Fleiri fréttir Sundfólkið gerir það gott Fjórir Íslensku keppendanna á Opna Danska meistaramótinu í sundi hafa unnið til verðlaunasætis í unglingaflokkinum. Þeir hafa reyndar ekki fengið verðlaun þar sem þeir eru ekki Danskir ríkisborgarar. 23.3.2005 00:01 Ívar og félagar í umspilssæti Ívar Ingimarsson og félagar í Reading læddu sér í umsspilssæti í ensku Championship deildinni í fótbolta í kvöld með því að sigra Brighton á útivelli 0-1 og lék Ívar að vanda allan leikinn með Reading. Varamaðurinn Nicky Forster skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Reading er í 6. sæti deildarinnar með 60 stig. 22.3.2005 00:01 NBA í nótt Fimm leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós. 22.3.2005 00:01 Duncan meiddist aftur Tim Duncan, framherji San Antonio Spurs í NBA deildinni, er meiddur á sama ökkla og hélt honum frá keppni fyrir nokkrum vikum og nú gæti farið svo að kappinn yrði frá keppni það sem eftir lifir tímabils. 22.3.2005 00:01 Dómari lét Iverson heyra það Bakvörðurinn skotglaði, Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers gæti verið í vondum málum eftir að hann reifst við dómara eftir tap fyrir Chicago Bulls á dögunum. 22.3.2005 00:01 Carrol á leið frá United Norður-írski markvörðurinn Roy Carroll hjá Manchester United mun að öllum líkindum fara frá liðinu í sumar. Samningur hans við félagið rennur út í júní og samningaviðræður hans við liðið undanfarið hafa engum árangri skilað, svo að liðið er farið að líta í kring um sig eftir nýjum markverði. 22.3.2005 00:01 Fergie ekki ósnertanlegur David Gill, stjórnarformaður Manchester United hefur gefið það út að Alex Ferguson knattspyrnustjóri liðsins, þurfi að standa undir sömu kröfum og aðrir toppþjálfarar og því sé hann ekki með óuppsegjanlegan samning. 22.3.2005 00:01 Baros biðst afsökunar Tékkneski landsliðsframherjinn Milan Baros hjá Liverpool hefur beðið Alan Stubbs, fyrirliða Everton afsökunar á grófri tæklingu sinni í leik grannaliðanna um helgina. 22.3.2005 00:01 Minni hagnaður United Hagnaður knattspyrnufélagsins Manchester United hefur dregist saman um 50% á síðasta hálfa ári. Ástæður þess eru aukin útgjöld félagsins vegna leikmannakaupa og minnkandi tekjur vegna sjónvarpsútsendinga. 22.3.2005 00:01 Lewington rekinn frá Watford Ray Lewington hefur verið vikið úr starfi hjá Watford í ensku fyrstu deildinni. Það verða þeir Nigel Gibbs og Terry Bullivant, aðstoðarþjálfarar sem taka við stjórn félagsins þar til annar stjóri fæst. 22.3.2005 00:01 Gunnar Heiðar í landsliðið Gunnar Heiðar Þorvaldsson, fyrrum leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður Halmstad í Svíþjóð, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu. 22.3.2005 00:01 Tryggvi kominn heim Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, er kominn aftur heim og farinn að æfa með liði sínu eftir að hafa verið í láni hjá Stoke City í nokkrar vikur. 22.3.2005 00:01 Hroki í Ferrari-liðinu Ralf Schumacher, bróðir Michael Schumacher hjá Ferrari, hefur sagt að honum þyki það hroki í Ferrari liðinu að koma til keppni í Formúluni í ár á bílnum frá í fyrra. 22.3.2005 00:01 Johnson lætur Breta heyra það Goðsögnin Michael Johnson frá Bandaríkjunum, sem gerði garðinn frægan á hlaupabrautunum fyrir nokkrum árum og varð meðal annars Ólympíumeistari í bæði 200 og 400 metra hlaupi á leikunum í Atlanta árið 1996, segist vita ástæðuna fyrir því að Breska frjálsíþróttafólkið hefur valdið vonbrigðum undanfarin ár. 22.3.2005 00:01 Danska meistaramótið í sundi Sundsamband Íslands sendi 24 manna unglingalandsliðshóp á danska meistaramótið í sundi sem fram fer í Óðinsvéum í Danmörku þessa dagana. 