Glæsilegum ferli Birkis lokið 25. júlí 2005 00:01 Markvörðurinn Birkir Kristinsson, sem varið hefur mark knattspyrnuliðs ÍBV undanfarin sex ár, er hættur keppni. Birkir lenti í hörðu samstuði við Davíð Þór Viðarsson í viðureign ÍBV og FH á dögunum, og þurfti í kjölfarið að yfirgefa völlinn. Það kom síðan í ljós að Birkir viðbeinsbrotnaði og herðablað brákaðist einnig. "Því miður er ég hræddur um að ferill minn sé á enda núna. Ég ætlaði mér að hætta eftir þetta tímabil en þessi meiðsli halda mér frá keppni það sem eftir er af því." Birkir hefur ekki meiðst mikið á sínum ferli, sem sýnir sig best á því að hann hefur spilað meira en þrjú hundruð leiki í röð í efstu deild. "Ég var nú einmitt að ræða það um daginn við einhvern hversu heppinn ég hef verið á mínum ferli. Ég hef lítið sem ekkert meiðst. Það er leiðinlegt að þurfa að hætta keppni með þessum hætti. Það var auðvitað markmið hjá mér að hjálpa ÍBV að halda sér uppi í deildinni. Núna kemur bara maður í minn stað og stendur sig örugglega vel. Ég hef fulla trú á því að ÍBV geti haldið sér uppi." Landsliðsferill Birkis kláraðist í fyrra þegar hann byrjaði inni á einum eftirminnilegasta landsleik sem íslenskt landslið hefur spilað, gegn Ítölum á Laugardalsvelli. Hann hefur spilað meira en 10 þúsund mínútur í röð í efstu deild og æft undir stjórn margra góðra þjálfara. "Hörður Helgason og Ásgeir Elíasson reyndust mér vel og gaman að vinna með þeim, en annars hef ég verið heppinn með þjálfara á mínum ferli. Ég hef að auki æft vel sjálfur. Yfirleitt er ég aðeins lengur eftir æfingar til þess að gera séræfingar. Það mættu fleiri gera það, því maður nær mestum árangri með því að æfa mikið. Ég er ekkert betri en aðrir markverðir held ég, en ég náði oft að gera mitt besta með því að æfa mikið. Markvarðarstaðan er mikil einbeitingarstaða og því hafa miklar æfingar mikið að segja." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Markvörðurinn Birkir Kristinsson, sem varið hefur mark knattspyrnuliðs ÍBV undanfarin sex ár, er hættur keppni. Birkir lenti í hörðu samstuði við Davíð Þór Viðarsson í viðureign ÍBV og FH á dögunum, og þurfti í kjölfarið að yfirgefa völlinn. Það kom síðan í ljós að Birkir viðbeinsbrotnaði og herðablað brákaðist einnig. "Því miður er ég hræddur um að ferill minn sé á enda núna. Ég ætlaði mér að hætta eftir þetta tímabil en þessi meiðsli halda mér frá keppni það sem eftir er af því." Birkir hefur ekki meiðst mikið á sínum ferli, sem sýnir sig best á því að hann hefur spilað meira en þrjú hundruð leiki í röð í efstu deild. "Ég var nú einmitt að ræða það um daginn við einhvern hversu heppinn ég hef verið á mínum ferli. Ég hef lítið sem ekkert meiðst. Það er leiðinlegt að þurfa að hætta keppni með þessum hætti. Það var auðvitað markmið hjá mér að hjálpa ÍBV að halda sér uppi í deildinni. Núna kemur bara maður í minn stað og stendur sig örugglega vel. Ég hef fulla trú á því að ÍBV geti haldið sér uppi." Landsliðsferill Birkis kláraðist í fyrra þegar hann byrjaði inni á einum eftirminnilegasta landsleik sem íslenskt landslið hefur spilað, gegn Ítölum á Laugardalsvelli. Hann hefur spilað meira en 10 þúsund mínútur í röð í efstu deild og æft undir stjórn margra góðra þjálfara. "Hörður Helgason og Ásgeir Elíasson reyndust mér vel og gaman að vinna með þeim, en annars hef ég verið heppinn með þjálfara á mínum ferli. Ég hef að auki æft vel sjálfur. Yfirleitt er ég aðeins lengur eftir æfingar til þess að gera séræfingar. Það mættu fleiri gera það, því maður nær mestum árangri með því að æfa mikið. Ég er ekkert betri en aðrir markverðir held ég, en ég náði oft að gera mitt besta með því að æfa mikið. Markvarðarstaðan er mikil einbeitingarstaða og því hafa miklar æfingar mikið að segja."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira