Fleiri fréttir

Dermot Gallagher dæmdi á Íslandi

Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum  á laugardaginn.

Armstrong sigraði 7. árið í röð

Bandaríkjmaðurinn Lance Armstrong, hrósaði sigri í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France 7. árið í röð. Armstrong hélt fengnum hlut í dag og varð 4 mín. og  40 sek. á Ítalanum Ivan Basson, sem varð annar og 6 mín. og 21 sek. á undan Þjóðverjanum Jan Ullrich, sem varð þriðji.

Umspil hjá konunum

Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR og Ólöf María Jónsdóttir úr GK luku báðar 72 holum á 20 höggum yfir pari og þurfa því að fara í þriggja holu umspil um Íslandsmeistaratitilinn. Þórdís Geirsdóttir hafnaði í þriðja sæti, einu höggi á eftir, en hún lék á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari í dag.

Ragnhildur sigraði

Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR varð Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2005. Hún sigraði Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr GK í umspili um titilinn. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Ragnhildar og í annað sinn sem hún fagnar Íslandsmeistaratitli á Hólmsvelli, en það gerði hún þegar síðasta Íslandsmót var haldið í Leirunni, árið 1998.

Boltavaktin - Eyjamenn sterkari

Hægt er að fylgjast með leik ÍBV og FH í beinni hér á <strong><u>boltavaktinni </u></strong>á Vísi.is. Staðan er 0-0 en Eyjamenn hafa verið sterkari það sem af er leik.

Birkir viðbeinsbrotinn?

Birkir Krinstinsson, markvörður ÍBV var borinn af leikvelli nú rétt í þesu og varamarkvörður ÍBV kom inná, Hrafn Davíðsson. Talið er að Birkir sé viðbeinsbrotinn.

Tíu FH-ingar fagna 11. sigrinum

FH sigraði rétt í þessu sinn 11. leik í Landsbankadeild karla en þeir unnu Eyjamenn í Eyjum 1-0 með marki frá Ásgeiri Ásgeirssyni. Í fyrri hálfleik kom ekkert mark en hins vegar var nóg um að vera; Birkir Kristinsson,markvörður ÍBV fór meiddur af leikvelli viðbeinsbrotinn og þá fékk FH-ingur Davíð Þór Viðarsson að líta rauða spjaldið á 45. mínútu.

Haraldur með sigurmarkið gegn RBK

Haraldur Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu gerði sigurmark Álasunds gegn meisturunum í Rosenborg í 2-1 sigri í norku úrvalsdeildinni í kvöld. Haraldur gerði markið á 56.mínútu. Stefán Gíslason var í liði Lyn sem tapaði fyrir Fredrikstad 2-1.

Enn tapar KR á heimavelli

KR-ingar töpuðu í kvöld fyrir Keflavík 3-1 á KR-vellinum í 12.umferð Landsbankadeildar karla.  Þetta er fjórða tap KR á heimavelli í röð. KR-ingar komust yfir með marki frá Ágústi Gylfasyni á 22.mínútu og þannig var staðan í hálfleik. En í seinni hálfleik gerðu Keflvíkingar þrjú mörk þau gerðu;Guðmundur Mete, Baldur Sigurðsson og Hörður Sveinsson.

Sigur á Dönum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna 21 árs og yngri sigraði Dani með 4 mörkum gegn 2 í opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag.Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu 2 mörk hvor. Íslenska liðið keppir við Finna á þriðjudag um 5. sætið á mótinu, en lið Noregs og Bandaríkjanna keppa til úrslita.

Markalaust hjá Haukum og HK

HK og Haukar gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld í 1. deild karla. Þetta var lokaleikur 11.umferðar. Veldu meira til að sjá stöðuna í deildinni.

