Fleiri fréttir Seattle 2 - Sacramento 1 Lið Sacramento Kings kann alltaf best við sig á heimavelli, þar sem þeir eiga eina öflugustu stuðningsmenn allra liða í NBA deildinni. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum gegn Seattle Supersonics á útivelli, náðu þeir að rétta úr kútnum og sigra í þriðja leiknum, 116-104. 30.4.2005 00:01 Phoenix 3 - Memphis 0 Þeir sem efuðust um að stórskotalið Phoenix Suns gæti leikið harðan leik fengu að sjá nýja hlið á liðinu í nótt, þegar þeir rúlluðu yfir Memphis Grizzlies 110-90 og komust í þægilega 3-0 forystu í einvígi efsta og neðsta liðs vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. 30.4.2005 00:01 Detroit 2 - Philadelphia 1 Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons, þekkir Allen Iverson hjá Philadelphia betur en flestir, eftir að hann þjálfaði hann í sex ár og gat því varað leikmenn sína við því að Iverson kæmi ákveðinn til leiks í nótt. Þeir áttu hinsvegar engin svör við stórleik hans og Iverson leiddi sína menn til sigurs 115-104. 30.4.2005 00:01 Walker dæmdur í eins leiks bann Antoine Walker, framherji Boston Celtics, var í gærkvöldi dæmdur í eins leiks bann, eftir að hafa stjakað við dómara í þriðja leik Boston og Indiana í fyrrakvöld og verður því ekki með liði sínu í kvöld þegar það sækir Indiana heim í fjórða leik einvígisins. 30.4.2005 00:01 SA meistari fimmta árið í röð Skautafélag Akureyrar varð í gærkvöld Íslandsmeistari í íshokkíi fimmta árið í röð þegar liðið sigraði Skautafélag Reykjavíkur 7-1 og samanlagt 3-1 í úrslitarimmu liðanna. Þetta er í tólfta sinn á 14 árum sem Skautafélag Akureyrar vinnur sigur á Íslandsmótinu. 30.4.2005 00:01 Birgir Leifur lék vel á öðrum degi Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, náði sér ágætalega á strik á áskorendamóti á Spáni í gær. Hann lék annan hringinn á 71 höggi eða á einu höggi undir pari. Birgir Leifur er samtals á tveimur undir pari í 14.-21. sæti og á þokkalega möguleika á góðu sæti, þ.e.a.s. leiki hann vel í dag og á morgun. 30.4.2005 00:01 Guðmundur byrjar vel í Kína Guðmundur E. Stephensen, Íslandsmeistari í borðtennis, byrjaði vel á heimsmeistaramótinu í borðtennis sem hófst í Kína í nótt. Guðmundur vann þrjá leiki í undankeppninni en Tryggvi Áki Pétursson beið lægri hlut fyrir Bandaríkjamanni. 30.4.2005 00:01 Sunderland sigraði í fyrstu deild Sunderland tryggði sér í gær sigur í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði West Ham 2-1. Sunderland með 91 stig í efsta sæti fyrstu deildar en Wigan er í öðru sæti, átta stigum á eftir. West Ham vermir sjöunda sætið eftir leikinnn í gær. 30.4.2005 00:01 Róbert sá rautt gegn Gummersbach Róbert Sighvatsson skoraði eitt mark þegar Wetzlar tapaði á heimavelli fyrir Gummersbach, 31-23, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Róbert var útilokaður frá leiknum þegar 10 mínútur voru til leiksloka þegar hann fékk sína þriðju brottvísun. 30.4.2005 00:01 Atwal efstur á Zurich Classic Indverjinn Arjun Atwal hefur eins höggs forystu á eftir tvo hringi á Zurich Classic mótinu í golfi sem fram fer í Bandaríkjunum. Atwal er á 11 höggum undir pari en JJ Henry frá Bandaríkjunum kemur næstur á 10 höggum undir pari. Vijay Singh, stigahæsti kylfingur heims, er í 6. sæti á 6 höggum undir pari. 30.4.2005 00:01 Els með örugga forystu í Kína Á Opna Asíumótinu í Shanghai í Kína er Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els með fimm högga forskot eftir þrjá hringi og er á 19 höggum undir pari. Simon Wakefield frá Englandi er í öðru sæti á 14 höggum undir pari og hinn danski Tomas Björn þriðji á 12 höggum undir pari. 30.4.2005 00:01 Loeb efstur eftir fyrsta dag Frakkinn