22.3.2005 00:01 Fjölnir og Snæfell leika í kvöld Fjölnir í Grafarvogi tekur á móti Snæfelli úr Stykkishólmi í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. 22.3.2005 00:01 Sigurður Sveinsson þjálfar Fylki Sigurður Valur Sveinsson, fyrrum landsliðsmaður og stórskytta, hefur verið ráðinn þjálfari handknattleiksdeildar Fylkis í Árbænum. 22.3.2005 00:01 van Bommel til Barcelona? Hollenski miðjumaðurinn Mark van Bommel hjá PSV Eindhoven, virðist vera á leið til Barcelona ef marka má fréttir þar í landi. 22.3.2005 00:01 Leikið gegn Skotum í maí Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttulandsleik gegn Skotum þann 25. maí næstkomandi á McDiarmid Park, en það er heimavöllur skoska úrvaldsdeildarfélagsins St. Johnstone. Íslenska liðið lék við skota í mars á síðasta ári í Egilshöll og hafði betur 5-1. 22.3.2005 00:01 Johnson ekki með Englendingum Andrew Johnson, framherji Crystal Palace, þurfti í dag að draga sig út úr enska landsliðshópnum. Johnson fór í myndatöku í dag og þurfti í kjölfarið að draga sig út úr hópnum, en David Beckham, sem einnig fór í myndatöku, var talinn leikfær. 22.3.2005 00:01 Baldvin inn í landsliðið Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari A - landsliðs karla í handknattleik hefur kallað Baldvin Þorsteinsson úr Val inn í landsliðið fyrir vináttulandsleiki gegn Póllandi nú um páskana. Baldvin kemur inn í hópinn í stað Loga Geirssonar en hann á við meiðsli að stríða. 22.3.2005 00:01 Corrales þolir ekki högg Jose Luis Castillo er kokhraustur fyrir bardaga sinn gegn fjaðurvigtarmeistaranum Diego Corrales. Castillo segist vera spenntur fyrir bardaganum en segir Corrales ekki geta tekið við höggum. 22.3.2005 00:01 Gill vill breyta Meistaradeildinni David Gill, stjórnarformaður Manchester United vill breyta fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar til að hjálpa stóru liðunum að komast lengra. United datt út í fyrsta útsláttareinvíginu þetta tímabilið ásamt Real Madrid, Barcelona og titilhöfunum í Porto. 22.3.2005 00:01 Hamann hrósar Carragher Dietmar Hamann, þýska miðjustálið hjá Liverpool, hefur hrósað varnarjaxlinum Jamie Carragher og segir að ef fyrirliðaarmbandið verði á lausu á næstunni ætti Carragher að fá það. 22.3.2005 00:01 Snæfell 14 stigum yfir Snæfell frá Stykkishólmi eru 14 stigum yfir gegn Fjölni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik sem nú stendur yfir í íþróttamiðstöðinni í Grafavogi. Michael Ames átti mjög góðan fyrri hálfleik og setti niður 15 stig og var mjög góður að koma sér í skotstöðu. Hjá heimamönnum er Nemanja Sovic stigahæstur með 13 stig. 22.3.2005 00:01 Capello langar aftur til Real Fabio Capello hefur gefið vísbendingu um að hann myndi hoppa á tækifærið að taka við Real Madrid aftur og sagt að allir myndu vilja starfið. Capello hefur áður verið orðaður við spænsku risana en er þó samningsbundinn Juventus til ársins 2007. 22.3.2005 00:01 Snæfell komið í 2-0 Snæfell sigraði Fjölni með 83 stigum gegn 69 í undanúrslitum íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld, en leikið var í íþróttamiðstöðinni í Grafavogi. 22.3.2005 00:01 Öll liðin lögleg næsta sumar Knattspyrnusamband Íslands hefur hert kröfur á úrvalsdeildarliðin og þurfa þau öll að standast mat eftir Leyfiskerfi KSÍ sem byggir á samskonar kerfi og evrópska sambandið hefur tekið í notkun.Á heimasíðu KSÍ í gær kom fram að öll tíu liðin hafi staðist skoðun Leyfisráðs KSÍ. 22.3.2005 00:01 Króatar eru óstöðugir Íslendingar mæta Króötum í undankeppni HM 2006 í Zagreb á laugardaginn. Það er óhætt að segja íslenska liðið eigi erfitt verkefni fyrir höndum enda er króatíska liðið af mörgum talið vera með betri liðum Evrópu. 