Fleiri fréttir Dermot Gallagher dæmdi á Íslandi Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum á laugardaginn. 24.7.2005 00:01 Armstrong sigraði 7. árið í röð Bandaríkjmaðurinn Lance Armstrong, hrósaði sigri í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France 7. árið í röð. Armstrong hélt fengnum hlut í dag og varð 4 mín. og 40 sek. á Ítalanum Ivan Basson, sem varð annar og 6 mín. og 21 sek. á undan Þjóðverjanum Jan Ullrich, sem varð þriðji. 24.7.2005 00:01 Umspil hjá konunum Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR og Ólöf María Jónsdóttir úr GK luku báðar 72 holum á 20 höggum yfir pari og þurfa því að fara í þriggja holu umspil um Íslandsmeistaratitilinn. Þórdís Geirsdóttir hafnaði í þriðja sæti, einu höggi á eftir, en hún lék á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari í dag. 24.7.2005 00:01 Ragnhildur sigraði Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR varð Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2005. Hún sigraði Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr GK í umspili um titilinn. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Ragnhildar og í annað sinn sem hún fagnar Íslandsmeistaratitli á Hólmsvelli, en það gerði hún þegar síðasta Íslandsmót var haldið í Leirunni, árið 1998. 24.7.2005 00:01 Boltavaktin - Eyjamenn sterkari Hægt er að fylgjast með leik ÍBV og FH í beinni hér á <strong><u>boltavaktinni </u></strong>á Vísi.is. Staðan er 0-0 en Eyjamenn hafa verið sterkari það sem af er leik. 24.7.2005 00:01 Birkir viðbeinsbrotinn? Birkir Krinstinsson, markvörður ÍBV var borinn af leikvelli nú rétt í þesu og varamarkvörður ÍBV kom inná, Hrafn Davíðsson. Talið er að Birkir sé viðbeinsbrotinn. 24.7.2005 00:01 Tíu FH-ingar fagna 11. sigrinum FH sigraði rétt í þessu sinn 11. leik í Landsbankadeild karla en þeir unnu Eyjamenn í Eyjum 1-0 með marki frá Ásgeiri Ásgeirssyni. Í fyrri hálfleik kom ekkert mark en hins vegar var nóg um að vera; Birkir Kristinsson,markvörður ÍBV fór meiddur af leikvelli viðbeinsbrotinn og þá fékk FH-ingur Davíð Þór Viðarsson að líta rauða spjaldið á 45. mínútu. 24.7.2005 00:01 Haraldur með sigurmarkið gegn RBK Haraldur Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu gerði sigurmark Álasunds gegn meisturunum í Rosenborg í 2-1 sigri í norku úrvalsdeildinni í kvöld. Haraldur gerði markið á 56.mínútu. Stefán Gíslason var í liði Lyn sem tapaði fyrir Fredrikstad 2-1. 24.7.2005 00:01 Enn tapar KR á heimavelli KR-ingar töpuðu í kvöld fyrir Keflavík 3-1 á KR-vellinum í 12.umferð Landsbankadeildar karla. Þetta er fjórða tap KR á heimavelli í röð. KR-ingar komust yfir með marki frá Ágústi Gylfasyni á 22.mínútu og þannig var staðan í hálfleik. En í seinni hálfleik gerðu Keflvíkingar þrjú mörk þau gerðu;Guðmundur Mete, Baldur Sigurðsson og Hörður Sveinsson. 24.7.2005 00:01 Sigur á Dönum Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna 21 árs og yngri sigraði Dani með 4 mörkum gegn 2 í opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag.Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu 2 mörk hvor. Íslenska liðið keppir við Finna á þriðjudag um 5. sætið á mótinu, en lið Noregs og Bandaríkjanna keppa til úrslita. 24.7.2005 00:01 Markalaust hjá Haukum og HK HK og Haukar gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld í 1. deild karla. Þetta var lokaleikur 11.umferðar. Veldu meira til að sjá stöðuna í deildinni. 