Sport

Svíar lögðu Búlgara

Svíar unnu 3-0 sigur á Búlgörum í okkar riðli, 8. riðli í undankeppni HM í knattspyrnu en leiknum var að ljúka nú rétt í þessu í Sófíu í Búlgaríu. Fredrik Ljungberg skoraði tvö marka Svíanna og það síðara úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins og Erik Edman eitt mark. Svíar eru efstir í riðlinum með 12 stig, Búlgarar í 2. sæti með 7 stig eins og Króatar sem eiga leikinn til góða gegn Íslendingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×