Fleiri fréttir

Walter Samuel til Inter

Argentínski varnarmaðurinn Walter Samuel, er genginn til liðs við ítölsku bikarmeistaranna í Inter Milan frá spænska risanum Real Madrid. Samuel er 27 ára gamall og lék afleitlega með Real á síðustu leiktíð.

Tap gegn Svíum

Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði í gær fyrir Svíum 23-20 á Opna Skandinavíumótinu sem fer fram í Svíþjóð. Staðan í hálfleik var jöfn 8-8. Björgvin Gústafsson var bestur íslenska liðsins og varði 18 skot. Íslenska liðið mætir því norska í dag.

Singh að spila frábært golf

Vijay Singh spilaði frábært golf á Opna Buick mótinu í nótt og fór hringinn á 63 höggum. Hann hefur fimm högga forustu á Zach Johnson. Chris DiMarco er í 3. sæti og Tiger Woods því fjórða, átta höggum á eftir Singh.

Árni hafði betur í Íslendingaslag

Það var Íslendingaslagur í norsku úrvalsdeildinni í gær þegar Våleringa, lið Árna Gauts Arasonar, mætti Brann, liði þeirra Ólafs Arnar Bjarnasonar og Kristjáns Sigurðssonar. Árni Gautur og félagar í Våleringa sigruðu í leiknum 2-1. Stefán Gíslason var í liði Lyn sem sigraði Lilleström 1-0.

Vörn Celtic götótt

Skoski boltinn byrjaði í gær og Glasgow Celtic heldur áfram að fá á sig mörk. Í gær mættu þeir Motherwell og endaði leikurinn 4-4. Staðan í hálfleik var 3-1 Celtic í vil. Celtic hefur nú fengið á sig níu mörk í tveimur leikjum.

Agassi í úrslit

Andre Agassi komst í nótt í úrslit á Mercedes Benz mótinu í tennis þegar hann sigraði Argentínumanninn Julio Ignacio, 6-4 og 6-2. Hinn 35 ára Agassi mætir Gilles Muller frá Lúxemborg í úrslitunum en hann sigraði Slóvakann Dominic Harbati.

Fulham tapaði í Bandaríkjunum

Í nótt fór fram stjörnuleikurinn í amerísku deildinni í knattspyrnu, MLS. Spilað var við enska liðið Fulham og sigruðu Ameríkanarnir, 4-1. Heiðar Helguson lék ekki með Fulham.

Sigur hjá Räikkönen

Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen á McLaren vann sigur í Ungverjalandskappakstrinum í Formúlu eitt í dag. Í öðru sæti varð heimsmeistarinn Michael Schumacher á Ferrari og bróðir hans Ralf varð þriðji á Toyota. Efsti maður stigakeppninnar, Spánverjinn Fernando Alonso á Renault, varð í 11. sæti og lauk keppni án stiga.

Arsenal vann Amsterdam mótið

Arsenal sigraði á Amsterdam-mótinu í knattspyrnu í dag, þegar liðið lagði Porto frá Portúgal 2-1 í úrslitaleik. Svíinn Fredrik Ljungberg , sem nýlega skrifaði undir fjögurra ára framlengingu á samningi sínum við liðið, kom inn á sem varamaður í síðari hálfleiks og skoraði bæði mörk Arsenal.

Start áfram á toppnum

Start í Kristiansand sigraði Molde 1-0 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og heldur þriggja stiga forystu í deildinni. Skagamaðurinn, Jóhannes Harðarson var varamaður í liði Start, en kom ekki við sögu í leiknum.

Liverpool mætir Littbarski

Í dag var dregið í heimsmeistaramót félagsliða í knattspyrnu. Evrópumeistarar Liverpool lentu í B-riðli ásamt Sydney frá Ástralíu og Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka. Með Sydney spilar Dwight York og þjálfari er enginn annar en Þjóðverjinn kunni Pierre Littbarski.

