Fleiri fréttir Poulis vonsvikinn "Ég vill taka það fram að litarháttur eða þjóðerni hafa aldrei haft áhrif á hvernig ég stilli upp mínu liði," sagði vonsvikinn Tony Pulis í samtali við breska fjölmiðla í gær, daginn eftir að hafa verið rekinn frá enska knattspyrnufélaginu Stoke City, sem er að mestu í eigu íslenska fjárfesta. 30.6.2005 00:01 Litlaust á Skaganum Það var ljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn ÍA ætluðu að selja sig dýrt gegn ÍBV í gærkvöld og voru leikmenn liðsins afskaplega duglegir og agaðir allan leikinn. Þeir voru verðlaunaðir með marki strax á 17. mínútu leiksins þar sem var að verki hinn ungi og bráðefnilegi Hafþór Ægir Vilhjálmsson. 30.6.2005 00:01 Einar Örn til Spánar Hornamaðurinn Einar Örn Jónsson er búinn að semja við spænska úrvalsdeildarfélagið Torrevieja en hann hefur síðustu ár leikið með Wallau Massenheim.Þýska félagið fór sem kunnugt er á hausinn og því varð Einar að leita á önnur mið og úr varð að hann fór til Spánar. 30.6.2005 00:01 Tryggvi sleppur Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður KR, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign liðsins gegn Val á mánudagskvöld. Hann hefði með réttu átt að vera rekinn af velli í fyrri hálfleiknum þegar hann traðkaði á lærinu á Matthíasi Guðmundssyni, sóknarmanni Vals. 30.6.2005 00:01 Guðmundur Mete til Keflavíkur Á laugardaginn kemur knattspyrnumaðurinn Guðmundur Viðar Mete hingað til lands og skrifar undir samning við Keflavík út tímabilið. Guðmundur steig sín fyrstu skref með Austra á Eskifirði en fór út til Svíþjóðar 10 ára gamall. 30.6.2005 00:01 Collina dæmir áfram Pierluigi Collina, besti dómari heims, fær að sinna starfi sínu í eitt tímabil til viðbótar vegna nýrra reglna sem ítalska knattspyrnusambandið samþykkti í gær. Collina er orðinn 45 ára og átti að vera hættur þar sem hann hafði náð hámarksaldri dómara. 30.6.2005 00:01 Gaui vill vinna Mansfield Guðjón Þórðarson hefur lofað áhangendum Notts County að liðið muni leggja sig allt fram undir sinni stjórn á komandi tímabili, en leikmenn eru að koma saman eftir sumarleyfi um þessar mundir og munu hefja stífar æfingar að hætti Guðjóns til að koma sér í stand fyrir átökin. 30.6.2005 00:01 Sigþór lék handarbrotinn Valsarinn Sigþór Júlíusson komst í hann krappann í leik gegn KR í fyrrakvöld er hann braut bein í handabaki í fyrri hálfleik. 30.6.2005 00:01 Robinho vill fara til Madrid Brasilíska undrabarnið Robinho hefur tekið af allan vafa um framtíð sína og segist vilja ganga til liðs við Real Madrid á Spáni, en hinn 21-árs gamli sóknarmaður hefur verið orðaður við félög á Englandi. 30.6.2005 00:01 Ronaldo nálægt samningi við United Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er kominn á fremsta hlunn með að skrifa undir nýjan samning við félagið, ef marka má orð knattspyrnustjórans Alex Ferguson, sem segir strákinn líklega ganga frá málinu síðar í kvöld. 30.6.2005 00:01 Yakubu fær ekki atvinnuleyfi Framherjinn sterki Yakubu, sem Middlesbrough keypti frá Portsmouth fyrir skömmu, uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru varðandi leikjafjölda með landsliði sínu og hefur því verið synjað um atvinnuleyfi á Englandi. 