Sport

Fulham tapaði í Bandaríkjunum

Í nótt fór fram stjörnuleikurinn í amerísku deildinni í knattspyrnu, MLS. Spilað var við enska liðið Fulham og sigruðu Ameríkanarnir, 4-1. Taylor Twellman kom stjörnuliðinu yfir á 23 mínútu en Claus Jensen jafnaði úr víti eftir að brotið hefði verið á Luis Boa Morte. Ronnie O´Brien skoraði svo á 56 mínútu og kom bandaríska liðinu aftur yfir. Jeff Cunningham skoraði svo tvisvar áður en yfir lauk og lokatölur í Ohio 4-1. Heiðar Helguson, sem gekk í raðir Fulham fyrr í sumar, var ekki í liðinu í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×