Sebastian Loeb, heimsmeistari í ralli, er í fyrsta sæti eftir fyrsta keppnisdag í Ítalíurallinu sem fram fer á Sardínu. Hann er rúmlega hálfri mínútu á undan Norðmanninum Petter Solberg sem er í öðru sæti en keppni heldur áfram í dag. 30.4.2005 00:01 Eiður meistari með Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er orðinn Englandsmeistari í knattspyrnu, fyrstur Íslendinga. Þetta varð ljóst nú síðdegis þegar lið hans, Chelsea, sigraði Bolton með tveimur mörkum engu. Frank Lampard skoraði bæði mörk Chelsea sem fagnar nú Englandsmeistaratitli í fyrsta sinn í 50 ár. 30.4.2005 00:01 Hjarta mitt á heima hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að vinna enska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir að úrvalsdeildin var sett á laggirnar. Þá vill knattspyrnustjórinn Jose Mourinho vera hjá Chelsea eins lengi og mögulegt er vegna þess að hann elskar félagið. 30.4.2005 00:01 Ekkert gengur hjá Liverpool Það á ekki af Liverpool að ganga í ensku úrvalsdeildinni og í gær kastaði liðið svo gott sem frá sér möguleikanum á fjórða sæti deildarinnar með því að ná aðeins jafntefli gegn Middlesbrough á heimavelli, 1-1. 30.4.2005 00:01 Tók Man. Utd fram yfir Chelsea Þrátt fyrir að Chelsea sé óumdeilanlega með sterkasta liðið í enskri knattspyrnu í dag þurfti liðið í gær að lúta í lægra haldi fyrir erkifjendunum í Manchester United í slagnum um þjónustu eins eftirsóttasta tánings veraldar, hins nígeríska John Obi Mikel sem er til mála hjá Lyn í Noregi. 30.4.2005 00:01 Ísland er dásamlegt land Fréttablaðið hitti einn besta skíðagöngumann allra tíma, Björn Dæhlie, í vikunni og ræddi við hann um fortíðina og framtíð, Ísland og afreksmenn. 30.4.2005 00:01 Tveir hörkuleikir í Egilshöllinni Fréttablaðið fékk Leif Garðarsson til að spá í undanúrslitaleiki deildabikars karla í knattspyrnu sem fara fram í dag í Egilshöllinni. Skaginn mætir Þrótti og Breiðablik spilar við KR. 30.4.2005 00:01 Landsliðsfyrirliði í læknisleik Einari Logi Vignisson skrifar alltaf um boltann í suður-Evrópu í Fréttablaðinu á sunnudögum. Að þessi fjallar hann um dópið á Ítalíu sem er leikmönnum enn hættulegri en samkvæmisdópið. 30.4.2005 00:01 Draumalið Jón Arnórs í NBA Jón Arnór Stefánsson setur saman draumaliðið sitt í NBA-deildinni fyrir Fréttablaðið í dag. 30.4.2005 00:01 Haukasigur með minnsta mun Haukar unnu fyrsta úrslitaleikinn gegn ÍBV í handbolta karla með minnsta mögulega mun, 31-30, og það stefnir í jafnt og spennandi úrslitaeinvígi sem fer næst til Eyja á þriðjudaginn. 30.4.2005 00:01 Barcelona og Magdeburg unnu Barcelona hefur vænlega stöðu fyrir síðari leikinn í úrsliteinvígi Meistarakeppni Evrópu í handbolta gegn Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real eftir aðeins eins marks tap í Madríd í gær. 30.4.2005 00:01 18 ára landsliðið vann A-liðið Fjögur íslensk unglingalandslið eru á leið á Norðurlandamót unglinga í körfubolta í næstu viku og hafa liðin fjögur verið að leggja lokahönd á undirbúning sinn. Meðal þessa hafa verið æfingaleikir og 18 ára landslið kvenna gerði sér þannig lítið fyrir og vann A-landsliðið í æfingaleik í Keflavík í gær, 68-65. 30.4.2005 00:01 Ég stefndi alltaf að þessu Jón Arnór Stefánsson er enn í skýjunum eftir að hafa orðið Evrópumeistari með liði sínu Dynamo St. Petersburg á fimmtudaginn. Hann segir að með sigrinum hafi langþráð markmið nást. 30.4.2005 00:01 Eiður sakaður um leikaraskap Leikmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool saka Eið Smára Guðjónsen um að hafa látið sig detta viljandi til þess að Spánverjinn Xabi Alonso í liði Liverpool myndi fá gult spjald í leik Chelsea og Liverpool á miðvikudaginn. Vegna spjaldsins verður Alonso í leikbanni í seinni leik liðanna í Meistaradeild Evrópu sem fram fer á þriðjudaginn. 