22.3.2005 00:01 Verða þeir aftur endurræstir af ÍR Þeir sem urðu vitni af frábærum 26 stiga sigri Keflvíkinga í Seljaskólanum í undanúrslitum úrslitakeppni Intersportdeildarinnar á mánudagskvöldið eru örugglega margir á því að þar fari verðandi Íslandsmeistarar mæti Keflavíkurliðið jafneinbeitt og ákveðið til leiks það sem eftir líður úrslitakeppni. 22.3.2005 00:01 Lebron James setti nýtt NBA-met Lebron James var í miklum ham er lið hans, Cleveland Cavaliers sótti Toronto Raptors heim í NBA-körfuboltanum í nótt. 21.3.2005 00:01 Slagsmál í enska boltanum? Fregnir frá Bretlandi herma að átök hafi átt sér stað í leikmannagöngunum eftir leik Birmingham og Aston Villa sem fram fór í gær. 21.3.2005 00:01 ÍR-ævintýrið á enda? ÍR og Keflavík eigast við í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í Seljaskóla í kvöld. 21.3.2005 00:01 Tími Kluivert liðinn? Patrick Kluivert, leikmaður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, segist lítinn áhuga hafa á því að leika með hollenska landsliðinu. 21.3.2005 00:01 Engin breyting - enginn titill Michael Schumacher, ökumaður hjá Ferrari, viðurkenndi í gær að liðið ætti litla möguleika á sigri í Formúlu 1 kappakstrinum ef ekki yrði gerð betrumbót á. 21.3.2005 00:01 Bayern á höttunum eftir Huth Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur staðfest að liðið ætli að ná sér í Robert Huth, varnarmann enska liðsins Chelsea. 21.3.2005 00:01 Button ósáttur við BAR-Honda Jenson Button var engan veginn sáttur við lið sitt, BAR-Honda, eftir slakt gengi í Malasíu-kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór um helgina. 21.3.2005 00:01 Kastaði vatnsbrúsa upp í stúku Ronaldo, leikmaður Real Madrid, þykir miður að hafa kastað vatnsbrúsa upp í áhorfendastúku í leik gegn Malaga í gær en honum var skipt út af þegar fimm mínútur voru til leiksloka. 21.3.2005 00:01 Komu óorði á knattspyrnuna Knattspyrnusamband Evrópu hefur kúvent í afstöðu til Chelsea og ákveðið að ákæra Jose Mourinho, stjóra félagsins, Steven Clarke aðstoðarstjóra og Les Miles, yfirmann öryggismála hjá Chelsea, fyrir að koma „óorði á knattspyrnuna“, eins og það er orðað. 21.3.2005 00:01 Adriano ekki með gegn AC Milan? Ólíkegt þykir að brasilíski sóknarmaðurinn Adriano getir leikið með liði sínu, Inter Milan er það mætir nágrannaliðinu AC Milan í 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. 21.3.2005 00:01 Seldist upp á 90 mínútum 59 þúsund aðgöngumiðar á leik Bayern Munchen og Chelsea í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 12. apríl nk. seldust upp á 90 mínútum. Þá hurfu 3000 aðgöngumiðar á fyrri leik liðanna á Stamford Bridge, sem stuðningsmenn Bæjara höfðu aðgang að, eins og dögg fyrir sólu. 21.3.2005 00:01 Logi ekki með landsliðinu Logi Geirsson, landliðsmaður í handknattleik, er meiddur á þumalfingri hægri handar og verður ekki með landsliðinu gegn Pólverjum um páskana. Logi gat ekki leikið með Lemgo gegn Magdeburg um helgina vegna meiðslanna. 21.3.2005 00:01 Phil Jackson þjálfar Magic? Bandarískir íþróttaspekingar eru iðnir við að velta vöngum yfir hver verði arftaki Johnny Davis sem var rekinn frá Orlando Magic í NBA-körfuboltanum á dögunum. 21.3.2005 00:01 Reynir S. og HHF í 1. deild Reynir Sandgerði og lið Héraðssambands Hrafnaflóka, HHF, unnu sér rétt til keppni í 1. deild karla í körfuknattleik á næsta tímabili með sigrum í undanúrslitum 2. deildar karla í gær 21.3.2005 00:01 Singh aftur í toppsætið Fijibúinn Vijay Singh endurheimti toppsæti heimslistans í golfi í gær þó svo að hann hafi ekki borið sigur úr býtum á Bay Hill mótinu í Flórida. 21.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sundfólkið gerir það gott Fjórir Íslensku keppendanna á Opna Danska meistaramótinu í sundi hafa unnið til verðlaunasætis í unglingaflokkinum. Þeir hafa reyndar ekki fengið verðlaun þar sem þeir eru ekki Danskir ríkisborgarar. 23.3.2005 00:01
