Sport

Byrjunarliðið gegn Króötum

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfarar tilkynntu byrjunarlið Íslands í morgun sem mætir Króatíu í undankeppni HM í dag klukkan 17. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Ísland spilar 4-2-3-1: Árni Gautur Arason verður í markinu, Kristján Örn Sigurðsson og Indriði Sigurðsson eru bakverðir, Ólafur Örn Bjarnason og Hermann Hreiðarsson miðverðir, aftastir á miðjunni eru Pétur Marteinsson og Brynjar Björn Gunnarsson, Gylfi Eianrsson er fremstur á miðjunni, Jóhannes Karl Guðjónsson hægra megin og Arnar Þór Viðarsson vinstra megin. Heiðar Helguson er svo einn í fremstu víglínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×