30.6.2005 00:01 Deyðu Glazer, deyðu Stuðningsmenn Manchester United sýndu vilja sinn í verki þegar nýju stjórnarmenn félagsins, synir Malcom Glazer, mættu á Old Trafford í gær. Kalla á lögreglu til að skakka leikinn þegar fjöldi stuðningsmanna voru með hávær mótmæli fyrir framan völlinn. 30.6.2005 00:01 Skagamenn sigruðu Vestmannaeyinga Áttundu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöldi þegar Skagamenn sigruðu Vestmannaeyinga með tveimur mörkum gegn engu á Akranesi. Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Andri Júlíusson skoruðu mörkin. 30.6.2005 00:01 Brasilía vann Argentínu Brasilíumenn sigruðu Argentínumenn með fjórum mörkum gegn einu í úrslitaleik álfukeppninnar í knattspyrnu í Frankfurt í Þýskalandi í gærkvöldi. Adriano og Kaka skoruðu í fyrri hálfleik og Ronaldinho kom Brasilíumönnum í 3-0 í byrjun síðari hálfleiks. 30.6.2005 00:01 Fimm keppa á heimsmeistaramóti Fimm íslenskir frjálsíþróttamenn keppa á heimsmeistaramóti unglinga sautján ára og yngri í frjálsum íþróttum í Marrakech í Marokko í næsta mánuði. 30.6.2005 00:01 Alpay þrisvar útaf Tyrkneski knattspyrnumaðurinn Alpay vann það afrek að vera þrisvar sinnum rekinn útaf í 7 leikjum í japönsku 1. deildinni. 30.6.2005 00:01 Sao Paulo í úrslit Brasilíska liðið Sao Paulo komst í gærkvöldi í úrslit Suður Ameríkukeppni félagsliða í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á argentínska liðinu River Plate. Sao Paolo vann fyrri leikinn 2-0 og því samtals með fimm mörkum gegn tveimur. Sao Paulo mætir annað hvort Atletico Paranaense Brasilíu eða Guadalajara Mexikó í úrslitum. 30.6.2005 00:01 Robinho til Real Madríd? Líkur á að Brasiliumaðurinn Robinho fari til spænska liðsins Real Madríd eru taldar meiri en áður eftir að leikmaðurinn lýsti því yfir við í samtali við brasilíska sjónvarpsstöð í gærkvöldi að Real Madríd væri góður kostur fyrir sig. 30.6.2005 00:01 Real Madrid kaupir Garcia Real Madríd hefur fest kaup á 28 ára úrguvæskum miðjumanni, Pablo Garcia frá Osasuna. Garcia er miðjumaður og kemur væntanlega til með að berjast um stöðu í Madrídarliðinu við Danann Thomas Gravesen. 30.6.2005 00:01 Stoke fréttir Fyrrverandi knattspyrnustjóri Stoke City, Tony Pulis, samdi við framherjann Mamady Sidibe án vitundar Gunnars Þórs Gíslasonar stjórnarformanns félagsins. Þetta kemur fram á Oatcake heimasíðu stuðningsmanna liðsins. 30.6.2005 00:01 Ísland-Írland Íslenska karlalandsliðið í golfi er núna að spila við Íra í keppni um til sextánda sætið á Evrópumóti áhugamanna í golfi. Þegar níu holur voru búnar af fjórmenningnum áttu þeir Örn Ævar Hjartarson og Stefán Már Stefánsson eina holu á Írana Michael McGeady og Jim Carvill. 30.6.2005 00:01 Milwaukee valdi Bogut Það kom fáum á óvart að Milwaukee Bucks skyldu velja Andrew Bogut frá Utah Háskólanum fyrstan í nýliðavalinu í NBA í gærkvöldi, en hann er talinn muni láta hart að sér kveða í deildinni strax. Atlanta valdi hinn unga Marvin Williams frá Norður-Karólínu númer tvö. 29.6.2005 00:01 Réttarhöldin í formúlu eitt í dag Í dag verða réttarhöldin vegna uppákomunnar í formúlu eitt í Indianapolis um daginn, þar sem úr því fæst skorið hvort liðin sjö sem drógu sig úr keppni af öryggisástæðum fá harða refsingu eða áminningu. 29.6.2005 00:01 Robert sektaður aftur Franski knattpspyrnumaðurinn Laurent Robert er ekki hættur að gagnrýna fyrrum félaga sína hjá Newcastle og nú rétt í þessu fékk hann aðra tveggja vikna sekt sína frá félaginu á sama sólarhringnum fyrir neikvæð ummæli í garð liðsins. 29.6.2005 00:01 Kezman farinn til Atletico Madrid Framherjinn Mateja Kezman er formlega genginn til liðs við Atletico Madrid á Spáni, en hann náði sér aldrei á strik með Englandsmeisturum Chelsea. Kaupverðið er 5,3 milljónir punda, sem er meira en Chelsea borgaði fyrir hann á sínum tíma. 29.6.2005 00:01 Zenden orðaður við Liverpool Hollenski miðjumaðurinn Bundewijn Zenden er í enskum miðlum í dag, sagður vera á leið til Liverpool frá Middlesbrough, með það fyrir augum að geta spilað í meistaradeildinni. 29.6.2005 00:01 Ólafur í ævilangt bann Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt Ólaf Gottskálksson í ævilangt keppnisbann fyrir að neita að fara í lyfjapróf í janúar síðastliðnum. Ólafur sem þá var leikmaður Torquay United er fyrsti leikmaðurinn sem bresk íþróttayfirvöld, UK Sport, nafngreina fyrir að brjóta lyfjareglur í Bretlandi sem settar voru í fyrra. 29.6.2005 00:01 Zola leggur skóna á hilluna Hinn smái en knái knattspyrnusnillingur Gianfranco Zola er hættur knattspyrnuiðkun, nokkrum dögum fyrir 39 ára afmæli sitt, en hann gerði garðinn frægan hjá Chelsea á árum áður. 29.6.2005 00:01 Peter Coates býður í Stoke Peter Coates einn fyrrverandi eiganda fótboltaliðsins Stoke City og núverandi stjórnarmaður, bauð á mánudag 4 milljónir punda í félagið. Þetta staðfesti Gunnar Þór Gíslason stjórnaformaður Stoke við Bylgjuna nú fyrir hádegið. Það þýðir að hluthafar myndu fá um 20% af hlutafé sínu. 29.6.2005 00:01 Phillips til Aston Villa Framherjinn Kevin Phillips staldraði stutt við í ensku fyrstu deildinni, því í þessum töluðu orðum er lið Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni að ganga frá kaupum á leikmanninum frá Southampton, sem eins og kunnugt er féll úr úrvalsdeildinni í vor. 29.6.2005 00:01 Zola hættur Einn skemmtilegasti knattspyrnumaður undanfarinna ára, Ítalinn Gianfranco Zola, tilkynnti í morgun að hann væri hættur í boltanum. Zola verður 39 ára í næsta mánuði og lék síðast með Cagliari á Ítalíu. 29.6.2005 00:01 Hert lyfjaeftirlit í knattspyrnu Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að herða lyfjaeftirlitið í meistaradeild Evrópu næsta vetur. Þannig verða 950 leikmenn í liðunum 32 sem taka þátt í riðlakeppninni settir í lyfjapróf. 29.6.2005 00:01 Ólafur dæmdur í ótímabundið bann Ólafur Gottskálksson, fyrrum markvörður Torquay á Englandi, hefur verið dæmdur í ótímabundið keppnisbann ytra fyrir að mæta ekki í lyfjapróf hjá liðinu á sínum tíma. 29.6.2005 00:01 Breiðablikskonur ósigrandi Breiðablik er enn ósigrað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu eftir stórsigur á FH 7-0 í Hafnarfirði í gærkvöldi. Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði 3 mörk, Erna Sigurðardóttir 2 og þær Ólína Viðarsdóttir og Casey McCluskey sitt markið hvor. 29.6.2005 00:01 KA í öðru sæti KA komst í annað sætið í 1. deild karla þegar liðið sigraði Víking Ólafsvík með þremur mörkum gegn engu í Ólafsvík í gærkvöldi. Hreinn Hringsson, Óli Þór Birgisson og Pálmi Rafn Pálmason skoruðu mörkin. 29.6.2005 00:01 Brasilía og Argentína í kvöld Brasilía og Argentína mætast í úrslitaleik álfukeppninnar í knattspyrnu. Leikurinn verður á Waldstadion í Frankurt og hann verður sýndur beint á Sýn. Flautað verður til leiks klukkan 18:45. 29.6.2005 00:01 F1 liðin dæmd sek Keppnisliðin sjö sem drógu sig úr keppni í Indianapolis í formúlu eitt forðum, voru dæmd sek fyrir rétti í dag, en verður ekki úthlutuð refsing fyrr en í september. Talið er að refsingar í málinu verði ekki eins þungar og búist var við í fyrstu. 29.6.2005 00:01 Stoke fær nýjan knattspyrnustjóra Stoke City hefur ráðið Johan Boskamp sem næsta knattspyrnustjóra félagsins og mun hinn hollenski stjóri taka við af Tony Pulis sem rekinn var í gær. 29.6.2005 00:01 Souness er barnalegur Lauren Robert, fyrrum leikmaður Newcastle sem gekk í raðir Portsmouth á dögunum, vandaði fyrrum knattspyrnustjóra sínum Graeme Souness ekki kveðjurnar í viðtali við The Sun í gær. 28.6.2005 00:01 Ronaldo fer ekki fet Forráðamenn Manchester United hafa blásið á orðróm um að ungstirnið Cristiano Ronaldo sé á förum til Barcelona á Spáni og segja Portúgalann unga hornsteininn að framtíð félagsins. 28.6.2005 00:01 Golf: Landsliðið hóf leik í morgun Karlalandsliðið í golfi hóf leik í morgun á Evrópumóti áhugamanna í golfi en leikið er á á Hillside-strandvellinum í Southport á Englandi. Örn Ævar Hjartarson, Heiðar Davíð Bragason, Magnús Lárusson, Ottó Sigurðsson, Sigmundur Einar Másson og Stefán Már Stefánsson skipa liðið. 28.6.2005 00:01 Pulis hættur hjá Stoke Tony Pulis, knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke City, er hættur hjá félaginu. Sky News fréttastofan sagði frá þessu fyrir nokkrum mínútum. 28.6.2005 00:01 Valsmenn yfirspiluðu slaka KR-inga Valsmenn yfirspiluðu slaka KR-inga og unnu 3-0 sigur á Hlíðarenda í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi KR-ingur, skoraði fyrsta markið eftir 80 sekúndur, Matthías Guðmundsson bætti öðru marki við á 20.mínútu og hann var aftur á ferðinni á 52. mínútu með sjötta mark sitt í deildinni í sumar. 28.6.2005 00:01 Jón Ólafur aftur í Snæfell Miðherjinn Jón Ólafur Jónsson sem lék með KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í fyrravetur, hefur gengið til liðs við sitt gamla félag Snæfell og mun leika með þeim á næstu leiktíð. 28.6.2005 00:01 Pulis var rekinn frá Stoke Tony Pulis, knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke City, var í hádeginu í dag óvænt rekinn frá félaginu eftir 30 mánaða starf. Tregða við að skoða erlenda leikmannamarkaði er ástæðan fyrir brottrekstrinum segir stjórnarformaður Stoke City, Gunnar Þór Gíslason. 28.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Poulis vonsvikinn "Ég vill taka það fram að litarháttur eða þjóðerni hafa aldrei haft áhrif á hvernig ég stilli upp mínu liði," sagði vonsvikinn Tony Pulis í samtali við breska fjölmiðla í gær, daginn eftir að hafa verið rekinn frá enska knattspyrnufélaginu Stoke City, sem er að mestu í eigu íslenska fjárfesta. 30.6.2005 00:01
Litlaust á Skaganum Það var ljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn ÍA ætluðu að selja sig dýrt gegn ÍBV í gærkvöld og voru leikmenn liðsins afskaplega duglegir og agaðir allan leikinn. Þeir voru verðlaunaðir með marki strax á 17. mínútu leiksins þar sem var að verki hinn ungi og bráðefnilegi Hafþór Ægir Vilhjálmsson. 30.6.2005 00:01
Einar Örn til Spánar Hornamaðurinn Einar Örn Jónsson er búinn að semja við spænska úrvalsdeildarfélagið Torrevieja en hann hefur síðustu ár leikið með Wallau Massenheim.Þýska félagið fór sem kunnugt er á hausinn og því varð Einar að leita á önnur mið og úr varð að hann fór til Spánar. 30.6.2005 00:01
Tryggvi sleppur Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður KR, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign liðsins gegn Val á mánudagskvöld. Hann hefði með réttu átt að vera rekinn af velli í fyrri hálfleiknum þegar hann traðkaði á lærinu á Matthíasi Guðmundssyni, sóknarmanni Vals. 30.6.2005 00:01
Guðmundur Mete til Keflavíkur Á laugardaginn kemur knattspyrnumaðurinn Guðmundur Viðar Mete hingað til lands og skrifar undir samning við Keflavík út tímabilið. Guðmundur steig sín fyrstu skref með Austra á Eskifirði en fór út til Svíþjóðar 10 ára gamall. 30.6.2005 00:01
Collina dæmir áfram Pierluigi Collina, besti dómari heims, fær að sinna starfi sínu í eitt tímabil til viðbótar vegna nýrra reglna sem ítalska knattspyrnusambandið samþykkti í gær. Collina er orðinn 45 ára og átti að vera hættur þar sem hann hafði náð hámarksaldri dómara. 30.6.2005 00:01
Gaui vill vinna Mansfield Guðjón Þórðarson hefur lofað áhangendum Notts County að liðið muni leggja sig allt fram undir sinni stjórn á komandi tímabili, en leikmenn eru að koma saman eftir sumarleyfi um þessar mundir og munu hefja stífar æfingar að hætti Guðjóns til að koma sér í stand fyrir átökin. 30.6.2005 00:01
Sigþór lék handarbrotinn Valsarinn Sigþór Júlíusson komst í hann krappann í leik gegn KR í fyrrakvöld er hann braut bein í handabaki í fyrri hálfleik. 30.6.2005 00:01
Robinho vill fara til Madrid Brasilíska undrabarnið Robinho hefur tekið af allan vafa um framtíð sína og segist vilja ganga til liðs við Real Madrid á Spáni, en hinn 21-árs gamli sóknarmaður hefur verið orðaður við félög á Englandi. 30.6.2005 00:01
Ronaldo nálægt samningi við United Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United er kominn á fremsta hlunn með að skrifa undir nýjan samning við félagið, ef marka má orð knattspyrnustjórans Alex Ferguson, sem segir strákinn líklega ganga frá málinu síðar í kvöld. 30.6.2005 00:01
Yakubu fær ekki atvinnuleyfi Framherjinn sterki Yakubu, sem Middlesbrough keypti frá Portsmouth fyrir skömmu, uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett eru varðandi leikjafjölda með landsliði sínu og hefur því verið synjað um atvinnuleyfi á Englandi. 30.6.2005 00:01
Deyðu Glazer, deyðu Stuðningsmenn Manchester United sýndu vilja sinn í verki þegar nýju stjórnarmenn félagsins, synir Malcom Glazer, mættu á Old Trafford í gær. Kalla á lögreglu til að skakka leikinn þegar fjöldi stuðningsmanna voru með hávær mótmæli fyrir framan völlinn. 30.6.2005 00:01
Skagamenn sigruðu Vestmannaeyinga Áttundu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöldi þegar Skagamenn sigruðu Vestmannaeyinga með tveimur mörkum gegn engu á Akranesi. Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Andri Júlíusson skoruðu mörkin. 30.6.2005 00:01
Brasilía vann Argentínu Brasilíumenn sigruðu Argentínumenn með fjórum mörkum gegn einu í úrslitaleik álfukeppninnar í knattspyrnu í Frankfurt í Þýskalandi í gærkvöldi. Adriano og Kaka skoruðu í fyrri hálfleik og Ronaldinho kom Brasilíumönnum í 3-0 í byrjun síðari hálfleiks. 30.6.2005 00:01
Fimm keppa á heimsmeistaramóti Fimm íslenskir frjálsíþróttamenn keppa á heimsmeistaramóti unglinga sautján ára og yngri í frjálsum íþróttum í Marrakech í Marokko í næsta mánuði. 30.6.2005 00:01
Alpay þrisvar útaf Tyrkneski knattspyrnumaðurinn Alpay vann það afrek að vera þrisvar sinnum rekinn útaf í 7 leikjum í japönsku 1. deildinni. 30.6.2005 00:01
Sao Paulo í úrslit Brasilíska liðið Sao Paulo komst í gærkvöldi í úrslit Suður Ameríkukeppni félagsliða í knattspyrnu eftir 3-2 sigur á argentínska liðinu River Plate. Sao Paolo vann fyrri leikinn 2-0 og því samtals með fimm mörkum gegn tveimur. Sao Paulo mætir annað hvort Atletico Paranaense Brasilíu eða Guadalajara Mexikó í úrslitum. 30.6.2005 00:01
Robinho til Real Madríd? Líkur á að Brasiliumaðurinn Robinho fari til spænska liðsins Real Madríd eru taldar meiri en áður eftir að leikmaðurinn lýsti því yfir við í samtali við brasilíska sjónvarpsstöð í gærkvöldi að Real Madríd væri góður kostur fyrir sig. 30.6.2005 00:01
Real Madrid kaupir Garcia Real Madríd hefur fest kaup á 28 ára úrguvæskum miðjumanni, Pablo Garcia frá Osasuna. Garcia er miðjumaður og kemur væntanlega til með að berjast um stöðu í Madrídarliðinu við Danann Thomas Gravesen. 30.6.2005 00:01
Stoke fréttir Fyrrverandi knattspyrnustjóri Stoke City, Tony Pulis, samdi við framherjann Mamady Sidibe án vitundar Gunnars Þórs Gíslasonar stjórnarformanns félagsins. Þetta kemur fram á Oatcake heimasíðu stuðningsmanna liðsins. 30.6.2005 00:01
Ísland-Írland Íslenska karlalandsliðið í golfi er núna að spila við Íra í keppni um til sextánda sætið á Evrópumóti áhugamanna í golfi. Þegar níu holur voru búnar af fjórmenningnum áttu þeir Örn Ævar Hjartarson og Stefán Már Stefánsson eina holu á Írana Michael McGeady og Jim Carvill. 30.6.2005 00:01
Milwaukee valdi Bogut Það kom fáum á óvart að Milwaukee Bucks skyldu velja Andrew Bogut frá Utah Háskólanum fyrstan í nýliðavalinu í NBA í gærkvöldi, en hann er talinn muni láta hart að sér kveða í deildinni strax. Atlanta valdi hinn unga Marvin Williams frá Norður-Karólínu númer tvö. 29.6.2005 00:01
