni í B-flokki gæðinga lauk í gær á öðrum degi Landsmóts hestamanna í Skagafirði. Landsmótssigurvegarinn frá síðasta landsmóti sem haldið var á Hellu fyrir tveimur árum, Rökkvi frá Hárlaugsstöðum, sýndi kunnuglega takta og fer efstur inn í milliriðil sem riðinn verður á föstudag með einkunnina 8,76.

Metin falla hjá Brössunum

Hinn sókndjarfi bakvörður Brasilíu, Cafu, sem einnig er fyrirliði landsliðsins, setti 3 met í gær þegar Brasilíumennunnu unnu Ghanamenn 3-0 á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi.

Zidane varð 100. leikmaðurinn til að skora á HM

Frakkinn Zinedine Zidane varð í gærkvöld hundraðasti leikmaðurinn til að skora mark fyrir lið sitt á HM í Þýskalandi. 132 mörk hafa verið skoruð í 56 leikjum til þessa eða 2.36 að meðaltali í leik.

Lessa til Fylkis

Hinu unga úrvalsdeildarliði Fylkis í kvennaboltanum hefur borist góður liðsstyrkur, því hin bandaríska Christiane Lessa hefur gengið í raðir félagsins frá Haukum. Lessa er 24 ára gömul.

Heiðar í 20.-25. sæti

Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ, lauk í gær keppni á móti í Brönderslev í Danmörku í 20.-25. sæti en mótið er liður í dönsku keppnismótaröðinni. Davíð Heiðar spilaði þriðja og síðasta hringinn á þremur höggum yfir pari og samtals á átta höggum yfir parinu. Hann átti frábæran fyrsta hring á mótinu er hann spilaði á einu höggi undir pari en náði ekki að leika það eftir.

Aldershot Town á eftir Keflvíkingum

Enska utandeildarliðið Aldershot Town FC gerði sér lítið fyrir um síðastliðna helgi og sendi útsendara á leik Dungannon Swifts og Keflavíkur í Intertoto-keppninni. Terry Brown, knattspyrnustjóri liðsins, segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem félagið sendir menn erlendis til að fylgjast með leikmönnum.

Er þetta ekki bara fullkomnað

16 liða úrslitin búin og liðin átta fá tveggja daga hvíld til föstudags, þá fjórir leikir, svo tveir, og svo úrslit, keppninnar vegna þá verða vonandi Þjóðverjar heimamenn í úrslitum, en margir aðrir kostir álitlegir.

Ævintýrið heldur áfram

Gamla brýnið Zinedine Zidane sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í kvöld þegar hann skoraði þriðja og síðasta mark Frakka í sigrinum á Spánverjum. Ef Frakkar hefðu tapað leiknum hefði það orðið síðasti leikur Zidane á ferlinum, en sá gamli var greinilega ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna.

Reiður út í dómarann

Luis Aragones var ekki sáttur við frammistöðu dómarans þegar hans menn féllu úr keppni í 16-liða úrslitunum á HM í kvöld. Aragones sagði annað mark Frakka hafa komið upp úr aukaspyrnu sem hafi alls ekki verið fengin af sanngirni.

Ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum

Í kvöld lauk 16-liða úrslitunum á HM og nú er ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitunum sem hefjast á föstudag. Þau hefjast með stórleik Þjóðverja og Argentínumanna klukkan 15 og svo mætast Ítalar og Úkraínumenn klukkan 19 sama kvöld. Á laugardag mætast svo Englendingar og Portúgalar klukkan 15 og 8-liða úrslitunum lýkur svo með leik Brasilíumanna og Frakka klukkan 19.

Frakkar í 8-liða úrslitin

Frakkar urðu í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér þáttöku í 8-liða úrslitum HM, þegar liðið lagði Spánverja 3-1 í Hannover. David Villa kom Spánverjum yfir á 27. með marki úr vítaspyrnu, en Franck Ribery jafnaði á þeirri 41. Það voru svo gömlu refirnir Patrick Vieira og Zinedine Zidane sem innsigluðu sigur Frakka með mörkum á síðustu mínútum leiksins og mætir liðið Brasilíu í næstu umferð keppninnar.

Jafnt í hálfleik hjá Frökkum og Spánverjum

Staðan í leik Frakka og Spánverja í lokaleik 16-liða úrslitanna á HM er jöfn 1-1 í hálfleik. David Villa kom Spánverjum yfir með marki úr vítaspyrnu á 27. mínútu, en vængmaðurinn Franck Ribery jafnaði metin fyrir Frakka á 41. mínútu.