29.4.2005 00:01 Boston 1 - Indiana 2 Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76. 29.4.2005 00:01 Miami 3 - New Jersey 0 Þrátt fyrir hetjulega baráttu og mikla dramatík í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, eru New Jersey Nets komnir ofan í djúpa holu í einvíginu við Miami Heat. Engu liði í sögu NBA hefur tekist að vinna sjö leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0, en Nets eru komnir í þá stöðu eftir 108-105 tap í tvöfaldri framlengingu. 29.4.2005 00:01 Dallas 1 - Houston 2 Lið Dallas Mavericks virtist vera á leið í sumarfrí þegar liðið lenti 10 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Houston Rockets í nótt. Dirk Nowitzki var þó ekki á því að gefast upp og lenda undir 3-0 í einvíginu og leiddi lið Dallas á 20-0 sprett undir lokin sem nægði til 106-102 sigurs. 29.4.2005 00:01 Birgir Leifur byrjaði illa Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, lauk leik á þremur höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi á áskorendamóti í golfi sem fram fer á Spáni. Birgir Leifur er í 56.-72. sæti, en aðeins 11 kylfingar náðu að leika undir pari á fyrsta hring. 29.4.2005 00:01 Mætir Spánverjum og Þjóðverjum Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 21 árs og yngri leikur í riðli með Evrópumeisturum Þjóðverja, Spánverjum, Kongóbúm og Kínverjum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ungverjalandi 15.-28. ágúst í sumar. Þrjár efstu þjóðirnar í riðlinum komast áfram í milliriðla. 29.4.2005 00:01 Osasuna lagði Villareal Einn leikur var í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Osasuna vann Villareal með þremur mörkum gegn tveimur. Villareal er í 5. sæti í deildinni með 52 stig en stigin sem liðið tapaði í gær eru dýrmæt í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Osasuna er í 13. sæti með 43 stig. 29.4.2005 00:01 Vålerenga lagði Brann Í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu vann FC Kaupmannahöfn Malmö FF 2-1 og Vålerenga sigraði Brann 1-0. Árni Gautur Arason var ekki í liði Vålerenga í gær en Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru báðir í liði Brann. Það verða IFK Gautaborg og FC Kaupmannahöfn sem leika til úrslita í keppninni 26. maí. 29.4.2005 00:01 Loeb með forystu á Ítalíu Sebastian Loeb frá Frakklandi hefur forystu í Ítalíurallinu að loknum þremur sérleiðum. Hann er 8,7 sekúndum á undan Petter Solberg frá Noregi sem er í öðru sæti. 29.4.2005 00:01 Els efstur á Opna Asíumótinu Ernie Els frá Suður-Afríku hefur fjögurra högga forskot á Opna Asíumótinu í golfi sem fram fer í Shanghai. Hann lék í morgun á 62 höggum eða á 10 höggum undir pari og setti vallarmet. Ernie Els er á 15 höggum undir pari að loknum tveimur hringjum. 29.4.2005 00:01 Þolinnmæði Ferguson á þrotum Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er orðinn óþolinmóður að bíða eftir svari frá varnarmanninum Rio Ferdinand, varðandi framlengingu á samningi hans við félagið. 29.4.2005 00:01 Jöfn keppni í New Orleans Chris DiMarco frá Bandaríkjunum og Arjun Atwal frá Indlandi eru efstir og jafnir á sjö höggum undir pari að loknum fyrsta hring á PGA-stórmóti í New Orleans. Fjórir kylfingar koma næstir á fimm höggum undir pari, þar á meðal Fídjieyingurinn Vijay Singh. 29.4.2005 00:01 Defoe framlengir við Spurs Hinn smái en knái markaskorari hjá Tottenham Hotspurs, Jermain Defoe, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2010, en hann hafði meðal annars verið orðaður við Chelsea. 