Réttarhöldin í formúlu eitt í dag Í dag verða réttarhöldin vegna uppákomunnar í formúlu eitt í Indianapolis um daginn, þar sem úr því fæst skorið hvort liðin sjö sem drógu sig úr keppni af öryggisástæðum fá harða refsingu eða áminningu. 29.6.2005 00:01
Robert sektaður aftur Franski knattpspyrnumaðurinn Laurent Robert er ekki hættur að gagnrýna fyrrum félaga sína hjá Newcastle og nú rétt í þessu fékk hann aðra tveggja vikna sekt sína frá félaginu á sama sólarhringnum fyrir neikvæð ummæli í garð liðsins. 29.6.2005 00:01
Kezman farinn til Atletico Madrid Framherjinn Mateja Kezman er formlega genginn til liðs við Atletico Madrid á Spáni, en hann náði sér aldrei á strik með Englandsmeisturum Chelsea. Kaupverðið er 5,3 milljónir punda, sem er meira en Chelsea borgaði fyrir hann á sínum tíma. 29.6.2005 00:01
Zenden orðaður við Liverpool Hollenski miðjumaðurinn Bundewijn Zenden er í enskum miðlum í dag, sagður vera á leið til Liverpool frá Middlesbrough, með það fyrir augum að geta spilað í meistaradeildinni. 29.6.2005 00:01
Ólafur í ævilangt bann Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt Ólaf Gottskálksson í ævilangt keppnisbann fyrir að neita að fara í lyfjapróf í janúar síðastliðnum. Ólafur sem þá var leikmaður Torquay United er fyrsti leikmaðurinn sem bresk íþróttayfirvöld, UK Sport, nafngreina fyrir að brjóta lyfjareglur í Bretlandi sem settar voru í fyrra. 29.6.2005 00:01
Zola leggur skóna á hilluna Hinn smái en knái knattspyrnusnillingur Gianfranco Zola er hættur knattspyrnuiðkun, nokkrum dögum fyrir 39 ára afmæli sitt, en hann gerði garðinn frægan hjá Chelsea á árum áður. 29.6.2005 00:01
Peter Coates býður í Stoke Peter Coates einn fyrrverandi eiganda fótboltaliðsins Stoke City og núverandi stjórnarmaður, bauð á mánudag 4 milljónir punda í félagið. Þetta staðfesti Gunnar Þór Gíslason stjórnaformaður Stoke við Bylgjuna nú fyrir hádegið. Það þýðir að hluthafar myndu fá um 20% af hlutafé sínu. 29.6.2005 00:01
Phillips til Aston Villa Framherjinn Kevin Phillips staldraði stutt við í ensku fyrstu deildinni, því í þessum töluðu orðum er lið Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni að ganga frá kaupum á leikmanninum frá Southampton, sem eins og kunnugt er féll úr úrvalsdeildinni í vor. 29.6.2005 00:01
Zola hættur Einn skemmtilegasti knattspyrnumaður undanfarinna ára, Ítalinn Gianfranco Zola, tilkynnti í morgun að hann væri hættur í boltanum. Zola verður 39 ára í næsta mánuði og lék síðast með Cagliari á Ítalíu. 29.6.2005 00:01
Hert lyfjaeftirlit í knattspyrnu Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að herða lyfjaeftirlitið í meistaradeild Evrópu næsta vetur. Þannig verða 950 leikmenn í liðunum 32 sem taka þátt í riðlakeppninni settir í lyfjapróf. 29.6.2005 00:01
Ólafur dæmdur í ótímabundið bann Ólafur Gottskálksson, fyrrum markvörður Torquay á Englandi, hefur verið dæmdur í ótímabundið keppnisbann ytra fyrir að mæta ekki í lyfjapróf hjá liðinu á sínum tíma. 29.6.2005 00:01