Zidane kemur inn fyrir Trezeguet

Lokaleikurinn í 16-liða úrslitunum á HM er viðureign Frakka og Spánverja sem hefst klukkan 19:00. Þarna mætast tvö af stórliðum Evrópu og ljóst að hart verður barist í kvöld. Zinedine Zidane er kominn inn í lið Frakka í stað David Trezeguet.

Lokatölurnar misvísandi

Carlos Parreira, þjálfari Brasilíumanna, sagði að lokatölurnar í 3-0 sigri liðsins á Gana í dag gefi ranga mynd af leiknum, því hans menn hafi mætt gríðarlega harðri mótspyrnu frá Afríkumönnunum og verið heppnir að fá ekki á sig mark.

Brassar áfram

Brasilíumenn tryggðu sér í dag farseðilinn í 8-liða úrslitin á HM með 3-0 sigri á Gana. Ronaldo kom þeim yfir eftir aðeins fjórar mínútur og Adriano bætti við öðru marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins. Það var svo Ze Roberto sem innsiglaði sigur Brasilíu með þriðja markinu á 83. mínútu, en skömmu áður hafði Asamoah Gyan verið rekinn af velli í liði Gana með sitt annað gula spjald.

Kenna völlunum um slæma spilamennsku

Ensku landsliðsmennirnir eru ekki í vandræðum með að útskýra hvers vegna spilamennska liðsins hefur á tíðum verið andlaus og leiðinleg það sem af er á mótinu. Fyrst var það hitinn sem stóð liðinu fyrir þrifum, en nú segir Paul Robinson að slæm vallarskilyrði séu ástæða lélegrar spilamennsku liðsins.

Fregnum um Ronaldo vísað á bug

Eins og búast mátti við hafa forráðamenn Manchester United gefið lítið fyrir frétt spænska blaðsins Marca í dag, þar sem haft var eftir vængmanninum Cristiano Ronaldo að hann vildi ganga til liðs við Real Madrid.

Brassar leiða í háfleik

Brasilíumenn hafa yfir 2-0 gegn Gana í leik liðana í 16-liða úrslitunum á HM, en flautað hefur verið til leikhlés. Ronaldo kom Brössum yfir eftir aðeins 4 mínútur með laglegu marki og varð um leið markahæsti leikmaður í sögu keppninnar. Félagi hans Adriano bætti svo við öðru marki á síðustu mínútum hálfleiksins eftir skyndisókn Brasilíumanna, en var mjög greinilega rangstæður.

Ronaldo skorar eftir 4 mínútur

Snillingurinn Ronaldo var ekki lengi að setja mark sitt á leik Brasilíu og Gana, en hann er búinn að koma Brössum yfir eftir aðeins 4 mínútur og er orðinn markahæsti leikmaður sögunnar á HM með 15 mörk. Ronaldo fékk laglega sendingu inn fyrir vörnina og lék á markvörðinn með því að taka "skærin" góðu og renna boltanum í tómt markið. Glæsileg tilþrif.

Torres ákveðinn í að slá Zidane út

Fernando Torres framherji spænska landsliðsins gerir fastlega ráð fyrir því að hafa betur í viðureigninni við Zinedine Zidane þegar frakkar mæta spánverjum í 16 liða úrslitum á HM í dag.

Isiah Thomas fær eitt ár til að rétta við skútuna

James Dolan, stjórnarformaður New York Knicks, hefur gefið Isiah Thomas, þjálfara og framkvæmdastjóra liðsins, eitt ár til að rétta hlut liðsins. Ef það tekst ekki, verður hann látinn taka pokann sinn líkt og Larry Brown á dögunum. Árangur New York í vetur var einn sá slakasti frá upphafi og nú hefur Thomas verið gert að reyna að fá eitthvað út úr þeim misjafna mannskap sem hann hefur verið að safna til liðsins síðan hann tók við framkvæmdastjórastöðu þar á sínum tíma.

Carrick vill spila áfram

Michael Carrick vill ólmur halda stöðu sinni í enska landsliðinu eftir að hann fékk tækifæri í leiknum gegn Ekvador í 16 liða úrslitunum á HM. Carrick sem að spilaði stöðu djúps miðjumanns gegn Ekvador var lítið í boltanum í fyrri hálfleiknum í þeim leik, en hann var mun meira inni í spilinu í seinni hálfleik.