Ívar og félagar í umspilssæti Ívar Ingimarsson og félagar í Reading læddu sér í umsspilssæti í ensku Championship deildinni í fótbolta í kvöld með því að sigra Brighton á útivelli 0-1 og lék Ívar að vanda allan leikinn með Reading. Varamaðurinn Nicky Forster skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Reading er í 6. sæti deildarinnar með 60 stig. 22.3.2005 00:01
NBA í nótt Fimm leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós. 22.3.2005 00:01
Duncan meiddist aftur Tim Duncan, framherji San Antonio Spurs í NBA deildinni, er meiddur á sama ökkla og hélt honum frá keppni fyrir nokkrum vikum og nú gæti farið svo að kappinn yrði frá keppni það sem eftir lifir tímabils. 22.3.2005 00:01
Dómari lét Iverson heyra það Bakvörðurinn skotglaði, Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers gæti verið í vondum málum eftir að hann reifst við dómara eftir tap fyrir Chicago Bulls á dögunum. 22.3.2005 00:01
Carrol á leið frá United Norður-írski markvörðurinn Roy Carroll hjá Manchester United mun að öllum líkindum fara frá liðinu í sumar. Samningur hans við félagið rennur út í júní og samningaviðræður hans við liðið undanfarið hafa engum árangri skilað, svo að liðið er farið að líta í kring um sig eftir nýjum markverði. 22.3.2005 00:01
Fergie ekki ósnertanlegur David Gill, stjórnarformaður Manchester United hefur gefið það út að Alex Ferguson knattspyrnustjóri liðsins, þurfi að standa undir sömu kröfum og aðrir toppþjálfarar og því sé hann ekki með óuppsegjanlegan samning. 22.3.2005 00:01
Baros biðst afsökunar Tékkneski landsliðsframherjinn Milan Baros hjá Liverpool hefur beðið Alan Stubbs, fyrirliða Everton afsökunar á grófri tæklingu sinni í leik grannaliðanna um helgina. 22.3.2005 00:01
Minni hagnaður United Hagnaður knattspyrnufélagsins Manchester United hefur dregist saman um 50% á síðasta hálfa ári. Ástæður þess eru aukin útgjöld félagsins vegna leikmannakaupa og minnkandi tekjur vegna sjónvarpsútsendinga. 22.3.2005 00:01
Lewington rekinn frá Watford Ray Lewington hefur verið vikið úr starfi hjá Watford í ensku fyrstu deildinni. Það verða þeir Nigel Gibbs og Terry Bullivant, aðstoðarþjálfarar sem taka við stjórn félagsins þar til annar stjóri fæst. 22.3.2005 00:01
Gunnar Heiðar í landsliðið Gunnar Heiðar Þorvaldsson, fyrrum leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður Halmstad í Svíþjóð, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu. 22.3.2005 00:01
Tryggvi kominn heim Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, er kominn aftur heim og farinn að æfa með liði sínu eftir að hafa verið í láni hjá Stoke City í nokkrar vikur. 22.3.2005 00:01
Hroki í Ferrari-liðinu Ralf Schumacher, bróðir Michael Schumacher hjá Ferrari, hefur sagt að honum þyki það hroki í Ferrari liðinu að koma til keppni í Formúluni í ár á bílnum frá í fyrra. 22.3.2005 00:01
Johnson lætur Breta heyra það Goðsögnin Michael Johnson frá Bandaríkjunum, sem gerði garðinn frægan á hlaupabrautunum fyrir nokkrum árum og varð meðal annars Ólympíumeistari í bæði 200 og 400 metra hlaupi á leikunum í Atlanta árið 1996, segist vita ástæðuna fyrir því að Breska frjálsíþróttafólkið hefur valdið vonbrigðum undanfarin ár. 22.3.2005 00:01
Danska meistaramótið í sundi Sundsamband Íslands sendi 24 manna unglingalandsliðshóp á danska meistaramótið í sundi sem fram fer í Óðinsvéum í Danmörku þessa dagana. 22.3.2005 00:01