24.7.2005 00:01 Haukur Ingi að koma til Knattspyrnumaðurinn Haukur Ingi Guðnason lék á föstudaginn með U23 liði Fylkis sem tapaði 5-0 fyrir U23 liði Þróttar. Þetta er fyrsti leikur Hauks síðan hann sleit krossbönd í hné í mars í fyrra. Hann gekkst þá undir aðgerð og lék ekkert með Fylki í Landsbankadeildinni síðasta sumar. 24.7.2005 00:01 Heiðar Davíð Íslandsmeistari Heiðar Davíð Bragason úr Kili Mosfellsbæ sigraði í dag á Íslandsmótinu í höggleik í golfi sem fram fór í Leiru í Keflavík og er þetta í fyrsta sinn sem Heiðar Davíð fagnar þeim titli. Heiðar leiddi keppnina frá frá fyrsta degi. 24.7.2005 00:01 Djurgarden sigraði Ölme Djurgarden, lið Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen sigraði 2. deildar lið Ölme í sænsku bikarkeppninni í gær. Djurgarden sem er efst í sænsku deildinni átti ekki í erfiðleikum með 2 deildar liðið og vann öruggan 6-0 sigur. Kári Árnason fiskaði víti og skoraði fjórða mark Djurgarden í gær og átti skínandi leik. Sölvi Geir Ottesen kom inná á 65 mínútu. 23.7.2005 00:01 Stúlknalandsliðið tapaði Íslenska landsliðið skipað stúlkum 21 árs og yngri tapaði í gær fyrir Þjóðverjum 4-1 á opna Norðurlandamótinu sem fer fram í Svíþjóð. Þýsku stúlkurnar skoruðu fyrsta markið en Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val jafnaði metin 1-1. 23.7.2005 00:01 Brynjar Björn til Reading Brynjar Björn Gunnarsson landsliðsmaður í knattspyrnu gekk í gær til liðs við Reading. Hann stóðst læknisskoðun og hittir félaga sína í Svíþjóð en þar dvelst Reading í æfingabúðum. 23.7.2005 00:01 Fyrsta deild karla Tveir leikir voru í fyrstu deild karla í gær, Víkingur sigraði þór frá Akureyri 4-0 og þá sigraði KA Fjölni 6-1 í frumraun Guðmundar Vals Sigurðssonar sem þjálfari KA. Tveir leikir eru á dagskrá í dag. KS mætir Víkingi í Ólafsvík og í Kópavogi mætir topplið breiðablik Völsungi. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14:00. 23.7.2005 00:01 Þórdís með forystu Þórdís Geirsdóttir er með góða stöðu á Íslandsmótinu í golfi eftir tvo hringi, hefur 6 högga forustu á Tinnu Jóhannsdóttur og 7 högg á Ragnhildi Sigurðardóttur og Nínu Björk Geirsdóttir. 23.7.2005 00:01 Heimsmet í stangarstökki Heimsmethafinn í stangarstökki Yelena Isinbayeva bætti heimsmet sitt í gær á alþjóðlegu móti sem haldið er í london. Ysinbæjeva setti heimsmet í madrid ekki alls fyrir löngu stökk þá 4.95 en í gær stökk hún einum sentimetra betur. Hún reyndi síðan við 5 metrana og hún sveif yfir í fyrstu tilraun og áhorfendur í London hreinlega ærðust af fögnuði. 23.7.2005 00:01 Armstrong enn með forystu Lance Armstrong heldur enn forustu í Tour De France þrátt fyrir að hann hafi ekki enn sigrað áfanga. Í gær voru hjólaðir 153,5 kílómetrar og sigraði ítalinn Guisseppe Guerini áfangann. Lance Armstong hefur enn 2,46 mínútna forskot á ítalan ivan Basso, og 3,46 mínútur á Danann Michael Rasmussen. 23.7.2005 00:01 Inter aflýsir vegna hryðjuverka Ítalska knattspyrnuliðið Inter Milan aflýsti í dag fyrirhugaðri æfingaferð sinni til Englands af öryggisástæðum í ljósi hryðjuverkanna í London. Liðið átti að leika við Portsmouth, Leicester, Norwich og Crystal Palace á Englandi á komandi vikum. Ákvörðun félagsins hefur valdið miklum vonbrigðum og reiði meðal félaganna fyrrnefndu. 