Sport

Keflvíkingar með nýtt stuðningslag

Keflvíkingar, sem búa sig nú af kappi undir komandi leiktíð í Landssímadeildinni í knattspyrnu, kynna á næstu dögum nýtt stuðningslag sem hljóma mun á knattspyrnuvellinum í sumar. Vísir tekur forskot á sæluna og færir notendum sínum þetta nýjasta fótboltalag sem heitir "Á toppinn". Breiðbandið og Trommusveitin flytja lagið sem hljóðritað var hjá Geimsteini í Keflavík. Breiðbandið skipa Magnús Sigurðsson, Ómar Ólafsson og Rúnar Ingi Hannah. Trommusveitin er vösk sveit gallharðra stuðningsmanna Keflavíkurliðsins. Hér má hlýða á lagið Keppni í Landssímadeild karla hefst mánudaginn 16. maí með fjórum leikjum. Þriðjudaginn 17. maí lýkur svo fyrstu umferð Landssímadeildar karla með viðureign Fylkis og KR. Mánudagur 16. maí Hlíðarendi: Valur - Grindavík kl. 17:00 Akranesvöllur: ÍA - Þróttur kl. 17:00 Laugardalsvöllur: Fram - ÍBV kl. 17:00 Keflavíkurvöllur: Keflavík - FH kl. 19:15 Þriðjudagur 17.maí Fylkisvöllur: Fylkir - KR kl. 20:00



Fleiri fréttir

Sjá meira


×