Sport

Jafnt gegn Dönum

Íslenska piltalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, gerði jafntefli við Dani, 29-29, á opna Skandinavíumótinu í Svíþjóð í dag. Íslenska liðið var yfir í hálfleik 17-16. Markahæstir hjá Íslandi voru: Ásgeir Örn Hallgrímsson með 5 mörk, Arnór Atlason 5 og Árni Þór Sigtryggsson. Björgvin Gústavsson varði 16 skot í markinu. Á morgun leikur liðið við Svía.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×