Fleiri fréttir Keane ætlar í þjálfun Roy Keane hefur rætt við forráðamenn Manchester United um að verða þjálfari hjá liðinu eftir að hann leggur skóna á hilluna. Keane, sem fótbrotnaði í leik gegn Liverpool fyrir skömmu, hefur tekið námskeið í þjálfun á undanförnum árum og mun bæta enn frekar við sig á næstunni meðan hann jafnar sig af meiðslunum. 21.9.2005 00:01 Framtíð Grétars óráðin Grétar er samningsbundinn Víkingi til ársins 2007 en hann var lánaður frá félaginu til Vals eftir að Víkingur féll í 1.deild á síðustu leiktíð. Eftir góða frammistöðu hjá Víkingi fór Grétar til Vals en Víkingur vildi aðeins láta hann frá sér á lánssamningi. 21.9.2005 00:01 Knattspyrnuhús rís í Grindavík Bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Ólafsson, tilkynnti á lokahófi knattspyrnudeildar Grindavíkur um helgina að í bæjarkerfinu væri unnið að því að samþykkja og reisa knattspyrnuhús svipað því sem FH reisti í Kaplakrika. 21.9.2005 00:01 Sverrir Þór snýr aftur Sverrir Þór Sverrisson, einn besti körfuboltamaður landsins, hefur ákveðið að leika áfram með Íslandsmeisturum Keflavíkur samhliða því að þjálfa kvennalið félagsins, líkt og hann gerði sl. vetur. Sverrir Þór hafði í hyggju að leggja körfuboltaskóna á hilluna en snerist hugur. 21.9.2005 00:01 Frjálsíþróttahöllin á eftir áætlun Nýja frjálsíþróttahöllin í Laugardal, sem einnig er ráðstefnu- og sýningarhöll, verður ekki tilbúin fyrir vígslumót 15. október eins og stefnt var að. 21.9.2005 00:01 Sveiflan var ekki að virka Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr GR, lék annan hringinn á 74 höggum eða 2 yfir pari á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Carden Park-vellinum í Englandi í gær. Ólafur Már lék fyrsta hringinn á 71 höggi og er samanlagt á einu höggi yfir pari. 21.9.2005 00:01 Ísland úti í kuldanum Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Evrópu samþykktu í gær að Skandinavíudeildin í knattspyrnu, eða Royal League, sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, fái keppnisleyfi næstu fimm árin. Íslendingum hefur ekki verið boðið að vera með frekar en Finnum. 21.9.2005 00:01 Rússar hafa áhuga á Aston Villa Forráðamenn Aston Villa hafa staðfest að viðræður séu í gangi við rússneska fjárfesta sem hafa í huga að kaupa félagið. Orðrómi sem kominn var á kreik að því fylgdi loforð um 75 milljónir punda til leikmannakaupa hefur þó verið vísað á bug og það tekið skýrt fram að viðræður séu aðeins á frumstigi. 20.9.2005 00:01 Loksins mætast Klitschko og Rahman Eftir langa mæðu virðist nú bardagi þeirra Vitaly Klitschko og Hasim Rahman loksins ætla að fara fram og hefur verið settur á 12. nóvember í Las Vegas í Bandaríkjunum. Viðureign þeirra félaga hefur verið frestað í tvígang vegna meiðsla Úkraínumannsins. 20.9.2005 00:01 Bjarni horfir til Noregs Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. 20.9.2005 00:01 Kári og félagar í góðum málum "Síðustu tveir leikir hafa verið algerir úrslitaleikir og unnust þeir báðir, fyrst 2-0 gegn Malmö og svo í kvöld," sagði Kári við Fréttablaðið í gær en hann var í byrjunarliðinu í báðum leikjum, rétt eins og í flestum leikjum tímabilsins með Gautaborg. 20.9.2005 00:01 Fram með besta þjálfarann "Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. 20.9.2005 00:01 Góð sala á Ísland-Svíþjóð Það er mikil spenna á meðal sænskra knattspyrnáhugamanna fyrir leik liðsins við Íslendinga. Alls hafa 28 þúsund miðar verið seldir á leikinn sem er liður í undankeppni HM en hann fer fram á Råsunda leikvanginum í Stokkhólmi miðvikudaginn 12. október næstkomandi. 