Tiger jafnaði vallarmetið

Tiger Woods, besti kylfingur heims, jafnaði vallarmet Billy´s Mayfair á Warwich Hills vellinum í Michigan í gær þegar hann fór holurnar 18 á 61 höggi eða 11 undir pari. Tiger jafnaði þar með besta árangur sinn á PGA-mótaröðinni en hann fór einnig á 61 höggi árið 1999 á Byron Classic mótinu sem og árið 2000 á NEC-Invitantional.

Tvö heimsmet í gær

Bandaríkjamaðurinn Aaron Peirsol og ástralska stúlkan Leisel Jones settu heimsmet í gær á heimsmeistaramótinu í sundi sem haldið er í Montreal í Kanada. Jones synti 200 metra bringusund á 2 mínútum og 21 sekúndu og bætti heimsmet Amöndu Beard um 72 hundraðshluta. Jones

Ótrúlegur golfhringur Tigers

Það er óhætt að segja að Tiger Woods hafi sýnt snilli sína á öðrum degi Opna-Buick golfmótinu sem fer fram í Bandaríkjunum um helgina. Tiger lék hringinn á 11 höggum undir pari og hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um þessa mögnuðu spilamennsku sem er að sjálfsögðu vallarmet á Warwick Hills golfvellinum.

Sögunni endalausu að ljúka?

Sögunni endalausu um hvort Brasilíumaðurinn Robinho gangi til liðs við Real Madrid virðist nú loks að ljúka. Á vefsíðu Real segir að að Robinho muni ganga til liðs við hið stjörnuprýdda lið þeirra þann 25. ágúst. Það er vegna þess að lið hans Santos vill að hann spili tvo leiki til að geta hvatt aðdáendur sína í Brasilíu.

Auðvelt hjá Agassi

Andre Agassi komst auðveldlega áfram í fjögurra manna úrslit á Los Angeles tennismótinu sem fer núna fram í Kaliforníu. Agassi sigraði Paradorn Srichaphan frá Taílandi 6-2, 4-6 og 6-4. Þetta er fyrsta mótið sem Agassi tekur þátt í frá því Opna franska meistaramótið var haldið fyrir um tveimur mánuðum.

Armstrong tapar

Lance Armstrong, sem sigraði í Frakklandshjólreiðunum ekki alls fyrir löngu, tapaði í gær baráttu sinni við dagblaðið <em>Sunday Times</em> um að blaðið mætti birta grein um að Armstrong hefði tekið ólögleg efni.

Rooney gerði tvö í sigri

Wayne Rooney gerði bæði mörk Manchester United sem sigraði Urawa Red Diamonds 2-0 í Japan í morgun. Þar með er Asíutúr Manchester United lokið. Næsti æfingaleikur United er gegn belgíska liðinu Antwerpen á miðvikudag.

Schumacher á ráspól

Þýski ökuþórinn Michael Schumacher verður á ráspól í Formúlu eitt kappakstrinum í Ungverjalandi sem fram fer á morgun. Þetta er í fyrsta sinn á árinu sem Schumacher er á ráspól. Þetta er 64. ráspóll Schumachers á ferlinum, aðeins Ayrton Senna hefur oftar verið í fyrsta sæti í rásröð, eða 65 sinnum.

Hislop aftur til West Ham

Shaka Hislop, sem staðið hefur á milli stanganna hjá Portsmouth undanfarin ár, er kominn aftur til West Ham og verður að öllum líkindum varamarkvörður hjá félaginu fyrir Roy Carroll.

Baros vill til Schalke

Milan Baros hefur að undanförnu verið orðaður við för frá Liverpool en tilboðum í leikmanninn hingað til hefur verið neitað.

Keflavík dróst gegn þýsku liði

Keflavík mætir þýska liðinu Mainz í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins en dregið var nú rétt áðan. Keflavík átti möguleika á að mæta sænska liðinu Djurgårdens IF eða dönsku liðunum Esbjerg fB eða FC København en er þess í stað á leiðinni til Þýskalands.

Detroit semur aftur við Darko

Detroit Pistons hefur samið aftur við Serbann Darko Milicic og verður þessi 20 ára miðherji því áfram í herbúðum liðsins næstu tvö árin þrátt fyrir að hafa aðeins spilað í samtals 413 mínútur fyrstu tvö tímabil sín í NBA-deildinni. Milicic var valinn annar í nýliðavali NBA sumarið 2003.