Federer setti nýtt met

Tenniskappinn Roger Federer setti í dag met þegar hann vann sinn 42. leik í röð á grasi á Wimbledon-mótinu. Federer vann auðveldan 6-3, 6-2 og 6-2 sigur á Richard Gasquet og mætir Tim Henman eða Robin Soderling í næstu umferð. Gamla metið yfir flesta sigra í röð á grasi átti Björn Borg.

Cafu nálgast met

Cafu sem að nýtur einskis jafn mikið og að slá met stefnir á að slá met í dag, þegar Brasilía mætir Ghana í 16 liða úrslitum. Cafu sem að leikur sinn 19 leik í lokakeppni HM ef að hann verður í liðinu gegn Ghana, eins og flestir gera ráð fyrir, slær þar með metið fyrir flesta leiki spilaða í lokakeppni HM.

Færri mörk en fleiri spjöld

Sérfræðingar eru alltaf að velta sér upp úr tölfræðinni og nú hefur verið tekin saman tölfræðin á HM í Þýskalandi til þessa. Það hafa færri mörk verið skoruð á þessu heimsmeistaramóti en oftast áður. Gulu og rauðu spjöldin hafa hins vegar farið oftar á loft en áður.

Leikur Brasilíu og Gana hefst klukkan 15

Nú styttist í að flautað verði til leiks í viðureign Gana og Brasilíu í 16-liða úrslitunum á HM. Ze Roberto og Adriano koma aftur inn í byrjunarlið Brassa og Eric Addo kemur inn í lið Gana í stað Michael Essien sem er í leikbanni.

Fór í aðgerð á öxl

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea hefur gengist undir aðgerð vegna meiðsla á öxl og heppnaðist hún vel að sögn talsmanna Englandsmeistaranna. Ákveðið var að bíða með aðgerðina þangað til Tékkar lykju keppni á HM, en aðgerðin var minniháttar og vonast er til þess að Cech verði orðinn fullfrískur þegar keppni í úrvalsdeildinni hefst að nýju.

Portúgalska landsliðið:

FIFA hefur vísað frá áfrýjun portúgalska landsliðsins á fyrra gula spjaldinu sem miðjumaðurinn Deco fékk gegn Hollendingum í 16-liða úrslitunum á HM og verður hann því í leikbanni þegar liðið mætir Englendingum á laugardaginn.

Segist vilja fara til Real Madrid

Spænska dagblaðið Marca birtir í dag viðtal við portúgalska vængmanninn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, þar sem haft er eftir honum að hann vilji ganga í raðir Real Madrid. Ronaldo segist vilja hefja viðræður um að fara til Spánar ef Juan Miguel Villar vinnur forsetakosningarnar hjá Real Madrid sem verða innan skamms.

Gary Neville leikfær gegn Portúgal

Hægri bakvörðurinn og enski landsliðsmaðurinn, Gary Neville, hefur verið frá undanfarnar tvær vikur vegna meiðsla í kálfa. Steve McLaren, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, sagði við fréttamenn í dag að Neville væri á góðum batavegi og myndi æfa með liðinu á morgun.

Fagurfræði eða eyðileggingarfótbolti

Síðustu leikirnir í sextán liða úrslitum í dag, allir vilja Brasilíumenn áfram, og svo skiptist heimurinn í tvo hluta þegar kemur að Frökkum og Spánverjum, nú skiptir fagurfræðin ekki lengur máli, heldur árangur.

Markaregn í kvöld

Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld og ekki vantaði mörkin frekar en fyrri daginn. Valur valtaði yfir FH á útivelli 15-0, KR sigraði Fylki 11-0 og Keflavík sigraði Þór/KA 6-3.

Úkraína áfram eftir vítakeppni

Úkraínumenn mæta Ítölum í 8-liða úrslitunum á HM eftir sigur á Svisslendingum í vítakeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 0-0 og greinilegt að bæði lið sættu sig fyllilega við að fara í sína fyrstu vítaspyrnukeppni á HM. Það voru Úkraínumennirnir sem reyndust hafa betri taugar en Svisslendingarnir, því þeir skoruðu úr þremur af fjórum spyrnum sínum, en svissneska liðið skoraði ekki úr einni einustu.