20.9.2005 00:01 Fylkir í leit að þjálfara Nú þegar tímabilinu í Landsbankadeildinni er lokið er Fylkir eitt af þeim liðum sem þurfa að finna sér nýjan þjálfara fyrir næstu leiktíð. Ólafur Þórðarson, sem var fyrsti kostur Fylkismanna, hefur þegar framlengt samning sinn við Skagamenn og Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands, hefur gefið Fylki afsvar. 20.9.2005 00:01 Andri til reynslu hjá Öster Vestmannaeyingurinn Andri Ólafsson heldur nú í vikunni til Svíþjóðar þar sem hann mun vera til reynslu hjá 1. deildarfélaginu Östers IF. Andri hefur verið einn af fastamönnum ÍBV í sumar en hann hefur leikið fimmtán leiki og skorað í þeim þrjú mörk. Forráðamenn Öster hafa fylgst með Andra í nokkurn tíma og hafa nú boðið honum að æfa með félaginu um skeið. 20.9.2005 00:01 Mete áfram í Keflavík Keflvíkingar kættust í gær þegar varnarmaðurinn Guðmundur Viðar Mete skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Guðmundur gekk til liðs við Keflavík um mitt sumarið en hann hafði leikið í Svíþjóð síðustu ár. 20.9.2005 00:01 Enskir vilja Mourinho sem þjálfara Sá orðrómur hefur farið fjöllunum hærra á Englandi undanfarnar vikur að portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourninho hjá Chelsea muni taka við enska landsliðinu í framtíðinni. Hann hefur nú gengið svo langt að enskir fjölmiðlar slógu því upp í gær að Portúgalinn væri tilbúinn að breyta um þjóðfang til að fá starfið. 20.9.2005 00:01 Beckham sló mótherja sinn Sergio Sanches, leikmaður Espanyol á Spáni, sagði að David Beckham hefði slegið sig í göngunum þegar leikmenn gengu af velli eftir tap Real Madrid gegn Espanyol í spænsku deildinni um helgina. 20.9.2005 00:01 Auðun valinn bestur Nú í hádeginu var tilkynnt hvaða leikmenn skipuðu úrvalslið 13.-18. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og auk þess var útnefndur besti leikmaðurinn, besti þjálfarinn og besti dómarinn. 20.9.2005 00:01 Mido fær ekki lengra bann Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham verður leikfær með liði sínu í gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi, en hann klárar að taka út þriggja leikja bann sitt gegn Grimsby í bikarnum í kvöld. 20.9.2005 00:01 Rafa fer ekki fet Fregnir bárust af því í morgun að spænska stórveldið Real Madrid væri að íhuga að nálgast Rafael Benitez stjóra Liverpool, sem næsta knattspyrnustjóra liðsins, en spænska liðinu hefur gengið afleitlega í síðustu leikjum. 20.9.2005 00:01 Gunnar H. besti maður vallarins Í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu náði Djurgarden sex stiga forystu á IFK Gautaborg í gækvöldi. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var besti maður vallarins þegar Halmstad og Elfsborg gerðu 1-1 jafntefli. 20.9.2005 00:01 Start mistókst að ná Våleringa Start mistókst að ná Våleringa að stigum þegar liðið beið lægri hlut fyrir Brann í norsku knattspyrnunni í gær. Kristján Örn Sigurðsson lék með Brann en Ólafur Örn Bjarnason er meiddur. 20.9.2005 00:01 Aðsókn minnkar í úrvalsdeildinni Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafa nú boðað til sérstaks fundar til að ræða framtíð deildarkeppninnar, í ljósi þess að aðsókn hefur minnkað nokkuð það sem af er leiktíðinni frá því sem var í fyrra. 20.9.2005 00:01 Real íhugar að kæra Forystumenn Real Madríd íhuga að kæra leikinn gegn Espanyol í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrradag. Dómari leiksins, Julian Rodriguez Santiago, flautaði skömmu áður en Espanyol skoraði eina mark leiksins. 20.9.2005 00:01 Góð tíðindi fyrir Boro Steve McClaren, stjóri Middlesbrough fagnar því um þessar mundir að fimm leikmenn liðsins sem hafa verið meiddir eru að snúa til baka og verða væntanlega í leikmannahóp liðsins um helgina þegar það mætir Sunderland. 20.9.2005 00:01 Grimsby - Tottenham beint á Sýn Enska deildarbikarkeppnin í knattspyrnu hefst í kvöld. 