Haukur Ingi að koma til

Knattspyrnumaðurinn Haukur Ingi Guðnason lék á föstudaginn með U23 liði Fylkis sem tapaði 5-0 fyrir U23 liði Þróttar. Þetta er fyrsti leikur Hauks síðan hann sleit krossbönd í hné í mars í fyrra. Hann gekkst þá undir aðgerð og lék ekkert með Fylki í Landsbankadeildinni síðasta sumar.

Heiðar Davíð Íslandsmeistari

Heiðar Davíð Bragason úr Kili Mosfellsbæ sigraði í dag á Íslandsmótinu í höggleik í golfi sem fram fór í Leiru í Keflavík og er þetta í fyrsta sinn sem Heiðar Davíð fagnar þeim titli. Heiðar leiddi keppnina frá frá fyrsta degi.

Djurgarden sigraði Ölme

Djurgarden, lið Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen sigraði 2. deildar lið Ölme í sænsku bikarkeppninni í gær.  Djurgarden sem er efst í sænsku deildinni átti ekki í erfiðleikum með 2 deildar liðið og vann öruggan 6-0 sigur. Kári Árnason fiskaði víti og skoraði fjórða mark Djurgarden í gær og átti skínandi leik. Sölvi Geir Ottesen kom inná á 65 mínútu.

Stúlknalandsliðið tapaði

Íslenska landsliðið skipað stúlkum 21 árs og yngri tapaði í gær fyrir Þjóðverjum 4-1 á opna Norðurlandamótinu sem fer fram í Svíþjóð. Þýsku stúlkurnar skoruðu fyrsta markið en Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val jafnaði metin 1-1.

Brynjar Björn til Reading

Brynjar Björn Gunnarsson landsliðsmaður í knattspyrnu gekk í gær til liðs við Reading. Hann stóðst læknisskoðun og hittir félaga sína í Svíþjóð en þar dvelst Reading í æfingabúðum.

Fyrsta deild karla

Tveir leikir voru í fyrstu deild karla í gær, Víkingur sigraði þór frá Akureyri 4-0 og þá sigraði KA Fjölni 6-1 í frumraun Guðmundar Vals Sigurðssonar sem þjálfari KA. Tveir leikir eru á dagskrá í dag. KS mætir Víkingi í Ólafsvík og í Kópavogi mætir topplið breiðablik Völsungi. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14:00.

Þórdís með forystu

Þórdís Geirsdóttir er með góða stöðu á Íslandsmótinu í golfi eftir tvo hringi, hefur 6 högga forustu á Tinnu Jóhannsdóttur og 7 högg á Ragnhildi Sigurðardóttur og Nínu Björk Geirsdóttir.

Heimsmet í stangarstökki

Heimsmethafinn í stangarstökki Yelena Isinbayeva bætti heimsmet sitt í gær á alþjóðlegu móti sem haldið er í london. Ysinbæjeva setti heimsmet í madrid ekki alls fyrir löngu stökk þá 4.95 en í gær stökk hún einum sentimetra betur. Hún reyndi síðan við 5 metrana og hún sveif yfir í fyrstu tilraun og áhorfendur í London hreinlega ærðust af fögnuði.

Armstrong enn með forystu

Lance Armstrong heldur enn forustu í Tour De France þrátt fyrir að hann hafi ekki enn sigrað áfanga. Í gær voru hjólaðir 153,5 kílómetrar og sigraði ítalinn Guisseppe Guerini áfangann. Lance Armstong hefur enn 2,46 mínútna forskot á ítalan ivan Basso, og 3,46 mínútur á Danann Michael Rasmussen.

Inter aflýsir vegna hryðjuverka

Ítalska knattspyrnuliðið Inter Milan aflýsti í dag fyrirhugaðri æfingaferð sinni til Englands af öryggisástæðum í ljósi hryðjuverkanna í London. Liðið átti að leika við Portsmouth, Leicester, Norwich og Crystal Palace á Englandi á komandi vikum. Ákvörðun félagsins hefur valdið miklum vonbrigðum og reiði meðal félaganna fyrrnefndu.

