Sport

Fallslagur í Laugardalnum

Það verður sannkallaður botnslagur í Landsbankadeild karla í kvöld klukkan 19:15 þegar Þróttur og Fram mætast á sameiginlegum heimavelli sínum, Laugardalsvelli. Þegar liðin áttust við fyrr í sumar sigruðu Framarar örugglega 3-0. Eftir að Atli Eðvaldson tók við liði Þróttar hafa þeir ekki fengið mark á sig og fengið fjögur stig í tveimur lekjum. Vissir þú að.... ...Framarar hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu 8 deildaleikjum.. ...Ríkharður Daðason, sóknarmaður Fram hefur aðeins skorað tvö mörk í deildinni en hefur hins vegar spilað alla leikina sem er fáheyrt á þeim bæ ...Þórarinn Kristjánsson hefur aðeins gert eitt mark eftir að hann kom til Þróttar frá Aberdeen í Skotlandi.   ...Páll Einarsson er markahæsti maður Þróttar þó svo að hann leiki í hjarta varnarinnar. Hann hefur gert þrjú mörk. ...Móðir Ríkharðar Daðasonar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ, er einn dyggasti stuðningsmaður Framara á landinu. ..Daninn Kim Norholt í liði Fram er með slitna hásin og spilar ekki meira með liðinu í sumar. ...Atli Eðvaldsson er þekktur fyrir glæsilegan árangur í seinni umferð. En hjá HK,ÍBV og KR gekk honum alltaf mun betur í seinni umferð en þeirri fyrri. ...Faðir Magnúsar Má Lúðvíkssonar, framherja Þróttar er liðstjóri hjá KR.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×