21 leikur verður háður en viðureign Grimsby og Tottenham verður sýnd beint á Sýn klukkan 18.45. 20.9.2005 00:01 Hafði tap á tilfinningunni Guðjón Þórðarson og félagar í Notts County töpuðu sínum fyrsta leik í ensku annari deildinni um helgina þegar liðið lá 2-0 fyrir Shrewsbury. "Ég var með slæma tilfinningu fyrir þessum leik alveg frá því ég vaknaði á laugardagsmorguninn," sagði Guðjón í viðtali á heimasíðu félagsins. 20.9.2005 00:01 Capello með fæturna á jörðinni Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að byrjun liðsins í deildarkeppninni á Ítalíu sé ekkert til að hrópa húrra fyrir þrátt fyrir fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar og hefur áhyggjur af leiknum við Udinese annað kvöld. 20.9.2005 00:01 Sprewell í viðræðum við Lakers Bakvörðurinn Latrell Sprewell, sem leikið hefur með Minnesota Timberwolves undanfarin ár er óðum að reyna að finna sér nýtt lið til að spila með í NBA í vetur, en talið er víst að hann fari frá Minnesota fljótlega. 20.9.2005 00:01 Bryant og Jackson hefja störf Lítið hefur heyrst í Kobe Bryant síðan Phil Jackson tók við liði Los Angeles Lakers í vor, en í gær tjáði hann sig í fyrsta sinn opinberlega um ráðningu Jackson og framtíðaráform liðsins. Bryant var frekar þurr á manninn í viðtalinu og sagði samband sitt við Jackson á faglegum nótum. 20.9.2005 00:01 Rooney fær tveggja leikja bann Táningurinn skapstirði Wayne Rooney hjá Manchester United, fær tveggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu fyrir brottvísun sína í leiknum gegn Villareal á dögunum, þar sem hann fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir kaldhæðnisleg mótmæli við dómara leiksins. 20.9.2005 00:01 HK leiðir gegn Val í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign Vals og HK í opnunarleik vetrarins í DHL deild karla í handbolta, en leikurinn fer fram í Laugardalshöll. Það eru HK-menn sem leiða 17-13 í hálfleik og Valdimar Þórsson hefur skorað mest gestanna eða sjö mörk. 20.9.2005 00:01 Fjórir leikir í Þýskalandi Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.Monchengladbach vann góðan sigur á Werder Bremen á heimavelli 2-1 og þá vann Bayern Munchen enn einu sinni, nú gegn Frankfurt á útivelli, 1-0 með marki frá varamanninum Paolo Guerrero. 20.9.2005 00:01 Dramatík í enska deildarbikarnum Það er jafnan mikið um dramatík og óvænt úrslit í enska deildarbikarnum og keppnin stóð fyllilega undir væntingum í þeim efnum í kvöld. Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs féll úr leik þegar það tapaði 1-0 fyrir fjórðudeildarliði Grimsby og Aston Villa rótburstaði Wycombe 8-3, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 3-1. 20.9.2005 00:01 Góður sigur Vals á HK Valsmenn bitu svo sannarlega í skjaldarrendur í síðari hálfleiknum í leiknum við HK í kvöld, því eftir að hafa verið undir 17-13 í hálfleik, náðu þeir að vinna sigur í leiknum 36-25 með ótrúlegum endaspretti í leiknum. Ekki er því hægt að segja annað en að handboltinn fari vel af stað í vetur. 20.9.2005 00:01 Portsmouth datt út úr bikarnum Nú er leik Gillingham og Portsmouth lokið í enska bikarnum. Það var Gillingham sem hafði sigur eftir framlengdan leik 3-2, eftir að hafa lent undir 2-1 í byrjun síðari hálfleiks. Það féllu því tvö úrvalsdeildarlið úr bikarnum í kvöld, því eins og fram kom hér áðan, tapaði Tottenham fyriri Grimsby. 20.9.2005 00:01 Gústaf tekur við Haukum Gústaf Adolf Björnsson er tekinn við þjálfun 1. deildarliðs Hauka í fótbolta. Gústaf Adolf var ráðinn á mánudagskvöld eftir að stjórn Hauka hafði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Izudin Daða Dervic sem þjálfaði Hauka síðustu tvö sumur. 20.9.2005 00:01 Risi til Skallagríms Úrvalsdeildarlið Skallagríms úr Borganesi hefur fengið til liðs við sig risann Chris Manker frá San Diego State-háskólanum fyrir átökin í körfuboltanum í vetur. Manker, 213 sentimetra hár, er 24 ára gamall og leikur í stöðu miðherja. 20.9.2005 00:01 Stórslagur í spænska í kvöld Barcelona og Valencia mætast í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld eftir að hafa tapað óvænt fyrir Atletico Madrid í síðustu umferð. Víctor Valdéz, markvörður Barcelona og spænska landsliðsins, á von á erfiðum leik. 20.9.2005 00:01 Ragnar og Helgi til Noregs Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. 20.9.2005 00:01 Enski boltinn hefur breyst Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen hefur áhyggjur af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni, þar sem sóknarleikur er ekki lengur aðalsmerki deildarinnar. "Deildin hefur breyst á þessu eina ári sem ég var á Spáni. Öll liðin leggja meiri áherslu á að verjast heldur en að sækja og það er erfiðara að skora mörk heldur en áður." 19.9.2005 00:01 Wenger hrósar Sol í hástert Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósar varnarmanninum Sol Campbell í hástert fyrir það hugarfar sem hann hefur sýnt að undanförnu, en hann var lengi frá æfingum og keppni vegna meiðsla. 19.9.2005 00:01 Didier Deschamps hættur hjá Mónakó Didier Deschamps er hættur sem knattspyrnustjóri hjá franska úrvalsdeildarliðinu Mónakó en liðinu hefur ekki gengið vel það sem af er leiktíð. Eftir 2-0 tap gegn Rennes um helgina ákvað Deschamps að segja af sér. 19.9.2005 00:01 Jarosik slær í gegn hjá Birmingham Tékkinn Jíri Jarosik hefur byrjarð tímabilið frábærlega með Birmingham City, en hann kom til félagsins frá Chelsea fyrir skemmstu. "Ég er mjög ánægður með það hvernig hefur gengið hjá Birmingham. Þetta er gott félag sem ég get vel hugsað mér að vera hjá í langan tíma, ef vel gengur." 19.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Keane ætlar í þjálfun Roy Keane hefur rætt við forráðamenn Manchester United um að verða þjálfari hjá liðinu eftir að hann leggur skóna á hilluna. Keane, sem fótbrotnaði í leik gegn Liverpool fyrir skömmu, hefur tekið námskeið í þjálfun á undanförnum árum og mun bæta enn frekar við sig á næstunni meðan hann jafnar sig af meiðslunum. 21.9.2005 00:01
Framtíð Grétars óráðin Grétar er samningsbundinn Víkingi til ársins 2007 en hann var lánaður frá félaginu til Vals eftir að Víkingur féll í 1.deild á síðustu leiktíð. Eftir góða frammistöðu hjá Víkingi fór Grétar til Vals en Víkingur vildi aðeins láta hann frá sér á lánssamningi. 21.9.2005 00:01
Knattspyrnuhús rís í Grindavík Bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Ólafsson, tilkynnti á lokahófi knattspyrnudeildar Grindavíkur um helgina að í bæjarkerfinu væri unnið að því að samþykkja og reisa knattspyrnuhús svipað því sem FH reisti í Kaplakrika. 21.9.2005 00:01
Sverrir Þór snýr aftur Sverrir Þór Sverrisson, einn besti körfuboltamaður landsins, hefur ákveðið að leika áfram með Íslandsmeisturum Keflavíkur samhliða því að þjálfa kvennalið félagsins, líkt og hann gerði sl. vetur. Sverrir Þór hafði í hyggju að leggja körfuboltaskóna á hilluna en snerist hugur. 21.9.2005 00:01
Frjálsíþróttahöllin á eftir áætlun Nýja frjálsíþróttahöllin í Laugardal, sem einnig er ráðstefnu- og sýningarhöll, verður ekki tilbúin fyrir vígslumót 15. október eins og stefnt var að. 21.9.2005 00:01
Sveiflan var ekki að virka Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr GR, lék annan hringinn á 74 höggum eða 2 yfir pari á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Carden Park-vellinum í Englandi í gær. Ólafur Már lék fyrsta hringinn á 71 höggi og er samanlagt á einu höggi yfir pari. 21.9.2005 00:01
Ísland úti í kuldanum Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Evrópu samþykktu í gær að Skandinavíudeildin í knattspyrnu, eða Royal League, sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, fái keppnisleyfi næstu fimm árin. Íslendingum hefur ekki verið boðið að vera með frekar en Finnum. 21.9.2005 00:01
Rússar hafa áhuga á Aston Villa Forráðamenn Aston Villa hafa staðfest að viðræður séu í gangi við rússneska fjárfesta sem hafa í huga að kaupa félagið. Orðrómi sem kominn var á kreik að því fylgdi loforð um 75 milljónir punda til leikmannakaupa hefur þó verið vísað á bug og það tekið skýrt fram að viðræður séu aðeins á frumstigi. 20.9.2005 00:01
Loksins mætast Klitschko og Rahman Eftir langa mæðu virðist nú bardagi þeirra Vitaly Klitschko og Hasim Rahman loksins ætla að fara fram og hefur verið settur á 12. nóvember í Las Vegas í Bandaríkjunum. Viðureign þeirra félaga hefur verið frestað í tvígang vegna meiðsla Úkraínumannsins. 20.9.2005 00:01
Bjarni horfir til Noregs Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. 20.9.2005 00:01
Kári og félagar í góðum málum "Síðustu tveir leikir hafa verið algerir úrslitaleikir og unnust þeir báðir, fyrst 2-0 gegn Malmö og svo í kvöld," sagði Kári við Fréttablaðið í gær en hann var í byrjunarliðinu í báðum leikjum, rétt eins og í flestum leikjum tímabilsins með Gautaborg. 20.9.2005 00:01
Fram með besta þjálfarann "Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. 20.9.2005 00:01
Góð sala á Ísland-Svíþjóð Það er mikil spenna á meðal sænskra knattspyrnáhugamanna fyrir leik liðsins við Íslendinga. Alls hafa 28 þúsund miðar verið seldir á leikinn sem er liður í undankeppni HM en hann fer fram á Råsunda leikvanginum í Stokkhólmi miðvikudaginn 12. október næstkomandi. 20.9.2005 00:01
Fylkir í leit að þjálfara Nú þegar tímabilinu í Landsbankadeildinni er lokið er Fylkir eitt af þeim liðum sem þurfa að finna sér nýjan þjálfara fyrir næstu leiktíð. Ólafur Þórðarson, sem var fyrsti kostur Fylkismanna, hefur þegar framlengt samning sinn við Skagamenn og Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands, hefur gefið Fylki afsvar. 20.9.2005 00:01
Andri til reynslu hjá Öster Vestmannaeyingurinn Andri Ólafsson heldur nú í vikunni til Svíþjóðar þar sem hann mun vera til reynslu hjá 1. deildarfélaginu Östers IF. Andri hefur verið einn af fastamönnum ÍBV í sumar en hann hefur leikið fimmtán leiki og skorað í þeim þrjú mörk. Forráðamenn Öster hafa fylgst með Andra í nokkurn tíma og hafa nú boðið honum að æfa með félaginu um skeið. 20.9.2005 00:01
Mete áfram í Keflavík Keflvíkingar kættust í gær þegar varnarmaðurinn Guðmundur Viðar Mete skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Guðmundur gekk til liðs við Keflavík um mitt sumarið en hann hafði leikið í Svíþjóð síðustu ár. 20.9.2005 00:01
Enskir vilja Mourinho sem þjálfara Sá orðrómur hefur farið fjöllunum hærra á Englandi undanfarnar vikur að portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourninho hjá Chelsea muni taka við enska landsliðinu í framtíðinni. Hann hefur nú gengið svo langt að enskir fjölmiðlar slógu því upp í gær að Portúgalinn væri tilbúinn að breyta um þjóðfang til að fá starfið. 20.9.2005 00:01
Beckham sló mótherja sinn Sergio Sanches, leikmaður Espanyol á Spáni, sagði að David Beckham hefði slegið sig í göngunum þegar leikmenn gengu af velli eftir tap Real Madrid gegn Espanyol í spænsku deildinni um helgina. 20.9.2005 00:01
Auðun valinn bestur Nú í hádeginu var tilkynnt hvaða leikmenn skipuðu úrvalslið 13.-18. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og auk þess var útnefndur besti leikmaðurinn, besti þjálfarinn og besti dómarinn. 20.9.2005 00:01