Breiðablikskonur ósigrandi Breiðablik er enn ósigrað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu eftir stórsigur á FH 7-0 í Hafnarfirði í gærkvöldi. Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði 3 mörk, Erna Sigurðardóttir 2 og þær Ólína Viðarsdóttir og Casey McCluskey sitt markið hvor. 29.6.2005 00:01
KA í öðru sæti KA komst í annað sætið í 1. deild karla þegar liðið sigraði Víking Ólafsvík með þremur mörkum gegn engu í Ólafsvík í gærkvöldi. Hreinn Hringsson, Óli Þór Birgisson og Pálmi Rafn Pálmason skoruðu mörkin. 29.6.2005 00:01
Brasilía og Argentína í kvöld Brasilía og Argentína mætast í úrslitaleik álfukeppninnar í knattspyrnu. Leikurinn verður á Waldstadion í Frankurt og hann verður sýndur beint á Sýn. Flautað verður til leiks klukkan 18:45. 29.6.2005 00:01
F1 liðin dæmd sek Keppnisliðin sjö sem drógu sig úr keppni í Indianapolis í formúlu eitt forðum, voru dæmd sek fyrir rétti í dag, en verður ekki úthlutuð refsing fyrr en í september. Talið er að refsingar í málinu verði ekki eins þungar og búist var við í fyrstu. 29.6.2005 00:01
Stoke fær nýjan knattspyrnustjóra Stoke City hefur ráðið Johan Boskamp sem næsta knattspyrnustjóra félagsins og mun hinn hollenski stjóri taka við af Tony Pulis sem rekinn var í gær. 29.6.2005 00:01
Souness er barnalegur Lauren Robert, fyrrum leikmaður Newcastle sem gekk í raðir Portsmouth á dögunum, vandaði fyrrum knattspyrnustjóra sínum Graeme Souness ekki kveðjurnar í viðtali við The Sun í gær. 28.6.2005 00:01
Ronaldo fer ekki fet Forráðamenn Manchester United hafa blásið á orðróm um að ungstirnið Cristiano Ronaldo sé á förum til Barcelona á Spáni og segja Portúgalann unga hornsteininn að framtíð félagsins. 28.6.2005 00:01
Golf: Landsliðið hóf leik í morgun Karlalandsliðið í golfi hóf leik í morgun á Evrópumóti áhugamanna í golfi en leikið er á á Hillside-strandvellinum í Southport á Englandi. Örn Ævar Hjartarson, Heiðar Davíð Bragason, Magnús Lárusson, Ottó Sigurðsson, Sigmundur Einar Másson og Stefán Már Stefánsson skipa liðið. 28.6.2005 00:01
Pulis hættur hjá Stoke Tony Pulis, knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke City, er hættur hjá félaginu. Sky News fréttastofan sagði frá þessu fyrir nokkrum mínútum. 28.6.2005 00:01
Valsmenn yfirspiluðu slaka KR-inga Valsmenn yfirspiluðu slaka KR-inga og unnu 3-0 sigur á Hlíðarenda í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi KR-ingur, skoraði fyrsta markið eftir 80 sekúndur, Matthías Guðmundsson bætti öðru marki við á 20.mínútu og hann var aftur á ferðinni á 52. mínútu með sjötta mark sitt í deildinni í sumar. 28.6.2005 00:01
Jón Ólafur aftur í Snæfell Miðherjinn Jón Ólafur Jónsson sem lék með KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í fyrravetur, hefur gengið til liðs við sitt gamla félag Snæfell og mun leika með þeim á næstu leiktíð. 28.6.2005 00:01
Pulis var rekinn frá Stoke Tony Pulis, knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke City, var í hádeginu í dag óvænt rekinn frá félaginu eftir 30 mánaða starf. Tregða við að skoða erlenda leikmannamarkaði er ástæðan fyrir brottrekstrinum segir stjórnarformaður Stoke City, Gunnar Þór Gíslason. 28.6.2005 00:01