Sport

Lilleström sigraði Start

Lilleström sigraði efsta liðið Start með tveimur mörkum gegn engu í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þrátt fyrir tapið er Start í efsta sæti deildarinnar með 30 stig. Valerenga og Víking eru í 2.-3. sæti með 27 stig. Í sænsku úrvalsdeildinni gerðu Örgrtyte og Kalmar jafntefli, 3-3, Gelfe og Hammerby skildu jöfn, 1-1, og Aseryska vann góðan útisigur á Elfsborg, 3-1. Djugarden er í efsta sæti í sænsku úrvalsdeildinni með 30 stig, Helsingborg í öðru sæti með 27 og síðan koma Malmö FF og Häken með 26 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×