Mido fær ekki lengra bann Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham verður leikfær með liði sínu í gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi, en hann klárar að taka út þriggja leikja bann sitt gegn Grimsby í bikarnum í kvöld. 20.9.2005 00:01
Rafa fer ekki fet Fregnir bárust af því í morgun að spænska stórveldið Real Madrid væri að íhuga að nálgast Rafael Benitez stjóra Liverpool, sem næsta knattspyrnustjóra liðsins, en spænska liðinu hefur gengið afleitlega í síðustu leikjum. 20.9.2005 00:01
Gunnar H. besti maður vallarins Í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu náði Djurgarden sex stiga forystu á IFK Gautaborg í gækvöldi. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var besti maður vallarins þegar Halmstad og Elfsborg gerðu 1-1 jafntefli. 20.9.2005 00:01
Start mistókst að ná Våleringa Start mistókst að ná Våleringa að stigum þegar liðið beið lægri hlut fyrir Brann í norsku knattspyrnunni í gær. Kristján Örn Sigurðsson lék með Brann en Ólafur Örn Bjarnason er meiddur. 20.9.2005 00:01
Aðsókn minnkar í úrvalsdeildinni Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafa nú boðað til sérstaks fundar til að ræða framtíð deildarkeppninnar, í ljósi þess að aðsókn hefur minnkað nokkuð það sem af er leiktíðinni frá því sem var í fyrra. 20.9.2005 00:01
Real íhugar að kæra Forystumenn Real Madríd íhuga að kæra leikinn gegn Espanyol í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrradag. Dómari leiksins, Julian Rodriguez Santiago, flautaði skömmu áður en Espanyol skoraði eina mark leiksins. 20.9.2005 00:01
Góð tíðindi fyrir Boro Steve McClaren, stjóri Middlesbrough fagnar því um þessar mundir að fimm leikmenn liðsins sem hafa verið meiddir eru að snúa til baka og verða væntanlega í leikmannahóp liðsins um helgina þegar það mætir Sunderland. 20.9.2005 00:01
Grimsby - Tottenham beint á Sýn Enska deildarbikarkeppnin í knattspyrnu hefst í kvöld. 21 leikur verður háður en viðureign Grimsby og Tottenham verður sýnd beint á Sýn klukkan 18.45. 20.9.2005 00:01
Hafði tap á tilfinningunni Guðjón Þórðarson og félagar í Notts County töpuðu sínum fyrsta leik í ensku annari deildinni um helgina þegar liðið lá 2-0 fyrir Shrewsbury. "Ég var með slæma tilfinningu fyrir þessum leik alveg frá því ég vaknaði á laugardagsmorguninn," sagði Guðjón í viðtali á heimasíðu félagsins. 20.9.2005 00:01
Capello með fæturna á jörðinni Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að byrjun liðsins í deildarkeppninni á Ítalíu sé ekkert til að hrópa húrra fyrir þrátt fyrir fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar og hefur áhyggjur af leiknum við Udinese annað kvöld. 20.9.2005 00:01
Sprewell í viðræðum við Lakers Bakvörðurinn Latrell Sprewell, sem leikið hefur með Minnesota Timberwolves undanfarin ár er óðum að reyna að finna sér nýtt lið til að spila með í NBA í vetur, en talið er víst að hann fari frá Minnesota fljótlega. 20.9.2005 00:01
Bryant og Jackson hefja störf Lítið hefur heyrst í Kobe Bryant síðan Phil Jackson tók við liði Los Angeles Lakers í vor, en í gær tjáði hann sig í fyrsta sinn opinberlega um ráðningu Jackson og framtíðaráform liðsins. Bryant var frekar þurr á manninn í viðtalinu og sagði samband sitt við Jackson á faglegum nótum. 20.9.2005 00:01
Rooney fær tveggja leikja bann Táningurinn skapstirði Wayne Rooney hjá Manchester United, fær tveggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu fyrir brottvísun sína í leiknum gegn Villareal á dögunum, þar sem hann fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir kaldhæðnisleg mótmæli við dómara leiksins. 20.9.2005 00:01
HK leiðir gegn Val í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureign Vals og HK í opnunarleik vetrarins í DHL deild karla í handbolta, en leikurinn fer fram í Laugardalshöll. Það eru HK-menn sem leiða 17-13 í hálfleik og Valdimar Þórsson hefur skorað mest gestanna eða sjö mörk. 20.9.2005 00:01