23.7.2005 00:01 Þrír ernir í Leiru í dag Nú er verið að leika þriðja hring á Íslandsmótinu í golfi í Leiru. Þórdís Geirsdóttir er efst í kvennaflokki á 8 höggum yfir pari en Heiðar Davíð Bragason er efstur í karlaflokki á 4 höggum undir pari. 23.7.2005 00:01 Fyrirliði Vals er enginn dóni Sigurbjörn Hreiðarsson fyrirliði Vals í Landsbankadeild karla segir það rangt að hann hafi sýnt stuðningsmönnum KR "dóna-fingurinn" eftir sigurmark Vals í Frostaskjólinu á fimmtudagskvöld en markið sló KR út úr bikarkeppninni þetta árið. "<em>Hnefinn fór á loft en ekki puttinn</em>" sagði Sigurbjörn í samtali við Visir.is í dag. 23.7.2005 00:01 Ísland í 2. sæti í Svíþjóð Íslenska landsliðið í knattspyrnu pilta 17 ára og yngri tapaði fyrir Norðmönnum 2-1 í úrslitaleik Hallandsmótsins í Svíþjóð í dag. Ísland var yfir í hálfleik en Norðmenn skoruðu tvívegis í seinni hálfleik og tryggðu sér með því sigur á mótinu með 7 stig í 3 leikjum, en Íslendingar urðu í 2. sæti með 6 stig. 23.7.2005 00:01 Newcastle áfram í Intertoto Newcastle er komið í 4. umferð Intertotokeppninnar í knattpspyrnu eftir 2-0 sigur á áhugamannaliðinu ZTS Dubnica frá Slóvakíu í dag og samanlagt 5-1. Newcastle mætir Deportivo La Coruña í næstu umferð á miðvikudag. Keppt er um þrjú laus sæti í Evrópukeppni félagsliða í Intertoto keppninni og koma þau lið inn í keppnina 9. ágúst. 23.7.2005 00:01 Naumur sigur Blika á botnliðinu Breiðablik hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í knattspyrnu í dag eftir nauman sigur á botnliði Völsungs, 3-2 á Kópavogvelli. Gunnar Örn Jónsson, Kári Ársælsson og Hjalti Kristjánsson skoruðu mörk Blika sem leiddu 3-0 í hálfleik. Á Siglufjarðarvelli gerðu KS og Víkingur Ólafsvík jafntefli, 1-1. 23.7.2005 00:01 Heiðar Davíð missir forystuna Gríðarleg spenna er í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Leiru og er Ólafur Már Sigurðsson úr GR kominn einn í forystu. Heiðar Davíð Bragason úr GKJ sem var með forystuna fyrr í dag er samtals á 2 höggum undir pari og hefur leikið á einu höggi yfir pari í dag, en hann fékk skolla á 5. og 6. holu. 23.7.2005 00:01 Armstrong að landa sigri Lance Armstrong er nú aðeins hársbreidd frá sigri, sjöunda árið í röð í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, en hann sigraði á 21. og næstsíðasta áfanga sem hjólaður var í dag. Hjólaðir voru 55.5 kílómetrar í tímatöku í St. Etienne en þetta var fyrsti áfangasigur Armstrong sem er nú 4.40 mínútum á undan Ítalanum Ivan Basso sem er annar. 23.7.2005 00:01 Æsispennandi í Leirunni Spennan er mögnuð í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Leiru. Heiðar Davíð Bragason vann efsta sætið aftur eftir að hafa misst það til Ólafs Más Sigurðssonar á 8. braut. Þórdís Geirsdóttir úr GKJ er með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn í kvennaflokki. 23.7.2005 00:01 Newcastle býður í Anelka Newcastle United hefur boðið í franska framherjann Nicolas Anelka og portúgalska landsliðsmanninn Luis Boa Morte. 22.7.2005 00:01 Carlton Cole ætlar að standa sig Carlton Cole, sem verið hefur í láni hjá Charlton Athletic og Aston Villa síðustu tvö tímabil í ensku knattspyrnunni, er viss um að geta staðið sig vel hjá Chelsea, en hann verður í leikmannahópi félagsins á næstu leiktíð. 