Sport

Garðar Jóhanns til Lyn

Garðar Jóhannsson sóknarmaður KR-inga í Landsbankadeildinni í knattspyrnu heldur í dag utan til Noregs þar sem hann verður fram að helgi á reynslu hjá úrvalsdeildarliði Lyn. Garðar segir að fyrirspurn frá norska félaginu hafi borist fyrst fyrir þremur vikum og svo ítrekað í gær. KR hefur leyft honum að reyna fyrir sér hjá Lyn þar sem Keflvíkingurinn Stefán Gíslason leikur við góðan orstír. "Þetta mál gleymdist einhversstaðar á borðinu um daginn en þegar þeir höfðu aftur samband við umboðsmanninn minn í gær gerðust hlutirnir hratt." Sagði Garðar í viðtali, í þættinum Fótboltavikan á Talstöðinni FM90.9 milli kl. 14 og 15 í dag. "Þeir eru að leita að hávöxnum sóknarmanni. Ég verð hjá þeim fram á föstudag og æfi með þeim þrisvar sinnum. Það er bara vonandi að ég geti sýnt þeim eitthvað betra en ég hef með KR í sumar." sagði Garðar að auki en hann segist ekki vita hverjar líkurnar séu á því að hann sé á förum frá KR, nú á miðju tímabili. Lyn er í 6. sæti deildarinnar í Norgei eftir 14 umferðir og er með 21 stig eða níu stigum á eftir toppliði Start.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×