Fjórir leikir í Þýskalandi Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.Monchengladbach vann góðan sigur á Werder Bremen á heimavelli 2-1 og þá vann Bayern Munchen enn einu sinni, nú gegn Frankfurt á útivelli, 1-0 með marki frá varamanninum Paolo Guerrero. 20.9.2005 00:01
Dramatík í enska deildarbikarnum Það er jafnan mikið um dramatík og óvænt úrslit í enska deildarbikarnum og keppnin stóð fyllilega undir væntingum í þeim efnum í kvöld. Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs féll úr leik þegar það tapaði 1-0 fyrir fjórðudeildarliði Grimsby og Aston Villa rótburstaði Wycombe 8-3, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 3-1. 20.9.2005 00:01
Góður sigur Vals á HK Valsmenn bitu svo sannarlega í skjaldarrendur í síðari hálfleiknum í leiknum við HK í kvöld, því eftir að hafa verið undir 17-13 í hálfleik, náðu þeir að vinna sigur í leiknum 36-25 með ótrúlegum endaspretti í leiknum. Ekki er því hægt að segja annað en að handboltinn fari vel af stað í vetur. 20.9.2005 00:01
Portsmouth datt út úr bikarnum Nú er leik Gillingham og Portsmouth lokið í enska bikarnum. Það var Gillingham sem hafði sigur eftir framlengdan leik 3-2, eftir að hafa lent undir 2-1 í byrjun síðari hálfleiks. Það féllu því tvö úrvalsdeildarlið úr bikarnum í kvöld, því eins og fram kom hér áðan, tapaði Tottenham fyriri Grimsby. 20.9.2005 00:01
Gústaf tekur við Haukum Gústaf Adolf Björnsson er tekinn við þjálfun 1. deildarliðs Hauka í fótbolta. Gústaf Adolf var ráðinn á mánudagskvöld eftir að stjórn Hauka hafði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Izudin Daða Dervic sem þjálfaði Hauka síðustu tvö sumur. 20.9.2005 00:01
Risi til Skallagríms Úrvalsdeildarlið Skallagríms úr Borganesi hefur fengið til liðs við sig risann Chris Manker frá San Diego State-háskólanum fyrir átökin í körfuboltanum í vetur. Manker, 213 sentimetra hár, er 24 ára gamall og leikur í stöðu miðherja. 20.9.2005 00:01
Stórslagur í spænska í kvöld Barcelona og Valencia mætast í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld eftir að hafa tapað óvænt fyrir Atletico Madrid í síðustu umferð. Víctor Valdéz, markvörður Barcelona og spænska landsliðsins, á von á erfiðum leik. 20.9.2005 00:01
Ragnar og Helgi til Noregs Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. 20.9.2005 00:01
Enski boltinn hefur breyst Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen hefur áhyggjur af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni, þar sem sóknarleikur er ekki lengur aðalsmerki deildarinnar. "Deildin hefur breyst á þessu eina ári sem ég var á Spáni. Öll liðin leggja meiri áherslu á að verjast heldur en að sækja og það er erfiðara að skora mörk heldur en áður." 19.9.2005 00:01
Wenger hrósar Sol í hástert Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósar varnarmanninum Sol Campbell í hástert fyrir það hugarfar sem hann hefur sýnt að undanförnu, en hann var lengi frá æfingum og keppni vegna meiðsla. 19.9.2005 00:01
Didier Deschamps hættur hjá Mónakó Didier Deschamps er hættur sem knattspyrnustjóri hjá franska úrvalsdeildarliðinu Mónakó en liðinu hefur ekki gengið vel það sem af er leiktíð. Eftir 2-0 tap gegn Rennes um helgina ákvað Deschamps að segja af sér. 19.9.2005 00:01
Jarosik slær í gegn hjá Birmingham Tékkinn Jíri Jarosik hefur byrjarð tímabilið frábærlega með Birmingham City, en hann kom til félagsins frá Chelsea fyrir skemmstu. "Ég er mjög ánægður með það hvernig hefur gengið hjá Birmingham. Þetta er gott félag sem ég get vel hugsað mér að vera hjá í langan tíma, ef vel gengur." 19.9.2005 00:01