Sport

Agassi í úrslit

Andre Agassi komst í nótt í úrslit á Mercedes Benz mótinu í tennis þegar hann sigraði Argentínumanninn Julio Ignacio, 6-4 og 6-2. Hinn 35 ára Agassi mætir Gilles Muller frá Lúxemborg í úrslitunum en hann sigraði Slóvakann Dominic Harbati. Muller sigraði Agassi síðast þegar þeir mættust og því er búist við hörkuleik. Agassi getur náð sér í sinn sextugasta sigur á ferlinum en hann hefur unnið Benz-mótið þrisvar sinnum áður: 1998, 2001 og 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×