Þrír ernir í Leiru í dag

Nú er verið að leika þriðja hring á Íslandsmótinu í golfi í Leiru. Þórdís Geirsdóttir er efst í kvennaflokki á 8 höggum yfir pari en Heiðar Davíð Bragason er efstur í karlaflokki á 4 höggum undir pari.

Fyrirliði Vals er enginn dóni

Sigurbjörn Hreiðarsson fyrirliði Vals í Landsbankadeild karla segir það rangt að hann hafi sýnt stuðningsmönnum KR "dóna-fingurinn" eftir sigurmark Vals í Frostaskjólinu á fimmtudagskvöld en markið sló KR út úr bikarkeppninni þetta árið. "<em>Hnefinn fór á loft en ekki puttinn</em>" sagði Sigurbjörn í samtali við Visir.is í dag.

Ísland í 2. sæti í Svíþjóð

Íslenska landsliðið í knattspyrnu pilta 17 ára og yngri tapaði fyrir Norðmönnum 2-1 í úrslitaleik Hallandsmótsins í Svíþjóð í dag. Ísland var yfir í hálfleik en Norðmenn skoruðu tvívegis í seinni hálfleik og tryggðu sér með því sigur á mótinu með 7 stig í 3 leikjum, en Íslendingar urðu í 2. sæti með 6 stig.

Newcastle áfram í Intertoto

Newcastle er komið í 4. umferð Intertotokeppninnar í knattpspyrnu eftir 2-0 sigur á áhugamannaliðinu ZTS Dubnica frá Slóvakíu í dag og samanlagt 5-1. Newcastle mætir Deportivo La Coruña í næstu umferð á miðvikudag. Keppt er um þrjú laus sæti í Evrópukeppni félagsliða í Intertoto keppninni og koma þau lið inn í keppnina 9. ágúst.

Naumur sigur Blika á botnliðinu

Breiðablik hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í knattspyrnu í dag eftir nauman sigur á botnliði Völsungs, 3-2 á Kópavogvelli. Gunnar Örn Jónsson, Kári Ársælsson og Hjalti Kristjánsson skoruðu mörk Blika sem leiddu 3-0 í hálfleik. Á Siglufjarðarvelli gerðu KS og Víkingur Ólafsvík jafntefli, 1-1.

Heiðar Davíð missir forystuna

Gríðarleg spenna er í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Leiru og er Ólafur Már Sigurðsson  úr GR kominn einn í forystu. Heiðar Davíð Bragason úr GKJ sem var með forystuna fyrr í dag er samtals á 2 höggum undir pari og hefur leikið á einu höggi yfir pari í dag, en hann fékk skolla á 5. og 6. holu.

Armstrong að landa sigri

Lance Armstrong er nú aðeins hársbreidd frá sigri, sjöunda árið í röð í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, en hann sigraði á 21. og næstsíðasta áfanga sem hjólaður var í dag. Hjólaðir voru 55.5 kílómetrar í tímatöku í St. Etienne en þetta var fyrsti áfangasigur Armstrong sem er nú 4.40 mínútum á undan Ítalanum Ivan Basso sem er annar.

Æsispennandi í Leirunni

Spennan er mögnuð í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Leiru. Heiðar Davíð Bragason vann efsta sætið aftur eftir að hafa misst það til Ólafs Más Sigurðssonar á 8. braut. Þórdís Geirsdóttir úr GKJ er með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn í kvennaflokki.

Newcastle býður í Anelka

Newcastle United hefur boðið í franska framherjann Nicolas Anelka og portúgalska landsliðsmanninn Luis Boa Morte.

Carlton Cole ætlar að standa sig

Carlton Cole, sem verið hefur í láni hjá Charlton Athletic og Aston Villa síðustu tvö tímabil í ensku knattspyrnunni, er viss um að geta staðið sig vel hjá Chelsea, en hann verður í leikmannahópi félagsins á næstu leiktíð.