22.7.2005 00:01 Fyrsta deild í dag föstudag Tveir leikir eru í dag í 1. deild karla í knattspyrnu. Í Víkinni eigast við heimamenn Víkingur og Norðanmenn í Þór. Og norðan heiða etja KA og Fjölnir kappi. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20. 22.7.2005 00:01 Valur-Breiðablik í undanúrslitum Breiðablik fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn í stórslag í undanúrslitum Visa-bikarkeppni kvenna. Í hinum leiknum fær KR Fjölni í heimsókn. 22.7.2005 00:01 Strandhandbolti í Nauthólsvík Á morgun, laugardag, fer fram strandhandboltamót á ylströndinni í Nautholsvík. Mótið hefst klukkan 9 og eru 20 lið skráð til leiks, bæði karlar og konur. Mótinu lýkur klukkan 18. 22.7.2005 00:01 Panama - Bandaríkin í úrslit Bandaríkin og Panama mætast í úrslitaleik á meistaramóti Mið og Norður Ameríkuríkja í knattspyrnu. Bandaríkin lögðu Hondúras að velli 2-1 og Panama lagði Kolombíu 3-2. 22.7.2005 00:01 FH mætir Fram í undanúrslitum Dregið var í undanúrslit í Visa-bikarkeppni karla í hádeginu í dag en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum. Þar munu mæta annars vegar Valur og Fylkir og hins vegar FH og Fram. 22.7.2005 00:01 Stoke kaupir Hoefkens Enska knattspyrnufélagið Stoke City keypti í morgun belgíska miðvörðinn, Carl Hoefkens frá Germinal Berschot og borgaði fyrir hann 350 þúsund pund eða um 40 milljónir íslenskra króna. 22.7.2005 00:01 Joey Barton sendur heim Joey Barton, leikmaður Manchester City, hefur verið sendur heim frá Tælandi vegna slagsmála, en þar var Manchester City í keppnisferð. 22.7.2005 00:01 Guðjón Þórðarson réð ekki Staunton Steve Staunton, sem spilað hefur meðal annars með Liverpool, Aston Villa og Coventry á ferli sínum, vildi komast að hjá Notts County sem þjálfari og leikmaður, en Guðjón Þórðarson ákvað að ráða hann ekki til starfa. 22.7.2005 00:01 Gæti orðið einn sá besti hjá Dönum <font face="Helv">M</font>ads Thunø Laudrup, sonur knattspyrnumannsins Michael Laudrup sem nú þjálfar Brøndby, er staddur hér á landi að spila með FC København á Rey Cup- mótinu í knattspyrnu. Mads er einn af efnilegustu leikmönnum Danmerkur og er einn þriggja leikmanna FC København sem leika með U-17 ára landsliði Danmerkur. 22.7.2005 00:01 Halda bæði forustunni Heiðar Davíð Bragason úr Kili og Þórdís Geirsdóttir úr Keili halda forustunni á Íslandsmótinu í golfi sem fer nú fram við frábærar aðstæður á Hólmsvelli í Leiru. 22.7.2005 00:01 Ferdinand ekki á förum Rio Ferdinand hefur ekki fengið blíðar viðtökur frá stuðningsmönnum Manchester United í æfingaleikjum að undanförnu, en hann hefur ekki enn skrifað undir samning við félagið. 21.7.2005 00:01 Ferdinand ekki á förum Rio Ferdinand hefur ekki fengið blíðar viðtökur frá stuðningsmönnum Manchester United í æfingaleikjum að undanförnu, en hann hefur ekki enn skrifað undir samning við félagið. 21.7.2005 00:01 Essien leiður á óvissunni Mikael Essien vill ólmur komast til Chelsea frá Lyon í Frakklandi, en tveimur tilboðum ensku meistarana hefur þegar verið hafnað í leikmanninn. 21.7.2005 00:01 Táningur hjá Leicester fótbrotnaði Craig Levin, knattspyrnustjóri Leicester á Englandi, er æfur út í Bobo Balde, varnarmann Celtic, en hann átti einhverja ljótustu tæklingu síðastu ára í æfingaleik liðanna í gær sem varð til þess að táningurinn James Wesolowski fótbrotnaði mjög illa. 21.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Dermot Gallagher dæmdi á Íslandi Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum á laugardaginn. 24.7.2005 00:01
Armstrong sigraði 7. árið í röð Bandaríkjmaðurinn Lance Armstrong, hrósaði sigri í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France 7. árið í röð. Armstrong hélt fengnum hlut í dag og varð 4 mín. og 40 sek. á Ítalanum Ivan Basson, sem varð annar og 6 mín. og 21 sek. á undan Þjóðverjanum Jan Ullrich, sem varð þriðji. 24.7.2005 00:01
Umspil hjá konunum Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR og Ólöf María Jónsdóttir úr GK luku báðar 72 holum á 20 höggum yfir pari og þurfa því að fara í þriggja holu umspil um Íslandsmeistaratitilinn. Þórdís Geirsdóttir hafnaði í þriðja sæti, einu höggi á eftir, en hún lék á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari í dag. 24.7.2005 00:01
Ragnhildur sigraði Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR varð Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2005. Hún sigraði Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr GK í umspili um titilinn. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Ragnhildar og í annað sinn sem hún fagnar Íslandsmeistaratitli á Hólmsvelli, en það gerði hún þegar síðasta Íslandsmót var haldið í Leirunni, árið 1998. 24.7.2005 00:01
Boltavaktin - Eyjamenn sterkari Hægt er að fylgjast með leik ÍBV og FH í beinni hér á <strong><u>boltavaktinni </u></strong>á Vísi.is. Staðan er 0-0 en Eyjamenn hafa verið sterkari það sem af er leik. 24.7.2005 00:01
Birkir viðbeinsbrotinn? Birkir Krinstinsson, markvörður ÍBV var borinn af leikvelli nú rétt í þesu og varamarkvörður ÍBV kom inná, Hrafn Davíðsson. Talið er að Birkir sé viðbeinsbrotinn. 24.7.2005 00:01
Tíu FH-ingar fagna 11. sigrinum FH sigraði rétt í þessu sinn 11. leik í Landsbankadeild karla en þeir unnu Eyjamenn í Eyjum 1-0 með marki frá Ásgeiri Ásgeirssyni. Í fyrri hálfleik kom ekkert mark en hins vegar var nóg um að vera; Birkir Kristinsson,markvörður ÍBV fór meiddur af leikvelli viðbeinsbrotinn og þá fékk FH-ingur Davíð Þór Viðarsson að líta rauða spjaldið á 45. mínútu. 24.7.2005 00:01
Haraldur með sigurmarkið gegn RBK Haraldur Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu gerði sigurmark Álasunds gegn meisturunum í Rosenborg í 2-1 sigri í norku úrvalsdeildinni í kvöld. Haraldur gerði markið á 56.mínútu. Stefán Gíslason var í liði Lyn sem tapaði fyrir Fredrikstad 2-1. 24.7.2005 00:01
Enn tapar KR á heimavelli KR-ingar töpuðu í kvöld fyrir Keflavík 3-1 á KR-vellinum í 12.umferð Landsbankadeildar karla. Þetta er fjórða tap KR á heimavelli í röð. KR-ingar komust yfir með marki frá Ágústi Gylfasyni á 22.mínútu og þannig var staðan í hálfleik. En í seinni hálfleik gerðu Keflvíkingar þrjú mörk þau gerðu;Guðmundur Mete, Baldur Sigurðsson og Hörður Sveinsson. 24.7.2005 00:01
Sigur á Dönum Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna 21 árs og yngri sigraði Dani með 4 mörkum gegn 2 í opna Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag.Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu 2 mörk hvor. Íslenska liðið keppir við Finna á þriðjudag um 5. sætið á mótinu, en lið Noregs og Bandaríkjanna keppa til úrslita. 24.7.2005 00:01
Markalaust hjá Haukum og HK HK og Haukar gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld í 1. deild karla. Þetta var lokaleikur 11.umferðar. Veldu meira til að sjá stöðuna í deildinni. 24.7.2005 00:01
Haukur Ingi að koma til Knattspyrnumaðurinn Haukur Ingi Guðnason lék á föstudaginn með U23 liði Fylkis sem tapaði 5-0 fyrir U23 liði Þróttar. Þetta er fyrsti leikur Hauks síðan hann sleit krossbönd í hné í mars í fyrra. Hann gekkst þá undir aðgerð og lék ekkert með Fylki í Landsbankadeildinni síðasta sumar. 24.7.2005 00:01
Heiðar Davíð Íslandsmeistari Heiðar Davíð Bragason úr Kili Mosfellsbæ sigraði í dag á Íslandsmótinu í höggleik í golfi sem fram fór í Leiru í Keflavík og er þetta í fyrsta sinn sem Heiðar Davíð fagnar þeim titli. Heiðar leiddi keppnina frá frá fyrsta degi. 24.7.2005 00:01
Djurgarden sigraði Ölme Djurgarden, lið Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen sigraði 2. deildar lið Ölme í sænsku bikarkeppninni í gær. Djurgarden sem er efst í sænsku deildinni átti ekki í erfiðleikum með 2 deildar liðið og vann öruggan 6-0 sigur. Kári Árnason fiskaði víti og skoraði fjórða mark Djurgarden í gær og átti skínandi leik. Sölvi Geir Ottesen kom inná á 65 mínútu. 23.7.2005 00:01
Stúlknalandsliðið tapaði Íslenska landsliðið skipað stúlkum 21 árs og yngri tapaði í gær fyrir Þjóðverjum 4-1 á opna Norðurlandamótinu sem fer fram í Svíþjóð. Þýsku stúlkurnar skoruðu fyrsta markið en Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val jafnaði metin 1-1. 23.7.2005 00:01
Brynjar Björn til Reading Brynjar Björn Gunnarsson landsliðsmaður í knattspyrnu gekk í gær til liðs við Reading. Hann stóðst læknisskoðun og hittir félaga sína í Svíþjóð en þar dvelst Reading í æfingabúðum. 23.7.2005 00:01
Fyrsta deild karla Tveir leikir voru í fyrstu deild karla í gær, Víkingur sigraði þór frá Akureyri 4-0 og þá sigraði KA Fjölni 6-1 í frumraun Guðmundar Vals Sigurðssonar sem þjálfari KA. Tveir leikir eru á dagskrá í dag. KS mætir Víkingi í Ólafsvík og í Kópavogi mætir topplið breiðablik Völsungi. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14:00. 23.7.2005 00:01
Þórdís með forystu Þórdís Geirsdóttir er með góða stöðu á Íslandsmótinu í golfi eftir tvo hringi, hefur 6 högga forustu á Tinnu Jóhannsdóttur og 7 högg á Ragnhildi Sigurðardóttur og Nínu Björk Geirsdóttir. 23.7.2005 00:01
Heimsmet í stangarstökki Heimsmethafinn í stangarstökki Yelena Isinbayeva bætti heimsmet sitt í gær á alþjóðlegu móti sem haldið er í london. Ysinbæjeva setti heimsmet í madrid ekki alls fyrir löngu stökk þá 4.95 en í gær stökk hún einum sentimetra betur. Hún reyndi síðan við 5 metrana og hún sveif yfir í fyrstu tilraun og áhorfendur í London hreinlega ærðust af fögnuði. 23.7.2005 00:01
Armstrong enn með forystu Lance Armstrong heldur enn forustu í Tour De France þrátt fyrir að hann hafi ekki enn sigrað áfanga. Í gær voru hjólaðir 153,5 kílómetrar og sigraði ítalinn Guisseppe Guerini áfangann. Lance Armstong hefur enn 2,46 mínútna forskot á ítalan ivan Basso, og 3,46 mínútur á Danann Michael Rasmussen. 23.7.2005 00:01
Inter aflýsir vegna hryðjuverka Ítalska knattspyrnuliðið Inter Milan aflýsti í dag fyrirhugaðri æfingaferð sinni til Englands af öryggisástæðum í ljósi hryðjuverkanna í London. Liðið átti að leika við Portsmouth, Leicester, Norwich og Crystal Palace á Englandi á komandi vikum. Ákvörðun félagsins hefur valdið miklum vonbrigðum og reiði meðal félaganna fyrrnefndu. 23.7.2005 00:01
Þrír ernir í Leiru í dag Nú er verið að leika þriðja hring á Íslandsmótinu í golfi í Leiru. Þórdís Geirsdóttir er efst í kvennaflokki á 8 höggum yfir pari en Heiðar Davíð Bragason er efstur í karlaflokki á 4 höggum undir pari. 23.7.2005 00:01
Fyrirliði Vals er enginn dóni Sigurbjörn Hreiðarsson fyrirliði Vals í Landsbankadeild karla segir það rangt að hann hafi sýnt stuðningsmönnum KR "dóna-fingurinn" eftir sigurmark Vals í Frostaskjólinu á fimmtudagskvöld en markið sló KR út úr bikarkeppninni þetta árið. "<em>Hnefinn fór á loft en ekki puttinn</em>" sagði Sigurbjörn í samtali við Visir.is í dag. 23.7.2005 00:01
Ísland í 2. sæti í Svíþjóð Íslenska landsliðið í knattspyrnu pilta 17 ára og yngri tapaði fyrir Norðmönnum 2-1 í úrslitaleik Hallandsmótsins í Svíþjóð í dag. Ísland var yfir í hálfleik en Norðmenn skoruðu tvívegis í seinni hálfleik og tryggðu sér með því sigur á mótinu með 7 stig í 3 leikjum, en Íslendingar urðu í 2. sæti með 6 stig. 23.7.2005 00:01
Newcastle áfram í Intertoto Newcastle er komið í 4. umferð Intertotokeppninnar í knattpspyrnu eftir 2-0 sigur á áhugamannaliðinu ZTS Dubnica frá Slóvakíu í dag og samanlagt 5-1. Newcastle mætir Deportivo La Coruña í næstu umferð á miðvikudag. Keppt er um þrjú laus sæti í Evrópukeppni félagsliða í Intertoto keppninni og koma þau lið inn í keppnina 9. ágúst. 23.7.2005 00:01
Naumur sigur Blika á botnliðinu Breiðablik hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í knattspyrnu í dag eftir nauman sigur á botnliði Völsungs, 3-2 á Kópavogvelli. Gunnar Örn Jónsson, Kári Ársælsson og Hjalti Kristjánsson skoruðu mörk Blika sem leiddu 3-0 í hálfleik. Á Siglufjarðarvelli gerðu KS og Víkingur Ólafsvík jafntefli, 1-1. 23.7.2005 00:01
Heiðar Davíð missir forystuna Gríðarleg spenna er í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Leiru og er Ólafur Már Sigurðsson úr GR kominn einn í forystu. Heiðar Davíð Bragason úr GKJ sem var með forystuna fyrr í dag er samtals á 2 höggum undir pari og hefur leikið á einu höggi yfir pari í dag, en hann fékk skolla á 5. og 6. holu. 23.7.2005 00:01
Armstrong að landa sigri Lance Armstrong er nú aðeins hársbreidd frá sigri, sjöunda árið í röð í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, en hann sigraði á 21. og næstsíðasta áfanga sem hjólaður var í dag. Hjólaðir voru 55.5 kílómetrar í tímatöku í St. Etienne en þetta var fyrsti áfangasigur Armstrong sem er nú 4.40 mínútum á undan Ítalanum Ivan Basso sem er annar. 23.7.2005 00:01
Æsispennandi í Leirunni Spennan er mögnuð í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Leiru. Heiðar Davíð Bragason vann efsta sætið aftur eftir að hafa misst það til Ólafs Más Sigurðssonar á 8. braut. Þórdís Geirsdóttir úr GKJ er með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn í kvennaflokki. 23.7.2005 00:01
Newcastle býður í Anelka Newcastle United hefur boðið í franska framherjann Nicolas Anelka og portúgalska landsliðsmanninn Luis Boa Morte. 22.7.2005 00:01
Carlton Cole ætlar að standa sig Carlton Cole, sem verið hefur í láni hjá Charlton Athletic og Aston Villa síðustu tvö tímabil í ensku knattspyrnunni, er viss um að geta staðið sig vel hjá Chelsea, en hann verður í leikmannahópi félagsins á næstu leiktíð. 22.7.2005 00:01
Fyrsta deild í dag föstudag Tveir leikir eru í dag í 1. deild karla í knattspyrnu. Í Víkinni eigast við heimamenn Víkingur og Norðanmenn í Þór. Og norðan heiða etja KA og Fjölnir kappi. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20. 22.7.2005 00:01
Valur-Breiðablik í undanúrslitum Breiðablik fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn í stórslag í undanúrslitum Visa-bikarkeppni kvenna. Í hinum leiknum fær KR Fjölni í heimsókn. 22.7.2005 00:01
Strandhandbolti í Nauthólsvík Á morgun, laugardag, fer fram strandhandboltamót á ylströndinni í Nautholsvík. Mótið hefst klukkan 9 og eru 20 lið skráð til leiks, bæði karlar og konur. Mótinu lýkur klukkan 18. 22.7.2005 00:01
Panama - Bandaríkin í úrslit Bandaríkin og Panama mætast í úrslitaleik á meistaramóti Mið og Norður Ameríkuríkja í knattspyrnu. Bandaríkin lögðu Hondúras að velli 2-1 og Panama lagði Kolombíu 3-2. 22.7.2005 00:01
FH mætir Fram í undanúrslitum Dregið var í undanúrslit í Visa-bikarkeppni karla í hádeginu í dag en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum. Þar munu mæta annars vegar Valur og Fylkir og hins vegar FH og Fram. 22.7.2005 00:01
Stoke kaupir Hoefkens Enska knattspyrnufélagið Stoke City keypti í morgun belgíska miðvörðinn, Carl Hoefkens frá Germinal Berschot og borgaði fyrir hann 350 þúsund pund eða um 40 milljónir íslenskra króna. 22.7.2005 00:01
Joey Barton sendur heim Joey Barton, leikmaður Manchester City, hefur verið sendur heim frá Tælandi vegna slagsmála, en þar var Manchester City í keppnisferð. 22.7.2005 00:01
Guðjón Þórðarson réð ekki Staunton Steve Staunton, sem spilað hefur meðal annars með Liverpool, Aston Villa og Coventry á ferli sínum, vildi komast að hjá Notts County sem þjálfari og leikmaður, en Guðjón Þórðarson ákvað að ráða hann ekki til starfa. 22.7.2005 00:01
Gæti orðið einn sá besti hjá Dönum <font face="Helv">M</font>ads Thunø Laudrup, sonur knattspyrnumannsins Michael Laudrup sem nú þjálfar Brøndby, er staddur hér á landi að spila með FC København á Rey Cup- mótinu í knattspyrnu. Mads er einn af efnilegustu leikmönnum Danmerkur og er einn þriggja leikmanna FC København sem leika með U-17 ára landsliði Danmerkur. 22.7.2005 00:01
Halda bæði forustunni Heiðar Davíð Bragason úr Kili og Þórdís Geirsdóttir úr Keili halda forustunni á Íslandsmótinu í golfi sem fer nú fram við frábærar aðstæður á Hólmsvelli í Leiru. 22.7.2005 00:01
Ferdinand ekki á förum Rio Ferdinand hefur ekki fengið blíðar viðtökur frá stuðningsmönnum Manchester United í æfingaleikjum að undanförnu, en hann hefur ekki enn skrifað undir samning við félagið. 21.7.2005 00:01
Ferdinand ekki á förum Rio Ferdinand hefur ekki fengið blíðar viðtökur frá stuðningsmönnum Manchester United í æfingaleikjum að undanförnu, en hann hefur ekki enn skrifað undir samning við félagið. 21.7.2005 00:01
Essien leiður á óvissunni Mikael Essien vill ólmur komast til Chelsea frá Lyon í Frakklandi, en tveimur tilboðum ensku meistarana hefur þegar verið hafnað í leikmanninn. 21.7.2005 00:01
Táningur hjá Leicester fótbrotnaði Craig Levin, knattspyrnustjóri Leicester á Englandi, er æfur út í Bobo Balde, varnarmann Celtic, en hann átti einhverja ljótustu tæklingu síðastu ára í æfingaleik liðanna í gær sem varð til þess að táningurinn James Wesolowski fótbrotnaði mjög illa. 21.7.2005 00:01