Fjölnir og Snæfell leika í kvöld Fjölnir í Grafarvogi tekur á móti Snæfelli úr Stykkishólmi í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. 22.3.2005 00:01
Sigurður Sveinsson þjálfar Fylki Sigurður Valur Sveinsson, fyrrum landsliðsmaður og stórskytta, hefur verið ráðinn þjálfari handknattleiksdeildar Fylkis í Árbænum. 22.3.2005 00:01
van Bommel til Barcelona? Hollenski miðjumaðurinn Mark van Bommel hjá PSV Eindhoven, virðist vera á leið til Barcelona ef marka má fréttir þar í landi. 22.3.2005 00:01
Leikið gegn Skotum í maí Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttulandsleik gegn Skotum þann 25. maí næstkomandi á McDiarmid Park, en það er heimavöllur skoska úrvaldsdeildarfélagsins St. Johnstone. Íslenska liðið lék við skota í mars á síðasta ári í Egilshöll og hafði betur 5-1. 22.3.2005 00:01
Johnson ekki með Englendingum Andrew Johnson, framherji Crystal Palace, þurfti í dag að draga sig út úr enska landsliðshópnum. Johnson fór í myndatöku í dag og þurfti í kjölfarið að draga sig út úr hópnum, en David Beckham, sem einnig fór í myndatöku, var talinn leikfær. 22.3.2005 00:01
Baldvin inn í landsliðið Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari A - landsliðs karla í handknattleik hefur kallað Baldvin Þorsteinsson úr Val inn í landsliðið fyrir vináttulandsleiki gegn Póllandi nú um páskana. Baldvin kemur inn í hópinn í stað Loga Geirssonar en hann á við meiðsli að stríða. 22.3.2005 00:01
Corrales þolir ekki högg Jose Luis Castillo er kokhraustur fyrir bardaga sinn gegn fjaðurvigtarmeistaranum Diego Corrales. Castillo segist vera spenntur fyrir bardaganum en segir Corrales ekki geta tekið við höggum. 22.3.2005 00:01
Gill vill breyta Meistaradeildinni David Gill, stjórnarformaður Manchester United vill breyta fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar til að hjálpa stóru liðunum að komast lengra. United datt út í fyrsta útsláttareinvíginu þetta tímabilið ásamt Real Madrid, Barcelona og titilhöfunum í Porto. 22.3.2005 00:01
Hamann hrósar Carragher Dietmar Hamann, þýska miðjustálið hjá Liverpool, hefur hrósað varnarjaxlinum Jamie Carragher og segir að ef fyrirliðaarmbandið verði á lausu á næstunni ætti Carragher að fá það. 22.3.2005 00:01
Snæfell 14 stigum yfir Snæfell frá Stykkishólmi eru 14 stigum yfir gegn Fjölni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik sem nú stendur yfir í íþróttamiðstöðinni í Grafavogi. Michael Ames átti mjög góðan fyrri hálfleik og setti niður 15 stig og var mjög góður að koma sér í skotstöðu. Hjá heimamönnum er Nemanja Sovic stigahæstur með 13 stig. 22.3.2005 00:01
Capello langar aftur til Real Fabio Capello hefur gefið vísbendingu um að hann myndi hoppa á tækifærið að taka við Real Madrid aftur og sagt að allir myndu vilja starfið. Capello hefur áður verið orðaður við spænsku risana en er þó samningsbundinn Juventus til ársins 2007. 22.3.2005 00:01
Snæfell komið í 2-0 Snæfell sigraði Fjölni með 83 stigum gegn 69 í undanúrslitum íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld, en leikið var í íþróttamiðstöðinni í Grafavogi. 22.3.2005 00:01
Öll liðin lögleg næsta sumar Knattspyrnusamband Íslands hefur hert kröfur á úrvalsdeildarliðin og þurfa þau öll að standast mat eftir Leyfiskerfi KSÍ sem byggir á samskonar kerfi og evrópska sambandið hefur tekið í notkun.Á heimasíðu KSÍ í gær kom fram að öll tíu liðin hafi staðist skoðun Leyfisráðs KSÍ. 22.3.2005 00:01
Króatar eru óstöðugir Íslendingar mæta Króötum í undankeppni HM 2006 í Zagreb á laugardaginn. Það er óhætt að segja íslenska liðið eigi erfitt verkefni fyrir höndum enda er króatíska liðið af mörgum talið vera með betri liðum Evrópu. 22.3.2005 00:01