29.4.2005 00:01 Dómari í ævilangt keppnisbann Þýski knattspyrnudómarinn Robert Hoyser hefur verið dæmdur í ævilangt keppnisbann, eftir að hafa orðið uppvís að því að þyggja mútur í nokkrum knattspyrnuleikjum, en hann er talinn hafa þegið í kring um 67.000 evrur fyrir að hagræða úrslitum leikjanna með dómgæslu sinni. 29.4.2005 00:01 Dómarar neikvæðir í garð Eyjamanna Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV í handbolta, er ekki sáttur við dómgæslunni í leikjum liðsins að undanförnu. Telur hann meðal annars að dómarar byrji leiki í Vestmannaeyjum neikvæðir í garð heimaliðsins. Þetta segir Sigurður í Fréttaljósi, þætti á sjónvarpsstöðinni Fjölsýn, sem sýndur verður á sunnudag en greint er frá því á <em>Eyjafréttum.is</em> í dag. 29.4.2005 00:01 Beckham í bakvörðinn Knattspyrnumaðurinn David Beckham hjá Real Madrid mun leysa nýja stöðu þegar lið hans mætir Real Sociedad í spænska boltanum um helgina. 29.4.2005 00:01 Keflvíkingar með nýtt stuðningslag Keflvíkingar, sem búa sig nú af kappi undir komandi leiktíð í Landssímadeildinni í knattspyrnu, kynna á næstu dögum nýtt stuðningslag sem hljóma mun á knattspyrnuvellinum í sumar. Vísir tekur forskot á sæluna og færir notendum sínum þetta nýjasta fótboltalag. 29.4.2005 00:01 Loeb með góða forystu á Ítalíu Franski ökuþórinn Sebastien Loeb hefur gott forskot eftir fyrsta daginn í Ítalíurallinu sem nú stendur yfir. 29.4.2005 00:01 NBA á Sýn um helgina Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik. 29.4.2005 00:01 Hlaupum ekki frá þessu verkefni Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu Finnbogi Sigurðsson og Júlíus Jónasson eiga hlutverkaskipti hjá ÍR fyrir næsta tímabil DHL-deildarinnar í handknattleik. 29.4.2005 00:01 Íslendingar í sviðsljósinu Fyrri úrslitaleikir Evrópukeppni félagsliða í handboltanum fara fram í dag og eru íslenskir handboltamenn í sviðsljósinu að þessu sinni. 29.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Seattle 2 - Sacramento 1 Lið Sacramento Kings kann alltaf best við sig á heimavelli, þar sem þeir eiga eina öflugustu stuðningsmenn allra liða í NBA deildinni. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum gegn Seattle Supersonics á útivelli, náðu þeir að rétta úr kútnum og sigra í þriðja leiknum, 116-104. 30.4.2005 00:01
Phoenix 3 - Memphis 0 Þeir sem efuðust um að stórskotalið Phoenix Suns gæti leikið harðan leik fengu að sjá nýja hlið á liðinu í nótt, þegar þeir rúlluðu yfir Memphis Grizzlies 110-90 og komust í þægilega 3-0 forystu í einvígi efsta og neðsta liðs vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. 30.4.2005 00:01
Detroit 2 - Philadelphia 1 Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons, þekkir Allen Iverson hjá Philadelphia betur en flestir, eftir að hann þjálfaði hann í sex ár og gat því varað leikmenn sína við því að Iverson kæmi ákveðinn til leiks í nótt. Þeir áttu hinsvegar engin svör við stórleik hans og Iverson leiddi sína menn til sigurs 115-104. 30.4.2005 00:01
Walker dæmdur í eins leiks bann Antoine Walker, framherji Boston Celtics, var í gærkvöldi dæmdur í eins leiks bann, eftir að hafa stjakað við dómara í þriðja leik Boston og Indiana í fyrrakvöld og verður því ekki með liði sínu í kvöld þegar það sækir Indiana heim í fjórða leik einvígisins. 30.4.2005 00:01
SA meistari fimmta árið í röð Skautafélag Akureyrar varð í gærkvöld Íslandsmeistari í íshokkíi fimmta árið í röð þegar liðið sigraði Skautafélag Reykjavíkur 7-1 og samanlagt 3-1 í úrslitarimmu liðanna. Þetta er í tólfta sinn á 14 árum sem Skautafélag Akureyrar vinnur sigur á Íslandsmótinu. 30.4.2005 00:01