Kewell gat ekki leikið vegna gigtar

Talsmenn ástralska landsliðsins hafa gefið það út að miðjumaðurinn Harry Kewell hafi ekki geta spilað með liðinu í dag því hann þjáist af gigt. Talið var að það hefðu verið nárameiðsli sem voru að stríða leikmanninum, en nú hefur verið staðfest að hann var mjög kvalinn vegna ákveðnar tegundar gigtar.

Framlengt í Köln

Leikur Úkraínu og Sviss er farinn í framlengingu eftir að hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma. Lítið fór fyrir sóknartilburðum í síðari hálfleiknum, þó helst væru það Úkraínumennirnir sem þorðu að taka smá áhættu og sækja á fleiri mönnum. Ef svo fer sem horfir, er leikurinn ekki á leið neitt annað en í vítakeppni.

Rándýr rigning á Wimbledon

Keppnishaldarar á Wimbledon mótinu þurfa að punga út yfir einni milljón punda til að endurgreiða miðasölu eftir fyrsta keppnisdaginn, en stanslaust regn hefur orðið til þess að lítið sem ekkert hefur verið spilað þar í dag. Reglur segja til um að ef ekki næst að spila í klukkutíma eða meira, verði að endurgreiða aðgangseyrir. Mótshaldarar sögðu upp tryggingum fyrir slíku fyrir tveimur árum og þurfa því að borga brúsann úr eigin vasa.

Jafnt hjá Úkraínu og Sviss í hálfleik

Ekkert mark hefur verið skoraði í leik Úkraínu og Sviss í 16-liða úrslitunum á HM þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Bæði lið hafa átt skot í þverslá í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki.

Nýtur þess ekki að spila á HM

Ashley Cole, bakvörður enska landsliðsins og Arsenal, hefur verið einhver besti maður liðsins í keppninni. Hann segist þó alls ekki njóta þess að spila á HM vegna þeirra gríðarlegu pressu sem sé á liðinu í fjölmiðlum.

Kæru dómarar, ekki meir

Mér leiðist að væla í dómaranum, en ég hreinlega verð, eftir að hafa horft uppá 16 gul spjöld í gær, fjögur rauð í leik Portúgala og Hollendinga, fer þetta að vera gott, ekki það að sum þeirra hafi verið verðskulduð, sannarlega, en svona mörg er bara vitleysa.

Sviss - Úkraína að hefjast

Sergei Rebrov hefur verið settur út úr byrjunarliði Úkraínu fyrir leikinn gegn Sviss og Andriy Vorobey kemur inn í hans stað. Þá hafa Svisslendingar skipt um Arsenal-menn í vörninni hjá sér, þar sem Johan Djourou kemur inn í stað hins meidda Philippe Senderos. Leikurinn fer fram í Cologne.

Ég hafði aldrei áhyggjur

Marcello Lippi var stóískur eftir sigurinn á Áströlum í dag og sagðist aldrei hafa óttast að hans menn myndu tapa leiknum þrátt fyrir að vera manni færri frá því í upphafi síðari hálfleiks.

Vítaspyrnudómurinn var loðinn

Guus Hiddink var að vonum vonsvikinn eftir að hans menn Ástralar féllu úr keppni á HM eftir 1-0 tap fyrir Ítölum. Hiddink þótti vítaspyrnudómurinn í blálokinn nokkuð loðinn, en viðurkenndi að hans menn gætu sjálfum sér um kennt að hafa ekki náð að skora fyrr, þar sem þeir voru manni fleiri hálfan leikinn.

John Hartson til West Brom

Enska 1. deildarliðið West Brom gekk í dag frá kaupum á framherjanum John Hartson frá skosku meisturunum Glasgow Celtic. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en hann hefur undirritað tveggja ára samning við félagið og verður ætlað að hjálpa Bryan Robson og hans mönnum að komast beint aftur upp í úrvalsdeildina eftir fall í vor.

Glen Johnson á leið til Feyenoord?

Forráðamenn hollenska liðsins Feyenoord fullyrða að varnarmaðurinn Glen Johnson sé við það að ganga í raðir félagsins á lánssamningi. Johnson var á sínum tíma fyrsti leikmaðurinn sem keyptur var til Englandsmeistara Chelsea eftir að Roman Abramovich tók við á sínum tíma, en hefur ekki hlotið náð fyrir augum Jose Mourinho. Johnson á að baki fimm landsleiki fyrir England.

Sjá næstu 50 fréttir