Liverpool-liðin mætast ekki

Liverpool-liðin, Liverpool og Everton, mætast ekki í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í dag. Vinni Liverpool Kaunas frá Litháen mætir liðið sigurvegurum úr leik Tirana og CSKA Sofia en Everton mætir spænska liðinu Villarreal. Manchester United er líklega á leiðinni til Ungverjalands.

41 stigs tap í fyrsta leiknum

16 ára landslið karla í körfubolta tapaði með 41 stigi fyrir Grikklandi, 89-48, í fyrsta leik í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða 16 ára og yngri sem nú fram fer á Spáni. Þetta er fyrsti leikur íslensks landsliðs í A-deild. Páll Fannar Helgason úr Val var stigahæstur með 12 stig en Keflvíkingurinn Þröstur Leó Jóhannsson skoraði 11 stig.

Baros er alltof dýr fyrir Schalke

Milan Baros er ekki á leiðinni til þýska liðsins Schalke 04 eins og allt stefndi í þar sem Þjóðverjunum þykir verðmiði Liverpool á tékkneska framherjanum vera alltof hár. Evrópumeistarar Liverpool vilja fá 7 milljónir punda eða um 800 milljónir íslenskra króna fyrir Baros.

Handboltinn af stað 17. september

Handboltavertíðin hefst formlega laugardaginn 17.september þá fara fram leikirnir í Meistarakeppni HSÍ og leikið verður að Ásvöllum í Hafnarfirði. Íslandsmóti karla hefst síðan miðvikudaginn 21. september og Íslandsmót kvenna fer af stað laugardaginn 24. september.

Hvað er Ferguson að spá?

Hvað er Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United að hugsa þessa dagana? Á ekkert að fara styrkja liðið? Eða er stefnan einfaldlega að halda 3. sætinu þriðja árið í röð? Gáfnaljósið skilur einfaldlega ekki gamla manninn þessa dagana.

Þetta verður mikil upplifun

Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur, leist vel á andstæðing liðsins í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarkeppninnar en dregið var í keppninni í gær. Keflavík gat mætt fimm liðum, þremur Norðurlandaliðum, Dundee frá Skotlandi og Mainz frá Þýsklandi. Keflvíkingar mæta því síðastnefnda.

Slag Liverpool-liðanna frestað

Þeim sem vildu að Liverpool og Everton drægjust saman í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu varð ekki að ósk sinni þó svo að möguleikinn hafi vissulega verið fyrir hendi. Þess í stað fékk Everton það erfiða verkefni að mæta spænska liðinu Villareal og Liverpool mætir sigurvegaranum úr viðureignum Tirana KF og CSKA Sofia.

Góð innkoma hjá Eiði Smára

Eiður Smári Guðjohnson byrjaði á varamannabekknum en átti fína innkomu þegar Chelsea sigraði bandaríska liðið DC United í æfingaleik í Bandaríkjunum í fyrrinótt, 2-1. Eiður kom inn á þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum og samkvæmt leikskýrslu á opinberri heimasíðu Chelsea batnaði leikur ensku meistarana til mikilla muna með innkomu Eiðs.

Baptista til Real

Brasilíski sóknarmiðjumaðurinn Julio Baptista, er genginn til liðs við Real Madrid frá Sevilla. Fyrr í dag samþykkti Sevilla 13,8 milljóna punda tilboð Real í leikmanninn. Þar með er sögunni endalusu um framtíð Baptista lokið en lengi vel leit allt útlit fyrir það að leikmaðurinn væri á leið til ensku bikarmeistaranna í Arsenal 

Jafnt gegn Dönum

Íslenska piltalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, gerði jafntefli við Dani, 29-29, á opna Skandinavíumótinu í Svíþjóð í dag. Íslenska liðið var yfir í hálfleik 17-16. Markahæstir hjá Íslandi voru: Ásgeir Örn Hallgrímsson með 5 mörk, Arnór Atlason 5 og Árni Þór Sigtryggsson.

Ernie Els meiddur

Suður Afríkumaðurinn Ernie Els, þriðji stigahæsti kylfingur heims, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hann meiddist á hné við siglingar í síðustu viku. Els gekkst undir aðgerð í gær og hefur sagt sig úr keppni á Meistaramóti PGA mótaraðarinnar í ágúst.

Schalke sigraði Werder Bremen

Schalke sigraði Werder Bremen í undanúrslitum í þýsku deildabikarkeppninni 2-1 í kvöld að viðstöddum tæplega 60 þúsund áhorfendum á heimavelli sínum. Mörk Schalke gerðu Ebbe Sand og Zlata Bajramovic en mark Werder Bremen gerði Valdez. Schalke mætir Stuttgart í úrslitum deildabikarsins á laugardaginn.

Það er erfitt að eyða

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir það vera erfiðasta starf í heimi að þurfa að eyða pening frá Roman Abramovich í nýja leikmenn.

Saviola vill svör

Javier Saviola, argentínski sóknarmaðurinn sem er til mála hjá Barcelona sem vill ekkert með hann hafa, vill fá skorið úr um hvort framtíð hans liggi hjá félaginu.

Strachan eyðilagður eftir risatap

Celtic beið afhroð í leik sínum gegn Artmedia frá Slóvakíu í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og tapaði 5-0. Flestir bjuggust við tiltölulega auðveldum sigri Celtic í leiknum og eru úrslitin einhver þau óvæntustu í sögu forkeppni Meistaradeildarinnar.

Leikir í Evrópukeppni í kvöld

ÍBV og Keflavík eiga bæði leik í kvöld í 1. umferð forkeppni UEFA keppninnar knattspyrnu. ÍBV keppir við B36 í Færeyjum en fyrri leikur liðanna lauk með jafntefli 1-1 í Vestmannaeyjum. Keflavík keppir við Etzella frá Lúxemborg á Laugardalsvelli en Keflavík vann fyrri leikinn 4-0 ytra og gerði Hörður Sveinsson öll mörk Keflvíkinga.

Larry Brown þjálfar Knicks

NBA liðið New York Knicks hefur ráðið Larry Brown sem þjálfara liðsins. Larry Brown er nýhættur störfum hjá Detroit Pistons en undir stjórn Browns vann liðið óvænt NBA titilinn 2004 og komst í úrslit á þessu ári. New York vann síðast NBA titilinn 1973 þannig að Brown á mikið verk fyrir höndum.

Lyn býður í Garðar Jóhannson

Norska úrvalsdeildarliðið Lyn hefur sent KR-ingum tilboð í sóknarmanninn Garðar Jóhannsson.  Garðar fór til Noregs fyrr í þessari viku og náði að heilla forystumenn norska liðsins. 

Vilja reka Strachan

Stuðningsmenn skoska knattspyrnuliðsins Glasgow Celtic heimta að nýi knattspyrnustjórinn Gordon Strachan verði rekinn. Strachan stýrði Celtic í fyrsta alvöru keppnisleiknum í gærkvöldi en þá tapaði Celtic 5-0 fyrir Artmedia Petrzalka frá Slóvakíu í forkeppni meistaradeildarinnar.

Djurgarden tapaði fyrir Landskrona

Efsta liðið í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Djurgarden, tapaðí í gærkvöldi á heimavelli fyrir Landskrona 0-1. Kári Árnason var í liði Djurgarden sem er með 30 stig í deildinni, þremur meira en Helsingborg sem er í öðru sæti.

Baros til Schalke?

Þýska liðið Schalke hefur bæst í hóp þeirra liða sem vilja fá sóknarmanninn Milan Baros frá Liverpool og viðræður milli félagana tveggja eru komnar í gang. Schalke hefur nýlega selt sinn helsta sóknarmann, brasilíumanninn Ailton, til Besiktas og hugsa Baros sem eftirmann hans

Lyon - Auxerre 4-1

Lyon sigraði Auxerre í gærkvöldi 4-1 í árlegum leik deildar- og bikarmeistaranna í franska fótboltanum. Norðmaðurinn John Carew skoraði þrjú marka Lyon en liðinu stýrir núna Gerard Houllier fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool.

Sjá næstu 50 fréttir