Birgir Leifur lék vel á öðrum degi Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi, náði sér ágætalega á strik á áskorendamóti á Spáni í gær. Hann lék annan hringinn á 71 höggi eða á einu höggi undir pari. Birgir Leifur er samtals á tveimur undir pari í 14.-21. sæti og á þokkalega möguleika á góðu sæti, þ.e.a.s. leiki hann vel í dag og á morgun. 30.4.2005 00:01
Guðmundur byrjar vel í Kína Guðmundur E. Stephensen, Íslandsmeistari í borðtennis, byrjaði vel á heimsmeistaramótinu í borðtennis sem hófst í Kína í nótt. Guðmundur vann þrjá leiki í undankeppninni en Tryggvi Áki Pétursson beið lægri hlut fyrir Bandaríkjamanni. 30.4.2005 00:01
Sunderland sigraði í fyrstu deild Sunderland tryggði sér í gær sigur í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði West Ham 2-1. Sunderland með 91 stig í efsta sæti fyrstu deildar en Wigan er í öðru sæti, átta stigum á eftir. West Ham vermir sjöunda sætið eftir leikinnn í gær. 30.4.2005 00:01
Róbert sá rautt gegn Gummersbach Róbert Sighvatsson skoraði eitt mark þegar Wetzlar tapaði á heimavelli fyrir Gummersbach, 31-23, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Róbert var útilokaður frá leiknum þegar 10 mínútur voru til leiksloka þegar hann fékk sína þriðju brottvísun. 30.4.2005 00:01
Atwal efstur á Zurich Classic Indverjinn Arjun Atwal hefur eins höggs forystu á eftir tvo hringi á Zurich Classic mótinu í golfi sem fram fer í Bandaríkjunum. Atwal er á 11 höggum undir pari en JJ Henry frá Bandaríkjunum kemur næstur á 10 höggum undir pari. Vijay Singh, stigahæsti kylfingur heims, er í 6. sæti á 6 höggum undir pari. 30.4.2005 00:01
Els með örugga forystu í Kína Á Opna Asíumótinu í Shanghai í Kína er Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els með fimm högga forskot eftir þrjá hringi og er á 19 höggum undir pari. Simon Wakefield frá Englandi er í öðru sæti á 14 höggum undir pari og hinn danski Tomas Björn þriðji á 12 höggum undir pari. 30.4.2005 00:01
Loeb efstur eftir fyrsta dag Frakkinn Sebastian Loeb, heimsmeistari í ralli, er í fyrsta sæti eftir fyrsta keppnisdag í Ítalíurallinu sem fram fer á Sardínu. Hann er rúmlega hálfri mínútu á undan Norðmanninum Petter Solberg sem er í öðru sæti en keppni heldur áfram í dag. 30.4.2005 00:01
Eiður meistari með Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er orðinn Englandsmeistari í knattspyrnu, fyrstur Íslendinga. Þetta varð ljóst nú síðdegis þegar lið hans, Chelsea, sigraði Bolton með tveimur mörkum engu. Frank Lampard skoraði bæði mörk Chelsea sem fagnar nú Englandsmeistaratitli í fyrsta sinn í 50 ár. 30.4.2005 00:01
Hjarta mitt á heima hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að vinna enska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir að úrvalsdeildin var sett á laggirnar. Þá vill knattspyrnustjórinn Jose Mourinho vera hjá Chelsea eins lengi og mögulegt er vegna þess að hann elskar félagið. 30.4.2005 00:01
Ekkert gengur hjá Liverpool Það á ekki af Liverpool að ganga í ensku úrvalsdeildinni og í gær kastaði liðið svo gott sem frá sér möguleikanum á fjórða sæti deildarinnar með því að ná aðeins jafntefli gegn Middlesbrough á heimavelli, 1-1. 30.4.2005 00:01
Tók Man. Utd fram yfir Chelsea Þrátt fyrir að Chelsea sé óumdeilanlega með sterkasta liðið í enskri knattspyrnu í dag þurfti liðið í gær að lúta í lægra haldi fyrir erkifjendunum í Manchester United í slagnum um þjónustu eins eftirsóttasta tánings veraldar, hins nígeríska John Obi Mikel sem er til mála hjá Lyn í Noregi. 30.4.2005 00:01
Ísland er dásamlegt land Fréttablaðið hitti einn besta skíðagöngumann allra tíma, Björn Dæhlie, í vikunni og ræddi við hann um fortíðina og framtíð, Ísland og afreksmenn. 30.4.2005 00:01
Tveir hörkuleikir í Egilshöllinni Fréttablaðið fékk Leif Garðarsson til að spá í undanúrslitaleiki deildabikars karla í knattspyrnu sem fara fram í dag í Egilshöllinni. Skaginn mætir Þrótti og Breiðablik spilar við KR. 30.4.2005 00:01