Fyrsta deild í dag föstudag

Tveir leikir eru í dag í 1. deild karla í knattspyrnu. Í Víkinni eigast við heimamenn Víkingur og Norðanmenn í Þór. Og norðan heiða etja KA og Fjölnir kappi. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20.

Valur-Breiðablik í undanúrslitum

Breiðablik fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn í stórslag í undanúrslitum Visa-bikarkeppni kvenna. Í hinum leiknum fær KR Fjölni í heimsókn.

Strandhandbolti í Nauthólsvík

Á morgun, laugardag, fer fram strandhandboltamót á ylströndinni í Nautholsvík. Mótið hefst klukkan 9 og eru 20 lið skráð til leiks, bæði karlar og konur. Mótinu lýkur klukkan 18.

Panama - Bandaríkin í úrslit

Bandaríkin og Panama mætast í úrslitaleik á meistaramóti Mið og Norður Ameríkuríkja í knattspyrnu. Bandaríkin lögðu Hondúras að velli 2-1 og Panama lagði Kolombíu 3-2.

FH mætir Fram í undanúrslitum

Dregið var í undanúrslit í Visa-bikarkeppni karla í hádeginu í dag en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum. Þar munu mæta annars vegar Valur og Fylkir og hins vegar FH og Fram.

Stoke kaupir Hoefkens

Enska knattspyrnufélagið Stoke City keypti í morgun belgíska miðvörðinn, Carl Hoefkens frá Germinal Berschot og borgaði fyrir hann 350 þúsund pund eða um 40 milljónir íslenskra króna.

Joey Barton sendur heim

Joey Barton, leikmaður Manchester City, hefur verið sendur heim frá Tælandi vegna slagsmála, en þar var Manchester City í keppnisferð.

Guðjón Þórðarson réð ekki Staunton

Steve Staunton, sem spilað hefur meðal annars með Liverpool, Aston Villa og Coventry á ferli sínum, vildi komast að hjá Notts County sem þjálfari og leikmaður, en Guðjón Þórðarson ákvað að ráða hann ekki til starfa.

Gæti orðið einn sá besti hjá Dönum

<font face="Helv">M</font>ads Thunø Laudrup, sonur knattspyrnumannsins Michael Laudrup sem nú þjálfar Brøndby, er staddur hér á landi að spila með FC København á Rey Cup- mótinu í knattspyrnu. Mads er einn af efnilegustu leikmönnum Danmerkur og er einn þriggja leikmanna FC København sem leika með U-17 ára landsliði Danmerkur.

Halda bæði forustunni

Heiðar Davíð Bragason úr Kili og Þórdís Geirsdóttir úr Keili halda forustunni á Íslandsmótinu í golfi sem fer nú fram við frábærar aðstæður á Hólmsvelli í Leiru.

Ferdinand ekki á förum

Rio Ferdinand hefur ekki fengið blíðar viðtökur frá stuðningsmönnum Manchester United í æfingaleikjum að undanförnu, en hann hefur ekki enn skrifað undir samning við félagið.

Ferdinand ekki á förum

Rio Ferdinand hefur ekki fengið blíðar viðtökur frá stuðningsmönnum Manchester United í æfingaleikjum að undanförnu, en hann hefur ekki enn skrifað undir samning við félagið.

Essien leiður á óvissunni

Mikael Essien vill ólmur komast til Chelsea frá Lyon í Frakklandi, en tveimur tilboðum ensku meistarana hefur þegar verið hafnað í leikmanninn.

Táningur hjá Leicester fótbrotnaði

Craig Levin, knattspyrnustjóri Leicester á Englandi, er æfur út í Bobo Balde, varnarmann Celtic, en hann átti einhverja ljótustu tæklingu síðastu ára í æfingaleik liðanna í gær sem varð til þess að táningurinn James Wesolowski fótbrotnaði mjög illa.

Sjá næstu 50 fréttir