Sport

Knattspyrnuhús rís í Grindavík

Bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Ólafsson, tilkynnti á lokahófi knattspyrnudeildar Grindavíkur um helgina að í bæjarkerfinu væri unnið að því að samþykkja og reisa knattspyrnuhús svipað því sem FH reisti í Kaplakrika. Um er að ræða yfirbyggðan knattspyrnuvöll í hálfri stærð; yfir völl sem er ca. 55x35 metrar.Þetta hefur verið baráttumál knattspyrnuhreyfingarinnar í Grindavík undanfarin misseri og brutust út mikil fagnaðarlæti á lokahófinu þegar Ólafur sagði í ræðu sinni að nú sæi fyrir endann á þessari vinnu og knattspyrnuhús myndi rísa á næstu misserum. Grindavík stæði því sannarlega undir nafni sem íþróttabær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×