Landsliðsfyrirliði í læknisleik Einari Logi Vignisson skrifar alltaf um boltann í suður-Evrópu í Fréttablaðinu á sunnudögum. Að þessi fjallar hann um dópið á Ítalíu sem er leikmönnum enn hættulegri en samkvæmisdópið. 30.4.2005 00:01
Draumalið Jón Arnórs í NBA Jón Arnór Stefánsson setur saman draumaliðið sitt í NBA-deildinni fyrir Fréttablaðið í dag. 30.4.2005 00:01
Haukasigur með minnsta mun Haukar unnu fyrsta úrslitaleikinn gegn ÍBV í handbolta karla með minnsta mögulega mun, 31-30, og það stefnir í jafnt og spennandi úrslitaeinvígi sem fer næst til Eyja á þriðjudaginn. 30.4.2005 00:01
Barcelona og Magdeburg unnu Barcelona hefur vænlega stöðu fyrir síðari leikinn í úrsliteinvígi Meistarakeppni Evrópu í handbolta gegn Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real eftir aðeins eins marks tap í Madríd í gær. 30.4.2005 00:01
18 ára landsliðið vann A-liðið Fjögur íslensk unglingalandslið eru á leið á Norðurlandamót unglinga í körfubolta í næstu viku og hafa liðin fjögur verið að leggja lokahönd á undirbúning sinn. Meðal þessa hafa verið æfingaleikir og 18 ára landslið kvenna gerði sér þannig lítið fyrir og vann A-landsliðið í æfingaleik í Keflavík í gær, 68-65. 30.4.2005 00:01
Ég stefndi alltaf að þessu Jón Arnór Stefánsson er enn í skýjunum eftir að hafa orðið Evrópumeistari með liði sínu Dynamo St. Petersburg á fimmtudaginn. Hann segir að með sigrinum hafi langþráð markmið nást. 30.4.2005 00:01
Eiður sakaður um leikaraskap Leikmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool saka Eið Smára Guðjónsen um að hafa látið sig detta viljandi til þess að Spánverjinn Xabi Alonso í liði Liverpool myndi fá gult spjald í leik Chelsea og Liverpool á miðvikudaginn. Vegna spjaldsins verður Alonso í leikbanni í seinni leik liðanna í Meistaradeild Evrópu sem fram fer á þriðjudaginn. 29.4.2005 00:01
Boston 1 - Indiana 2 Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76. 29.4.2005 00:01
Miami 3 - New Jersey 0 Þrátt fyrir hetjulega baráttu og mikla dramatík í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, eru New Jersey Nets komnir ofan í djúpa holu í einvíginu við Miami Heat. Engu liði í sögu NBA hefur tekist að vinna sjö leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0, en Nets eru komnir í þá stöðu eftir 108-105 tap í tvöfaldri framlengingu. 29.4.2005 00:01
Dallas 1 - Houston 2 Lið Dallas Mavericks virtist vera á leið í sumarfrí þegar liðið lenti 10 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Houston Rockets í nótt. Dirk Nowitzki var þó ekki á því að gefast upp og lenda undir 3-0 í einvíginu og leiddi lið Dallas á 20-0 sprett undir lokin sem nægði til 106-102 sigurs. 29.4.2005 00:01
Birgir Leifur byrjaði illa Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, lauk leik á þremur höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi á áskorendamóti í golfi sem fram fer á Spáni. Birgir Leifur er í 56.-72. sæti, en aðeins 11 kylfingar náðu að leika undir pari á fyrsta hring. 29.4.2005 00:01
Mætir Spánverjum og Þjóðverjum Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 21 árs og yngri leikur í riðli með Evrópumeisturum Þjóðverja, Spánverjum, Kongóbúm og Kínverjum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ungverjalandi 15.-28. ágúst í sumar. Þrjár efstu þjóðirnar í riðlinum komast áfram í milliriðla. 29.4.2005 00:01
Osasuna lagði Villareal Einn leikur var í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Osasuna vann Villareal með þremur mörkum gegn tveimur. Villareal er í 5. sæti í deildinni með 52 stig en stigin sem liðið tapaði í gær eru dýrmæt í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Osasuna er í 13. sæti með 43 stig. 29.4.2005 00:01
Vålerenga lagði Brann Í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu vann FC Kaupmannahöfn Malmö FF 2-1 og Vålerenga sigraði Brann 1-0. Árni Gautur Arason var ekki í liði Vålerenga í gær en Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru báðir í liði Brann. Það verða IFK Gautaborg og FC Kaupmannahöfn sem leika til úrslita í keppninni 26. maí. 29.4.2005 00:01
Loeb með forystu á Ítalíu Sebastian Loeb frá Frakklandi hefur forystu í Ítalíurallinu að loknum þremur sérleiðum. Hann er 8,7 sekúndum á undan Petter Solberg frá Noregi sem er í öðru sæti. 29.4.2005 00:01
Els efstur á Opna Asíumótinu Ernie Els frá Suður-Afríku hefur fjögurra högga forskot á Opna Asíumótinu í golfi sem fram fer í Shanghai. Hann lék í morgun á 62 höggum eða á 10 höggum undir pari og setti vallarmet. Ernie Els er á 15 höggum undir pari að loknum tveimur hringjum. 29.4.2005 00:01
Þolinnmæði Ferguson á þrotum Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er orðinn óþolinmóður að bíða eftir svari frá varnarmanninum Rio Ferdinand, varðandi framlengingu á samningi hans við félagið. 29.4.2005 00:01
Jöfn keppni í New Orleans Chris DiMarco frá Bandaríkjunum og Arjun Atwal frá Indlandi eru efstir og jafnir á sjö höggum undir pari að loknum fyrsta hring á PGA-stórmóti í New Orleans. Fjórir kylfingar koma næstir á fimm höggum undir pari, þar á meðal Fídjieyingurinn Vijay Singh. 29.4.2005 00:01
Defoe framlengir við Spurs Hinn smái en knái markaskorari hjá Tottenham Hotspurs, Jermain Defoe, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2010, en hann hafði meðal annars verið orðaður við Chelsea. 29.4.2005 00:01
Dómari í ævilangt keppnisbann Þýski knattspyrnudómarinn Robert Hoyser hefur verið dæmdur í ævilangt keppnisbann, eftir að hafa orðið uppvís að því að þyggja mútur í nokkrum knattspyrnuleikjum, en hann er talinn hafa þegið í kring um 67.000 evrur fyrir að hagræða úrslitum leikjanna með dómgæslu sinni. 29.4.2005 00:01
Dómarar neikvæðir í garð Eyjamanna Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV í handbolta, er ekki sáttur við dómgæslunni í leikjum liðsins að undanförnu. Telur hann meðal annars að dómarar byrji leiki í Vestmannaeyjum neikvæðir í garð heimaliðsins. Þetta segir Sigurður í Fréttaljósi, þætti á sjónvarpsstöðinni Fjölsýn, sem sýndur verður á sunnudag en greint er frá því á <em>Eyjafréttum.is</em> í dag. 29.4.2005 00:01
Beckham í bakvörðinn Knattspyrnumaðurinn David Beckham hjá Real Madrid mun leysa nýja stöðu þegar lið hans mætir Real Sociedad í spænska boltanum um helgina. 29.4.2005 00:01
Keflvíkingar með nýtt stuðningslag Keflvíkingar, sem búa sig nú af kappi undir komandi leiktíð í Landssímadeildinni í knattspyrnu, kynna á næstu dögum nýtt stuðningslag sem hljóma mun á knattspyrnuvellinum í sumar. Vísir tekur forskot á sæluna og færir notendum sínum þetta nýjasta fótboltalag. 29.4.2005 00:01
Loeb með góða forystu á Ítalíu Franski ökuþórinn Sebastien Loeb hefur gott forskot eftir fyrsta daginn í Ítalíurallinu sem nú stendur yfir. 29.4.2005 00:01
NBA á Sýn um helgina Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik. 29.4.2005 00:01
Hlaupum ekki frá þessu verkefni Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu Finnbogi Sigurðsson og Júlíus Jónasson eiga hlutverkaskipti hjá ÍR fyrir næsta tímabil DHL-deildarinnar í handknattleik. 29.4.2005 00:01
Íslendingar í sviðsljósinu Fyrri úrslitaleikir Evrópukeppni félagsliða í handboltanum fara fram í dag og eru íslenskir handboltamenn í sviðsljósinu að þessu sinni. 29.4.2005 00:01