Verða þeir aftur endurræstir af ÍR Þeir sem urðu vitni af frábærum 26 stiga sigri Keflvíkinga í Seljaskólanum í undanúrslitum úrslitakeppni Intersportdeildarinnar á mánudagskvöldið eru örugglega margir á því að þar fari verðandi Íslandsmeistarar mæti Keflavíkurliðið jafneinbeitt og ákveðið til leiks það sem eftir líður úrslitakeppni. 22.3.2005 00:01
Lebron James setti nýtt NBA-met Lebron James var í miklum ham er lið hans, Cleveland Cavaliers sótti Toronto Raptors heim í NBA-körfuboltanum í nótt. 21.3.2005 00:01
Slagsmál í enska boltanum? Fregnir frá Bretlandi herma að átök hafi átt sér stað í leikmannagöngunum eftir leik Birmingham og Aston Villa sem fram fór í gær. 21.3.2005 00:01
ÍR-ævintýrið á enda? ÍR og Keflavík eigast við í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í Seljaskóla í kvöld. 21.3.2005 00:01
Tími Kluivert liðinn? Patrick Kluivert, leikmaður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, segist lítinn áhuga hafa á því að leika með hollenska landsliðinu. 21.3.2005 00:01
Engin breyting - enginn titill Michael Schumacher, ökumaður hjá Ferrari, viðurkenndi í gær að liðið ætti litla möguleika á sigri í Formúlu 1 kappakstrinum ef ekki yrði gerð betrumbót á. 21.3.2005 00:01
Bayern á höttunum eftir Huth Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur staðfest að liðið ætli að ná sér í Robert Huth, varnarmann enska liðsins Chelsea. 21.3.2005 00:01
Button ósáttur við BAR-Honda Jenson Button var engan veginn sáttur við lið sitt, BAR-Honda, eftir slakt gengi í Malasíu-kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór um helgina. 21.3.2005 00:01
Kastaði vatnsbrúsa upp í stúku Ronaldo, leikmaður Real Madrid, þykir miður að hafa kastað vatnsbrúsa upp í áhorfendastúku í leik gegn Malaga í gær en honum var skipt út af þegar fimm mínútur voru til leiksloka. 21.3.2005 00:01
Komu óorði á knattspyrnuna Knattspyrnusamband Evrópu hefur kúvent í afstöðu til Chelsea og ákveðið að ákæra Jose Mourinho, stjóra félagsins, Steven Clarke aðstoðarstjóra og Les Miles, yfirmann öryggismála hjá Chelsea, fyrir að koma „óorði á knattspyrnuna“, eins og það er orðað. 21.3.2005 00:01
Adriano ekki með gegn AC Milan? Ólíkegt þykir að brasilíski sóknarmaðurinn Adriano getir leikið með liði sínu, Inter Milan er það mætir nágrannaliðinu AC Milan í 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. 21.3.2005 00:01
Seldist upp á 90 mínútum 59 þúsund aðgöngumiðar á leik Bayern Munchen og Chelsea í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 12. apríl nk. seldust upp á 90 mínútum. Þá hurfu 3000 aðgöngumiðar á fyrri leik liðanna á Stamford Bridge, sem stuðningsmenn Bæjara höfðu aðgang að, eins og dögg fyrir sólu. 21.3.2005 00:01
Logi ekki með landsliðinu Logi Geirsson, landliðsmaður í handknattleik, er meiddur á þumalfingri hægri handar og verður ekki með landsliðinu gegn Pólverjum um páskana. Logi gat ekki leikið með Lemgo gegn Magdeburg um helgina vegna meiðslanna. 21.3.2005 00:01
Phil Jackson þjálfar Magic? Bandarískir íþróttaspekingar eru iðnir við að velta vöngum yfir hver verði arftaki Johnny Davis sem var rekinn frá Orlando Magic í NBA-körfuboltanum á dögunum. 21.3.2005 00:01
Reynir S. og HHF í 1. deild Reynir Sandgerði og lið Héraðssambands Hrafnaflóka, HHF, unnu sér rétt til keppni í 1. deild karla í körfuknattleik á næsta tímabili með sigrum í undanúrslitum 2. deildar karla í gær 21.3.2005 00:01
Singh aftur í toppsætið Fijibúinn Vijay Singh endurheimti toppsæti heimslistans í golfi í gær þó svo að hann hafi ekki borið sigur úr býtum á Bay Hill mótinu í Flórida. 21.3.2005 00:01
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti